Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU KLASSÍKIN ■aiM’gm'jraiflMai • Kristján Jóhannsson. Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson org- anisti halda tónleika til styrktar Barnaheillum og rennur allur ágóði til þeirrar starfsemi. Einsöngvari er Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Undirleikur er í höndum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hallgrímskirkja. MIÐVIKUDAGUR • Ljósvíkingar. Hópur listamanna les upp úr ritverkum sínum; Þórarinn Eldjárn, Vigdís Grímsdóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson, Kristín Ómarsdóttir, Ari Gísli Bragason, Steinunn Ásmunds- dóttir og Nína Árnadóttir. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló. Lesið upp úr jólaguðspjallinu. Fríkirkjan í Reykjavík kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Söngvar og lestrar á jólum. Mót- ettukór Hallgrímskirkju gengst fyrir jóladagskrá. Kórsöngur, einsöngur, orgelleikur og almennur söngur að breskri fyrirmynd. Hallgrímskirkja. LEIKHUS LAUGARDAGUR )• My Fair Lady. Frumsýn- ing á þessu fræga söng- og leikverki eftir Alan Jay _________Lerner og Frederick Loewe. Með aðalhlutverk fara Jóhann Sigurð- arson og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir en leikstjórn er í höndum Stef- áns Baldurssonar. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ronja ræningjadóttir. Frumsýn- ing á nýrri danskri leikgerð, byggðri á barnasögunni vinsælu eftir Astrid Lindgren. Söngvar eftir Sebastian, virt- asta söngvasmið Dana; Hlutverk Ronju er í höndum Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. Leikstjóri er Ásdís Skúla- dóttir. Borgarleikhúsið kl. 15. SUNNUDAGUR • Útlendingurinn, gamanleikur eftir bandaríska leikskáldið Larry Shue, frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar. Þráinn Karlsson fer með hlutverk aðal- persónunnar, Charlie, sem þjáist af feimni og minnimáttarkennd. Hann og aðrir vanmáttugir sem fram koma í gamanleiknum fá uppreisn æru, en ill- mennin að sjálfsögðu makleg mála- gjöld. Leikstjóri er Sunna Borg. Leikfé- lag Akureyrar. • My Fair Lady, sönq- og leikverkið fræga með Steinunni Ölínu Þorsteins- dóttur og Jóhann Sigurðarson í aðal- hlutverkum. Stefán Baldursson leik- stýrir. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus Ymir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði, kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Fyr- ir þá leikhúsgesti sem ekki eru að elt- ast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhússkemmtunina, skrifar Lárus Ým- ir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Ronja ræningjadóttir. Barnasag- an vinsæla eftir dönsku skáldkonuna Astrid Lindgren í nýrri danskri leik- gerð. Söngvar eftir virtasta lagasmið Dana, Sebastian. Borgarleikhúsið kl. 14. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir. Borgarleikhúsið kl. 20. • Lucia di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. ís- lenska óperan kl. 20. MYNDLIST !• Lítil verk íslenskra myndlistarmanna eru sýnd á myndlistarsýningu í Listmunahúsinu. Á sýning- unni eru tæplega hundrað verk eftir eftirtalda listamenn: Ásu Ólafsdóttur, Eyjólf Einarsson, Guðrúnu Einarsdótt- ur, Gunnar Örn Gunnarsson, Hring Jó- hannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar Haf- steinsson, Magnús Kjartansson, Magn- ús Tómasson, Sigríði Ásgeirsdóttur, Sigurð Örlygsson og Willem Labey. Opið virka daga kl. 12-18 og um helg- ar kl. 14-18. Lokað á mánuaögum. • Sigurjón Sigurðsson hefur opn- að sýningu á málverkum sínum í Perl- unni, 1. hæð. • Kirsten Ortwed & Jan Sven- ungsson sýna verk sín í Nýlistasafn- inu. Listamennirnir, sem eru frá Dan- mörku og Svíþjóð, eru vel þekktir í hinum norræna listaheimi og koma sýningarnar frá Norrænu listamiðstöð- inni Sveaborg í Helsinki. • Svala Sigurleifsdóttir hefur opn- að sýningu á verkum sínum í Slunka- ríki á ísafirði. Verkin á sýningunni eru svart/hvítar Ijósmyndir, stækkaðar og litaðar með olíulitum. Hvert verk sam- anstendur af nokkrum Ijósmyndum. • Harpa Björnsdóttir sýnir verk sín í Galleríi Sævars Karls. Myndverk sýn- ingarinnar eru að hluta til trúarleg. Opið á verslunartíma.. • Peter Bishop, sem á heiðurinn af ÚTLENDIN GURINN GETUR LEYFT SÉR ÝMISLEGT Leikfélag Akureyrar hyggst frumsýna leikverkið Útlendinginn eftir Larry Shue um hátíðirnar. Burðarhlutverk er í höndum Þrá- ins Karlssonar en hann leikur Charlie, Breta sem lifir skringilegu h'fi. Starf hans er að lesa prófarídr að teiknimyndablöðum og Charlie er búinn að telja sjálfum sér trú um að hann sé kominn úr tengsl- um við mannlegt samfélag og hef- ur misst allan kjark og allt frum- kvæði til að tala við aðra en kon- una sína. Henni treystir hann þó ekki frekar en öðrum og heldur að hún eigi sér 32 elskhuga. Charlie fer í ferðalag til Bandaríkjanna en vinur hans segir fólki þar að hann skilji ekki tungumálið og því verða tjáskipti Charlies öðruvísi en hann á að venjast. Djúpt í sálar- fylgsnum Charlies leynist gaman- samur þanki og hann fer að búa til sitt eigið tungumál og kemst upp með ýmislegt. Útkoman er ákaf- lega spaugileg. Hvar er hægt að borða um jólin? — annars staðar en heima hjá sér og í fjöl- skylduboðum Þótt seinnipartur aðfangadags jóla og jóladagur séu með heil- ögustu fr ídögum ársins er þó ekki alls staðar Iokað á veit- ingastöðum bæjarins því áLaugaási á Hótel Esju verð- ur opið frá 11.30 til 14.30 og frá 18.00 til 21.00 á aðfangadag og á sama tíma á jóladag. Þessa daga verður á boðstólum jóla- hlaðborð og tveir til þrír auka- réttir á matseðli. Á Laugaási verður hins vegar opið frá kl. 8.00 til 21.00 á annan dag jóla. Sama fyrirkomulag verður á Hótel Loftleiðum um áramótin á gamlárs- og nýársdag, því samkomulag er um að hafa eitt hótel í bænum opið fyrir mat- argesti. Opið er öll jólin fyrir gistingu á Hótel Sögu, Hótel Esju, Hótel Borg og Holiday Inn að ógleymdum Hjálp- ræðishernum, sem reyndar er með mat og gistingu öll jól- in. Hins vegar er lokað í mat á öllum öðrum stöðum fyrir al- menning á aðfangadag og jóla- dag. Á annan í jólum verður svo Skrúður á Hótel Sögu opnaður um hádegisbil og op- ið þar ffarn til miðnættis. Á Hótel Holti verður opnað fýrir matargesti klukkan sex á annan dag jóla, einnig á Pizza Hut, Gullna hananum, Lækjarbrekku, Café Óperu, Argentínu og Ömmu Lú. BOTNA Fjörugt útgáfupartí, svo vægt sé til orða tekið, var haldið á Grettisgötunni, gegnt Bíóborginni, í tilefni þess að Síðan skein sól var að senda frá sér blaðsnepil- inn SSSól og tveggja laga smáskífu með lögunum „Toppurinn að vera í teinóttu" og „Blómin þau sofa“. Svo fátt eitt sé talið héldu piltungar úr Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti nokk djarfa nærfatasýningu; Dav- íð Þór og Steinn Ármann spauguðu um sviðsfram- komuþróun poppara í áranna rás; nýtt myndband var sýnt; skyggnilýsinga- fundur haldinn og reynt að ná yfir til annars heim með hjálp Spíritusar. Davíð Þór og Steinn Ár- mann eru mjög inn- blásnir að sjá á þessari mynd, eða hitt þó held- ur, en vöktu þó lukku nærstaddra fyrir töiu sína um breytta sviðs- framkomu poppara. BARIR • Um síöustu helgi komust menn aö þvi sem aldrei fyrr, að það er ekki tekið út með sæld- inni að vera skemmtanafikill á fslandi. Menn fundu svo skelfilega fyrir því, að þeir hörðustu urðu að gera sér skemmtiatriðin í kjallara Fríkirkjunnar að góðu áður en yfir lauk. Fáar sögur ganga hins vegar af veitingunum þar. Hvernig má forðast svona skelfingu? Til eru nokkr- ar leiðir. Sú fráleitasta er að sjálfsögðu að láta áfengisneyslu einfaldlega eiga sig og vera ekkert úti á lífinu. Með sömu rök- semdafærslu má hins vegar benda á sjálfs- morð sem álika heppilega lausn. Það er vitaskuld hægt að halda drykkjunni innan veggja heimilisins, þannig að aldrei þurfi að skreiðast lengra en í koju. Það verður hins vegar þreytandi til lengdar að drekka heima, innan um sama ruslið og sömu þreytulegu ásjónurnar helgi eftir helgi. Þá er ráð nr. 3, sem er það að koma sér ein- faldlega upp einkabílstjóra á fylleríum. Öll- um finnst sjálfsagt að ráða barnapíur til að sóða út sófaborðið þegar farið er að sletta úr klaufunum, en hvers vegna er ekki hægt að þjóðnýta alla þessa frændur manns, sem eru nýkomnir með bilpróf og mundu glaðir aka manni á bar og heim aftur ef þeir aðeins fá að fara á rúntinn í millitíð- inni? Enn eitt ráð er til, en það er að koma sér upp föstum leigubílstjórum. Allir leigu- bílstjórar með sjálfsvirðingu eru með far- sima í bilum sínum og finnst ágætt að eiga sina uppáhaldskúnna. Bílstjórar BSR hafa til dæmis bjargað þeim, sem þetta skrifar, úr margri klípunni, bæði að næturlagi og ekki síður morguninn eftir þegar ekki er minni þörf á skjótu og skipulegu undan- haldi. Enn eitt trixið er að koma sér aðeins upp hjásvæfum/hjásvæflum, sem eiga heima i allra næsta nágrenni við þá bari, sem maður stundar helst. Öll miðast þessi vitleysa þó við það að maður þurfi endi- lega að hrekjast út í kófið á slaginu klukk- an þrjú. Og þar stendur hnifurinn í kúnni. Allir þessir hrakningar hefðu ekki þurft að koma til ef veitingamönnum væri frjálst að servera viðskiptavini sina eins lengi og þeir nenna. Að minnsta kosti er drykkju- maður PRESSUNNAR sannfærður um það að á gervöllu höfuðborgarsvæðinu hefði ekki einn einasti vert visað fólki á dyr fyrr en veðrinu slotaði og leigubílar fengjust á nýjan leik. Þess er því enn og einu sinni krafist á þessum stað að reglum um af- greiðslutima vínveitingahúsa verði aflétt áðuren drykkjublómi borgarinnar verður einfaldlega úti í næstu stórhríð. Baksíðustólkð Eskunnar kosin Fyrir tveimur árum tók Jóka í Skaparanum upp á því að efna til Sparidansleiks á Borginni milli jóla og nýárs. Svo vel tókst til að stúlkan endurtók leikinn ári síðar. Hefð virtist vera að skap- ast en þá komu upp þrjú stór vandamál; Tommi keypti Borgina, Jóka fór til útlanda og engin almennileg helgi reyndist vera milli jóla og nýs árs. Ráðagóðir sáu þó við konuleysinu og Smekkleysumeðlimir ákváðu að troða í fótspor stúlkunnar með því'að bregða sér í Jókulíki. Hentugt hús fannst síðan eftir nokkra leit og varð Tunglið fyrir valinu. Ekki var hægt að breyta almanakinu og því ákveðið að færa gleðina til fram á fyrsta dag nýja ársins. Þessa ágætu kvöldstund hyggjast Bogomil Font og millarnir leika fyrir dansi og Björk Guðmundsdóttir tekur lagið. Ýmsar verða uppákomurnar auk þess sem gestir verða leiddir til hlað- borðs; suðrænir ávextir og fleira. Hápunktur kvöldsins verður þegar Brjánsi sýra og aðrir dyraverðir Sódómu velja baksíðu- stúlku Æskunnar. Brjánsi sýra og aðrir dyraverðir Sódómu velja baksíðustúlku Æskunnar á Spariballinu. Gala- klœðnaður er skilyrði. SOLIN SKEINÁ TEINÓTTA Nýjasta nærfatatískan og fylgihlutir henn ar. Takið eftir skónum... sköpun Jóa í Rafveituauglýsingunum, sýnir grínaktugar teikningar í setu- stofu Nýlistasafnsins. Opið kl. 14-18. • Álafoss-listamennirnir hafa opn- að sýningu á verkum sínum á vinnu- stofum sínum í Álafosshúsinu í Mos- fellsbæ. Sýningin stendur yfir fram að jólum. • Japanskar tréristur er myndhefð sem af mörgum er talin eitt helsta framlag Japana til heimslistasögunn- ar. Meðal annars eru á sýningunni í Mokka verk eftir suma af stórsnilling- um japanskrar prentmyndahefðar. SÝNINGAR §• Desembervaka, menn- jingarveisla á vegum Gilfé- llagsins, stendur nú yfir í * Grófargili á Akureyri. Um 65 listamenn af öllu landinu taka þátt í desembervökunni og sýna verk sín. Dagarnir 21. og 22. desember verða sérstakir markaðsdagar, haldnir í tengslum við menningarveisluna. Spessi & Steingrímur Eyfjörð sýna Ijósmyndir af mátunarklefum á veggj- um Café Splitt. Sigurgeir Sigurjónsson sýnir lands- lagsljósmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann hefur nýverið gefið út bók með Ijósmyndum sínum. • Loftur Atli sýnir Ijósmyndir í Gall- eríi G 15. Opið á verslunartíma til jóla.. POPPIÐ > Hálft í hvoru voru síðast ameð þeim Gísla, Herdísi, Eyfa, Inga Gunnari og ein- hverjum einum enn. Þau skapa jólaljóðastuð í þjóðlegum stíl á Gauknum. • Hálft í hvoru leikur á Þorláks- messukveldi á Gauki á stöng. • Þorláksmessuhátíð verður á Púls- inum í beinni útsendingu á Bylgjunni þar sem fjöldi íslenskra tónlistar- manna sýnir sitt rétta andlit. • Haraldur Reynisson ætlar að syngja „Ég sá mömmu kyrkja jóla- svein" á Fógetanum svona rétt áður en sálarfriður færist yfir hann. • Vinir Dóra verða með sinn árlega Þorláksmessujólablús á Tveimur vin- um. Þar koma þeir fram ásamt fjölda óvæntra gesta. • Sniglabandið verður væntanlega með meltingartruflanir á annan dag jóla á Gauki á Stöng. • Bogomil Font heldur fitu- brennsluhátíð á Hressó til handa þeim fjölmörgu sem lifað hafa í vellysting- um yfir hátíðirnar. • Dans-band er sveit Dans Cassidy sem lekur létta bláa tónlist á Blúsbarn- • Cuba Libre & Rúnar Júlíusson leika fyrir dansi á Hótel íslandi. • Arnar Freyr & Þórir leika nú á Borgarbarnum, ekki Borgarvirkinu eins og staðurinn hét áður. Arnar Freyr er látúnsbarki númer tvö og syngur sinni hljómfögru röddu við bakraddasöng og undirspil Þóris Úlfarssonar. • Síðan skein sól er nú loksins búin að halda útgáfupartí en nú ætla þeir að halda jólapartí á Tveimur vinum. • Guðmundur Rúnar Lúðvíksson ætl- ar að mæta í feiknastuði á Fógetann. SVEITABÖLL • Sjallinn, Akureyri fær norðlenska Rokkbandið til að halda uppi jólagleði. • Edinborg, Keflavík heldur að öll- um líkindum uppi stuði með Hljóm- um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.