Pressan - 21.04.1993, Side 12

Pressan - 21.04.1993, Side 12
SKOÐA N I R 1 2 PRESSAN Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Stólar smákónga „Sumir Frakklandskonungar eru frægari fyrir stóla sina en af- rek.“ Þannig skrifaði Jacques Attali, forseti bankastjórnar End- urreisnar- og þróunarbanka Evrópu, af augljósri aðdáun á glæsi- leik Frakkakónga. Og Attali þessi mun sjálfsagt hreppa sama heiður og þeir. Hans verður ekki minnst fyrir afrek sín. Hins vegar mun fólk lesa um veislurnar sem hann stóð fyrir nokkrar næstu vikur og furða sig á því glæsilega umhverfi sem hann hef- ur skapað í kringum fátæklega starfsemi bankans síns. í raun ætti fátt af fréttunum af Attali að hneyksla okkur ís- lendinga. Við erum þaulvön sambærilegum dæmum. Eitt slíkt er rakið í PRESSUNNI í dag. I frétt blaðsins um Seðlabankann kemur meðal annars fram að Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, greiddi helmingi meira fyrir hvern fermetra í seðlabankahúsinu en Attali borgaði fyrir fermetrann í höll End- urreisnarbankans. Kostnaðurinn við þá höll hefúr þó nægt öll- um Evrópubúum til hneykslunar. í frétt PRESSUNNAR eru tekin mörg dæmi úr starfsemi Seðlabankans sem hljóta að teljast á mörkum velsæmis. í þrjátíu ára sögu sinni hefúr bankinn tekist á hendur allskyns gæluverk- efni bankastjóranna sem ekkert eiga skylt við það starf sem lög- um samkvæmt á að sinna innan bankans. Bankinn hefúr varið óheyrilegum fjármunum til að kaupa sér menningarlegt yfir- bragð. En þótt svona sé til orða tekið hefur bankinn að sjálfsögðu ekki gert neitt slíkt. Banki er ekki persóna og því hvorki menn- ingarlegur né hégómlegur. Þessir fjármunir hafa því farið í að auka menningarlegt yfirbragð bankastjóranna. Þótt þeir hafi verið mismenningarlegir þegar þeir voru ráðnir til starfa er eftir sem áður vandséð hvernig hægt er að rökstyðja hvers vegna al- menningur, eigandi bankans, á að standa straum af bættri ímynd þeirra. Ekki frekar en skattgreiðendur í Evrópu eiga að borga fyrir þá þrá Attali að líkjast Frakkakóngum. fslendingar hafa skemmt sér í gegnum aldirnar við að segja sögur af meðbræðrum sínum sem litu ekki upp til nokkurs manns, þúuðu kónga og buðu þeim í nefið. Þessar sögur hafa verið túlkaðar svo að allir íslendingar væru eins og þessir karlar. Háttsettir menn og eðalbornir væru fyrir þeim eins og bóndinn á næsta bæ. Ástæðan fyrir því að líf hélst í þessum sögum er hins vegar sú, að íslendingar eru ffekar litlir í sér frammi fyrir höfð- ingjum. Þess vegna kitlaði það þá að heyra af þessum frökku körlum sem buðu sér meiri mönnum birginn. Þessi undirlægjutaug í íslendingum er dálítið sérstök þar sem þeir hafa aldrei þurft að lifa í návígi við mikla kónga. En það get- ur aftur verið skýringin. Kóngarnir hefðu kannski ekki orðið jafnstórir í augum þeirra ef þeir hefðu rekist reglulega á þá. En hver svo sem ástæðan er þykir íslendingum sjálfsagt að smákóngar meðal þeirra verji háum fjármunum skattgreiðenda til að búa sér tilhlýðilega umgjörð. Yfirleitt þykir íslendingum þeim fjármunum vel varið sem fara í að auka glæsileik smákóng- anna. íslendingar eru nefnilega hrifnari af stólum en affekum smá- kónganna sinna. Og þeir uppskera glæsilegri stóla en aff ek. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Kristán Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJORNMAL Kjarni málsins: „Þú veist hvernigþetta er « Það er alveg rétt í Moggaaug- lýsingunum, — þar starfa margir af bestu blaðamönnum landsins. Það er fólk með marg- vísleg viðhorf en þá afstöðu í starfi að skrifa gott faglegt dag- blað sem lýsi flestum hliðum mála, fréttamiðil sem fari að vísu ekki ffam með gassagangi en sé skuggsjá samfélagsins og hlífi engum við að standa fýrir sínu máli, jafnvel þótt deiin- kventinn eigi frænku í hirðinni. Ekki veit ég hvaða fólk hefur þar þurft að sinna fréttaflutn- ingi af Hrafnsfárinu, en ósköp hlýtur að vera ömurlegt fýrir al- vörublaðamann að vinna á Mogganum á slíkum tímum. Fréttaflutningur blaðsins af uppsögninni og endurráðning- unni hefur nefnilega orðið að almennu athlægi meðal þeirra sem fylgjast með á fjölmiðlun- um, — einskonar farsi inní farsanum, skoplegur en um leið raunalegur; einmitt af því tagi sem fféttaflutningur meintra at- vinnumanna kemst allra lægst: grátbroslegur. Fyrstu tíðindin sagði Moggi reyndar með bravúr mánudag- inn 30. mars: voldug frétt með viðtali við hinn brottrekna, við menntamálaráðherra og út- varpsstjóra, og útsíðutilvísun á allt saman. Enda kom í ljós að „það setti hroll að Víkverja" þegar hann heyrði um brott- rekstur Hrafns; á svona vinnu- brögðum væri „skelfilegur Ráð- stjórnarbragur“. Þótt ekki væri um annað tal- að í samfélaginu segir Moggi engar fleiri fréttir af þessum málum fýrren á laugardag, og lætur nægja að birta nokkrar yfirlýsingar, meðal annars Þór- arins Eldjárns, sem raunar var að vörmu spori endurnýtt dag- inn eftir í leiðara sem röksemd fýrir opinberri afstöðu Morgun- blaðsins í málinu. Daginn eftir þann leiðara kom í ljós að sá stuðningur hafði reynst betri en enginn: Fréttin „Ráðningin sýnir stuðn- ing ráðherra við skoðanir mín- MORÐUR ÁRNASON ar“ upplýsti lesendur Morgun- blaðsins um hinn nýja fram-' kvæmdastjóra. Rætt við Hrafn og Ólaf Garðar. Og auðséð að hér var að dómi Morgunblaðs- ins kominn hinn æskilegi punktur aftanvið þessar fféttir. Eftir helgi varð ljóst að málið hélt því miður áfram. Aðalfrétt á þriðjudaginn lýsti þeim til- finningum einkar vel, með fyr- irsögn sem eflaust verður geymd lengi meðal kennslu- gagna í fjölmiðlafræði uppí há- skóla: „Rangt að dagskrárstjóri haft hafnað myndinni“. Mikið samtal við Pétur Guðfinnsson með svo örstuttri lýsingu tilefn- isins að varla festi á hönd. I sama blaði var líka sagt ffá um- ræðum á þinginu daginn áður (nema ffægri ræðu Árna John- sens) og lesendur meðal annars upplýstir um það að gagnrýn- endur hafi gengið svo hart ffam að „Þorsteinn Pálsson ... varð að vísa þvílíkum málflutningi á bug“. Aumingja maðurinn! Á miðvikudag er áberandi rammaffétt á fýrstu síðum um að Hrafn hafi beðið ríkisendur- skoðun um úttekt sinna mála. Inní blaðinu er svo skýrt ffá til- efninu — tillögu á þingi um rannsóknarnefnd. Þar er líka sagt frá svindlsamningum Hrafns við Kvikmyndasjóð og sjónvarpið með annarri kennslufýrirsögn: „ Undanþága á myndir gerðar með aðild sjónvarpsstöðva“, en að vísu ekki getið um það að slíkrar undanþágu var aldrei óskað, hvað þá veitt. Svo var einkar hulduhrútslegt viðtal við Svein Einarsson, daginn eftir viðtalið við Pétur um afstöðu þess sama Sveins Einarssonar. Næst „kjarna málsins“ komst Morgunblaðið hinsvegar á skír- „Knútur ber ósannindi á fyrrverandiyfirmann sinn í ráðherrastól. Fyrirsögn Morgunblaðsins um þessi stórtíðindi er einsog ekkert sésjálfsagðara: „Fullkomlega eðlileg afgreiðsla“ Það cetti kannski að ráða þá Matthías og Styrmi í nœsta áramótaskaup?“ dag þegar ffamkvæmdastjórinn nýi barnaði afsökunarbeiðni út- varpsstjóra með því að upplýsa að hann hafi átt sérstaka sam- ráðsfúndi — við ritstjóra Morg- unblaðsins, og sýnt þeim um- rætt einkabréf til sín frá út- varpsstjóranum. „Hafa þeir far- ið með það sem trúnaðarmál“ segir Moggi lesendum sínum effir Hrafni. Álit forsætisráðherra á mál- inu hefur sýnilega verið eitt trúnaðarmál til, að ógleymdum smáatriðum ýmsum sem Moggi hefur ekki hirt um að sinna, svosem launagreiðslum til Pét- urs Guðfinnssonar fýrir að fara í ffí, áliti starfsmanna sjónvarps- ins á hamagangnum öllum, eða þá því að Hrafnsmyndirnar fýr- ir skólaæskuna eru flestallar bannaðarbörnum. Til að kóróna skemmtileg- heitin birti Moggi svo í gær of- urlitla frétt neðanvið ffásögn af brennivínssölu á síðu 22, og greinir Knútur Hallsson þar ffá því að menntamálaráðherra hafi jú víst skipað sér að senda til Svíþjóðar það ffæga bréf sem Ólafúr G. heftir þrætt mest fýrir. Knútur ber með öðrum orðum ósannindi á fyrrverandi yfir- mann sinn í ráðherrastól. Fyrir- sögn Morgunblaðsins um þessi stórtíðindi er einsog ekkert sé sjálfsagðara: „Fullkomlega eðli- leg afgreiðsla“. Það ætti kannski að ráða þá Matthías og Styrmi í næsta áramótaskaup? Fréttastofa Morgunblaðsins nýtur að Útvarpinu einu und- anskildu almennasts trausts af hérlendum fféttamiðlum. Blað- ið hefur á undanförnum árum verið að þróast úr gamla flokka- ffystikerfinu í alvöru stórblað á ísienskan kvarða, og að undan- fömu hafa verið teikn á lofti um að það þori að brjóta í bág við voldug öfl —- til dæmis á sviði sjávarútvegs — sem hingað til hafa heimtað að allar fréttir væru sagðar sér í vil. Þetta var ánægjulegt. Við ís- lendingar, lítil þjóð, lifum nú mikla breytingatíma í alþjóðleg- um stjórnmálum og viðskipt- um. Það þarf enginn að vera hræddur, en ein af forsendum þess að íslendingar haldi sínum hlut, sjálfstæði, efnahagslegri velsæld, menningarlegu frum- kvæði, — er sú að við getum treyst hver öðrum, og sérstak- lega þeim stofnunum, samtök- um og fýrirtækjum sem fara með helstu hlutverk í lýðveld- inu. Morgunblaðið er ein slíkra burðarstoða á íslandi hvort sem mönnum líkar verr eða betur, og ber hér mikla ábyrgð. Það getur enginn bannað rit- stjórum þess að styðja Sjálf- stæðisflokkinn og sýna þann stuðning í verki. Það getur held- ur enginn fundið að því þótt áhrifamenn á blaðinu telji Dav- íð Oddsson vera frumglæði ljóssins á íslandi þótt öðrum þyki að þar fari nokkuð fagnað- arlaus kumpán, svo vitnað sé í gömul blaðaskrif um annan landshöfðingja. Það er hinsvegar alvarlegt mál að Morgunblaðið skuli telja sér svo skylt að gæta pólitískra hagsmuna Davíðs og einkavina hans að fagleg fféttamennska og eðlileg upplýsing þurfi að víkja eins blygðunarlaust og raun ber vimi undanfarnar vikur. í þessu tilliti er fróðlegt að berq Moggann saman við PRESSUNA. Núverandi eig- andi PRESSUNNAR er líka sannarlegur vinur forsætisráð- herrans Davíðs Oddssonar og fýrrverandi kosningastjóri hans, — en þekkir sýnilega sín tak- mörk gagnvart frjálsum fjöl- miðli: ritstjórn PRESSUNNAR hefúr haft fúllt sjálfstæði, blaðið verið einn ábyggilegasti ffétta- miðillinn í málinu öllu og gætt þess óvenjuvel að halla ekki á neinn að þarflausu. En Mogginn féll á prófinu rétt áður en allir ólíku blaða- mennirnir fluttu í nýja húsið. Og kannski er í ljósi sögunnar hæfilegast að hafa um þetta undanhald faglegrar frétta- mennsku á Morgunblaðinu hm fleygu orð Hrafns Gunnlaugs- sonar þegar hann svaraði í Sjónvarpinu spurningu um brot sitt gegn úthlutunarreglum Kvikmyndasjóðs: „Ja, þú veist hvernig þetta er.“ Höfundur er bara islenskufræðingur. ÁLIT AÐALHEIÐUR ÖGMUNDUR MAGNÚS ÖSSUR BJARNFREÐSDÓTTIR JÓNASSON GEIRSSON SKARPHÉÐINSSON JÓNGUNNAR BORGÞÓRSSON í bankaráði Landsbankans er fram komin tillaga um að hætta við laxveiðiboð á veg- um bankans, mönnum eins og Sverri Hermannssyni og Steingrími Hermannssyni til hrellingar. Skerðingá laxveiðiboðum yfirmanna banka Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, bankaráðsmaður í Bún- aðarbanka: „Ég sé ekki neina ástæðu til að menn séu með boð í laxveiði, hvorki yfirmenn banka né aðrir. Eftir því sem mér skilst eru þetta yfirleitt há- launamenn og því ættu þeir að geta borgað sjálfir. Varðandi útlendinga þá getur verið að það byggist á einhverri alþjóð- legri venju, ég þekki það ekki, en það er þá leiðinleg venja. Hálaunafólk á að geta borgað svona nokkuð sjálft.“ ögmundur Jónasson, for- maðurBSRB: Krafanhjámér er númer eitt, tvö og þrjú að þessir aðilar beiti sér fýrir vaxtalækkun. Varðandi lax- veiðar er það mér að meina- lausu að yfirmenn banka veiði lax, ef þeir gera það á eigin kostnað. Málið vandast þegar viðskiptamenn banka þurfa að halda úti stórri sveit manna í laxveiði og öðrum vellystingum og segjast þurfa að ræða við- skiptamál. Ætli væri ekki ráð að þeir gerðu slíkt í vinnunni eins og aðrir. Ef um erlenda að- ila er að ræða þá tek ég undir með- Leifi Hauks í útvarpinu, sem mælti með því að við- skiptaviðræður við útlendinga færu fram í heitu pottunum. Það á að taka vel á móti gestum og ekki mæli ég með nánasar- skap. En menn skyldu minnast þess að stundum er minna meira.“ Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og bankaráðsmaður í íslands- banka: Mitt álit er einfalt: Það eiga ekki að vera laxveiðiboð í neinum bönkum. Þau tíðkuð- ust ekki í Alþýðubankanum, þar sem ég var áður stjórnar- maður, og þau tíðkast ekki í ís- landsbanka. Ég sé enga ástæðu til þess að bankastjórar, aðrir starfsmenn banka eða við- skiptavinir þeirra þiggi slík boð eða eigi að fá slík hlunnindi af hálfu banka og fyrirtækja al- mennt.“ Össur Skarphéðinsson þing- maðun „Ég tel mjög erfitt að verja boð af þessu tagi, sem kostuð eru af almannafé. Þetta er ekki síður illverjandi frá þeim sjónarhóli að bankar og raunar ríkissjóður standa afar illa. Það er alveg ljóst að svona kostnaður getur ekki lent á öðrum en viðskiptavinum bankanna. Það erum því við, skuldarar bankanna, sem borg- um laxinn. Það er ekki í sam- ræmi við nútímastjórnarhætti opinberra stofnana og ég dreg raunar í efa hina siðferðislegu heimild til að halda upptekn- um hætti. Ég tek heils hugar undir ffamkomnar tillögur um að þessum laxveiðiboðum verði snarlega lokið.“ Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri Stang- veiðifélags Reykjavíkur: „Það er mitt viðhorf að hjá þessum stóru stofnunum séu gífurlegir viðskiptalegir hags- munir off í húfi. Það gefast að mínu viti fá betri tækifæri og fáar betri aðstæður til að ræða viðkvæm málefni, hrista menn saman og kynnast, en við lax- veiðiá. Hvað hina stóru banka varðar vitum við að þegar við- skiptamenn koma að utan-eru það menn sem eru vanir því besta og í því ljósi eru það að- eins dýru árnar sem koma til greina. Ég tel þessi laxveiðiboð réttlætanleg."

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.