Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 15 STJÓRNMÁL GUÐMUNDUR EINARSSON Málþóf, stríðni eða ofbeldi? Af hvcrju ertu með svona stór- an munn amma mín? Það er af því að ég þarf svo mikið að tala. Af hverju talar þú svona lengi amma mín? Það er af því ég hef svo ntikið um málin að segja. Þingmenn viðurkenna aldrei að þeir séu í málþófi. Þeir segjast allt- af vera að ræða á málefnalegan hátt um það sem er á dagskrá. Stundum er málþóf stríðni. Þá er það eins og til að krydda tilver- una svolítið. Eins og þegar litlu strákarnir eru að atast í stóru strákunum, hleypa úr dekkjunum á hjólunum þeirra eða fela fyrir þeim boltann. Það vekur spennu og hlátur og er tilbreyting, en gerir svo sem ósköp lítið til. En stundum er rnálþóf ofbeldi. Þegar þingmenn raða sér á mæl- endaskrána og tala í tvo eða þrjá klukkutíma hver koma þeir í veg fyrir að þingræðið komist leiðar sinnar. Þetta er alveg sams konar ofbeldi og þegar franskir bændur leggja dráttarvélum og mykju- dreifúrum í götu saklausra vegfar- enda. Þá er málþóf vinnubrögð þeirra sem ekki virða leikreglurn- ar. Alþingi Islendinga hefur nú varið samanlagt meiri tíma í að ræða um EES heldur en öll þjóð- þing EFTA-landanna samaníagt. Er það vegna þess að íslenskur þingmaður sé að meðaltali sex sinnum lengur að hugsa en kollegi hans í EFTA? Eða er það vegna þess að málið sé sex sinnum flóknara fyrir Islendinga en hina? Nei. Kannski er það vegna þess að íslenskir þingmenn verða sex sinnum meiri fylupokar í stjórn- arandstöðu og hugsa sex sinnum minna um hagsmuni heildarinn- ar. Grunnástæða málþófs er auð- vitað skortur á félagsþroska. Mál- þóf er úrill vinnubrögð þeirra sem ekki fá að komast í liðið. I málþófi Grunnástæða mál- þófs er auðvitað skortur áfélags- þroska. Málþófer úrill vinnubrögð þeirra sem ekkifá að komast í liðið. í mál- þófi brýstfram ör- vœnting og ergelsi þeirra sem var hafn- að. Þeir eru ekki í stjórn, þeir komust ekki í liðið. brýst fram örvænting og ergelsi þeirra sem var hafnað. Þeir eru ekki í stjórn, þeir komust ekki í liðið. Svona var þetta líka í barna- skóla. Þegar búið var að velja bestu mennina í fótboltaliðið skiptust þeir sem eftir voru í tvo hópa. Annar hópurinn lét sér það sæmilega lynda. Hinn hópurinn fór í fýlu, henti grjóti og fór út í sjoppu að reykja þótt það væri bannað. Þetta ættu menn að muna þeg- ar þeir kveikja á Sýn og horfa á málþófið. Þegar Ólafúr Ragnar fer í ræðustól, mælskan lyftir honum og hann svífur á þöndum vængj- um eins og dömubindin, þá er það af andstyggilegheitum en ekki andagiff. Og þegar Páll Pétursson ræðst úr launsátri þinghelginnar að starfsheiðri embættismanns og dylgjar um heilindi hans þá er það ekki afþví að Páll hafi vit á málinu heldur er hann vitlaus af pirringi yfir því að vera ekki í stjórn. Já, en amma. Af hverju er kom- inn svartur blettur á tunguna á þér? Það er af því að ég var að tala um EES-málið. Já, en amma. Af hverju eru eyr- un á þér orðin svona löng? Það er af því að ég var að tala um EES-málið. Já, en amma. Af hverju ertu orðin tannlaus? Það er af því að ég gnísti svo mikið tönnum yfir því að vera í stjórnarandstöðu. Höfundur er aðstoðarmaður Mskiptaráðherra T R Ú M Á L Heiðinjól Það er spaugilegt þegar kirkj- unnar menn og íslendingar, sem telja sig kristna, boða að fólk eigi að vera sérstaklega prútt og siða- vant á jólum. Þeir segja að fólk hafi gleymt boðskap jólanna sem sé fæðing frelsarabarnsins sem taki á sig syndir okkar syndugra fæddra manna. En ef það er reyndin að jólin nú til dags gangi út á gjafir, nautnir, sprell og svall þá eru þau að færast nær uppruna sínum, sem er heiðinn. Upp úr siðaskiptum gerðu kristnir kirkj- unnar menn fyrst alvöru úr því að rjúfa tengsl mannsins við hringrás náttúrunnar og um leið sjálfan sig, en það er manninum eðlilegt að haga sér á vissan hátt eftir árstím- um og setur það svip á hinar ýmsu hátíðir sem flestar eru fornar og um leið heiðnar því eingyðistrúar- brögð hafa stutta sögu. En maðurinn er hluti af náttúr- unni og það er eins og það sé ein- hvers konar innbyggt erfðaminni í honum, því um leið og tökin voru linuð virðist jóla- og nýárshátíðin hafa færst nær fyrra horfi áður en hátíðinni var breytt í alvarlega og drungalega trúarhátíð leiðind- anna þar sem öll skemmtun var Jitin hornauga. En hvernig voru jólin áður fyrr? Eins og mörgum er kunnugt er uppruni jólanna frá þeim hátíðum í kringum vetrarsólstöður þegar menn reyndu með helgiathöfnum að toga sólina upp aftur, því þeir töldu að eftir hverjar sólstöður fæddist ný sól, hin eilífa endurnýj- un. Fæðingu sólar var því fagnað ffá Indlandi til Mexíkó og einkum voru hátíðahöld mikil meðal fjallaþjóða um þetta leyti þar sem lítt sást til sólar. Á Norðurlöndum hefur þetta líklega verið svipað en síðan þró- ast út í að vera einnig hátíð drauga og vætta, samanber jólasveina, at- hafnasemi álfa og annarra vera úr andaheimum um þetta leyti, og síðan var þetta frjósemishátíð með ákuryrkjunni þar sem sólin Freysfull var drukkið til árs ogfriðar á þessum tíma enfrið- ur merkir ást og frjósemi sbr.friðill, frilla ogfrygð, það má hafa í huga þegar landsmenn óska hver öðrum árs og friðar. hefur með jarðargróður að gera. f hinni heiðnu Róm var desem- berhátíðin Satúrnalía haldin í kringum 17. desember. Var þá mikið svallað og duflað og snerist hin venjulega samfélagsskipan þá við svo að húsbændur þjónuðu þrælum sínum o.s.frv. Þetta virð- ist gilda á fleiri stöðum þar sem jól og áramót eru tími stjómleysis og eimir ennþá eftir af þessu í dag með sprellinu og svallinu á gaml- árskvöld og þrettándanum og fólki virðist ennþá verða hugsað til smælingjanna yfir hátíðimar. I Róm var síðan nýárshátíð fyrsta janúar samkvæmt júlíanska tíma- talinu, en þá var skreytt með greinum, gjafir gefnar, dansað og sungið á götum úti. Síðar kemur sólguðinn Myþra er fæðist 25. desember og er sá dagur því til- einkaður hinni ósigrandi sól. Þeg- ar Kristur yfirtók Mýþra var það talin hin argasta heiðni að halda upp á fæðingu holdsins og upphaf jarðnesks lífs Krists, því eina fæð- ingin var fæðingin til eilífs lífs, lík- lega dauðinn. En það var pólitík kaþólsku kirkjunnar að laga sig að aðstæð- um til að ná vinsældum og ekki var hægt að taka hátíðirnar frá fólkinu og því var hagkvæmt að láta ljósið eina, Jesúm, fæðast þann 25. í stað sólarinnar. Menn eru ekld alveg sammála um hvenær norrænir menn héldu jól en það var einhvern tíma um þetta leyti. Deilt er um uppruna orðsins en tvær líklegar tilgátur hafa komið fram, annars vegar að það merki hið eilífa hjól eða það komi frá Óðinsnafninu Jólni. Lagt var upp úr því að bmgga mikið öl fyrir jól og höfðingjar lögðu metn- að sinn í að veita vel í mat og drykk. Jólaveislur stóðu dögum saman. Þrælar nutu jafnréttis og drukku með bónda sínum. Freys- dýrkun hefúr verið nokkur á jól- um og eimir eftir af því í danska jólasvíninu enn í dag og fleiri heiðnum minnum; jólatré og greinum sem gætu táknað Mjöt- við eða Yggdrasil og jólakettinum hennar Freyju svo örfá dæmi séu tekin. Freysfull var drukkið til árs og friðar á þessum tíma en friður merkir ást og ffjósemi sbr. friðill, frilla og frygð, það má hafa í huga þegar landsmenn óska hver öðr- um árs og ffiðar. Því er líklegt, að óheft samband kynjanna hafi við- gengist um þessar hátíðir til að styrkja sólina og auka frjómátt jarðar fyrir komandi vor. Sumir telja að dans og leikir, lflct og vikivaki, hafi fyrst komið til Norðurlanda á 12. öld, eins og önnur innflutt alþýðumenning sem rímur nefnast. Þessu hefur verið mótmælt og heimildir eru um dansa meðal Gota o.fl. á 5. öld og norrænar hellaristur virðast sýna dansa, enda væri undarlegt ef norrænir menn einir þjóða hefðu ekki getað tekið sporið. Adam frá Brimum talar um svæsna dansa og blautlega söngva við Freysblót en eins og áður er sagt er talið að Freyr hafi verið blótaður á jólum. Göltum hafi ver- ið fórnað, magnaður upp hring- dans og öflug kynlífsveisla jafnvel bundið endahnútinn. Ekki breyttist mjög mikið við kaþólskan sið og jólagleðin eða vökunætur hafa líklega haldist hér snemma í kaþólskum sið er fólk fór til tíða á jólanótt og neyddist til að húka í kirkjunni alla nóttina. Ástæða þess að dansleikir voru haldnir í kirkjum var að þær voru stærstu húsakynnin á þeim tíma og er þjóðsagan um dansinn í Hruna gott dæmi um það. Er talið að þá hafi verið dansað, etið, drukkið óspart og farið í leiki. Svipaðir leikir voru stundaðir í nágrannalöndum okkar á þeirn tíma. Þótt ytri helgisiðir hafi ekki lifað hér þá var það alls staðar kænskubragð kirkjunnar að leyfa sem flestum siðum að haldast en tengja þá dýrlingum í stað hinna fornu guða. En við siðaskiptin var allt svoleiðis helgi- og hátíðahald stranglega bannað. Jólagleðin var villt og agalaus og sérstaklega var kátt á áttunda dag jóla og á þrettándanum. Þá, eins og nú, var fýrri hluti jólanna innan fjölskyldunnar en fjölda- samkomur seinni hlutann. Fólk safnaðist þá á stærri bæina og steig hringdans. Leikir voru við- hafðir, ástaljóð kveðin og marg- háttuð skrípalæti höfð í frammi samfara mikilli drykkju eins og klerkur einn lýsti þessum fögnuði. Dansinn var talinn seiðandi og hættulegur ungu fólki, enda hætta á að tröll og aðrar óvættir seiddu til sín fólk um þessar nætur. Sam- ræði fólks var fjörugt og gekk einn leikurinn út á skamvinnar gifting- ar sem entust aðeins út gleðina. Páll Vídalín taldi þessi kvæðalæti og dansleikina leifar hátíðarsiða heiðinna manna. Það er því ekki undarlegt að í kjölfar píetismans í upphafi átjándu aldar skyldi yfir- valdið banna allar skemmtanir. Heimildir eru samt um jólagleði langt framyfir miðja öldina og hófst gleðin á þriðja í jólum og stóð langt ffarn á nýár. En sumt af þessu hljómar enn kunnuglega. Þetta blundar í okkur og jafnvel mætustu borgarar um- turnast um jól og áramót og hömluleysi virðist frekar umbor- ið, þótt kirkjunni takist ennþá að halda rólegum hátíðleika fyrstu tvo dagana á meðan fólk er að hvfla sig eftir jólaösina. Hötundur er Ijóðskáld og ásatrúarmaöur '■ U N D I R Ö X I N N I Hálft prósent af heildartekjum kirkjunnar fer til bágstaddra. Er það ekki helst til lítið Geir? „Þetta er ósanngjarn saman- burðurog villandi notkun á tölum.Tekjustofnar kirkjunnar eru markaðir, þannig að ekki er hægt að taka af þeim til annarra nota. Kirkjan hefurfáa og litla sjóði til almennra nota." - Er það þá ekki nokkuð sem þörferáaðbreyta? „Ég reikna með að þróunin verði áfram sú að verkefni, sem áður töldust sameigin- leg, færist í auknum mæli til kirknanna. Með þvi móti eykst frelsi þeirra til að ráðstafa tekj- um sínum. Þetta hefur verið þróunin á undanförnum ár- um og ég reikna ekki með að frá henni verði horfið. Það er forsenda þess að friður riki á milli ríkis og kirkju að starfs- reglur breytist í samræmi við breytta tíma." - Hafið þið prestar ekki orðið varir við stóraukna þörf á að- stoð við bágstadda? „Aðstoð þarf ekki öll að vera undir kirkjulegum formerkj-1 um. Við erum með gamlar og grónar hjálparstofnanir, á borð við mæðrastyrksnefnd, þar sem þjóðkirkjufólk lætur gott af sér leiða eftir tiltækum leiðum. Aðstoðin er allt frá því að vera persónubundin sam- hjálp upp í skipulagðar stofn- anir og nær allt er þetta hjálp- arstarf kirkjunnar fólks, enda 95 eða 96 prósent lands- manna í þjóðkirkjunni. Söfn- uðurnir sjálfir stuðla síðan að aðstoð sem eðlilega fer ekki hátt og kemur ekki fram í því dæmi sem þið setjið upp. Ég vara við þessari aðferð sem þið notið." - Eftir sem áður hafa tekjur þjóðkirkjunnar aukist veru- lega, en bein aðstoð hennar við bágstadda verið takmörk- uð. Þú átt sem sé von á að það breytist? „Eins og ég sagði á ég von á að sjálfstæði kirkna í fjármál- um aukist, en hitt er annað mál að söfnuðir eru misstórir. Það er ekki sama hvort rætt er um 100 manna söfnuð eða söfnuð með 8 til 10 þúsund manns, en án vafa breytist margt þegar kirkjurnar fá sjálf- ar í auknum mæli að ráðstafa tekjum sínum." PRESSAN greindi frá því í síðasta blaði að einungis um 7 til 8 millj- ónir af tekjum kirkjunnar rynnu til hjálparstarfs vegna bág- staddra. Heildartekjur kirkjunn- ar eru um 1.650 milljónir á þessu árl. Sr. Geir Waage er formaður Perstafélags Islands.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.