Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagurínn 10. júní 1993 S K I L A B O Ð PRESSAN 15 WERNERI. Rasmusson Viöskipti Ingólfsapóteks eiga sér skýra hliöstæöu í því sem ákært var fyrir í Hafskipsmálinu. urinn þar á væri sá að hvorki Páll Bragi né Haf- skip hefðu hagnast á gerð- inni. I dómsniðurstöðu í máli Werners gegn PRESS- UNNI segir: „Afslátturinn sem Jón Grétar fékk sam- kvæmt samkomulaginu við stefnanda [Werner] var reiknaður þannig að apótekið veitti 12% afslátt af heildarverði lyfjanna. Greiðsluhluti sjúklingsins var síðan dreginn frá heildarafslætti en mis- muninn greiddi apótekið Jóni Grétari með tékkum, útgefnum til handhafa, samtals að fjárhæð lcr. 234.944. Stefhandi [Wem- er] hefúr haldið því ffam að tékkarnir hafi verið til greiðslu á tveimur reikn- ingum sem Jón Grétar kom með í apótekið. Einnig hefur hann haldið því fram að reikningarnir væru vegna tækja og bún- aðar fyrir Landakotsspít- ala, en hvorki á ljósritum af umræddum reikning- um né í öðrum gögnum málsins kemur fram að svo hafi verið.“ Þá má geta þess að þess- ir Galdrastálsreikningar áttu að vera vegna viðhalds á Landakoti en við mál- flutning í refsimálinu yfir Jóni Grétari kom ffam að kostnaðurinn vegna þeirra varð til vegna viðhalds á heimili hans. Hvaö ætlar ríkis- saksóknari aö gera? 1 ffamhaldi af þessu var fyrirspurn beint til Hall- varðs Einvarðssonar ríkis- saksóknara: - Má búast við nú, þegar niðurstaða þessara mála- ferla liggur fyrir, að ríkis- saksóknari krefjist rann- sóknar á þeim viðskiptum semfórufram milli Ingólfs- apóteks og Jóns Grétars Ing- vasonar? - Þeir reikningar sem komið hafa fram í málinu benda til brota á bókhald- slögum, skattalögum og lög- um um lyfsöludreifingu. Ktiýr það á utn viðbrögðfrá embœtti ríkissaksóknara? Þessar spurningar voru sendar ríkisaksóknara en engin svör bárust. Eftir að ríkissaksóknari hafði ráðfært sig við Braga gaan. ÍSfc Galdrastálsreikningarnir sem höfnuöu í bókhaldi Ingólfsapóteks þótt þeir væru viöskiptum þess óviökomandi. JÓN Grétar Ingvason Notaöi Galdrastálsreikn- ingana til aö auögast. HALLVARÐUR Einvarðsson ríkissaksóknari Málið til athugunar nú. Steinarsson vararíldssaksóknara kom eftirfarandi svar: „Mér sýnist að þetta sem Pressan vekur sérstaka athygli á hafi ekki verið meðal ákæruefna í opinbera málinu, þ.e.a.s. í því máli sem dæmt var 24. febrúar síðastliðinn, enda ekki kært sérstaklega og ekld í slíkum farvegi. En þetta er til athugunar hér nú. — Ber að líta á þetta sem kæru af yklcar hálfu?“ Nei, blaðið telur það ekld sitt hlut- verk að kæra eitt né neit, en það er í opinberri umfjöllun og sem slíkir kjósum við að láta taka okkur alvar- lega. „Við vararíkissaksóknari höfum verið að fara yfir þetta saman. Ég hef svo sem ekld miklu meira um þetta að segja, en kæra laut eldd sérstaldega að þessu á rannsólcnarstigi og þetta var ekki meðal ákæruefna á sínum tíma, hvort sem verður Jilutast til um fr ekari athugun eða rannsólcn á þessu. Ég er eldd reiðubúinn að tjá mig að fullu um það á þessu augnablild,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari.___________________________ Sigurður Már Jónsson REYNDIAÐ SyÍKJA 1 ? MILUÓNIR ÚT ÚR SAMSTARFSFELAGA SINUM... Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn karli og konu í Reykjavík vegna tilraunar til auðgunar- brots. Eyjólfur Matthíasson var dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi, en sambýliskona hans, Steinunn Káradóttir, sýknuð af öllum kröfum. Þetta er ekki í fýrsta sinn sem Eyjólfúr kemst í kast við lög- in, því 1989 var hann dæmdur í þijá- tíu daga skilorðsbundið fangelsi og 1978 var frestað refsingu á hendur honum skilorðsbundið til tveggja ára, hvort tveggja vegna auðgunarbrota. Eyjólfi hefur nú verið gefið að sök að hafa í ársbyrjun 1991 misnotað að- stöðu sína sem handhafi ótútfyllts víx- ileyðublaðs (blanko-víxill) sem áritað var af samstarfsfélaga hans, Jóhannesi Vilhjáhnssyni, sjálfúm sér til ávinn- ings og hinum til tjóns. Eyjólfúr fyllti heimildarlaust og án vitundar Jó- hannesar út víxilinn að upphæð 12 milljónir króna og hófst þegar handa við innheimtu hans, með kröfú um löghald í eignum Jóhannesar. Samvinna hófst á milli Jóhannesar og Eyjólfs í árslok 1988 og stóð til að hefja rekstur fyrirtækis um fram- leiðslu á byggingareiningum úr plasti. Jóhannes hafði þá rekið fýrirtækið Hellu- og steinsteypuna hf. en Eyjólfur fýrirtækið Múrafl hf, sem orðið hafði gjaldþrota. í árslok 1989 stofúuðu þeir félagar Argisol-byggingakerfi hf. og lagði Jóhannes fram umtalsvert ljár- magn og bar að mestu leyti ábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnað var til. Ætlunin var að nýja fýrirtækið yfirtæki allan rekstur á framleiðslu byggingareininganna, en af því varð þó ekki og var flest sem Jóhannes og Eyjólfúr gerðu í nafúi Hellu- og stein- steypunnar. Samstarfi tvímenninganna lauk vegna ósættis í árslok 1990 og við yfirheyrsl- ur rannsóknarlögreglu í júlí 1991 bar þeim engan veginn saman um hvem- ig samvinnu þeirra hefði verið háttað. Umræddur víxill var gefinn út í árs- byrjun 1990 með gjalddaga 1. janúar 1991. Eyjólfur kvaðst hafa fengið víx- ilinn sem tryggingu fýrir útlögðum kostnaði, en á það gat Jóhannes ekki fallist. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að Jóhannes hefði afhent Eyjólfi víxileyðublað með undirskrift sinni, sem samþykkjandi vegna Hellu- og steinsteypunnar hf., en að öðru leyti óútfýllt. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Eyjólfi hefði verið með öllu óheimilt að fylla út víxilinn með ofangreindri upphæð. Með því athæfi og ffamvísun víxilsins til greiðslu hafi hann gerst sekur um umboðssvik. SÖNGSM IÐJAN AUGLYSI R: f V f Stutt, hnitmiðuð SUMARNÁMSKEIÐ fyrir fólk á öllum aldri, laglausa sem lagvísa. Kennd verður raddbeiting og sungin lög í léttum sumaranda. Fyrirhuguö er helgarferð í Þórsmörk í lok námskeiðs. Söngieikjasmiðja fyrir ífiUfíA Þriggja vikna dagskóli þar sem krakkarnir læra að syngja og leika. Námskeiðinu lýkur með uppsetn- ingu á söngleik sem fluttur verður í búningum og á leiksviði sem nemendurnir sjálfir setja upp. Upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00 - 17.00 á skrifstofu Söngsmiðjunnar, Listhúsi í Laugardal (Engjateig 19). Sími 682455. Chevrolet Corsica Luxury 93' Á kr. 1.869.000.- á götuna með ryðvörn og skráningu. Aukalega í Luxury: • Alfelgur. • VindskeiS. • Mótaðar aurhlífar. • Breið dekk með hvítum stöfum. Luxury tilboðið stendur til 30. júní StaðalbúnaSur í Corsica er hreint ótrúlegur: ABS bremsur, sjálfskipting, útvarp/segulband, öryggisloftpúói í stýri, samlæstar hurðir, rafdrifnar rúður og m.fl. Alger nýjung í lánamálum á íslandi. Við lánum 3/4 af andvirði bílsins í 36 mánuði. Standi illa á hjá þér á tímabilinu er hægt að hliára greiðslum allt að sex sinnum og færa þær aftast. Þú greiðir þá bara vexti. Þannig getur lániS orðið til 40 mánaða. Til að auðvelda þér bílakaupin enn frekar, tökum viö vel með farna notaða bíla uppí. Bílheimar hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 63 4000/634050

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.