Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992
PRESSAN
MBBBBBBUm ð
Útgefandi
Ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Auglýsingastjóri
Dreifingarstjóri
Blað hf.
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Sigríður Sigurðardóttir
Haukur Magnússon
Gleðjist um jólin
I ár eins og öll önnur ár heyrir maður allan desembermánuð
um hættuna á að fólk gleymi hinum sanna anda jólanna. Það sem
er skrifað um þetta í blöðum getur maður sleppt að lesa. Hins
vegar kemst maður ekki hjá að heyra þetta reglulega í útvarpi á
leiðinni í gegnum daginn. Popparar tala um þetta í viðtölum um
nýju plöturnar sínar. Álitsgjafar velta þessu fyrir sér í spjallþátt-
um um stöðu þjóðarsálarinnar og fréttir vikunnar og dagsins.
Prestar tala um þetta í hvert sinn sem þeir komast að. Og al-
menningur talar um þetta í símatímum.
Ef ti! vill er þetta rétt. Hinn rétti andi jólanna á það til að gleym-
ast í öllu írafárinu. Það er hins vegar spurning hver þessi rétti
andi jólanna er.
Einhvern vegi.m er ekki auðvelt að trúa að hann sé sá að spara
við sig gleðina í þeirri trú að þar sem annað fólk býr við minni
veraldlegan auð en við sjálf hljóti það að hafa minni gleði í hjarta
sínu. Það er heldur ekki augljóst að það sé guði þóknanlegt að
hafa gjafirnar minni þessi jól en síðast. Þótt margur hafi látið
glepjast af veraldlegum gæðum er ekki þar með sagt að hin and-
legu gæði vaxi eftir því sem minna er gert úr þeim veraldlegu. Við
getum hvorki leikið á almættið né okkur sjálf með svo ódýrum
brellum.
Jólin eru veraldleg hátíð að stóru leyti. Um jólin borðum við
þann mat sem okkur þykir bestur. Um leið og við hugsum hlý-
lega til vina og vandamanna færum við þeim hluti að gjöf. Við
breiðum úr okkur og hvflumst — eða slöppum af eins og það
heitir á nútímamáli.
Allt eru þetta aldagömul brögð til að göfga andann. Við vitum
að okkur líður vel þegar við gefum gjafir. Og við vitum jafn vel að
ef við gælum við okkur í mat og drykk, klæðumst fallegum fötum
og látum fara makindalega um okkur þá er sú vellíðan ekki að-
eins llkamleg.
Þannig sullum við saman veraldlegum gæðum og andlegum
um jólin. Veraldlegt prjál á borð við jólasvein í glerkúlu sem verð-
ur umlukinn snjó ef kúlan er hrist gerir sitt fyrir andann og án
þess að vera í þokkalegri sátt við guð og menn getur maður ekki
látið sér líða vel að aflokinni allt að því dýrslegri máltíð á aðfanga-
dagskvöld.
Og þótt þetta samspil lflcama og sálar væri ekki til staðar er erf-
itt að hnýta í veraldlega hlið jólanna. Líkaminn er, þegar öllu er á
botninn hvolft, ekki miklu verra fyrirbrigði en andinn og því erf-
itt að sjá á eftir þeim unaði sem hann verður sér úti um.
Það er því ekki gott að skilja hvers vegna fólk notar aflan des-
embermánuð til að stússast í kringum hina veraldlegu hlið jól-
anna en kýs að gera það með ólund og samviskubiti — þótt það
risti ef til vill ekki djúpt.
Því hefur stundum verið haldið ffam að Islendingar eigi erfitt
með að gleðjast og séu léleg hátíðarþjóð. Ef þetta er satt þá er það
aldrei sannara en í desember. Þeir taka jólin eins og verkefni, eins
og húsbyggingu. Þegar fólk hittir kunningja sína í bænum er
spurt hvort búið sé að öllu fyrir jólin, eins og það væri fagnaðar-
efni að eiga ekkert eftir. Ef til vill er þetta viðhorf tilkomið sökum
þess að þjóðin lætur sér ekki nægja að kaupa jólatré heldur kaup-
ir hún parket á öll gólf fyrir jólin.
Fyrir nokkrum árum varð ti! upp úr engu sú hefð að vinnufé-
lagar kæmu saman í desember og fengju sér jólaglögg saman.
Þarna gerði gleðin tilraun til að ryðjast inn í verkefnaskrá jólanna.
Ef marka má umræður í útvarpi er jólaglöggið alls engin gleði
lengur. Um daginn var umræðuþáttur um aukið framhjáhald út
af glögginu. Og löggan er með sérstaka varðstöðu vegna ölvunar-
aksturs í desember. Þannig verður gleðin íslendingum að áhyggj-
um.
Það er því ekki annað hægt en mælast tfl þess að Islendingar
leitist við að gleðjast um jólin og helst desember allan. Tfl þess er
allt þetta umstang í miðju skammdeginu.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80
Faxnúmen
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari,
Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðmundur Einarsson,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick,
Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir,
Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir,
Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason.
Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
V I K A N
KJAFTSTOPP UM JÓLIN
Ríkisstjórnin lúffaði loksins og
afsannaði að hún væri stjórn
hinna hörðu og köldu gilda, þegar
ákveðið var að fresta umræðu um
EES og sjávarútvegssamninginn
þar til milli jóla og nýárs. Þarna
hefði hins vegar verið kærkomið
tækifæri til að láta reyna á þras-
girni stjómarandstöðunnar; hvort
hún hefði viljað syngja affansöng
um þingsköp á aðfangadagskvöld.
Það er víst að fáir hefðu vorkennt
þessu liði að halda þingfundi yfir
jólin eins og það hefur eytt dýr-
mætum tíma fram að þessu.
SKANDIA í JÓLASKAPI
Svíarnir áttuðu sig loks á því að
íslendingum er enn í nöp við þá
síðan Glámur terroríseraði Gretti
hér um árið. Drengirnir í Skandia
kveiktu sumsé á því að þeir hefðu
verið hafðir að fíflum og ákváðu
að koma sér burt frá þessu vand-
ræðalandf hvað sem það kostaði.
Þeir byrjuðu á því að óska Gísla
Erni Lárussyni gleðilegra jóla og
gefa honum það sem eftir var í
tryggingafélaginu. Og þeir bættu
um betur og slettu meira að segja
60 milljónum króna í hann með
því skilyrði að hann talaði aldrei
við þá aftur og lofaði að bendla
fyrirtæki sitt aldrei framar við
Skandia. Þá er bara að sjá hver fær
Fjárfestingarfélagið Skandia í jóla-
gjöf-
LITLU JÓLIN
Kaupmenn hafa ekki verið neitt
yfir sig hrifnir af innkaupagleði ís-
Íendinga, sem mun vera í minnsta
lagi fyrir þessi jól. I stað þess að
gráta sáran eins og vanalega og
kenna um Kringlunni, Glasgow,
veðrinu eða bara einhverju öðru
en háu vöruverði hafa þeir þó bit-
ið á jaxlinn og beðið þess sem
verða vildi. Flestir kaupmenn
höfðu reitt sig á að salan tæki við
sér af alvöru um síðustu helgi, en
sú mun ekki hafa orðið raunin.
Meira að segja matarinnkaup fóru
hægar af stað en búist var við og
er þó ætlað að fslendingar torgi
þúsund tonnum af kjöti í desem-
bermánuði. Það sló kannski að-
eins á innkaupin þegar í ljós kom
að megnið af hangiketsprufum
Moggans reyndist rýrt að gæðum
og sömuleiðis með tilliti til hrein-
lætis og þegar ijúpuverðið fór upp
í 850 krónur stykkið fóru menn að
velta fyrir sér hvort biksímatur og
spælegg væri ekki bara fullboðlegt
yfir hátíðirnar.
HVERS VEGNA
Hefurfólk samviskubit
vegna veraldlegrar
umgjarðar jólanna?
SÉRA HANNA MARlA PÉTURSDÓTTIR SVARAR
„Ég er ekki viss um að fólk hafi
mikla sektarkennd yfir veraldar-
vafstri jólanna, ef svo er þá er hún
bæld niður. Við lifum í neyslu-
samfélagi þar sem sjálfdæmis-
hyggja ræður ríkjum og eigum því
auðveldlega ráð til að réttlæta alla
okkar sjálfselsku. Hins vegar vit-
um við að allt okkar amstur á að-
ventu gengur út í öfgar og er
ósköp fjarri boðskap jólanna. Að-
ventan er tími undirbúnings fyrir
jólin, fæðingarhátíð frelsara okk-
ar, tími íhugunar og sjálfsskoðun-
ar, tími samveru og ræktunar
vinatengsla í svartasta skamm-
deginu. Hins vegar má velta vöng-
um yfir verslunaröfgum okkar og
spyrja hvort orsaka megi leita til
okkar eigin menningar. Við
bjuggum við kröpp kjör og for-
mæður okkar og forfeður lögðu
oft mikið á sig til að gefa gjafir, við
þekkjum í þjóðháttum okkar sög-
una um vökustaurana sem notað-
ir voru til að auka afköstin, rósa-
leppana, sauðskinnsskóna og
vettlingana. Ég held að það ein-
kenni okkur að við erum ákaflega
duglegt fólk og tökum oft rösklega
til hendinni. Allt frá fyrstu jólum
hafa gjafir verið gefnar, jötu-
drengnum í Betlehem voru færðar
gjafir og það er yndislegt að gleðja
sína nánustu með gjöfum. Hins
vegar held ég að allt þetta um-
stang fyrir jólin fari yfir öll mörk
og það vitum við öll. En þrátt fyrir
samdrátt, atvinnuleysi og vaxandi
óöryggi virðist ekkert vera gefið
eftir. Ef sektarkennd okkar er ein-
hver þá ættum við að líta í eigin
barm og velta vöngum yfir því
hvernig við sjálf vildum lifa að-
ventuna og jólin, hugsa um hvers
virði þessi tími er okkur og hvað
það er í raun og veru sem gefúr lífi
„ Við lifum í
neyslusamfélagi
þar sem sjálf-
dæmishyggja
rœður ríkjum og
eigum því auð-
veldlega ráð til
að réttlœta alla
okkar sjálfs-
elsku. “
okkar gildi. Þá verður þetta gleði-
tími fyrir okkur og fjölskyldu okk-
ar án þess að við leggjum fjárhags-
lega allt undir.“
FJÖLMIÐLAR
Gamlirfótboltamenn ogMogginn
Það er fátt sorglegra en horfa á
fótboltamann sem kominn er af
léttasta skeiði, farinn að tapa nið-
ur getu og orðinn aðeins svipur
af því sem hann áður var. Það er
þess vegna sem allir íþróttamenn
stefna að því að hætta á toppn-
um, þótt fáum takist að standa
við það. Flestir halda áffam; ein-
um, tveimur eða þremur árum
lengur. Það sorglega við þetta er
ekki að þessir gömlu menn séu
svo lélegir. Oft eru aðrir yngri og
verri á vellinum. Það sorglega er
að bæði fótboltamennimir sjálfir
og áhorfendur muna hvað þeir
gátu áður. Þeir em því að keppa
við minninguna um sjálfa sig á
vellinum og tapa. Það fer í skapið
á þeim, þeir verða geðillir og eiga
það til að sparka aftan í sér yngri
og léttari menn. Áhorfendur
verða líka pirraðir því þeir búast
við meim af þessum mönnum en
þeir geta boðið upp á. Á endan-
um kalla þeir fram á völlinn:
„Látið helvítis manninn fá gullúr-
ið svo hann hætti.“ Þegar svo er
komið hefur fótboltamaðurinn
glatað möguleikanum á að hætta
á toppnum til að tryggja að
áhorfendur minnist sín að góðu.
Þegar leikmenn hafa einu sinni
fengið áhorfendur upp á móti sér
verða þeir alltaf hlunkarnir sem
kunnu ekki að gefast upp, hætta
og láta yngri mönnum effir leik-
inn.
Nú er engin von til þess að
Morgunblaðið hætti að koma út.
Það er ekki einu sinni æskilegt.
Engu að síður minnir Morgun-
blaðið dálítið á gamlan fótbolta-
mann sem eitt sinn var grennri
og getumeiri. Að minnsta kosti er
það svipuð tilfinning að lesa
Moggann og horfa á gamlan og
þreyttan jaxl í fótbolta.
Til dæmis síðastliðinn sunnu-
dag. Þá ætlaði ég að lesa Mogg-
ann á meðan ég borðaði pizzu.
Þegar ég átti enn eftir einn þriðja
af pizzunni var Mogginn búinn.
Samt las ég allt sem ég hafði lyst
á. Ég sleppti sögunum um löggu-
jólin sem ég las í fyrra, hittifyrra
og þar áður. Ég sleppti líka út-
drætti úr bók Rósu Ingólfsdóttur,
enda fékk ég nóg þegar ég las út-
drátt DV þremur vikum fyrr. Ég
las ekki heldur viðtalið við Þórólf
Þórlindsson um íslenskar afla-
klær, enda las ég samskonar við-
tal við sama mann fyrir fáeinum
misserum í Mogganum. Ég las
hins vegar um Jeltsín og Reykja-
víkurbréfið.
Ef til vill er það einhver blekk-
ing en ég held að sunnu-
dagsmogginn hafi verið betri. Að
minnsta kosti saknaði ég Mogg-
ans um leið og ég las hann. Á
sama hátt og ég saknaði Péturs
Péturssonar stundum þegar
horfði á hann spila með KR í
fyrra og hittifyrra.
Pétur fór síðan á Sauðárkrók
og bjó sér til flottan lokahnykk á
ferilinn. Mogginn á engan slíkan
kost. Hann verður bara að fara í
megrun, skerpa hugann og halda
áffam að keppa í fyrstu deildinni.
Gunnar Smári Egilsson