Pressan - 14.01.1993, Page 23

Pressan - 14.01.1993, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 23 hæð USD 7.000.000, eftir að hafa áður framselt veðbréf þetta til GAC Trans-Air Carrier Lease, Flugzeugleasing. — Með að hafa sem stjórnar- formaður vanrækt að veita upp- lýsingar í sambandi við rekstur fé- lagsins og bókhald. — Með því að hann mun vera eftirlýstur af þýskum yfirvöldum vegna fjársvika o.fl. og einnig mun hann vera eftirlýstur af Interpol vegna ýmissa lögbrota. Skuídabréfið með veði í Þjóðar- þotunni mun vera eitt þeirra sem Grzimek lagði fyrir sparisjóðs- stjórann og útlánastjórann í Halle. Allt er á huldu um hvernig Tjentveit tókst að aflýsa skulda- bréfi sem hann hafði framselt til Grzimeks, nokkuð sem ekki ætti að vera hægt án samþykkis þess síðarnefnda. Eitt af því sem sak- sóknarinn í Halle er að reyna að komast að er hvort og hvaða flug- vélar Tjontveit átti á þessum tíma og þar með hvað stóð á bak við tryggingarnar sem Grzimek reiddi fram. Á svipuðum tíma og Tjontveit var settur af sem stjórnarformað- ur Flugvéla hf. ákvað lögmaður hans í Þýskalandi, Gerald I. Brandt, að eiga ekki frekari við- skipti við hann. í samtali við norska Dagbladet í september 1991 sagðist hann ekki geta sinnt málefnum Tjontveits lengur með góðri samvisku. Hann bætti \ið að varla væri nema tímaspursmál hvenær Tjontveit yrði handtekinn og færður fyrir þýska dómstóla. Samkvæmt upplýsingum sak- sóknarans í Halle virðist það ekki enn hafa gerst. Fyrirtæki Grzimeks, GAC Trans-Air Carrier Lease, er enn skráð eigandi Þjóðarþotunnar og Atlanta hefur vélina á leigu sam- kvæmt upphaflega leigusamn- ingnum við Tjöntveit. Veðbókar- vottorð þotunnar er tandurhreint og virðist því sem veðskuldabréf- ið, sem Tjontveit gaf út og Grzim- ek ffamvísaði við sparisjóðsstjór- ann í Halle, hafi farið veg allrar veraldar. Norskir viðmælendur PRESSUNNAR sögðu að ekki hefði bólað á Tjontveit í norsku fluglífi að undanförnu, en miðað við fyrri sögu mætti búast við hverju sem væri. Fyrir rúmu ári birtist í tímaritinu Flight Interna- tional auglýsing frá fyrirtæki Tjontveits þar sem hann auglýsir til sölu tvær nýyfirfarnar þotur í góðu ástandi. Báðar af gerðinni Boeing 737. Karl Th. Birgisson Hver er Thor Tjontveit? Brotlendin brotlendim Thor Tjontveit fékk einkaflug- mannspróf árið 1955 þegar hann var átján ára stráklingur í Grimst- ad í Noregi. Tveimur árum síðar flutti hann til Alaska, bjó þar í tíu ár og hlaut bandarískan ríkisborg- ararétt. Þar varð hann fyrst fyrir áfalli árið 1967 þegar hann brot- lenti tveggja hreyfla Piper Apache- vél sem hann flaug á vegum flug- félagsins Wien Air Alaska, sem var þá í eigu annars norsks Bandaríkjamanns, Sigurd Wien. Þremur árum seinna varð hann frægur í flugheiminum fyrir að verða fýrstur til að fljúga á lítilli vél bæði á suður- og norðurpólinn í sömu ferðinni. A svipuðum tíma ákvað hann að flytja aftur til Nor- egs, þar sem hann stofnaði flugfé- lagið Trans Polar. Hann keypti þijár Boeing 720B og hugðist nota þær í flutninga- og leiguflug. Hann náði meðal annars samn- ingum við ferðakónginn Simon Spies, en honum var rift skömmu síðar. Eftir eins árs rekstur var Trans Polar komið í gjaldþrota- meðferð og brotlenti með nriklum hvelli. Bústjórunum þótti sem Tjontveit hefði farið frjálslega með fé félagsins og lögreglan var sam- mála. Tjontveit var stefnt fyrir tæplega U'eggja milljóna norskra króna fjárdrátt, en var sýknaður af öllum kærum árið 1978. Hann tárfelldi af gleði og vann skaða- bótamál á hendur ríkinu í kjölfar- ið. ÍFLUGFYRIRCIAOG RAUÐA KROSSINN Það hafði ekki fennt yfir Trans Polar þegar Tjontveit stofnaði Norwegian Overseas Airways. Hann fékk hins vegar ekki flug- rekstrarleyfi í Noregi og fór þá til Víetnam og Kambódíu, þar sem stríðið stóð sem hæst. Þar segist hann hafa flogið fyrir CIA-fyrir- tækið Air America, en í apríl 1975 gerði hann samning við Rauða krossinn um flutning á hjálpar- gögnum til Suður-Víetnam. Hann fær þriðjung greiðslunnar fyrir- fram, en sá galli er á fyrirætlaninni að gamla DC4-fragtvélin hans þarfnast mikils viðhalds áður en lagt er upp. Hann fær leyfi norskra stjórn- valda til að fljúga á þremur hreyfl- um til Englands, þar sem gera átti við vélina. Þangað komst hún aldrei, heldur fór til Danmerkur og svo Þýskalands þar sem birgðir Rauða krossins eru settar um borð. Eftir það spurðist ekki lengi til Tjontveits og var uppi orðróm- ur um að hann hefði flogið til furstaríkisins Bahrein. Loks kom þó í ljós að Tjontveit hafði lent í Kambódíu, þar sem Rauðu khmerarnir hirtu bæði vél og farm afhonum. Eftir þetta fékk Norwegian Ov- erseas Airways ekki mörg verkefni og andaðist. Árið 1980 keypti Tjontveit Bergen Air Transport og umskírði það Transit Air. Það var á lofti í tvö ár áður en það varð gjald- þrota. Við tóku nokkur smáflug- félög, sem öll gengu illa. Með um- deildum viðskiptum og frjálsleg- um túlkunum á loftferðalögum tókst Tjontveit svo aftur að kom- ast í kast við lögin. Hann var handtekinn á götu í Berlín í febrú- ar 1985, ákærður affur fyrir fjár- drátt og auk þess alvarleg brot á loftferðalögum. Hann sat inni í ljóra mánuði í Þýskalandi og þijá til viðbótaríNoregi. ÞJÓÐARÞOTAN OG AFTUR TILNOREGS Upp úr þessu kemur Tjontveit sér aftur fyrir í Bandaríkjunum, þar sem hann kaupir áðurnefnt Wien Alaska Air, að eigin sögn án þess að þurfa að leggja út krónu fyrir kaupverðinu. Hann kaupir, selur og leigir út flugvélar, en hyggur svo á endurkomu í Noregi sumarið 1990, sama ár og hann kaupir ísiensku Þjóðarþotuna. í gegnum fyrirtækið Nord Construction Scandinavia keypti Tjontveit smáflugfélagið Norving, sem þá riðaði á barmi gjaldþrots, og tókst að ná meirihluta í leigu- og sjúkraflugfélaginu Air Express. Úr þessum tveimur ætlaði hann að stofna öflugt félag sem hefði náð nánast einokun í sjúkraflugi í Norður-Noregi. Aðrir hluthafar í Air Express brugðust hart við og virðast hafa fengið norska embættismenn í Iið með sér. Hann var sem sagt ekki velkominn í gamla landinu og kom það honum ekki á óvart, að eigin sögn. Tjontveit neyddist til að gefa eftir hlutinn í Air Express og á endanum átti Nord Construction Scandinavia ekki annað en 20 prósent hlutafjár í Norving, sem stefndi í gjaldþrotameðferð síðast þegar fréttist. ________ Byggt á Dagbladet í Noregi. Ævintýramanninum og braskaranum ThorK. Tjontveit tókst að gera Þjóðarþotuna að einni aðalpersónunni í umfangsmiklu fjársvikamáli í Þýskalandi.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.