Pressan - 14.01.1993, Side 8

Pressan - 14.01.1993, Side 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 SH-verktakar í gjaldþrot vegna lokunar Sparisjóðs Hafnaríjarðar Pétur Blöndal vísar starfsmönnum á Matthías Á. Mathiesen PRESSAN/JIM SMART Allir kröfujhiifar tóku jákvætt í tilbóð Péturs H Blöndal en fpÍrísjóðurinn lokaði dyrum sín- um og frysti greiðslur. SH- verktakar töpuðu 130 milljónum á síðasta ári og tapa nú milljón krónum hvern einasta dag keypti eignir SH á hálfan milljarð og tók að sér fjáimögnun verkefri- sms Pétur Blöndal ræðir við starfsmenn SH í gær: „Afstaða sparisjóðsins er óskiljanleg," sagði hann og vísaði spurningum þar að lútandi til formanns sparisjóðsstjórnar, Matthíasar Á. Mathiesen. SPARISJÓÐURINN VILDI EKKIKAUPA HLUTABRÉF í VEÐIHF. Gjaldþrot blasir nú við SH- verktökum eftir að Sparisjóður Hafnarfjarðar hafnaði tilboði Pét- urs H. Blöndal um að SH borgaði sparisjóðnum 45 prósent af 20 milljóna króna skuld fyrirtækisins við sparisjóðinn. Áður höfðu und- irverktakar og verkkaupendur gefið jákvætt svar, en með neitun sparisjóðsins í gær, miðvikudag, brustu forsendurnar fyrir tilboði Péturs um yfirtöku á SH, sem dag- inn áður hafði fengið samþykkta greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Reykjaness. Sparisjóðurinn frysti greiðslur frá verkkaupendum en bauðst til að láta SH fá 12 milljón- ir, en Pétur sagði það ekki duga til að halda verkefnum áfram og féll frá tilboði sínu. í morgun, fimmtudag, ætluðu starfsmenn SH, yfir 100 manns, að fjölmenna í Sparisjóðinn og hugðust einkum beina spjótum sínum að Matthí- asi Á. Mathiesen, formanni spari- sjóðsstjórnar. MEÐ MILLJARÐ í VELTU EN STÖÐVAST ÚT AF NOKKR- UM MILLJÓNUM Pétur sagði í samtali við PRESSUNA að eiginfjárstaða SH hefði verið orðin neikvæð um ná- lægt 45 milljónum króna effir um 130 milljóna króna rekstrartap á síðasta ári. Um þessar mundir tapaði SH milljón á dag. Með því að SH færi í gjaldþrot mætti búast við því að eiginfjárstaðan versnaði til muna og yrði neikvæð um allt að 200 milljónum króna og þá yrði lítið til skiptanna fyrir kröfii- hafa. Hann var ómyrkur í máli gagnvart sparisjóðnum. „SH er fyrirtæki með nær millj- arð í veltu og með 140 til 150 manns beint og óbeint í vinnu. Skuld fyrirtækisins við sparisjóð- inn var aðeins um 20 milljónir króna og þar af voru 10 milljóna króna kröfur nokkuð tryggðar með veði og ábyrgðum. Eftir há- degi á föstudag síðastliðinn ræddi ég við þá um stöðu fyrirtækisins og tilboð okkar. Síðar kom í ljós að eftir samtalið hafði sparisjóð- urinn lækkað 6 milljóna króna yfirdráttarheimild niður í 5,4 milljónir, eins og staðan var þá. Við þetta reyndust ávísanir, sem gefnar voru út í góðri trú, inn- stæðulausar. Sparisjóðurinn ákvað ennfremur að halda eftir 5 milljóna króna greiðslu frá verk- kaupandanum Hampiðjunni, þrátt fyrír munnlegt samkomulag um að 1,5 milljónir afþessu rynnu í bankann en 3,5 milljónir til SH,“ segir Pétur. 130 MILLJÓNA TAP í FYRRA OG MILLJÓN Á DAG í ÁR Forráðamenn SH kölluðu þetta barnaskap af hálfu sparisjóðsins, óskiljanlega afstöðu og í raun væri sjóðurinn að mismuna kröfuhöf- um með því að halda eftir greiðsl- um og láta þær renna til sín. Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri neit- aði að tjá sig um málið og vísaði til ákvæða um bankaleynd. Burtséð frá neitun sparisjóðsins er ljóst að staða SH var orðin afar slæm og voru það einkum fram- kvæmdir við Setbergshlíð í Hafh- arfirði sem leiddu til hinnar slæmu stöðu. Síðasta ár var veru- lega erfitt og fyrirtækið rekið með um 130 milljóna króna tapi, sem varð til þess að eiginfjárstaðan versnaði úr því að vera jákvæð um 83 milljónir í að vera neikvæð um nálægt 45 milljónum. Gerðist þetta þrátt fyrir að gripið væri til sérstakra aðgerða vegna fram- kvæmdanna við Setbergshlíð í Hafnarfirði, þar sem Veð hf. Árið 1987 var velta SH 250 milljónir að núvirði en 1990-1991 var hún komin upp í nær 950 milljónir að núvirði. Veltan hafði því aukist um 275 prósent á fjór- um árum og starfsmönnum fjölg- að um nær 70 prósent á þremur árum. Þegar rekstrartölur SH fyrir ár- ið 1991 eru skoðaðar vekur athygli hversu umskiptin til hins verra eru mikil. Það árið og árið á und- an var fyrirtækið rekið með hagn- Matthías sparisjóðsformaður: Verður krafinn svara um hvers vegna hann sendir 100 til 150 manns í atvinnuleysi út af „nokkrum milljónum". aði, að vísu ekki miklum. Fram- reiknaðar tölur sýna að frá árslok- um 1990 til 1991 hafi veltufjár- munir aukist úr 260 í 380 milljónir og heildareignir úr 402 í 527 millj- ónir. Um leið jukust skammtíma- skuldir úr 246 í 369 milljónir og heildarskuldir úr 329 í 444 millj- ónir. Ekki er blöðum um það að fletta að staðan versnaði 1992, en á móti kemur að Veð hf. keypti eignir SH í Setbergshlíðinni á hálf- an milljarð og tók að sér fjár- mögnun frekari ffamkvæmda þar. Samkvæmt fréttum á þeim tíma nam staðgreiðslan í þessum kaup- um 125 til 135 milljónum króna. SH átti reyndar í upphafi 80 pró- senta hlut af 130 milljóna króna hlutafé í Veði, en sá hlutur var kominn niður um 45 milljónir. Pétur Blöndal reyndi ítrekað að fá Sparisjóð Hafnarfjarðar til að kaupa hlutinn, en án árangurs. SEX VERÐBRÉFASJÓÐIR MEÐ ALDEILIS ÓARÐBÆRA FJÁRFESTINGU Allt hlutafé í SH telst nú afskrif- að sem ónýtt og skiptir í raun engu hvort bréfin eru seld á 1 eða 10 prósent, enda „salan á bréfún- um einungis málamyndagerning- ur“, að sögn Jóns Inga. Skráð hlutafé var um 81 milljón króna, en þar af voru 18 milljónir skráðar á nafn fyrirtækisins sjálfs og hafði ekki tekist að selja. Raunverulegt hlutafé var því 63 milljónir króna. Stærstu hluthafar voru Sandur hf„ með 16 milljónir (25,4 prósent), Jón Ingi Gíslason, fráfarandi ffamkvæmdastjóri, með 11 millj- ónir (17,5), Hlutabréfasjóðurinn með 6,7 milljónir (10,6), Draupn- issjóðurinn með 4,7 milljónir (7,5 prósent) og íslenski hlutabréfa sjóðurinn með 3 milljónir (4,8). Alls áttu og töpuðu því 6 sjóðir hlut í SH upp á samtals 18,7 millj- ónir, tæplega 30 prósent af heild- inni. Sjóðirnir ofangreindu komu inn í SH í góðærinu 1991. Fram- kvæmdastjórar og formenn þess- ara sjóða eru engir aukvisar í mati á fjárfestingum; Fyrir utan Pétur Blöndal má nefna menn á borð við Baldur Guðlaugsson, Friðrik Halldórsson, Ragnar Önundar- son, Gunnar Helga Hálfdánar- son og Sigurð B. Stefánsson. Friðrik Þór Guðmundsson VIKAN FRAMUNDAN 14. janúar 1970 kom Díana Ross í síðasta skipti fram með söng- flokknum The Suprimes. Eftir það hóf hún sólóferil sem enn stendur yfir. Þennan sama dag var bók Marios Puzo, The God- father, í efsta sæti á vinsældalist- um í Bandaríkjunum. 14. janúar 1980 hófst málflutn- ingur í Hæstarétti íslands í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu. 15. janúar 1976 hlaut Ólafur Jó- hann Sigurðsson rithöfundur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir ljóðabækur sínar Að laufferjum og Að brunnum. 16. janúar 1847 var stofnað fyrsta bindindisfélagið á íslandi. Stofnfundurinn var haldinn í Reykjavík og skráðu 24 sig í fé- lagið. Fyrsti formaður félagsins varð Stefán Gunnlaugsson, land- og bæjarfógeti. 16. janúar 1904 hlaut Niels R. Finsen Nóbelsverðlaunin í lækn- isfræði, en hann var hálfur Is- lendingur. Hlaut hann verðlaun- in fyrir uppgötvanir í ljóslækn- ingum. Um þetta leyti var Niels þungt haldinn af vatnssýki og varð að stinga á honum rétt fyrir verðlaunaafhendinguna svo hann gæti tekið á móti þeim. 17. janúar er þjóðhátíðardagur Mónakó. 17. janúar 1817 var gefinn út konungsúrskurður þess efnis að þrír efnilegir íslenskir bænda- synir mættu dveljast á Sjálandi á kostnað konungs í tvö til þrjú ár. Þar ættu þeir að nema garðyrkju, jarðeplarækt, trjáplöntun og önnur nytsöm búmannafræði. 17. janúar 1914 var Eimskipa- fjelag íslands stofiiað. 17. janúar 1975 varð eitt mann- skæðasta flugslys fslandssög- unnar. Þá hrapaði þyrla í eigu Þyrluflugs hf. skammt ffá Hjarð- amesi í Hvalfirði og fórust þar sjö menn. 18. janúar 1850 sauð upp úr milli stórs hluta nemenda Lærða skólans og rektors hans. Gengu skólapiltar í samfylkingu um götur bæjarins og hrópuðu „Rektor Sveinbjörn Egilsson pereat“ eða „burt með Svein- björn Egilsson rektor“. Þetta uppþot skólapilta er sögulegt að því leyti að hér var um fyrstu skipulögðu uppreisnina gegn yfirvöldum að ræða. 19. janúar 1472 var fæðingar- dagur Nikulásar Kópernikusar. Hann var pólskur stjörnuffæð- ingur og vann sér það meðal annars til frægðar að vera höf- undur sólmiðjukenningarinnar. 19. janúar er bóndadagurinn og þorrinn byrjar. 19. janúar 1736 fæddist James Watt, sá er fann upp gufuvélina. 19. janúar 1892 var fæðingar- dagur Ólafs Thors forsætisráð- herra. 20. janúar 1930 eru liðin 65 ár síðan Hótel Borg tók til starfa. Það þótti á sínum tíma sérlega glæsilegt og marka tímamót í hótelrekstri á íslandi. AFMÆLI 15.janúar Arnmundur Backman lög- ffæðingur á stórafmæli, verður 50 ára. Berglind Ásgeirsdóttir ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu verður 38 ára. Ásgeir Bolli Kristinsson í tískuvöruversluninni 17 verður 42ára. 16. janúar Árni Hlíð- dal Björns- son þjóð- háttafræð- ingur verður 61 árs. Ólafur Gránz, framkvæmdastjóri og templari í Vestmannaeyjum, verður 52 ára. 17. janúar Davíð Oddsson forsætisráð- herra á 45 ára afmæli. Sigurður R. Helgason, rekstrarhag- ffæðingur og ffamkvæmdastjóri, verður fimmtugur. 20.janúar Þórhallur Sigurðs- son/Laddi stórgrínisti verður 46 ára.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.