Pressan - 21.04.1993, Side 25

Pressan - 21.04.1993, Side 25
ENDURVINNSLA Fimmtudagurinn 21. apríl 1993 PRESSAN 25* Kvenlíkaminn mýkri og skemmtilegri Listamaðurinn Sæmundur Valdimarsson opnar sýningu á höggmyndum úr rekaviði á Kjarvalsstöðum næstkomandi laugardag. Verk Sæmundar hafa vakið umtalsverða athygli bæði hér heima og erlendis, en listamaðurinn hélt fyrstu einka- sýningu sína 1983, þá kominn á miðjan sjötugsaldur. Sæmundur hefur um langt skeið unnið að ýmiss konar list- sköpun en byrjaði upp úr 1980 að höggva út í rekavið. Hann hefur nú haldið ellefu einkasýn- ingar. „Frá 1988 hef ég unnið eingöngu við listina, en áður var ég að þessu í hjáverkum," segir Sæmundur. „Eftir að ég komst á eftirlaun hef ég haft nægan tíma til að sinna listsköpun minni og afköstin eru auðvitað eftir því.“ Höggmyndaverkin á sýning- unni eru 32 talsins, öll unnin úr rekavið. „Um er að ræða styttur í anda þeirra verka sem ég hef fengist við síðustu árin og flest- ar fígúrurnar eru konur og börn. Ég hef meira dálæti á kon- um en körlum; h'nur kvenlíkans eru mun mýkri og skemmtilegri og því eru þær áhugaverðara viðfangsefhi. Off er það þó efnið sem ræður því á endanum hvað verður úr viðardrumbnum.“ Að sögn Sæmundar eru höggmyndaverkin á sýningunni frábrugðin fyrri verkum hans að því leyti að hann er nú farinn að nota lit í hár fígúranna. „Ég er ánægðari með stytturnar unnar með nýju aðferðinni, en ég er ekkert viss um að öllum líkiþaðbetur.“ SæmundurValdimarsson HÁVAR SIGURJÓNS- SON LÍKLEGUR NORÐ- UR... Miklar vangaveltur eru J nú uppi um hver muni rwGS taka yjg stöðu leikhús- stjóra Leikfélags Akureyrar af Signýju Pálsdóttur, sem senn lætur af störfum. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er talið mjög líklegt að það verði Hávar Sigurjónsson, leiklist- arráðunautur Ríkisútvarpsins, sem hreppi hnossið. Umsækj- endur um stöðu leikhússtjóra eru alls átta, en fjórir óskuðu nafnleyndar. Aðrir eru Jakob S. Jónsson, Einar S. Þorbergs- son og Viðar Eggertsson. Leikfélag Akureyrar hefur legið undir gagnrýni fyrir að vera staðlað og lítt opið fyrir nýjung- um. Þeir leikhússtjórar sem þangað hafa verið ráðnir hafa fengið litlu ráðið í starfi, enda þótt þeir hafi velt upp ýmsum góðum hugmyndum og eygt farsælli leiðir í rekstri leikhúss- ins. Ætla má að þess sé nú beðið með nokkurri eftirvæntingu, hver það verður sem sest í stól Signýjar, og hvort arftaka henn- ar muni hugsanlega takast að blása nýju lífi í leikhúslífið norð- an heiða. MYNDLIST Pýramídar í stofunni heima SVERRIR ÓLAFSSON GALLERÍ BORG Sverrir Ólafsson hefur haff í nógu að snúast síðastliðin ár. Hann hefur verið athafnasamur í listalífi Hafnarfjarðarbæjar, drifið upp listamannakólóníu í Straumi og er potturinn og pannan í listahátíðum Hafnar- fjarðar ’91 og næstkomandi sumar. En hann hefur þó gefið sér tíma til að sýna og hefur átt verk á fjölmörgum sýningum á undanförnum árum. Sérstak- lega hafa Mexíkómenn tekið honum opnum örmum, því hann hefur tekið þátt í sjö sam- sýningum í Mexikó síðan 1990 og einkasýning hans í Nútíma- listasafninu í Tlaxcala í ár er önnur í röðinni. Það ætti því ekki að koma á óvart að farið sé að gæta nokkurra mexíkóskra áhrifa í skúlptúrum Sverris, eins og sjá má á tíu litskrúðugum málmskúlptúrum, sem stillt er upp í Gallerí Borg. Hinir fornu stalla-pýramídar Azteka- og Maya-indíána, frumbyggja Mexíkó, hafa fangað ímyndun- arafl Sverris. Þar að auki eru tvær myndir nefndar í höfuðið á suður-amerískum bókum sem þýddar hafa verið á íslensku, „Hundrað ára einsemd“ og „Hús andanna“. Sól og tungl-pýramídarnir í Teotihuachan, skammt frá Mexíkóborg, eru einhver mikil- fenglegustu mannvirki í víðri veröld og gefa ff ændum sínum í Egyptalandi ekkert eftir. Þær mannfórnir sem fóru ffam ofan á þessum pýramídum eru líka einhverjar þær stórbrotnustu í gjörvallri trúarbragðasögunni. En það fer lítið fyrir mikilfeng- leika eða óhugnaði í eftirmynd- um Sverris, því pýramídarnir gegna því hlutverki að halda uppi ósköp heimilislegum hlut- um eins og hægindastólum, öll- um máluðum í skærum nú- tímalegum litum. í verkinu „Stóradómi" er nokkurs konar hásæti ofan á pýramída, en þó ekki sérstaklega valdsmannslegt hásæti, því það er vel rúnnað, skærgrænt með doppum, eins GUNNARJ. ÁRNASON og minjagripur ffá blómatíma- bili Bítlanna. En eitthvað leynir stóllinn á sér því fjórar skúffur í stólbakinu kunna að geyma ókunn lögboð. Sverrir hefur gaman af að stríða áhorfendum með því að gefa í skyn að fleira búi að baki en virðist við fyrstu sýn. Eitt verkið heitir reyndar „Bak við luktar dyr“, þar sem strengjabrúða í mynd nakinnar konu hangir inni í skáp. Hann hefur meira að segja sett hurð á óbelísk, eða steinnál, sem hann nefnir síðan „Babelsturninn", minnismerki um dramb og vonlausa loftkastala. Ekki er að finna nýstárlegar formbreyting- ar á myndefhinu og myndbygg- ingin er miðlæg og samhverf. Sverrir er fyrst og ffemst að stíla inn á táknrænan núning milli óskyldra hluta sem leiddir eru saman í óvænt samhengi. Ann- ars vegar notar hann heims- menningarlegar táknmyndir, pýramída, óbelíska og turna. Hins vegar táknmyndir hins hversdagslega og nærtæka, stóla, dyr, tröppur, hirslur, skúffur og skápa. Er hann að draga hið heimsmenningarlega inn á svið hins heimilislega, eða er hann að upphefja hversdags- leikann í æðstu hæðir? Hið síð- amefnda kemur varla til greina, nema þetta sé upphafning fá- ránleikans. Það er frekar eins og hann hafi einhverja þörf fyrir að gera hið mikilfenglega og mó- númentala lítilmótlegt. Sam- stuð hinna ólíku heima er skop- legt frekar en dramatískt. Það skyldi þó aldrei vera að skopinu sé beint að listinni sjálfri í sjálf- síróníu listamannsins, með hlægilegri upphafningu listar- innar, sem sett er á stall sem forneskjulegt skurðgoð? En slíkt grunar mann varla af svo vina- legum myndum. „Sverrir erfyrst ogfremst að stíla inn á táknrænan núning milli óskyldra hluta sem leiddir eru saman í óvœnt samhengi. Annars vegar notar hann heimsmenningarlegar táknmyndir, pýramída, óbelíska og turna. “ Sigríður Beinteinsdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson og Stefán Hilmarsson Leggja sitt afmörkum í Lifun. Lifun lifnar við Lifunartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar og nokkurra af stórpoppurum landsins eru landsmönnum enn í fersku minni, enda aðeins liðið miss- eri síðan tónleikarnir voru haldnir í Háskólabíói. Því kom það nokkuð á óvart, er fféttist að Lifun hefði lifnað við og til stæði að endurtaka tónleikana í Háskólabíói á sumardaginn fyrsta. Að sögn Helgu Hauksdótt-' ur, tónleikastjóra Sinfóníu- hljómsveitar íslands, er ástæða fyrir því að hljómsveitin og poppararnir afréðu að leiða affur saman hesta sína. „Lifun fékk frábærar viðtökur í fyrra og var uppselt á hvoratveggju tónleikana löngu fyrirfram. Mikill áhugi var fyrir því að bæta við þriðju tónleikunum síðasta haust, en því miður gat ekki orðið af því vegna anna Sinfóníuhljómsveitarinnar. Því var ákveðið að endurtaka Lif- unartónleikana nú, fyrir alla þá sem urðu ffá að hverfa síðast.“ Lifun er sem kunnugt er tónverk hljómsveitarinnar Trúbrots í útsetningu Þóris Baldurssonar. Sinfóníuhljóm- sveit íslands fær nú sem fyrr til liðs við sig gamalreynda popp- tónlistarmenn; þau Daníel Ág- úst Haraldsson, Stefán Hilm- arsson, Sigríði Beinteinsdóttur, Eyjólf Kristjánsson og Björgvin Halldórsson. Lifunartónleik- arnir eru upphaf fjögurra daga tónlistarhátíðar, „Uppskeruhá- tíðar tónlistarmanna", sem haldin verður í Reykjavík. All- ur ágóði af tónleikunum renn- ur til Samtaka um byggingu Tónlistarhúss. Því má bæta við, að þessa dagana stendur yfir hljóðritun á Lifun og kem- ur geisladiskurinn út innan fárra vikna. Hann verður þó ekki til sölu, heldur sendur öll- um styrktarmönnum Samtaka um byggingu Tónlistarhúss. Myndlist • Margrét Árnadóttir Auðuns opnar sýningu á málverkum sínum í kjallara Norræna hússins á laugar- daginn kl 15. Opið daglega kl. 14-19. • Elín Magnúsdóttir opn- arsýningu (Galleríi 1 1 á fimmtudag. • Róska opnar málverka- sýningu íSólon íslandus á „ ^ laugardag. • Svava Björnsdóttir opn- ar sýningu í austursal Kjar- valsstaða á laugardag. Opið daglegakl. 10-18. • Sæmundur Valdimars- son opnar höggmyndasýn- ingu í miðsal Kjarvalsstaða á laugardag. Opið daglega kl. 10-18. • Daði Guðbjörnsson opnar málverkasýningu í vestursal Kjarvalsstaða á laugardag. Opið daglega kl. 10-18. • Linda Vilhjálmsdóttir opnar sýningu á Ijóðum í vesturforsal Kjarvalsstaða á'* r laugardag. Opið daglega kl. 10-18. • Georg Guðni Hauksson opnarmálverkasýningu í Nýlistasafninu á laugardag. • Sveinn Einarsson frá Eg- ilsstöðum opnar sýningu á verkum unnum úr sand- steini og tré í setustofu Ný- listasafnsinsá laugardag. • Sigrún Eldjárn sýnir pastelmyndir í Galleríi Fold. Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-16. • Gréta Mjöll Bjarnadótt- ir sýnir grafíkverk í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslun- , ., 'iSP artima. • Sverrir Ólafsson sýnir skúlptúra í Galleríi Borg. Op- ið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. • Gunnar Ásgeir Hjalta- son sýnir málverk, pastel- myndir og grafík í Hafnar- borg .Opiðkl. 12-18. “ A • Berglind Sigurðardóttir sýnir pastelmyndir í kaffi- stofu Hafnarborgar. Opið virka daga kl. 11 -18 og kl. 12-18 um helgar. • Hannes Lárusson sýnir ný verk í Galleríi Gangi. • Wendy Oblander sýnir í„ Gallerí 1 1. Lýkurá sumar- daginn fyrsta. Opið daglega kl. 15-18. • Höskuldur Harri Gylfa- son sýnir teikningar í Galler- íí Úmbru. Opiðþriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. • Kristina Tollefson sýnir"" • verk unnin með blandaðri tækni í Portinu. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Charles Ransom sýnir vatnslitamyndir í Portinu. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. • ú 14-18. • Baltasarsýnirmálverk og teikningar í FÍM-salnum. Opið daglega kl. 14-18. • Margrét Magnúsdóttir sýnir þrívíð verk í Effinu í Gerðubergi. Opið mánu- daga til fímmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-16. • Spessi og Steingrímur J n Eyfjörð með samsýningu á Ijósmyndum og teikningum í Slunkaríki á ísafirði. • Ásgrímur Jónsson. Myndir eftir Ásgrím Jónsson úr íslenskum þjóðsögum. Opiðumhelgarkl. 13.30-16. • Ásmundur Sveinsson. í Ásmundarsafni stendur yfir * sýningin Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-16. Sýningar • Arndís Jóhannsdóttir sýnir leðursmíði í Stöðla- koti. ■ ip • Höndlað í höfuðstað er sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykjavík.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.