Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 Réð lögfræðing til að krefjast forræðis yfir syninum: André Miku Mpeti frá Zaire telur að með samanteknum ráðum hafi tek- ist að koma í veg fyrir að hann fengi forræði yfir syni sínum og að móð- irin meini honum að fá að sjá börn- in, sem nú eru orðin tvö. Hann heitir André Miku Mpeti og er frá Zaire, en hann og fyrrver- andi kona hans hittust í Belgíu. Eldri sonur þeirra fæddist á Land- spítalanum í nóvember 1990 og af því tilefni dvaldist hann í rúmar tvær vikur á íslandi. Hann kom aftur til landsins eftir áramótin og dvaldi þá hjá fíölskyldu konunnar í Garðabæ. I júlímánuði 1991 ákvað hann að flytja til landsins og í ágúst fluttu hann og kona hans til Grindavíkur. Þar kenndi hún og hann vann í fiskvinnslu. Nú starfar hann hjá kexverksmiðj- unni Fróni. Þau skildu vegna sambúðar- örðugleika sl. vor og í kjölfarið fylgdi forræðisdeila — og annað bam á leiðinni. „Ég hef barist fyrir því að fá forræðið þar sem ég er sannfærður um að móðirin sé andlega vanheil og aðstæður hennar ekki heilnæmar fyrir börnin. En í sumar höfðaði hún mál til að fá forræðið. Ég fór til virts lögfræðings með frönsku- kunnáttu. í samtölum okkar fór ekkert á milli mála að hann átti að berjast fyrir forræði mínu yfir syn- inum, en við vorum einnig sam- mála um að þar sem annað barn okkar var á leiðinni væri auðvitað æskilegast að sættir næðust í mál- inu.“ Sagðirþú homtm að hami mœtti semja urn að hún fengiforrœðið? „Nei. Lögfræðingurinn lét mig skrifa undir pappír og sagði að það skjal hljóðaði einfaldlega upp á að hann væri lögfræðingur minn. 22. ágúst fæ ég bréf frá hon- um um að hann hafi náð sam- komulagi í málinu, sem feli í sér að móðirin fái forræðið en ég tak- markaðan umgengnisrétt. Ég kom af fjöllum, enda hafði ég aldrei veitt honum heimild til að ganga frá samningi. Seinna var ég rukk- aður um meðlag. Ég tjáði sýslu- mannsembættinu að forræðis- málið væri óútkljáð og fékk afrit af skjölum varðandi málið. Þá sá ég að í gangi var lögmannsumboð tií handa lögffæðingnum, sem ég hafði aldrei undirritað. Skjal sem að auki var með rangri kennitölu — ég var kominn með kennitölu lögfræðings móðurinnar! Sama ranga kennitalan var á skjali sem fulltrúi sýslumannsins í Keflavík var með þegar hann kom með stefhuna frá móðurinni, löngu áð- ur en ég valdi mér lögfræðing.“ Þú heldur því þá fram að lög- frœðingUrþinn hafifalsað umboð? „Já. Ég fór til RLR og kærði þessa fölsun, en eftir allsendis ófullnægjandi rannsókn ákvað embættið að láta rannsóknina falla niður án þess að samprófun færi ffarn eða raunveruleg skjala- rannsókn." Telur þú að staða þín sem út- lendings hafi ráðiðferðinni? „Ég tel að ég hafi ekki fengið réttláta meðferð dómskerfisins, hvað þá svokallaðs lögfræðings míns. Ég tel reyndar að um sam- antekin ráð hafi verið að ræða milli lögffæðinganna, gegn mér af því ég er útlendingur, kannski einnig út af hörundslit mínum, vona þó ekki. Það yrði einfaldlega hneyksli ef hið sanna kæmi í ljós. Ég hugsa að þau séu að vona að úflendingaeftirlitið komi mér ein- hvern veginn út úr landinu. Kannski er talið að ég flýi land með börnin, en ég er ekkert að hugsa um slíkt og hef boðið dómsmálaráðuneytinu að halda vegabréfi mínu. Því var reyndar haldið þar í þrjá mánuði en síðan skilað affur.“ Þú hefur hugsað þér að búa hér á landi? „Ég hef æflað mér að fá forræð- ið og ala syni mína upp hér á landi. Þar sem ég á hér böm og hef ekkert brotið af mér hef ég fullan rétt til þess.“ Hefurðu fengið að sjá syni þína? „Ekki um nokkurt skeið. Og nú vill enginn segja mér hvar móðirin og böm mín em. Ég hef reynt að koma því á framfæri í gegnum lögffæðing móðurinnar að ég vilji hitta syni mína um jólin, en án ár- angurs“________________________ Friðrik Þór GuOmundsson André Miku Mpeti fyrir ut- an höfuðstöðvar RLR: „Eftir allsendis ófullnægjandi rannsókn ákvað embættið að láta rannsóknina falla niður... Ég tel að ég hafi ekki fengið réttláta með- ferð dómskerfisins, hvað þá svokallaðs lögfræðings míns." „Hann falsaði umboð Á U PPLEIÐ... Bensínverð er á uppleið, en þannig vill rík- isstjórnin væntanlega firra sig Mólotoff- kokkteilum þegar verkalýðshreyfingin læt- urtil skarar skríða. Hraustir menn hafa verðið hafnirtil vegs og virðingaraf Karla- kórnum Fóstbræðr- Sóliner loksáupp- leið á ný og ekki seinna vænna. Jón Skaptason sýslumaðurertví- mælalaust á uppleið, kominn í gull- hneppt júníform og allt. Það er allt annað líf að láta svona mann taka hjá sérfjárnámin. Brúnin á þingmönnum er á uppleið, enda sjá þeir fram á að komast f jólafrí... loksins þegar maður sá fram á að þeir væru farnir að vinna fyrir kaupinu sínu. A NIÐURLEIÐ. Jóladagskrá Ríkissjónvarps- ins, sem virðist enn leiðin- legri en nokkru sinni fyrr. Nokkrir hápunktar: Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson lesa Ijóð, fram- haldsþáttur um bíla og samgöngur á fslandi, þáttur um herra Sigurbjörn Einars- son, íslensk kvikmynd um munaðarlausan hvolp og síðast en ekki síst hið sívin- sæla áramótaávarp Heimis Steinssonar. Snjór hefur svo sann- arlega verið á niður- leið, hvort sem hon- um hefur kyngt niður af himnum ofan eða flætt yfir skiðasvæði (R. w Skandia er enn á niður- leið og hefði maðurþó haldið að þar á bæ kæm- ust menn ekki neðar. fslensku jólasveinarnir eru ekki bara á niðurleið úr fjöllum heldur á niðurleið f hugum lands- manna. Mikið óskaplega eru þessir karlar, sem Þjóðminja- safnið dubbar upp, afskaplega leiðinlegir. Sigurjón Sighvatsson er á nið- urleið eftir að hann var kjör- inn Skandínavi ársins vestur í Kalíforníu. Muna menn hvern- ig fór fyrir Jóni Óttari eftir að hann var kjörinn bissnessséní Norðurlanda?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.