Pressan


Pressan - 21.04.1993, Qupperneq 21

Pressan - 21.04.1993, Qupperneq 21
SVART/HVÍTUR HEIMUR Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PJRESSAN 21 \ < I \ < < < < r~ Klaus Eichner „Höfuð hneigja í djúpið" — leiknum er lokið. Bonn. Klaus Eichner, aðstoðarmaður Schiitts í Deild 9, segir Austur-Þjóðverja hafa vitað raunverulegt nafn mannsins, vitað hverjir útsendarar hans voru og hafa notað þá gegn honum. Til að ávinna sér traust Thielemanns urðu Þjóðverjarnir að láta hann hafa alvöru- upplýsingar og það var erfítt að plata CIA-mennina, segir Eichner. Galdurinn fólst í því að fá meiri og betri leyndarmál til baka. Það segir Eichner hafa tekist, en Thielemann er sestur í helgan stein. CIA vill ekkert segja um hvort maður með þessu nafni hafi yfirleitt verið til. Útlendir njósnarar á borð við Thiele- mann urðu Schútt og öðrum njósnafor- stjórum tilefni deilna við pólitíska yfir- menn sína, sérstaklega yfirmann Stasi, Erich Mieike. Hann vildi endilega handtaka sem flesta erlenda njósnara til að sýna fram á hversu vel öryggislög- reglan stóð sig. Þetta gátu Schútt og koll- egar hans ekki sætt sig við. Þeir vildu frekar fylgjast með njósnurum en hand- taka þá. „Um leið og við vissum að þeir voru njósnarar, þá voru þeir ekki lengur hættulegir,“ segir Schútt. „Þegar við fundum til dæmis gagnnjósnara höfð- um við engan áhuga á að draga þá fyrir Kommúnistaflokldnn. Við iylgdumst bara með þeim.“ Þessari stefnu reiddist Mielke mjög, en Schútt segir Wolf hafa verið sér sammála. Litlu andarungarnir Markus Wolf sagði af sér árið 1987 „af stjórnmálaástæðum". Þá voru þegar farnar að myndast gjár á milli njósnar- anna og pólitískra leiðtoga Austur- Þýskalands, en fljódega hrundi kerfið og þar með lífsstarf þessara manna. „Kvöldið sem þeir handtóku Klaus Kur- on drakk ég mig undir borðið,“ segir Klaus Eichner. Wolf og Schútt voru handteknir og nokkrir liðsmenn HVA frömdu sjálfsmorð. Eichner tók hins vegar að sér ásamt öðrum að eyðileggja gögn HVA og láta starfsmenn þess vita að stofnunin væri hætt störfum. Það gerðu þeir að kvöldi 23. mars 1990 með því að senda út yfir heimsbyggðina þýsku útgáfuna af „Litlu andarungun- um“. Yngri HVA-mennirnir eru smám saman að aðlagast nýju lífi við nýjar að- stæður, en Eichner hefúr stofnað sam- tök til að aðstoða fyrrum HVA-menn sem eiga í fjárhagserfiðleikum og til að halda uppi merki stofnunarinnar. Bandarískir embættismenn segja Eic- hner og félaga líka staðráðna í að fletta ofan af erlendum njósnurum í Þýska- landi og ofsækja þá sem yfirheyra fýrr- um starfsmenn HVA. Schútt hefúr ekki gerst félagi í þessum samtökum. Hann var sakfelldur fyrir landráð árið 1991 (án þess að hljóta fangelsisdóm) og verður hugsanlega dreginn aftur fýrir dóm, en hann lætur heldur engan bilbug á sér finna. „Bitur reynsla mín af lýðræðinu hefúr ekki sannfært mig um að andstæðingar mínir hafi á réttu að standa. Ég geri eng- ar málamiðlanir. Ég gef ekkert eftir. Eg læt ekkert undan,“ segir hann. „Við gerðum skyldu okkar við föðurland okkar, ekkert meira og ekkert minna — fyrir fullvalda land okkar, Austur- Þýskaland. Og ég hef á tilfinningunni að sumt fólk og rfkisstjórnir vilji nú láta eins og við höfúm aldrei haft þetta fúll- veldi. Einu sinni viðurkenndi heims- byggðin öll okkur, en þeir eru að út- breiða þá goðsögn að við höfúm aldrei verið til.“ (Byggt á U.S. News & World Report) Hvítingjar fótum troðnir af svörtum félöqum sínum Olnbogabörn Afríku Meðal svartra íAfríku gætir mikilla fordóma í garð hvítingja úrþeirra röðum og erþeim mjög mis- munað, enda litið á þá sem úrhrök þjóðfélagsins. Albínóar hafa nú stofnað með sér samtök, er hafa það hlutverk að berjast fyrir bættum hag þeirra. Víða er pottur brotinn í mann- réttindamálum í Aff íku og margir þegnar landsins eru órétti beittir. Fáum blandast þó hugur um að hvítingjar eru hornrekur þjóðfé- lagsins. Hvítingjar eru þeir nefnd- ir, sem vantar að nokkru eða öllu leyti litarefni í hörund, hár og augu. Meðal Afríkubúa er að finna tugi þúsunda hvítingja, en svartir eiga langtum frekar á hættu að fæðast albínóar en hvítir og eru líkurnar fimm sinnum meiri. Hvítingjar hafa aldrei setið við sama borð og svartir í Afríku, sem hafa ofsótt þá og mismunað þeim í öllu ffá ómunatíð. Miklar vonir eru nú bundnar við að hag- ur þeirra taki brátt að vænkast, með tilkomu samtaka hvítingja í Affíku, sem nýverið voru stofnuð og er ætlað að tala máli olnboga- barnanna. Fórnað við trúarlegar athafnir Frá ómunatíð hafa Afffkubúar álitið hvítingja búa yfir yfirnátt- úrulegum kröftum og fyrr á öld- um áttu þeir sér ekki viðreisnar von í afrísku samfélagi. Innan margra ættbálka voru albínóar teknir af lífi við fæðingu, eða þá að þeim var fómað við trúarlegar athafnir eins og víða tíðkaðist. Þá voru hvítingjar vrnsæl fómarlömb í stríði: ýmist voru þeir sendir fyrstir fram gegn óvinaflokkum eða þá að lík þeirra voru notuð til að hlaða varnarveggi. Gamalt orðatiltæki, sem enn er haft í heiðri í Mah, ber því vitni að enn þann dag í dag er ekki bor- in mikil virðing fyrir hvítingjum: „Skyrptu á jörðina, þegar þú mætir boðberum ólukkunnar“. Skólabörn í Mali Andúð og fordóm- Albínóar verða mjög oft fyrir aðkasti ar Afríkubúa í garð bekkjarfélaganna. hvítingja birtast í ýmsum myndum. Til dæmis er algengt að skólar neiti að taka við nemendum úr röðum hvítingja og þeir sem eru svo lánsamir að komast að verða mjög oft fyrir að- kasti skólafélaganna. Þá reynist mörgum erfitt að útvega sér vinnu, enda ganga nánast allir aðrir fyrir. Því bíður margra hvít- ingja ekkert annað en gatan þar sem þen reyna að draga ffam lífið með betli. Þeir sem þó verða hvað verst úti í Afríku, og er hvað hætt- ast við að „glata ærunni", eru konurnar. í mörgum tilfellum liggja mæður albínóabarna, sem sjálfar er svartar á hörund, ævi- langt undir grun um að hafa svik- ið eiginmanninn og lagst með hvítum karlmanni. Svartir hæðast að hvítingjum hvar sem þeir koma og kalía þá „hvíta manninn". En það er ekki alltaf sem menn láta sér nægja fúkyrðin ein. Þannig þurfa hvít- ingjar oft að þola ofbeldi af hendi svartra samborgara sinna og eru fórnarlömbin ekkert síður börn en fullorðnir. Oft verða þeir sem minnst mega sín fyrir barðinu á misindismönnum og ekki er langt síðan svartur maður réðst á fjög- urra ára stúlkubarn í Soweto, mis- þyrmdi því og kallaði það ónöfn- um eins og „hvíti djöfúlT. SalifKeita aðstoðar Einn þekktasti hvítingi Afríku er söngvarinn og hljómlistarmað- urinn Salif Keita, sem er meðal annars okkur íslendingum að góðu kunnur. Keita hefur látið baráttumál hvítingja mjög til sín taka og gripið hvert opinbert tækifæri til að vekja athygli á því misrétti sem þeir eru beittir í Aff- íku. Keita veit betur en margur annar hvernig það er að eiga að vera svartur en fæðast hvítur í Afríku. Faðir hans flæmdi eigin- konu sína á brott frá Mali með soninn nýfæddan, enda blygðað- ist hann sín fyrir hvítt barnið og fúllyrti að það væri ekki sitt. Undir öllum venjulegum kring- umstæðum hefðu það orðið örlög Salifs Keita, eins og svo margra annarra albínóa í Afríku, að vesl- ast upp sem betlari. Fyrir hreina tilviljun komst hann þó í kynni við hljómlistarmenn sem upp- götvuðu tónlistarhæfileika og óvenjulega rödd drengsins. Tón- listarmennirnir réðu Keita til sín og gerðist hann söngvari og höfúð hljómsveitar þeirra. Enda þótt Keita sé nú orðinn heimsfrægur hefur hann ekki gleymt hornrek- um Aff íku og notar hvert tækifæri til að vekja athygli stjórnvalda á bágri stöðu hvítingja í heimalandi sínu. Keita er fyrirmynd fjölmargra kúgaðra og niðurbældra landa SÖNGVARINN SALIF KEITA Berst fyrir bættum hag hvítingja. sinna og, það sem mest er um vert, hefúr gefið þeim vön. Hann hefúr hvatt landa sína til að gefast ekki upp og þó umfram allt láta sigrast á sjálfsvorkunninni, sem haldi mörgum í heljargreipum að ástæðulausu. Söngvarinn hefur fengið miklu áorkað og víst er að það er ekki aðeins innan Afríku sem honum hefur tekist að opna augu almennings og stjórnvalda. Víða í Evrópu eru menn núna fyrst að vakna til vitundar um hið dulda vandamál Affíkubúa, enda er það raunin að fjölmargir höfðu ekki minnstu hugmynd um að til væru „hvítir negrar", fyrr en þeir sáu Salif Keita. Benetton fordæmt Kennslukonan Nomasonto Mazibuko, ein fjölmargra hvít- ingja í Jóhannesarborg, var búin að fá sig fullsadda á þeirri kúgun og niðurlægingu sem albínóar í Afríku hafa mátt þola í gegnum aldirnar. Því tók hún sig til nýver- ið og stofnaði Samtök albínóa í Afríku, „Soweto Albinism Soci- ety“, sem ætlað er það hlutverk að berjast fyrir bættum hag hvítingja, svo þeir fái setið við sama borð og svartir þegnar landsins. Mazibuko þekkir vandann mætavel. Hún á fjögur börn sem öll eru svört á hörund, en átti sjálf níu systkini, fjögur hvít og fimm svört. Verkefnin sem bíða Samfaka hvítingja eru ærin. Þeirra á meðal er auglýsing ffá ítalska fatafram- leiðandanum Benetton, sem vakið hefur mikla úlfúð meðal albínóa. Auglýsingin þykir fordómafúll, en hún sýnir hálfnakta hvítingja- stúlku frá Afríku, umkringda svörtum gónandi börnum. Mazu- buko tókst að hafa uppi á stúlk- unni og hefur krafist þess að Benetton- fýrirtækið bæti henni upp álitshnekkinn með því að sjá henni fyrir menntun. Umrædd auglýsing hefúr ekki síst farið fýrir brjóstið á söngvaranum Salif Keita, sem tók sig til á hljómleik- um sem hann hélt nýverið í Ólympíuhöllinni í París og reif veggspjaldið í tætlur fýrir fullu húsi. En það er ekki aðeins álits- hnekkirinn sem er vandamál hvít- ingja. Auk fýrirlitningar samfé- lagsins eiga albínóar við fötlun að stríða sem hindrar þá í daglegu lífi. Flestir hvítingjar sjá illa af völdum litningaskortsins og mjög margir látast fýrir aldur fram af völdum krabbameins. Vegna sjóndeprunnar, en þó fýrst og fremst þess hve húð þeirra þolir illa sólarljósið, geta hvítingjar ekki unnið úti á bersvæði svo sem á ökrum landsins og hafa því minni atvinnumöguleika en aðrir. Eitt aðalbaráttumál samtaka hvítingja Afríku mun því verða að hlú að heilsu þeirra, en það er unnt með nægum hlífðarfatnaði, sólvarnar- smyrslum og síðast en ekki síst með því að útvega þeim atvinnu innandyra. Mitterrand frjálslegur Lesendur franska karlatímaritsins Lui rak í rogastans á dögunum, þegar Francois Mitterrand forsætisráðherra birtist þeim á forsíðu klæddur stuttbux- um og uppháum reimuðum skóm sam- kvæmt„nýjustu tisku". Frakkar hafa átt allt öðru að venjast afforsætisráðherr- anum, sem aldrei lætur góma sig öðru- vísi en uppábúinn, í hefðbundnum jakkafötum og með bindi. I Frakklandi héldu menn í fyrstu að Mitterrand hefði skyndilega ákveðið að gerast frjálslegur í klæðaburði og hygðist með því freista þess að bæta ímyndina. Við nánari eftir- grennslan kom þó í Ijós, að blaðamenn höfðu aðeins gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Myndin var vandlega samansett á ritstjórn tímaritsins og að- eins andlitið var í raun og veru forsætis- ráðherrans. Þau valdamestu í Hollywood Bandaríska tímaritið Premiere birti ný- lega árlegan lista sinn yfir 100 valda- mestu menn og konur í Hollywood, þ.e. þá sem mestu ráða í bandarískri kvik- myndagerð. Með því er átt við þá fram- leiðendur, leikstjóra og leikara sem stjórna því með einum eða öðrum hætti hvaða myndir eru framleiddar, hverjir leik- stjóranna fá að spreyta sig og hvaða leikarar JODIE FOSTER hreppa hlut- Úr 52. í 34. sæti. verkin. Það eru vitanlega fjölmiðlakóngarnir sem verma efstu sæti valdalistans; Bob Daly og Terry Semel, stjórnarmenn Warner Bros., i 1. sæti; Michael Eisner, stjórnar- maður Walt Disney, í2. og Rupert Murdoch /' 5. sæti. Margir Hollywoodmanna eiga árang- ursríkt ár að baki og hafa færst uppávið á listanum frá því í fyrra, sumir með stóru stökki. Þeirra á meðal er Kevin Costner sem flyst úr 17. sæti í 7.; Arnold Schwarzenegger úr 10.18.; Steven Spiel- berg úr 16. í 73; Tom Cruise úr 23. í 18; Mel Gibson úr 37. í23; Jodie Foster skýst úr 52. í34. og Robert Redford sömuleið- is úr 75. i 43.; Francis Coppola hoppar úr 62. sæti í55. og Sylvester Stallone úr 77. sætiíöl.Þá má nefna Clint Eastwood í 42. sæti, en hann hefur ekki verið talinn með áður, og i54. sæti nýstirnið Sharon Stone, sem er nú í fyrsta sinn á listanum. En það hefur ekki öllum í Hollywood vegnað jafnvel og margir hafa hrapað niður valdalistann. Meðal þeirra er Julia “ Roberts sem dettur úr 32. sæti í 39; Harrison Ford úr34. í 42.; Michael Dou- glas úr31.í 49.; Eddie Murphy snarfellur úr24. niður í 58. og Warren Beatty sömuleiðis úr 40. sæti í 65.; Sidney Poll- ack fellur úr 73. í 77. og, ótrúlegt en satt, Spike Lee ferúr71.í81. sæti. A botni listans sitja tvö stórstirni sem þó aldrei áður hafa verið talin með; sjálfur Steph- en King /'því 97. og Whitney Houston /' 100. sætinu.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.