Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 8

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 Bækur: KRYDDLEGIN HJÖRTU funheit skáldsaga um ástir og mat ÍSAFOLD hefur gefið út skáld- söguna KRYDDLEGIN HJÓRTU eftir mexíkönsku skáldkonuna Lauru Esquivel. Laura Esquivel fæddist í Mexico City árið 1950. Hún hefur áður skrifað kvikmynda- handrit og árið 1985 fékk hún heiðursverðlaun mexíkönsku kvikmyndaakademíunnar. KRYDDLEGIN HJÖRTU er fyrsta skáldsaga hennar. KRYDDLEGIN HJÖRTU er meistaralega skrifuð ástar- og örlagasaga, sem gerist í Mexico á tímabilinu 1910-1930. Sagan segir frá Titu, sem er yngst þriggja systra, og hefur fengið það hlutverk að hugsa um full- orðna móður sína, hina freku ekkju mömmu Elenu, sem stjórnar heimilishaldinu með harðri hendi. Þar með er Titu meinað að gift- ast eða njóta ásta á annan hátt. Pedro, sem hafði hugsað sér að giftast Titu, bregður á það ráð að giftast systur Titu, Rosauru, til þess eins að vera nálægt sinni heittelskuðu Titu. KRYDDLEGIN HJÖRTU, nýstárleg ástar- og örlagasaga með mataruppskriftum. Tita deyr heldur ekki ráðalaus, en fær útrás fyrir ástríður sínar við matartilbúning. Það hefur undarleg áhrif á heimilisfólkið: Opið til 4 Aðfangadag Systirin Gertrudis logar af ástríð- ur, systirin Rosaura blæs út eða skreppur saman eftir því hver réttur dagsins er og mágurinn Pedro fær ríkulega næringu fyrir þá ást, sem hann ber .til^Titu. Þessi óvenjulega blanda af ástum og eldamennsku skapar mjög skondin atvik og reyndar er sagan í heild sinni afskaplega frumleg og um leið meinfyndin. Bókin er byggð upp sem mánað- arleg framhaldssaga og hefst hver kafli á mataruppskrift og leiðbein- ingum um hvernig viðkomandi réttur skuli matreiddur. Þetta er eðlilegt, því þungamiðja sögunnar er eldhúsið og allir atburðir eiga rætur sínar að rekja þangað. Þar sannast máltækið, sem segir að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. KRYDDLEGIN HJÖRTU hefur hlotið mikið lof um allan heim og er víða metsölubók. Þess má geta að í Danmörku, en þar kom bókin út fyrir hálfu öðru ári, er bókin meðal mest seldu bóka í þessum mánuði. Allar jólabœkurnar | I OPIÐ TIL Gjafavörur - Jólavörur | L KL' 22 Smáhlutir ískóinn AUSTURSTRÆTI S. 14527 ÖLL KVÖLD Þegar Þórunn Maggý var brennd á báli GUÐNÝ Þ. MAGNÚSDÓTTIR: ÞÓRUNN MAGGÝ. MIÐILSSTÖRF OG VITNISBURÐUR SKJALDBORG 1992 * ÉHver getur slegið þetta út í ævi- Isögu sinni: Þórunn Maggý segir |frá því þegar hún var brennd á báli, lýsir því hvernig logarnir léku um TALAÐU VIÐ OKKUR UM BÍLASPRAUTUN varmi Auðbrekku 14, sími 64 2141 Veggsímar 3870r- Borðsímar 5850,- Símsvarar 2ja spólu 13.050,- ! 10% 1 kynningarafsláttur frá þessu verði VERSLUNIN r/ SÍMI: 25999 fæturna og hún fann lykt af brenndu holdi. Það var sárt. En hún lét ekki bugast: „Síðustu orð mín áður en ég yfirgaf þetta líf, vom þau að líkama minn gætu þeir brennt en sálinni næðu þeir aldrei." Mikið rétt. Þórunn Maggý fæddist ein- faldlega aftur og enn aftur. Hún hefúr ver- ið sígaunastúlka og ungur breskur her- maður svo dæmi séu tekin af handahófi. Þórunn Maggý hefur verið talsvert lengi í miðilsbransanum. Hún á það sam- eiginlegt með ótrúlega mörgum miðlum að hafa verið veik í æsku og lá þess vegna rúmföst langtímum saman. Þá synti hún um loftin blá og tyllti sér gjarnan á ský. Það fannst henni heldur en ekki skemmti- legt. Seinna komst hún í kynni við Hafstein miðil sem reyndist henni afar vel. Hún fór til Ameríku og varð smám saman verser- uð í yfimáttúrulegum ífæðum. Fyrstu sjötíu síður bókarinnar geyma æviferil Þórunnar, sem nú er komin fast að sextugu. Þeir kaflar eru æði sundur- lausir, enda rækilega tekið fram að ekki sé um hefðbundna ævisögu að ræða og einkamálin sniðgengin að mestu. Útkom- an er stundum heldur klaufsk. Dæmi: „Þegar tveir stjórnarmenn úr Sálar- rannsóknafélagi Suðumesja ákváðu að ég væri óhæf til að vera sitjari (á miðilsfund- um) vegna þess að ég væri í kananum, þá skildi ég strax hvað að baki lá og fyrirgaf þeim.“ „Þetta er bókfyrir sanntrúaða, en eykur að öðru leyti engu við áður útkominn aragrúa íslenskra heimildabóka um lífið og tilveruna hinum megin. “ f kananum, hvað? Þetta er ekki útskýrt ffekar og getur eflaust valdið misskilningi. Bróðurpartur bókarinnar hefur hins- vegar að geyma vitnisburði fjölmargra einstaklinga um miðilshæfileika Þórunn- ar. Vitnin áttu, mörg hver, í sálarhremm- ingum áður en þau náðu fundi miðilsins. Menn hætta unnvörpum að drekka, út- skrifast af geðdeildum, ná tökum á tilver- unni. Aðrir fá sannanir fyrir áffamtilvist ástvina og verða harla glaðir. Þetta er bók fyrir sanntrúaða, en eykur að öðm leyti engu við áður útkominn ara- grúa íslenskra heimildabóka um lífið og tilveruna hinum megin. Hrafn Jökulsson ,Ég held ég gangí heím'' Eftireínn -ei aki neinn UMFEROAR RAO

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.