Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 F Y R S T BÆTIFLÁKAR ALBERT GUÐMUNDSSON ÁLFARNIR Á BÁLIÐ „Fyrir nokkrutn árum kom upp sú umrœða á Akureyri hversu ósmekklegt það vœri að auglýsa „álfabrennur“ á þrett- ándanum. Álfar vœru ekki brenndir á báli þann dag held- ur dönsuðu þeir við þrettánda- brennurnar og tœkju þátt í því að dansa jólin út. Afleiðing þessarar umrœðu varð sú að þetta orðskrípi hefur ekki sést þar á prenti síðan svo vitað sé. Því varþað að norðanmönnum brá talsvert við að sjá auglýstan jjölda „álfabrenna" á höfuð- borgarsvœðinu í siðustu viku. Gott ef það átti ekki að brenna á báli í leiðinni tröll og aðrar kynjaskepnur.“ Gylfi Kristjánsson í DV. Baldur Jónsson, forstöðu- maður íslenskrar málstöðv- ar: „Ég sé ekkert rangt við það að nota orðið „álfabrenna". Merking orðsins er að sjálfsögðu ekki sú að álfar séu brenndir á þrettándanum, heldur er brenn- an kennd við álfa. Orðið „þrett- ándabrenna" merkir ekki heldur að þá sé þrettándinn brenndur á báli, heldur að brennan sé hald- in 13. dag jóla. Svipað er að segja um orðið „árámótabrenna". Merkingarvenslin á milli liða í samsettum orð um eru mjög frjáls- leg í íslensku og því er. ekkert, at- húgavert við orðið „álfabrenna“.“ kynlíf þar sem fram komu við- horf fulltrúa landlæknisembætt- is, helstu innflytjenda smokka og Jónu Ingibjargar Jónsdóttur kynlífsfræðings, sem er lesend- um PRESSUNNAR að góðu kunn. Flestum góðum fram- kvæmdum fylgja einhver mis- tök.“ VÉLSLEÐA- RÉTTIR „Fólk sem á vélsleða og notar þá aðeins örfáa daga á ári œtti að hugsa sig utn áður en það tekur þá frarn til notkunar. Sá árstími sem þeir nýtast er hvað verstur viðureignar veðurfars- lega séð. Það er litil von til að þessi tæki verði til ánægju, ef veðurofsi ogfannfergi er slíkt, að björgunarmenn og þyrlur verða nánast að vera við öllu búnar til að heimta menn úr helju, sem leggja upp í vélsleða- ferðir. — Ut yftr tekur þegar menn líta á vélsleðaferðir eins og aðfara í réttir, oggera út á Bakkus í leiðinni. — Reyndar ber landsmönnum ekki nein skylda til að kosta rándýrar björgunaraðgerðir áfólki sem er að skemmta sér á þessum farar- tœkjurn. Björgunartœki eru ekki leiktœki eins og vélsleðarnir. “ Hannes í DV KLÚRIR ÚT- VARPSMENN Víkverji hefur stundum verið aðfurða sig á efnisvali útvarps- stöðvanna, en honum þótti keyra um þverbak fyrir skömmu, þegar hannhlustaði.á Sólina... þá var kornitm hlust- attdi á línima; unglingsstúlká, sem vildi senda systur sinni af- mæliskveðju. Piltarnir sögðu stúlkunni, að þátturinn falíaði um kynlíf og kynórá, og spurðu hana: „1 hvaða stellirigúfinnst þér best að gera það?“ Að von- utn kom nokkuð á stúlkuna, sem svaraði flautnósa að hún vissi það ekki og hefði aldrei gert „það“. „Meguttt við afmeyja þig í beinni?" spurðupiltarnir þá og voru afar fyndnir, að eigin mati. Þegar stúlkan varfarin úr símanum hóf ánnar piltanna að lesa það setn hatm sagði lýs- ingu á kynórum uttgs manns. Þá kastaði fyrst tólfunum. Það var sama hvernig Víkverji velti þeirri sögu fyrir sér, tiiðurstað- an varð sú, að pilturinn lýsti, í beinni útsendingu útvarps- stöðvar, nauðgun. “ Víkverji Morgunblaðsins. Ólafur Sigurgeirsson, for- seti Hundrað hestafla-gengis- ins: „Vélsleðamenn eiga eitt sameiginlegt, cn það er þörfin fyrir að ferðast, qg hafa þeir valið sér þennan hraða. Qg frjálsa ferðamáta til'að skoða landið sitt í vetrarbúningi. Menn ferðast ekki einir heldur í misstórum hópum og er algengt að fjöl- skyldur fari saman. Yfir 90 pró- sent afþessu fólki ferðast af ör- yggi með fjarskiptabúnað og leiðsögutæki og verður engum til vandræða. Óhöppin gera ekki boð á undan sér og sjaldgæft að þurfi að leita að einhverjum. Leitarmennirnir sjálfir telja það ekki eftir sér og meðan leitir eru fáar geta þær komið í stað æf- inga og kostnaður flokkast þá sem æfingakostnaður. Nöldrar- arnir sjá hins vegar ofsjónum yf- ir því. Bakkus kemur að sjálf- sögðu stundum við sögu en vandræðin sem skapast af hon- um eru þó stórurn minni en í byggð, þar sem tugir manna aka ölvaðir, stórhættulegir öðrum vegfarendum. Á fjöllum eru menn helst hættulegir sjálfum sér, en ölvun undir stýri vélsleða er undantekning frekar en regla.“ er sendiherra íslands í Frakklandi, stofnandi og fyrrum formaður Borgaraflokksins og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Stefna hans í stjórnmálum hefur gjarnan verið kennd við fyrirgreiðslu. Af þeim ástæðum og mörgum öðrum er hann umdeildur pólitíkus. Albert verður sjötugur í október og því fer að líða að starfslokum hans í sendiherraembættinu. En svo virðist sem menn séu ekki á einu máli um hvort Albert lætur af embættinu í apríl eða í október. Hvenær verða starfslok þín Albert? „Menn eru ekki reknir þúlt þeir taki sér sumarfrí" „Starfslok mín í sendiherra- embættinu eru ákveðin í október. Um annað hefúr ekki verið rætt. Ég á hins vegar inni uppsafnað sumarfrí sem ég hyggst taka út áð- ur en ég lýk störfum í París. f sumarffíinu verð ég ennþá sendi- herra. Ég veit ekki til þess að menn séu reknir þótt þeir taki sér sumarffí.“ Megum við þd eiga von á þér til íslands með vorinu? „Nei ég ætla ekki að koma til fs- lands fyrr en í haust. Ég hef ekki tekið mér frí í mörg ár, en fyrst og fremst er það vegna þess að ég þarf að vera í eftirmeðferð í París fram í september vegna upp- skurðar sem ég gekkst undir í ág- úst í fyrra vegna blæðandi maga- sárs. Eiginkona mín hefur verið mikið veik að undanfömu og það er einnig kominn tími til að ég sinni henni. Upphaflega ætluðum við hjónin að verja ævikvöldinu í Frakídandi. Eftir að hafa hugsað málið viljum við þó heldur vera nærri Börnum okkar og barna- böroum.“ Nú héfur legið í loftinu að þú œtlir aðfiélla þér út í íslenska pól- itík á tiý? „Ég hef enn mjög mikla starfs- orku óg bíð þess að takast á við ný verkefni þegar heim kemur, en hvört það verður pólitík, afskipti af íþróttamálum eða kaupsýsla hefég ekki ákveðið enn. Hver veit nema ég fari að þjálfa drengi í knattspyrnu! En eitt er þó víst, að ég ætla að gefa konu minni meiri tíma en ég hef hingað til gert. Hún á það inni hjá mér.“ Ætlarðu katmski íprófkjörfyr- ir nœstu þingkostiingar? „Fyrir hvaða flokk? Ég er ekki í neinum flokki." Sjálfstœðisflokkinn? „Það er allsendis óvíst. Þótt sættir hafi tekist með okkur Þor- steini er ekki þar með sagt að ég hafi sæst við Sjáifstæðisflokkinn. Ég gæti eins hugsað mér að fara aðra leið en þá inn í pólitík, en eins og ég segi þá ætla ég að sjá hvernig vindarnir blása þegar heimerkomið.“ Ertu ánægður með hvernig Sjálstæðisflokkurinn heldur uttt stjómartaumana? „Þar sem ég hefi ekki skoðað allar hugsanlegar leiðir sem hægt er að fara við þessar erfiðu að- stæður í þjóðfélaginu vil ég ekkert dæma um það. Að auki er ég ekki í aðstöðu til þess, embættis míns vegna.“ Hvaða skoðun hefur þú á af- greiðslu EES-málsins? „Þar sem við íslendingar erum í svo viðkvæmri aðstöðu hef ég - og hef alltaf haft — þá skoðun að við eigum að ganga mjög varlega að öllu er varðar alþjóðamál og hugsa okkur vel um áður en við gerum alþjóðasamninga. Það verður hins vegar að teljast mikill sigur fyrir Jón Baldvin að hafa fengið samninginn staðfestan. Ég ligg þó ekki á þeirri skoðun minni að ég hefði frekar viljað að samn- ingurinn væri lagður undir þjóð- aratkvæði, líkt og gert var hér í Frakklandi, þar sem samningur- inn um EES var samþykktur með naumum meirihluta.“ Finnst þér að forseti Islands eigi aðgrípa í taumana? „Hún hefur rétt til þess sam- kvæmt sjórnarskránni og verður að vega það og meta sjálf. En úr því að ríkisstjórnin tók þetta mál í sínar hendur held ég að það sé best að láta þar við sitja.“ Nú hefur syni þínutn, Itiga Birni, verið uppsigað við meiri- hluta sjálfstœðismanna, hvað finnst þér uni það? „Ég treysti Inga Birni fullkom- lega, en eins ég sagði er ég ekki í aðstöðu til að tjá mig frekar um það.“ Ertu ánægður tneð samskipti þtn við utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson? „Ég hef ekkert nema gott um samsldpti mín við Jón Baldvin að segja. Hann hefur staðið sig af- skaplega vel þegar hann hefur komið hingað til Parísar og það sama vil ég segja um flokksbróður hans, Jón Sigurðsson." Ett hvað um Davíð Oddsson? „Ég hef lítil sem engin sam- skipti haft við Davíð Oddsson sem forsætisráðherra. En okkur var vel til vina þegar ég var á íslandi og ég veit ekld betur en hann hafi verið ánægður með mig sem fjármála- ráðherra." Agnar Jón Egilsson, fram- kvæmdastjóri Sólarinnar: „Sólin FM-100,6 hefur lagt sig fram við að fjalla sem mest og best um áhugaefni ungu kyn- slóðarinnar. Hvers vegna ekki að tala um hlægilegt kynlíf, skemmtilegt kynlíf, tilrauna- starfsemi f kynlífi o.s.frv.? Þann 29. desember sl. var á dagskrá þáttur úm kynlíf og kynóra, sem fór því miður úr böndum og var því kippt út. Fyrir hönd .SóIar- innar vil ég biðja þá hlustendur sem var misboðið afsökunar og jafnframt taka það fram að alltaf er hægt að slökkva á viðtækjun- um. Eg vil einnig minna á að daginn eftir umræddan þátt var klukkustundarlöng umræða um UMMÆLI VIKUNNAR „Á hverjum degi hefur einhver sam- band út af óvelkominni eða óvenju- legri pöddu, íslendingar erufremur viðkvœmir gagnvartþessum dýrum. Og hámarki nœr œsingurinn í hrein- gerningunum fyrir jólin, þá kemur ýmislegtfram úr hornum, jolatré og jólastjörnur eru oft lífleg og í val- hnetukjörnum þrífast stundum lirfur sem margirfúlsa við. “ !■!■■■■■■■■ ERLING ÓLAFSSÓN PÖDDUERÆÐINGUR Almennileg mafía hefði látið hann hverfa! „Hvað hefði áunnist með því að „stöðva“ Kára? Varla nokkur skapaður hlutur, enda var maðurinn ekki að gera neitt sem varbannað." Helga Guðrún Jónasdóttir upplýsingafulltrúi bændamafíunnar. Sem betur fer eru rolluriiar ekki slórar „íslendingar eiga alltof h'tið af góðum smalahundum. Smalahundamenningin er vægast sagt á mjög lágu plani hér á landi.“ Gunnar Einarsson ’ (ormaður smalahuridafélagsins. Hairn hefði nú átt að gruna eitthvað þegar hann heyrði hláturinn í Erlendi! „Þegar ég tók við stöðu forstjóra Sam- bandsins vissi ég ekki að öllu leyti hve slæm staða fýrirtækisins var.“ Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins. Það hefði ekki TEKIÐ NEMA 47 ÁR „Ég harma að þjóðin skuli ekki fá að segja álit sitt í jafn stóru og afdrifaríku máli.“ Ingi Björn Albertsson andsþýrnuþingmaður. Já, útrætt „EES-málið er miklu meira en fullrætt.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.