Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 10
FRETTI R 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 Sjónarspil Jóns Baldvins leiddi til uppgjörs og uppstokkunar í Alþýðuflokknum Ráöherrahrókeringar í skugga hótana Jón Baldvin náði að keyra í gegn breytingar á ráð- herraliði Alþýðu- flokksins með miklum látum á afar skömmum tíma. Það er her- bragð sem hann hefur oft notað áður með góðum árangri. Hraðinn var mikill og kalla þurfti 40 prósent af þing- flokknum heim frá útlöndum um helgina. Svigrúm- ið var því lítið og daginn eftir að Guðmundur Árni Stefánsson Varð ekki fyrir nokkurri mótstöðu, sem kom honum þægilega á óvart. Enn er barist um stól bæjarstjóra. Rannveig Guðmundsdóttir Reiknaði fastlega með að verða ráðherra. Hún kom í ofboði frá útlöndum en gat engu breytt. ÖSSUR Skarphéðinsson Neitaði ráðherradómi þegar Jón Baldvin setti það sem skiiyrði að hann færi ekki aftur fram í Reykjavík. Varð ráðherra engu að Steinars verður hún efst á lista Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi, sem hefur löngum verið höfuðvígi krata. Óneit- anlega skipti kynferði hennar máli í þessari umræðu en auk þess hefur Rannveig starfað vel og lengi innan flokksins, ólíkt össuri, sem er tiltölulega nýkominn til starfa. Hún hef- ur starfað mikið að bæjarmál- um í Kópavogi og var auk þess aðstoðarmaður Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að þær hafi átt gott sam- starf segja margir að Rannveig sé engin Jóhanna. Hún sé prúð og stillt og í raun líti Jón Baldvin og fleiri ekki á hana sem alvöru stjórnmálamann. Þetta upphlaup kvenna virðist hafa komið Jóni nokkuð í opna skjöldu og hefur hann því vanmetið Rannveigu að einhverju leyti. Margar konur og Reyknesingar börðust hart fyrir henni, einkum Jóhanna Sigurðardóttir, sem mun hafa hótað afsögn ef Jón Baldvin færi sínu fram í trássi við hana. Hún kom ekki að bein- um hætti að málinu fyrr en á mánudagsmorguninn og stóð þá frammi fýrir svo gott sem orðnum hlut í mildu tíma- hraki. Hún varð ævareið og Jón Baldvin túlkaði orð henn- ar sem uppsagnarhótun. Þrátt fyrir mótmæli varaformanns- ins varð niðurstaðan engu að síður í stórum dráttum eins og Jón Baldvin hafði hugsað Lausir bitlingar í utanríkisþjónustunni Þegar Eiður Guðnason hættir sem ráð- herra og gerist sendiherra verður loks- ins hægt að fylla þær stööur í utanrík- isþjónustunni sem Jón Baldvin hefur átt sem tromp uppi í erminni. Lengi vel reiknaði hann meö því að tveir stjóm- málamenn þyrftu á sendiherrastöðu að halda, Eiður Guönason og Ólafur G. Einarsson. Nú er Ijóst að aðeins þarf að hugsa fyrir Eiöi Guönasyni. Hann lærði í Bandaríkjunum en hefur mikið starfað á vettvangi Noröurlandasam- vinnu. Því er reiknað meö aö hann verði sendiherra í New York eöa í Osló en heyrst hefur að hann sæki stíft aö komast til Svíþjóðar. Þar er Sigríður Snævarr fyrir og hefur setið stutt. Sendiráðsstaöan í París er laus og hjá Sameinuöu þjóöunum í New York. Ingvi S. Ingvarsson í Kaupmannahöfn veröur sjötugur á næsta ári svo sú staöa losnar fljótlega og allt bendir til þess að Kjartan Jóhannsson veröi framkvæmdastjóri EFTA og því losnar staða hans í Genf. Þá er talið líklegt að dugnaðarforkurinn Einar Bene- diktsson, sendiherra í Osló, taki við af Tómasi Á. Tómassyni í Washington á þessum erfiðu tímum. Þá hafa Helgi Ágústsson í London og Hjálmar W. Hannesson í Þýskalandi verðið nokkuö lengi á sínum stöðum. Líklegastir til að fara í sendiherrastöö- ur eru Þorsteinn Ingólfsson ráðuneyt- isstjóri og Róbert Trausti Árnason, skrifstofustjóri á varnarmálaskrifstof- unni, en báðir eru þeir tengdir utanrík- isráðherra. Aðrir sem hafa verið nefnd- ir eru Sveinn Bjömsson forsetaritari, Hörður Bjarnason prótokollstjóri, Gunnar Snorri Gunnarsson á viðskipta- skrífstofunni og Gunnar Pálsson, skríf- stofustjórí alþjóðaskrifstofunnar. allt var um garð gengið var Jón Baldvin kominn til Aþenu á ráð- herrafund NATO. Helst er að Jón Baldvin hafi misreiknað sig nokkuð í kvennauppreisninni svo- nefndu og líldega hefur hann vanmetið styrk Rannveigar Guðmundsdóttur. Auk mik- ils almenns stuðnings var hún dyggilega studd af varafor- manninum, Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Enn er óvíst hvort hún hefúr sagt sitt síðasta orð, en hún hefúr áður haft í hót- unum vegna þess að Jón Bald- vin hefur hunsað vilja hennar og allt samráð við hana. Þegar hinn sögulegi þingflokksfund- ur hófst vissi varaformaður- inn ekld einu sinni hvað for- maðurinn hefði ffam að færa eða hverjar tillögur hans væru. Jón Baldvin er hins vegar búinn að gefa ráðherraliðinu ffísklegra útlit. Órólega deild- in svokallaða, Guðmundur Ámi Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, er komin inn í ríldsstjórn og því orðin ábyrg fyrir gjörðum hennar. Ekki þarf Jón heldur að óttast Heydalaklerkinn. Gunnlaugur Stefánsson er bróðir Guð- mundar Árna og beitti sér hart í máli þessu. Hins vegar er ljóst að þessi framtíðarfor- ingjaefni flokksins eru ekki einörðustu stuðningsmenn formannsins og ætla sér að breyta áherslum í stjórnar- samstarfinu. Embættismaöurinn vildi út úr pólitík Upphaf þessarar löngu og ströngu leikfléttu var að Jó- hannes Nordal hætti sem að- albankastjóri Seðlabankans. Jón Sigurðsson ætlar sér þá stöðu, en frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. júní. Sem bankamálaráðherra varð hann því að segja af sér áður en hann sendi inn um- sóknina og tíminn var naum- ur. Hann sótti um stöðuna á mánudag um leið og hann sagði af sér. Inn í þetta bland- aðist svo að Eiður Guðnason var á leið út úr stjórnmálum og Jón Baldvin hefur lengi geymt að skipa í sendiherra- stöður sem hafa losnað. Þegar Eiður féllst á að verða sendi- herra voru tvær ráðherrastöð- ur lausar sem hægt var að fylla í snatri. Karl Steinar uppfyllti ekki nýjar kröfur Lengst af var talið sjálfgefið að Karl Steinar Guðnason tæki við ráðherraembætti. Hann hefur verið þingmaður í fimmtán ár en aldrei orðið ráðherra. Því var reiknað með því að hann fengi að sitja út kjörtímabilið sem ráðherra og tæki síðan við stóli forstjóra Tryggingastofúunar af Eggerti G. Þorsteinssyni, fyrrum al- þingismanni og ráðherra fýrir Alþýðuflokkinn. Hann getur í raun hætt hvenær sem er sök- um aldurs. Karl Steinar sóttist hins vegar ekki eftir stöðunni en var reiðubúinn að taka við ráðherraembætti ef fúll sam- staða hefði ríkt um þá skipan mála. Hann hefur átt við tölu- verð veikindi að stríða og var því ráðlagt að taka ekki að sér erilsamt ráðherraembætti. Jón Baldvin taldi auk þess að gera þyrfti viðameiri breytingar á stjórninni og að Karl Steinar væri frernur fulltrúi þess sem ríkisstjórnin væri gagnrýnd fýrir. Niðurstaðan varð því sú að Sigbjöm Gunnarsson tek- ur við formannsstöðu hans í fjárlaganefnd 1. október næst- komandi og er fastlega gert ráð fýrir að Karl Steinar taki þá við af Eggerti í Trygginga- stofnun. Jón vanmat viöbrögö kvennanna Rannveig Guðmundsdóttir gerði sér einnig vonir urn ráð- herrastól, ekki síst eftir að ljóst varð að Karl Steinar hlyti ekki stöðuna. Við brotthvarf Jóns Sigurðssonar og síðar Karls

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.