Pressan - 14.01.1993, Page 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993
29
Carl J. Eiríksson svararfyrir sig vegna
ummœlaformanns Skotsambandsins
X yfirliti yfir íslenskar myndir á fram-
leiðslustigi og undirbúningsstigi í katal-
ógnum European Filmfile er meðal ann-
ars tilgreint að kvik-
myndaíyrirtækið Umbi
hyggist framleiða
myndina Jörund
hundadagakonung.
Umbi er sem kunnugt
er fyrirtæki þeirra
Guðnýjar Halldórs-
dóttur og Halldórs Þorgeirssonar, en
kvikmynd þeirra Karlakórinn Hekla er nú
sýnd í Háskólabíói. Tvennt vekur athygli í
upptalningu European Filmfile. Annars
vegar að Lárus Ýmir Óskarsson á að
leikstýra myndinni en ekki Guðný. Hins
vegar að Ragnar Arnalds, handritshöf-
undur myndarinnar, er titlaður sem for-
maður Kvikmyndasjóðs og þess jafnframt
getið að verkefnið hafi verið styrkt af
sama sjóði. Þetta tvennt lítur ekki sérlega
vel út á pappírunum, þar sem þeir sem
lesa vita ef til vill ekki að úthlutunamefnd
er sjálfstæð og vinnur án afskipta stjórnar
sjóðsins...
„í PRESSUNNl þann sjöunda þessa
mánaðar er haft eftir ósannindamannin-
um Þorsteini Ásgeirssyni, formanni Skot-
sambands íslands (STÍ), að ég hafi hafið
deilur mínar „við íslenska skotmenn árið
1972“ og þeim sé enn ekki lokið. Hér eru
aðeins á ferðinni enn ein ósannindin frá
þessum manni.
Ég hef ekki átt í neinum deilum við ís-
lenska skotmenn (með einni undantekn-
ingu 1981) fyrr en í ársbyrjun 1986, þegar
Þorsteinn Ásgeirsson synjaði mér um
skriflega staðfestingu á árangri mínum í
skotfimi árið 1985 og þegar Hannes Har-
aldsson, núverandi gjaldkeri STf, reif og
eyðilagði skjal sem ég lánaði honum en
hann hafði lofað „upp á æru og trú“ að
skila til mín daginn eftir. Sú æra og trú fór
fyrir lítið.
Eina undantekningin var árið 1981
þegar fslandsmót í riffilskotfimi var ekki
auglýst og var flýtt um einn mánuð frá því
sem venja hafði verið síðan 1970. Þetta
olli deilum árið 1981, en síðan ríkti friður
og engar deilur allt frá 1981 til 1986.
Stjórn STÍ átti upptök að báðum deilu-
málum.
Mér er ekki kunnugt um neinar deilur í
skotíþróttinni árið 1972. Hins vegar voru
deilur og kærur í skotíþróttinni á árunum
1973-1979 sem ég frétti af síðar en átti
engan þátt í (ólögleg umboð á aðalfundi
o.fl.).
Það er kominn tími til að fjölmiðlar
geri sér grein fyrir því að ekki er hægt að
treysta á upplýsingar frá Þorsteini Ás-
geirssyni.
f grein í PRESSUNNI þann 30. des-
ember síðastliðinn er veist að mér með
fukyrðum og ósannindum. Þarna virðast
vera á ferðinni dyggir stuðningsmenn
ósannindamannsins Þorsteins Ásgeirs-
sonar. f PRESSH-greininni segir að
kærusaftiið sé farið að nálgast hundraðið.
Þetta kalla Pressumenn „skreytni“.
Hvernig stendur á því að fslandsmet í
loftskammbyssu sem sett var á íslands-
móti STÍ árið 1989 fékkst ekki viðurkennt
af þverhausnum Þorsteini Ágeirssyni fyrr
en effir að þetta met hafði verið kært til
íþróttadómstóla árið 1991? Skotíþrótta-
menn verða sem sagt að kæra til að fá met
sín staðfest og hljóta þar með nafngiftina
„þrætupúki aldarinnar“ hjá ófyrirleitnum
blaðamönnum PRESSUNNAR.
f PRESSU-greininni segir að ég kæri
framkvæmd allra skotmóta innanlands.
Ein lygin enn. Ég hef aldrei kært fram-
kvæmd nokkurs móts í haglabyssu og
heldur ekki í loftskammbyssu, svo dæmi
séu tekin.
PRESSAN hælir mér fyrir miklar
rjúpnaveiðar. En það er því miður feilskot
líka, því að ég hef samtals skotið tvær
ijúpur á ævinni!
f PRESSU-greininni segir að niður-
stöður skotmála séu falsaðar. Það hef ég
ekki vitað fyrr og hef aldrei sagt. Sannist
það þá kemur örugglega ein kæra í við-
bót.
Vonandi mun ritstjóri PRESSUNN-
AR ekki lengur reka einhliða áróður fyrir
ósannindamanninn Þorstein Ásgeirsson.
Carl J. Eiríksson."
Athugasemd ritstj.
Deila Carls við þá í Skotsambandinu er
orðin löng eins og fram kemur í svari
Carls og sjálfsagt flestum nema
málsaðilum orðin óskiljanleg. PRESSAN
hefur stundum hleypt henni inn á síður
sínar en nú verður aftur gert hlé á því.
Ummælum Carls um PRESSUNA og
starfsmenn blaðsins verður ekki svarað.
Ritstj.
J_ykki hefur gustað mikið um menn-
ingarfulltrúa fslands í London, Jakob
Frímann Magnússon, undanfarna
mánuði, en hann er þó
síður en svo dauður úr
öllum æðum, Á síðasta
aðalfundi filendingafé-
lagsins í London, sem
haldinn- var fyrir
skömrnu, fór Jakob
1 þess.á léitvið konurnar
sem búsettur eru í borginni að þær stofn-
uðu með sér kvenfélag, sem tæki að sér að
baka flatbrauð fyrir landa sína. Máli sínu
til stuðnings benti Jakob á að í Grimsby
hefðu íslenskar konur tekið að sér flat-
brauðsbakstur við miklar vinsældir karl-
peningsins. Þær í London reyndust ekki
jafnhrifnar af hugmyndinni og kynsystur
þeirra í Grimsby og töldu hana tíma-
skekkju, ekki síst þar sem menningarfull-
trúinn beindi orðum sínum eingöngu til
kvenna...
T)
iJónorð hafa ekki verið gerð að um-
talsefni á síðum íslenskra blaða hingað til,
en það er ekki á hverjum degi sem menn
falla á kné á opinberum stöðum innan um
fjölda manns og biðja sinnar heittelskuðu.
Þetta átti sér þó stað á Ömmu Lú um ára-
mótin, er Höddi nokkur bað Sollu kær-
ustu sína að gangast við sér. Hún játaðist
kauða og mun brúðkaupið eiga að standa
þann mikla merkisdag 19. júní. Höddi og
Solla eru eitt þekktasta djammparið í
bænum og þykir hún í hópi best klæddu
kvenna íslenskra...
i Bæjarins besta, málgagni Vestfirð-
inga, er sagt frá því að Islenska útvarpsfé-
lagið, sem sér um rekstur Stöðvar 2 og
Bylgjunnar, hafi verið ötult við að auglýsa
nýja útsendingartíðni Bylgjunnar þar
vestra, FM 93,7. ísfirðingar eru jafnffamt
boðnir velkomnir í raðir hlustenda. Raun-
in hefur hins vegar orðið sú að þeir sem
fylgja fyrirmælum auglýsingarinnar heyra
hvorki tóna né tal, aðeins suðið eitt, en ef
stillt er á FM 97,9 heyrist hins vegar hátt
Og snjallt í dagskrárgerðarmönnum Bylgj-
unnar. Segir í klausunni að yfirmenn
tæknideildar fslenska útvarpsfélagsins
telji að hér sé um hrein og klár mistök að
ræða, aldrei hafi staðið til að senda út á
FM 97,9 þar sem enn væri í gildi samn-
ingur milli stöðvarinnar og eigenda FM
97,9...
OpiðföstucCafjs- op
íaufjardapskvöCd
frá kí. 18:00
‘Bordapantanir í síma
68 96 86
FRlAR HEIMSENDIHGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÖNTUNARSfMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvogl 10
- þjónar þér allan sólarhringlnn
HAFNARSTRÆTI15
REYKJAVÍKSÍMI13340
□
L
Há.dzyisv-et'-ðaf't/fíoð
alla virka daga
Súpa og brauð fylgir.
Hamborgari, franskar og kokteilsósa
kr. 485,-
Samloka, franskar og kokteilsósa kr.
485,-
Tex-Mex réttur kr. 485,-
Salatdiskur kr. 485,-
Réttur dagsins kr. 585,-
Kaffi kr. 50,-
A^ÖHCL gt&i/laHtffíoð
Alla daga vikunnar
Nauta-, lamba, og grísasfeikur 180 g.
með grænu káli og 1000-eyjasósu,
kryddsmjöri, bökuðum og frönskum
kartöflum. Verð kr. 790,-
Tryggvagötu 20
s: 623456
J