Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 27 Eyjavofa ogeldgos GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR ÓTTINN LÆÐIST ÍSAFOLD, 1992 ★ ★ iÞetta er vel stfluð bók hjá Gunn- jhildi, enda hefur hún áður sýnt lað hún er fær um að skrifa góðan texta. Maður fær sterklega á tilfinninguna að ffásögnin styðjist við bemsku höfund- arins, hún er byggð upp af ótal litlum at- vikum sem flest hver er hægt að leggja fullkominn trúnað á, persónur em marg- ar, kannski of margar, en sumar ágætlega gerðar og vandamál sögunnar em áhuga- verð. Bestu hlutar bókarinnar finnst mér kaflarnir um þegar söguhetjan bregst þannig við óöryggi að hún heldur að hún sé tökubarn. En ffásögnin líður óneitan- iega fyrir skort á dramatískum atburðum, það gerist ekkert verulega bitastætt fyrr en á síðustu blaðsíðunum og jafnvel þá er endirinn ekki iausn á þeim vandamálum sem sagan hefur reifað heldur kemur hann utan frá, það er náttúran sjálf sem sér um að enda bókina. Óttinn læðist fjallar um stelpuna Elínu sem flytur í upphati bókar frá Reyðarfirði tii Eyja. Samfelldasti þráður ffásagnarinn- ar og það eina sem réttlætir titil bókarinn- ar er vanlíðan Elínar í húsinu sem hún ásamt foreldrum sínum flytur í, hún skynjar einhveija ósýnilega og fjandsam- lega návist í kjallaranum og hana dreymir illa. Faðirinn finnur fyrir þessu líka og bregst við með því að leita á náðir áfengis- ins, móðirin hafnar því þrákelknisiega að nokkuð geti verið að, neitar að horfast í augu við þá staðreynd að það er eitthvað óhreint í kjallaranum. Annað sem lesand- inn hefur áhyggjur af er heilsufar Elfnar, hún fær höfuðverkjaköst og ógleði. Þessir áhyggjuþræðir eru raktir bókina á enda en svo kemur allt í einu eldgos án þess úr neinu hafi verið greitt. „Frásögnin líður óneit- anlegafyrir skort á dramatískum atburð- um, það gerist ekkert verulega bitastœttfyrr en á síðustu blaðsíðun- um.“ Elín er ekki bara næm fýrir draugum heldur sér hún eldgosið í Vestmannaeyj- um fyrir. Engu að síður koma eldsum- brotin fullorðnum lesanda verulega á óvart, einfaldiega vegna þess að ffam að því heldur maður að sagan gerist löngu fýrir gos: skömmtun á matvöru er í gildi með tilheyrandi skömmtunarseðlum, Vestmanneyingar eru fæstir komnir með kiósett og nota útikamra, krakkar ganga í kotum, mjólkin er seld í lausu, Roy Ro- gers er sýndur í bíó og Elín bragðar ban- ana í fyrsta skipti einhvern tímann í miðri bók. Það má kannski halda því fram að tíu til tólf ára krakkar séu ekki það ffóðir um fortíðina að svona tímaskekkja spilli lestri þeirra á bókinni, en til hvers að ffæða börnin um liðna tímann ef fróðleik- urinn stemmir ekki við tímasetjanlega at- burði? Ekki trúi ég að Vestmannaeyjar hafi verið einhvers lags vanþróað svæði á íslandi árið 1973. Maður fær jafiivel á til- fmninguna að höfundurinn hafi gefist upp á að leiða þræði bókarinnar til lykta á annan hátt, að eldgosið sé neyðarúrræði. Forsíðan er hönnuð af Tómasi Jóns- syni, samklippt ljósmynd af um það bil tíu ára telpu í gallajakka sem virðist liggja á gægjum við bláan steinvegg með fjólu- blátt sólarlag í baksýn. Þetta er ekki ólag- leg forsíða en hún, ásamt titlinum, skapar spennusagnastemmningu sem er ffemur villandi. Jón Hallur Stefánsson FIMMTI GÍR í ÞÉTTBÝLI! IUMFERDAR RÁÐ N N U Opnun kj. 22:00 gm íaugardaginn 26. des. pþj ^ fAnnan íjóíum^^ fBorðapantanir í síma V 689686 * POTTÞETT HELGRRTILBOÐ Súpa, salatbar og desertbar fylgja öllum réttum. Barnaréttir kr. 99.- í fylgd með fullorðnum Lambalæri Bernaise kr.1390.- PornjRiNNj OG — PRNDS POTTURINN & PANNAN BRAUTARHOLTI 22 SÍM111690 VÉJTINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR Gfæsilegur 3ja rétta l<völdverður Verðkr. 1.890- Einnig bjóðum við uppá nýjan og glæsilegan matseðil á verði sem öllum líkar. POmifllNNÖG PflNNRN LAUGAVEGI 34 S: 13088 ■ hemur spánskt fyrlr sjónlr Nýtt! Opið á föstudögum og laugardögum til kl. 03. Ath! Allar veitingar. Hádo/þ/öis&rðartMoð alla virka daga Súpa og brauð fylgir. Hamborgari, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Samloka, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Tex-Mex réttur kr. 485,- Salatdiskur kr. 485,- Réttur dagsins kr. 585,- Kaffi kr. 50,- Adu'öru. gt&idart/díoð Alla daga vikunnar Nauta-, lamba, og grísasteikur 180 g með grænu káli og 1000-eyjasósu, kryddsmjöri, bökuðum og frönskum kartöflum. Verð kr. 790,- lfv= Tryggvagötu 20 s: 623456 m FRlAR hbmsendingar allan SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Gransásvsgl 10 - þjónar þér allan sólarhringinn Restaurant Pizzeria HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍKSÍMI13340 Veitingastaður þar sem hjartað slær Veitingahúsið Skólabrú óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.