Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 MEGAS, ELVIS& FAUST Megas ræðir um ferilinn, þrjá blóðdropa og sumt afhinu Hvað dettur manni fyrst í hug þegar minnst er á Megas? Jú, maðurinn er snillingur hvað varð- ar textasmíðar. Hann á engan keppinaut í íslenska dægurlaga- heiminum og textarnir hafa alltaf haldið gæðum á plötunum tólf, þótt vissulega sé Megas mistækur eins og aðrir. Svo er það röddin, þessi drafandi sérkennilega rödd; hún einkennir alla hans tónlist. Síðast en ekki síst koma hneykslin upp í hugann; fyrst gekk Megas fram af góðborgurunum með svínslegri drykkju og sukki, og nú vekur hann hneyksli með berorð- um textum um girndir holdsins. Fyrst roðnuðu margir yfir Litlu sætu strákunum og á Þremur blóðdropum, nýjustu plötunni, eru léttklæddar smástelpur á textablaðinu og lagið „Kvöld í Atlavík" hefur að geyma hina ódauðlegu línu „Þú ert þrifaleg, þröng og þrettán“ sem vörubíl- stjórinn hefur á orði, í þann veg- inn að nauðga litlu „dúllunni“. Ég er mættur eldsnemma heim til Megasar. „Ég er orðinn gamall maður og fer snemma á fætur,“ sagði hann þegar ég hringdi og falaðist eftir viðtali. Það fer fram 1 stofunni, veggirnir eru hlaðnir myndum og póstkortum — sum- um dálítið klúrum — plötum og bókum. Ferill Megasar er orðinn langur og það er hægt að spyrja hann um margt. Fyrst tölum við þó um sameiginlegt áhugamál; bankavinnu. „Árið 1968 vann ég 1 Austur- bæjarútibúi Landsbankans,“ segir Megas. „Fyrst við að reikna út kröfur á borði út við vegg, en svo fluttist ég upp á hæðir í yfirlestur á bankabréfum. Ég krotaði ýmis tákn á bréfin svo dömurnar gætu vélritað kröfúrnar." Þú hefur svo gefist upp á þessu? „Nei, ég gafst ekki upp heldur var gefist upp á mér. Þetta var á þeim tímum er menn áttu vanda til að verða mjög annarlegir og augun í mér þóttu eitthvað skrítin. Það þótti við hæfi að gefa mér færi á að segja upp og ég fékk ágæta greiðslu í nokkurn tíma án vinnu- skyldu." Þú hefurekki unnið svokallaða vinnu síðan eða hvað? „Jú, ég hef unnið svokallaða vinnu síðan, einkum og sér í lagi við höfnina. Líf mitt skiptist í þrjá þætti sem eru stikaðir út af hafn- arvinnu. Þegar ég var unglingur vann ég á höfhinni, þegar ég kom heim ffá Osló með fyrstu plötuna í farteskinu fékk ég mér vinnu við höfnina og þegar ég var nýkom- inn úr brennivíns- og eiturlyfja- meðferð fékk ég mér vinnu þar aftur. Annars fúnkera ég — eða fúnkera ekki — á músík og skyld- um Jilutum." Hvað hlustaði unglingurinn MagnúsÞórá? „Ef ég fer aftur í tímann kemur formúlan nákvæmlega í ljós; barnið hrífst af Elvis Presley. f gegnum Elvis kynntist maður svo öllum hinum hetjunum. Ég er að tala um þessar hetjur sem voru í gangi áður en Elvis fór í herinn." Hvernig var að nálgast þessa tónlist héma? „Það var afskaplega erfitt. Manni lagðist að vísu sú líkn með þraut að hafa kanann og þar voru ákveðnir þættir sem stillt var á til að heyra nýjasta stoffið, en nota bene bara opinbera stoffið. Síðan voru kántrí og western-þættir og einhvern tímann í frumbernsku heyrði ég í Hank heitnum Willi- ams, heyrði í röddinni, en gerði mér í rauninni ekld grein fýrir því hver þetta væri og gat ekki sett hann í samhengi við aðra tónlist. Þegar ég hafði rænu á að stúdera plötur með Hank löngu síðar hljómuðu öll þessi lög mjög kunn- uglega.“ Hlustarðu enn á kanann? „Nei, þarf maður þess nokk- uð?“ spyr Megas á móti. „Þetta var á þeim tíma sem Ríkisútvarpið var meira og minna lokað fyrir rokktónlist. Það var eiginlega lok- að fyrir allt nema íslensk ein- söngs lög svokölluð, og um helgar var danslagaþáttur. Þá var spiluð músík sem var ætlast til að fólk dansaði eftir heima hjá sér. Sú músík hljómaði alveg óheyrilega leiðinlega í eyrum unglingsins. Eg hrökJdaðist úr rokkhlustun þegar Elvis fór í herinn því manni fannst kandíflosmúsíkin sem tók við fýr- ir neðan manns virðingu — mað- ur hafði jú alist upp við feitmeti. í menntó hreyfðu Bítlarnir aðeins við mér, en það tók langan tíma því ég var kominn með það mikla skömm á poppi. Mér fannst alltaf að gamla rokklýríkin væri langt- um meiri töfraþula en það sem Bídunum tókst að koma saman. Á svipuðum tíma varð ég var við Dylan og Donovan og fleiri sem lögðu meira í lýríkina og þá fannst mér þetta aftur orðið heillandi." Varstu þá farinn að semja sjálfur? „Ég byrjaði að semja lög og texta um leið og ég komst á rokk- bragðið, líklega þegar ég var í kringum ellefu ára. Þegar ég horfði í kringum mig sá ég ekkert íslenskt sem mundi henta sem staðgengill fyrir þetta rokk og ról sem barst manni ffá Ameríku. Ég eygði ekki þann möguleika sem menn eygðu síðar að bregða sér á milli tungumála. Ég var svo vit- laus að ég sá ekld að auðvitað átti maður bara að syngja á ensku, sú hugsun kom bara ekki til greina. Ef maður var hér og vildi vera El- vis þá varð að búa til rokktungu- mál úr íslenskunni. Það var miklu meira spennandi en að fara í kli- sjubankann sem var til, frekar vildi maður stofna sinn eigin klisjubanka frá grunni. Þegar áhugi minn á rokki endurnýjast lyktar það með því að ég, banka- maðurinn, fer að vinna í tónlist á ný og er von bráðar kominn með heilmikið af efni. Fyrst í stað reyndi maður ekki einu sinni að koma þessu út. Það voru alltaf einhverjar hugmyndir og orð sem settu mér stólinn fyrir dyrnar. Ég tróð upp annað slagið í Reykjavík, en það var ekki fyrr en eftir 1. des.-fagnað í Osló 1971 að sú hug- mynd kviknaði að námsmenn stæðu að útgáfu fyrstu plötunnar. Á þessum tíma var námsmanna- hugmyndin mjög öflug og fólk stóð í þeirri meiningu að náms- menn gætu gert allan fjandann. Platan fékk hörmulega krítík og útvarpsbann. Menn voru mjög upp á kant við þessa plötu, ekki síst popparar, sem settu sig í ein- hverjar þjóðernisstellingar sem hæfðu þeim nú ffekar illa, hafandi ekki glætu um uppruna sinn og sögu.“ Megas hlær að minningunni og heldur áffam: „Ég lét andstreymið ekki hafa áhrif á mig og fór fljót- lega í gang með næstu plötu. Það var alveg sama hvar ég bankaði upp á; það vildi enginn gefa mig út. Útgefendur tóku mér ekki beint illa, en þegar ég hugsa til baka er ég viss um að þeir voru ffá upphafi staðráðnir í að gefa mig ekki út. Það var ekki fýrr en Dem- antaútgáfan fór í gang að plata númer tvö kom út.“ Hvernig var ástandið á þér á þessum tíma? Megas hugsar málið og segir svo: „Árið 1975 var ástandið á mér ekki orðið áberandi slæmt þótt það hafi í rauninni verið verulega bölvað. Ég var búinn að bryðja amfetamín nonstop síðan 1972, og þar á undan í rösklega tvö ár meira og minna, þannig að ég var orðinn ansi tærður af spít- táti og stutt í hrun. Þegar „Milli- lendingin" kemur út er ég ennþá ffíður og föngulegur, eins og sést á umslaginu, en innviðirnir eru út- brunnir. Það er ekki fýrr en árið eftir að ég fer virkilega að láta á sjá og það sést mjög greinilega á um- slaginu á „Fram og aftur blindgöt- una“. Þar er sjáanlega lítið eftir af mér. Þetta kom niður á takmark- aðri spilamennskunni því ég var sjaldan til staðar. Ég spilaði þó af og til og það var oftast í lagi því ég hafði þann háttinn á að brúka fýrst og fremst amfetamín og var því með einhverju sem kallast mætti ræna. Þessi efni sem maður var að troða ofan í sig höfðu líka áhrif á textagerðina; línurnar urðu lengri og tyrfnari, en það er skelfi- leg hnignun í söngnum. Ég á dálít- ið erfitt með að hlusta á þetta efni því hnignunin er svo áberandi. Hins vegar er vinnan að öðru leyti í lagi, bæði hugmyndir og úr- vinnsla, þ.e. framkvæmdin, sem ég þurfti ekki beint að taka þátt í. Ég féll að vísu í þá gryfju að vilja ákveða allt sjálfur og gaf spilurun- um ekki þann lausa taum sem ég hef gert í seinni tíð.“ Þrír blóðdropar Nokkru eftir tvöfalda tónleika- albúmið „Drög að sjálfsmorði“ fór Megas í meðferð. Þá má segja að seinna skeið Megasar hefjist; „þurra skeiðið“. Síðan eru plöt- urnar orðnar sex og sú nýjasta, „Þrír blóðdropar", stendur upp úr þótt risið á hinum hafi vissulega verið hátt. Ég spyr Megas út í plöt- una. „Ég lagði upp með slatta af full- gerðum lögum, hugmynd um búning og eitthvað af ófullgerðu efni. Búningurinn var að mínu viti beint framhald af því sem við Hilmar höfðum verið að gera nema einfaldara í sniðum og minni hljóðgerflanotkun. Þetta var unnið mjög hratt og útkoman var nokkuð lík upprunalegu hug- myndinni þótt í þessum bransa sjái maður aldrei alveg fýrir end- anlega útkomu.“ I hvað vísar titill plötunnar? „Þegar prógrammið var að formast fékk ég þá hugmynd að setja utan um það ramma sem er íslensk Faust-útgáfa. í bernsku hafði ég lesið í einhverju sagna- kveri um þýskan mann, Jóhann Faust, sem vaknar upp við þann vonda draum á gamals aldri að hann hefur sólundað lífi sínu í bóklestur og fræðiiðkanir, og ekki gefíð sér tíma til að reykja, drekka og ríða. Hann gerði díl við djöfúl- inn til að fá að sinna þessari deild, fékk auð og völd og að ákveðnum tíma liðnum átti djöfullinn að koma og taka hann. Nú upphefj- ast mikil skemmtilegheit hjá Faust en þegar leið að skuldadegi varð hann hræddur og vildi ekki standa við samninginn. Hann lok- aði sig inni í kastala úr gleri og harðneitaði að opna þegar kölsld kom. En djöfullinn dó ekki ráða- laus og saug Faust út um skráar- gatið og ekkert varð eftir af hon- um nema þrír blóðdropar. Mér fannst platan öll vera eins og seinna skeið Faust. Það eru mikil skemmtilegheit í þessu stoffi, mikil „sensual“ gleði, eitthvað sem nærir taugaendana.“ Miðað við suma textana mœtti halda að þú vœrir á einskonar seinna skeiði eins ogFaust „Já, en það má ekki rugla sam- an höfúndi og egói í texta,“ grípur Megas ffam í. „Ef það væri alltaf samansemmerki á milli egós í texta og mín væri ég náttúrlega morðingi, nauðgari og allt milli himins og jarðar. Mér finnst sjálf- sagt að allt sem er til sé viðrað, að allt geti orðið að efni. Það fittar stundum að hafa textann í fýrstu persónu og það fittar stundum að segja hlutlaust frá hlutum sem orka tvímælis og eru í sjálfu sér vondir og mikil mannfýrirlitning. Ég hef orðið var við að þessi plata mín núna veldur heilmiklum mis- skilningi enn og aftur. Menn gera fýllilega ráð fyrir því að það séu mínar eigin skoðanir sem ég er að viðra. Það er ekkert egó í „Kvöldi í Atlavík"; það eru bara stelpan, nokkrir strákar og svo þessi illi vörubílstjóri og ég hef ekki einu sinni meiraprófl Eg er ekki með neinar hástemmdar fordæmingar, en hin dapurlegu örlög aumingja stúlkunnar leyna sér ekki. Menn hafa vænt mig um að ég sé að gera grín að fómarlambinu og hinu illa Megas í tuttugu ár MEGAS 1972 ★★★★ Megas kom hljóðlega inn í íslenska tónlistarheiminn með þessari plötu sem var tekin upp í Noregi með þar- lendum hljóðfæraleikurum. Fáir aðr- ir en róttækir nemar lögðu við hlust- ir en þó var Ijóst að Megas var kom- inn til að vera. Magnað byrjanda- verk. Því segi ég skál fyrir fróni og fjölni og alltþað! MILLILENDING 1975 ★★★★ Meðlimir hljómsveitarinnar Júdasar lögðu hönd á plóginn við að gera frábæra plötu. Hér reynir á útsetn- ingarfærni Megasar og útkoman er pottþétt. Poppaður Megas í sam- blandi við hrjúfa amfetamíntexta. Ragnheiður biskupsdóttir brókar var meo sótt & beidai þegar Daði mœlti á latínu FRAM OG AFTUR BLINDGÖTUNA 1976 ★★★ Megas í fylgd með Eikar-meðlimum og fleirum. Góð plata en ekki alveg jafn eftirminnileg og þær tvær fyrstu. Ég skulda milljón í banka & ég bý inní Vogum, með barþjóni, hannfœrir mérsúrmeti í trogum Á BLEIKUM NÁTTKJÓLUM 1977 ★★★★ Ein albesta plata Megasar og eins- konar „Sgt. Pepper's" íslenskrar rokk- sögu. Spilverk þjóðanna lagði í púkkið og úr varð fjölbreytt, frumleg og frábær plata. Afsakiði meðanað ég œli! NÚ ER ÉG KLÆDDUR OG KOMINN Á RÓL 1978 ★★ Megas syngur barnalög við strengjaundirspil Guðnýjar Guð- mundsdóttur og Scotts Gleckler. Börn meðvitaðs menntafólks kom- ust á bragðið. (þef) ókíkókíkókí! DRÖG Að SJÁLFSMORÐI 1979 ★★ Hvað er svona fyndið? Eru allir útúr- reyktir hérna eða hvað? Þið vitið að þetta er skóli! Tvöföld plata tekin upp á tónleikum í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Dálítið eintóna undir- spil, á köflum þunnar lagasmíðar, en frábær stemmning í salnum, Megas í miklu stuði og kynningar hans milli laga eru dásamlega sjúskaðar. í GÓÐRITRÚ 1986 ★★★ Fyrsta platan eftir meðferð, þótt nokkru áður hafi Megas átt lög á plötum Bubba og Tolla Morthens. Góð plata, hrá, en misjöfn. Lóa Lóa Lóa, mig langar til að byggja til þín brú. LOFTMYND 1987 ★★★ Mest selda plata Megasar. Góðlát- legar Reykjavíkurstemmur og gælt við gamler minningar. Það er ekki von að vel fari hjáfyrstu kynslóð á mölinni, hún fríkar út á valkostun- um & sekkur til botns í kvölinni HÖFUÐLAUSNIR 1988 ★★ Vondur hljómur og leiðigjörn hljóð- gerflanotkun voru veikustu blettir þessarar plötu. Það heyrðist heldur ekki nógu mikið í Megasi og gaul bakraddasöngkvennanna var yfir- þyrmandi. Þetta var legremburotta með rykfallitm sníp BLÁIR DRAUMAR 1988 ★★★ En spáirðu bara í dœmi gömlu spek- inganna þá sést, að litlir sœtir strák- ar hafa löngum reynst best. Sam- vinna Megasar og Bubba skilaði misjafnri en í heildina litið nokkuð vel heppnaðri blús-, djass- og popp- plötu. HÆTTULEG HUÓMSVEIT OG GLÆPAKVENDIÐ STELLA 1990 ★★★ Löng og misgóð plata með léttu yfirbragði. Ég œtla að syngja um ekk- ert, hvorki eitt né neitt vítt og breitt, söng um ekkert handa engum, og til einskis yfirleitt. ÞRÍR BLÓÐDROPAR 1992 ★★★★ í alla staði frábær plata og besta plata þess árs sem nú er að líða. í senn djörf, kraftmikil og angurvær. Besti .þurri' Megasinn! Égfinn það ce beturfyrir neðan þind hvað það er sem ég þrái mest. atviki. Það er alltaf eitthvað hræði- legt að gerast og það er ekki aktú- elt að vera alltaf að taka fram; þetta má ekki gerast, þetta er vont. Heimurinn er eins og hann er. Því minni tilfinningalega afstöðu sem textahöfúndurinn ruglar sig í því hittnari verða textarnir. Maður tekur síður mark á texta sem ætlar sér að ýta einhverjum boðskap að manni með fáryrðum. Svo eru menn sem hafa verið að æsa sig yfir stúlkunum á textablaðinu, hinum gregoríanska telpnakór. Sumir eru svo öfugsnúnir að þeim dettur strax í hug ofbeldi ef þeir sjá eitthvað fallegt.“ Megasflissar og bcetir við: „Og þá eru menn mjög illa staddir!" áunnor Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.