Pressan - 14.01.1993, Page 12

Pressan - 14.01.1993, Page 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 Útgefandi Blað hf. Ritstjóri GunnarSmári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Oftúlkun á EES-samningnum Forseti íslands skrifaði undir staðfestingarlög um EES- samninginn í gær. Þar með lauk langri og átakamikilli deilu um þennan samning þar sem báðir aðilar kepptust við að of- túlka áhrif hans; hvor í þágu síns málstaðar. Lokaþátturinn í hinum langa aðdraganda að samþykki ís- lendinga á EES-samningnum varð sögulegur. Forsetinn óskaði eftir ríkisráðsfundi vegna málsins. Ástæðan er sjálfsagt sú að með því vildi hún gera grein fyrir hvers vegna hún hefði ákveðið að skrifa undir lög sem Alþingi hafði samþykkt. Ákvörðunin hefur líklega verið tekin vegna þeirra tilmæla andstæðinga EES að forsetinn skrifaði ekki undir samninginn til að knýja þannig fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hann. Meðal annars höfðu 300 af svokölluðu nafntoguðu fólki sent henni skriflega ósk þar um. Til að koma til móts við þetta fólk og aðra andstæðinga EES frestaði forsetinn því í einn dag að skrifa undir samninginn, kallaði saman ríkisráðsfund og gerði sérstaka grein fyrir afstöðu sinni, en það er einsdæmi í lýð- veldissögunni að forsetinn rökstyðji sérstaklega undirskrift sína. I sjálfu sér getur það verið rétt mat hjá forsetanum að deilan um EES hafi valdið svo alvarlegum klofningi meðal þjóðarinn- ar að nauðsynlegt hafi verið að skrifa undir lögin með þessum hætti. Um það skal ekki dæmt hér. En þótt deilurnar hafi verið háværar er hægt að draga í efa að grundvöllur þeirra, EES-samningurinn, sé sá örlagavaldur í lífi þjóðarinnar sem báðir deiluaðilar hafa viljað vera láta. í rökstuðningi sínum hafa Evrópusinnar dregið upp þá mynd að ef íslendingar höfnuðu samningnum væru þeir í raun að segja skilið við vestrænt hagkerfi. Andstæðingar EES drógu að sama skapi upp skýra mynd; ef íslendingar samþykktu samn- inginn mundu þeir glata stjórn á eigin málum. Hvorug þessara framtíðarsýna er rétt. Þær eru afsprengi hörkunnar sem hljóp í deiluna um EES og bera henni merki. Eitt helsta einkenni deilnanna um EES var oftúlkun og sveija þær sig í ætt við deilur fyrri ára um álver, EFTA og yfir- leitt flest hin svokölluðu stærri mál. Ef til vill er ástæða þessa sú, að íslendingar bíða yfirleitt með alla umræðu um mikilvæg mál þar til þeir eru í raun orðnir of seinir til að taka afstöðu til þeirra. Aukin samvinna ríkja í Evrópu hefur legið fyrir um árabil. Eftir sem áður var litið á undirbúning EES-samningsins sem einkamál utanríkisráðherra allt þar til eftir síðustu kosn- ingar. Umræða um samninginn eða grundvallarhugmyndina að baki honum fyrirfannst varla í nokkrum stjórnmálaflokki fyrr en hann lá fyrir svo til fullbúinn. Nema í Alþýðuflokknum — en ástæða þess var fýrst og ffemst sú að utanríkisráðherra gerði stundum grein fyrir störfum sínum og flokksmenn hans lýstu yfir stuðningi við hann. Það er athyglisvert að framan af var umræðan um Evrópu- málin mun markvissari í röðum atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingar en hjá stjórnmálaflokkunum. Þessir aðilar reyndu að kanna málið þannig að hægt væri að taka vitræna afstöðu til samningsins. Það er hins vegar sorglegt að þessi vinna virt- ist gufa upp er líða tók að ákvörðun Alþingis og margir þeirra sem tóku þátt í henni létu sig annaðhvort hverfa eða fóru að þjóna einhverjum sérpólitískum hagsmunum í umræðunni. En nú er EES-samningurinn orðinn staðreynd. Eftir næstu kosningar verður hann óumdeildur. Eins og EFTA varð á sín- um tíma, eins og álverið og meira að segja eins og herinn er orðinn í dag. Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmen Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Ámason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Ingólfúr Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason. Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI HVERS VEGNA Samningurinn um evrópskt efnahagssvæði var samþykktur síðastliðinn þriðjudag á Alþingi. Undir lok umræðnanna um samninginn lét KarL Steinar Guðnason fyrstur þingmanna þá skoðun sína í ljós að íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. í fyrsta lagi vil ég að það komi fram til hvers Evrópubandalagið var stofnað. Það var stofnað af stríðsþjáðum Evrópuþjóðum, fólki sem þráði frið í stað eyðilegg- ingar, haturs og oíbeldis. Umræð- an hér hefur verið allt að því geð- veikisleg á köflum. Andstæðingar bandalagsins hafa yfirleitt hallað réttu máli. f útlöndum eru það helst heittrúaðir þýskir hægri- menn og Margaret Thatcher sem hafa verið andstæðingar Evrópu- ferilsins, — jafnaðarmenn, verka- lýðshreyfing og frjálslyndir hægri- menn helstu stuðningsmenn. Evr- ópubandalagið er bandalag frjálsra fullvalda þjóða. Ég tel mjög þýðingarmikið að við fylg- um hinum Norðurlöndunum með aðildarumsókn. Ég tel nauð- synlegt með umsókn að kanna kosti og galla aðildar til hh'tar. Það er ekki þar með sagt að við göng- um í bandalagið, en við vitum ekki hvaða kosti eða ókosti það hefur ef við könnum það ekki. Hins vegar er ofstæki lagsbræðra Thatcher og hægri ofstækismanna í Evrópu svo mikið að þeir urra þegar ég tala um að gæta hags- muna okkar og kanna málið. Við skulum hafa í huga að um 80 pró- sent af útflutningi okkar fara til Evrópu. Við erum mjög háðir EB viðskiptalega, reyndar einnig menningarlega. Ég tel að ef við verðum samstiga ffændum okkar á Norðurlöndum verði styrkur okkar meiri og ég tel líklegt að þeir muni sjálfir jafnvel fórna ýmsu vegna velvildar í okkar garð. Sú „Ég tel að efvið verðum samstiga frœndum okkar á Norðurlöndum verði styrkur okkar meiri og ég tel lík- legt að þeir muni sjálfir jafnvelfórna ýmsu vegna velvild- ar í okkar garð. “ góðvild hverfur ef við sitjum ein- angraðir eftir. Þýðingarmikið er og að menn átti sig á að með aðild höfum við atkvæðisrétt og áhrif á örlög okkar, annars erum við utangáta. Þeir sem hafa tekið þátt í kjarasamningagerð eða verið trúnaðarmenn á vinnustað skilja það best að það skiptir máli að sitja við sama borð og viðsemj- andinn — hafa áhrif í stað þess að láta aðra taka ákvarðanir fyrir sig. Ef við ætlum að einangra okkur ffá öðrum þjóðum bíður okkar fá- tækt og margfalt meira atvinnu- leysi en okkur grunar. Það styrkir sjálfstæði okkar og fullveldi þjóð- arinnar að gera samninga af fullri reisn. Evrópska efnahagssvæðið er okkur vissulega mikils virði, en fari allir nánustu vinir okkar í Evr- ópubandalagið vandast málið. FJÖLMIÐLAR Fréttir eru skemmtilegt efni en ekki skemmtiefni Fréttir eru skemmtilegt sjón- varpsefni en þær eru ekki skemmtiefni. Þetta er ekki eins vandrataður millivegur og ætla mætti af ffammistöðu fféttastofa Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins. Því miður er það svo að ffétta- stofu Ríkissjónvarpsins tekst oft- ast að gera fféttatíma sína leiðin- lega. Myndefnið er fátæklegt, fréttamenn nálgast umfjöllunar- efnin á einhæfan hátt og eru sumir hverjir annaðhvort svo fyldir eða stressaðir að þeir eru allt að því áhorfendafjandsamleg- ir. Niðurröðun ffétta í fréttatím- anum ber síðan vott um rag- mennsku. Fremst er stillt opin- berum fféttum af Alþingi, blaða- mannafundum ráðherra eða hagsmunahópa. Mannlegri fféttir eru settar aftar nema ef um er að ræða sjóslys eða veðurofsa. Þetta er sambærilegt fféttamat og Morgunblaðið og Ríkisútvarp- ið beita og miðar fremur að því að forðast mistök til að spilla ekki virðingu viðkomandi miðils ffek- ar en halda í athygli neytandans. Á fréttastofu Stöðvar 2 hafa síðan hinar öfgamar vaxið á und- anförnum mánuðum. Sumir fréttatímar þeirrar stofu eru einna líkastir áramótaskaupi þar sem fféttamennirnir gera grín að sjálfum sér. Stælgæja-umbúnað- ur um umfjöllun um bækur og plötur fýrir jólin drekkti til dæm- is efriinu. Ómar Ragnarsson brýt- ur fréttatímann reglulega upp með skemmtiþáttum (til dæmis Elvis-frétt um helgina) eða eins- konar sérviskulegum kjöllurum (endurreisn þjóðargrafreitsins á Þingvöllum um daginn). Inn á milli spaugar síðan Ingvi Hrafn; borðar ígulker og lofar Val. Fréttastofa Stöðvar 2 var í góðu formi síðastliðið vor og ffameftir sumri. Síðan þá virðast stjómendur fféttastofunnar hafa tapað áttum og lagt meira upp úr umbúðunum en innihaldinu. Og því skrautlegra sem innihaldið hefur orðið því fátíðara er að sjá skúbb í fréttatímum Stöðvar 2 eða athyglisverða nálgun á rúll- andi fréttum. Og þegar þetta skortir þá verður grínið innan- tómt og meira að segja hvimleitt. Ég sest fyrir ffaman skjáinn til að horfa á fféttir og verð full ef reynt er að selja mér eitthvað annað í staðinn. Ég sagði áðan að það væri ekki svo erfitt að rata milliveginn milli þunglamalegra frétta Ríkissjón- varpsins og galsans á Stöð 2. f raun nægir að benda því til sönn- unar á fféttatíma Stöðvar 2 fýrir þann tíma að gamanið náði yfir- höndinni. Einstökum frétta- mönnum beggja stöðva tekst þetta hka þótt það dugi ekki til að breyta heÚdarsvip fréttatímanna: Hjá Ríkissjónvarpinu gætir Helgi Már Arthúrsson til dæmis vel að myndrænni ffamsetningu; Ingi- mar Ingimarssyni er lagið að segja fréttir úr opinbera geiran- um án þess að verða málpípa við- mælenda; Ólafur Sigurðsson kann að notfæra sér myndefni utan úr heimi og Katrínu Páls- dóttur fer sérdeilis vel að kynna gamansamar fféttir að utan. Hjá Stöð 2 er gaman að fylgjast með ánægju Eggerts Skúlasonar af starfmu og fagmennsku Þóris Guðmundssonar. Aðrir frétta- menn stöðvanna hafa átt betri tíð eneruílægð. Gunnar Sraári Egilsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.