Pressan - 21.04.1993, Síða 11

Pressan - 21.04.1993, Síða 11
F R E TT I R Miðvikudagurinn 27. apríl 7993 PRÍSSAN 1 1 Um fátt hefur verið meira rætt í evrópskum Qölmiðlum undanfarið en íburð og eyðslu Endurreisnar- og þróunar- banka Evrópu (European Bank of Reconstruction and Develop- ment (EBRD)). Reikningar bankans hafa verið undir smá- sjá heimspressunnar, enda bár- ust upplýsingar um að rekstrar- kostnaður bankans næmi tvö- földum útlánum hans. Bankinn virtist lifa eigin lífi sem fyrst og fremst snerist um lúxuseyðslu bankastjórans Jacques Attali. Samanburðurinn var sláandi en ekki fyllilega sanngjarn vegna þess að bankinn er enn í start- holunum. Auk þess var rekstr- arkostnaði blandað saman við stofnkostnað þannig að tölur urðu hærri fyrir vikið. Það breytir því hins vegar ekki að fjármálaumsýsla bank- ans er um margt ámælisverð og sérstaklega þau ummæli banka- mannanna að þeir hagi sér bara eins og aðrir í bankaheiminum. Það vekur forvitni um það hvemig kaupin gerast á eyrinni hér heima og verður þar fyrir Seðlabankinn, sem áður hefur verið skrifað um hér í PRESS- UNNI. Rekstrarkostnaður Seðlabankans hækkað verulega á síðari árum Ef rekstrarkostnaður Seðla- bankans er skoðaður sést að hann hefur hækkað verulega á síðustu 10 til 11 árum. f grein hér í blaðinu í september síðast- liðnum kom fram að rekstrar- kostnaðurinn hefði hækkað um 230 milljónir króna á 10 ára tímabili þar á undan. Árið 1992 virðist rekstrarkostnaður hins vegar hafa lækkað um sem svarar 30 milljónum, en í árs- reikningi 1992 er hann 608,4 Samanburður Lúxusbankinn Seðlabanki 5400 m 13,5 m 30.000 m2 6790 m 924 7,3 m 180.000 kr. 5 m 3500 m 9,1 m 10.500 m2 608 m 141,5 4,3 m 330.000 kr. 0,575 m Stofnkostnaður og innbú Laun bankastjóra Stærð Rekstrarkostnaður Starfsmenn Pr. starfsmann Pr. fermetra Jólaboð/árshátið hæðina. Efnið hefur reynst mjög vel segja seðlabanka- menn. Ætla að verja 50 milljónum i að byggja ofan á safnahúsið En Seðlabankinn á einnig 1.550 fermetra húsnæði undir bóka- og skjalasafn auk sameig- inlegs myntsafns bankans og Þjóðskjalasafnsins í Einholti 4. Brunabótamat húsnæðisins er upp á 120 milljónir króna. Á fundi bankaráðs Seðlabankans 4. mars síðastliðinn var ákveðið að byggja „léttbyggða þakhæð“ ofan á Einholtshúsið. Ástæður fyrir þeirri ákvörðun voru þær að fyrirsjánlegt var að bankinn myndi ekki fá viðbótarhúsnæði í Seðlabankahúsinu næstu tíu árin vegna samnings við Reiknistofu bankanna. Einnig er hugmyndin að stækka sýn- ingarsal bankans og þá var hvort eð er talið nauðsynlegt að ráðast í kostnaðarsama þakvið- gerð. Viðbótin á að verða 400 fermetrar og kosta 50 milljónir, sem greiðist á tveimur árum. Fermetrinn kostar því um 125.000 krónur. I raun er ómögulegt að verð- meta bóka- og myntsafn Seðla- bankans en samkvæmt trygg- ingamati er það tæplega 60 milljóna króna virði. Listasafnið stækkar stöðugt Seðlabankinn hefur einnig lagt sitt af mörkum til stuðnings listum. Listaverk í eigu bankans eru nú 174 talsins og er trygg- ingaverðmæti þeirra 54,5 millj- ónir króna. Á síðustu þremur árum hafa verið keypt fjórtán listaverk sem kostuðu meira en 100.000 krónur hvert. Það er bankastjórn, undir forystu Jóhannesar Nordals aðalbankastjóra, sem ákveður listaverkakaup. Oft reyndar að tillögu starfsmanna. Við kaup á dýrari verkum er leitað álits sér- fróðra aðila varðandi listfræði- legt gildi og kaupverð. Listaverkasafn bankans er úr ýmsum áttum og má þar nefna átta verk eftir Jóhannes Kjar- val, þrjú effir Ásmund Sveins- son, tíu eftir Gunnlaug Sche- ving, þrjú eftir Jón Stefánsson og átján verk eftir Þorvald Skúlason. Þá má ekki gleyma flyglinum góða sem keyptur var þegar Birgir ísleifur Gunn- arsson tók sæti sem seðla- bankastjóri, en verðmæti hans í dag er um þrjár milljónir króna. Auk þess hefur bankinn styrkt ýmis góð málefni eins og að fá síðasta Geirfuglinn heim, eins og frægt er orðið. Gjafir síðustu fimm ára upp á 11 milljónir Á síðustu fimm árum hefur Seðlabankinn gefið gjafir fyrir sem svarar 11 milljónum króna, en gjafir og styrkir eru flokkuð saman í rekstrarreikningi bank- ans. Til samans er þessi upp- hæð orðin 26 milljónir á síðustu fimm árum. Kostnaður bankans við mötuneyti starfsmanna var 4,4 milljónir króna á síðasta ári, en þetta mötuneyti er um margt frægt meðal sælkera hjá hinu opinbera. Sigurður Már Jónsson milljónir. Rekstrarkostnaður á starfsmann er því 4,3 milljónir á móti 7,3 milljónum hjá EBRD. Þegar litið er til stofhkostnað- arins er samanburðurinn Seðla- bankanum óhagstæður. Gróf- lega áætlað var stofnkostnaður Seðlabankans (miðað við ffam- reiknað verð á húsinu og skrif- stofúbúnaði) um 330.000 krón- ur á fermetra en slík tala hjá EBRD er 180.000 krónur. Bygg- ingarkostnaðurinn er sem svar- ar 100.000 krónum á fermetra á móti 200.000 krónum á fer- metra hjá Seðlabanka. (í ráð- húsinu fór þessi tala upp í 300.000 krónur.) Þess ber að geta að EBRD kaupir ekki húsið sjálft heldur kaupir leigurétt til 25 ára að skelinni sem þeir síð- an innrétta algerlega sjálfir. Húsið var svo hrátt þegar bank- inn tók við því að meira að segja vantaði allar leiðslur. EBDR- bankinn notar um 30.000 fer- metra undir starfsemi sína en seðlabankahúsið er 13.000 fer- metrar og þar af fara 2.500 fer- metrar undir bílageymslu. Þess ber að geta að seðlabankahúsið fór aðeins 25 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Halldór J. Kristjánsson sit- ur í stjórn EBDR fyrir hönd fs- lands. Hann var beðinn að bera byggingarkostnaðinn saman: „Það er afar erfitt að bera þenn- an byggingarkostnað saman ffá einu landi til annars. Á það ber hins vegar að líta að banka- stofnanir hafa tilhneigingu til að líta svipað út, væntanlega til að styðja við fmynd bankans sem traustrar stofnunar," sagði Hall- dór. Fyrst talað er um ímynd bankans þá hafa marmarakaup Attali farið fyrir brjóstið á mönnum, en keyþtur var sér- stakur höggmyndamarmari ffá Forte di Marmi í Toscana-hér- aði á Ítalíu fyrir EBDR og kost- aði það 70 milljónir. Á Seðla- bankahúsið var sett harðasta bergtegund íslands, gabbró. Var bergið flutt frá Höfn í Hornafirði og unnið á húsið hér í Reykjavík. Var sá kostnaður síst minni en ef marmari hefði verið valinn. Má ætla að kostn- aðurinn við gabbróið hafi num- ið 40 til 60 milljónum en það var notað utanhúss og á neðstu Kostnaður EBRD vegna jóla- boðs starfsmanna sinna var 5 milljónir króna en hjá Seðla- bankanum var sá kostnaður greiddur úr starfsmannasjóði. Á móti styrkti bankinn árshátíð starfsmanna sinna árið 1992 um 575 þúsund krónur eða um 4.000 krónur á hvern starfs- mann. Auk þess býr bankinn bæri- lega að starfsmönnum sínum í orlofsmálum og á sumarhús á Þingvöllum, Borgarfirði, Varmahlíð í Skagafirði, Múla- stekk á Austurlandi og í Gríms- nesi. Auk þess keypti bankinn fyrir tveimur árum heilan dal í Holti í V-Skaftafellssýslu og tryggði sér þar 917 hektara til skógræktar. Jörðina fékk bank- inn á 4,2 milljónir og hefur til viðbótar varið um einni og hálffi milljón þar til skógræktar. Ferðakostnaður starfsmanna Seðlabankans á síðasta ári var um 22,7 milljónir króna. Fyrir nokkrum árum var hætt að flokka ferðakostnað bankans eftir því hvort hann var innan- lands eða utan. Samkvæmt eldri upplýsingum má þó gera ráð fyrir að hann sé um 95 prósent erlendis og 5 prósent innan- lands. Það er því heldur minna en 60 milljóna króna einka- þotuferðir Attali. W-.W ,„w. Hvemig stendur Seðlabankinn sig í sajnanburði við sem hefurverið í umræðunni undanfarið? TVOFAU DÝRARIEN LRXR8RANKIN

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.