Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 22
E R L E N T 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 MAÐUR VIKUNNAR Masako Owada Prinsessa með t>ein í nefinu Þegar Masako var við nám í Harvard kynnti hún nýjan leik fyrir vinum sín- um. Leikurinn kailaðist keis- ari og fólst í því að leikendur drógu spjöld sem stóðu fyrir hina ýmsu titla, allt frá kot- bónda til keisara. Það merki- lega er að Masako vann yfir- leitt leikinn og varð keisari. Japanskar kvenréttinda- konur eru ekki á einu máli um ágæti ákvörðunar henn- ar um að giftast inn í elsta einveldi heimsins. Hún er dóttir vel þekkts lögfræðings og diplómata. Faðir hennar er núverandi aðstoðarutan- rikisráðherra Japans. Hún lauk hagfræðinámi frá Har- vard-háskóla með láði en ár- ið 1986 innritaðist hún í lagadeild Tókýó-háskóla í nám sem miðar að því að búa fólk undir störf í þágu utanríkisþjónustunnar. Slíkt nám er mjög strangt og ein- ungis 5% nemendanna eru konur. Jafnvel enn þann dag í dag missa prófessorar við H’ókýó-háskóla út úr sér setningar eins og „hún gerði það sem meira að segja karl- menn geta ekki“ og flýta sér svo að leiðrétta sig. Masako og krónprinsinn hittust fyrst í október árið 1986. Hann varð strax heillaður af Ma- sako og fljótlega voru skipu- lagðir fjórir fundir til þau gætu kynnst betur. Á sama tíma fóru siðameistarar hirðarinnar að skoða ætt hennar og uppruna aftur í þrjá ættliði. Þeir rákust strax á eitt vandamál með Owada- * ■*ættina. Afi hennar var tengd- ur fyrirtækinu Chisso, en það fýrirtæki bar ábyrgð á losun efnaúrgangs á sjötta áratugn- um sem kostaði þúsundir manna líf og heilsu. Afinn var reyndar eldd tengdur fýr- irtækinu þegar skaðinn varð en seinna varð hann stjórn- arformaður þess og tók þátt í málaferlunum sem fylgdu í kjölfarið. Starf hennar í utanríkisráðuneytinu fólst aðallega í að standa í samn- ingaviðræðum við Banda- ríkjamenn um verslun og viðskipti. Hún var á góðri leið með að brjóta ísinn fýrir japanskar konur og komast til æðstu metorða í japanska embættiskerfinu og við- sldptalífinu. Það sem við tek- ur núna er gjörólíkt. I stað þess að karpa við erlendar sendinefndir um verslun og viðskipti mun líf hennar snúast um góðgerðarstarf- semi ýmiss konar og ljóða- gerð, en það er starfi sem þykir hæfa keisaraynjum í Japan. Annars er lítið vitað um daglegt líf keisarafjöl- skyldunnar. Hirðin saman- stendur af 1.132 manna starfsliði sem sér um allt sem fjölskyldunni viðkemur. Ölíkt kóngafjölskyldum Evr- ópu er keisarafjölskyldan ekki rík af persónulegum auði en vandlega er séð fýrir öllum þörfúm hennar. Sum- ir Japanir skilja ekkert í Ma- sako að vilja yfirgefa sitt fýrra líf og fara inn í keisarafjöl- skylduna, sem líkist frekar safni en venjulegu heimilis- lífi. Tengdamóðir hennar, keisaraynjan, krafðist ýmissa breytinga þegar hún settist í hásætið. Hún vildi til að mynda ala upp sín eigin börn, en slíkt þótti ekld hæfa. Hún fékk það þó í gegn með harðfýlgi en átök- in kostuðu sitt og á tímabili var hún á barmi taugaáfalls. Engum virðist blandast hug- ur um að Masako Owada hefur alla þá kosti sem jap- anska keisaraynju mega prýða. Hún er öguð, hefúr mikla námshæfileika og er þagmælsk. Hún hefúr þegar sýnt að hún hefur bein í nef- inu en ef hún ætlar að breyta keisaradæminu til nútíma- horfs mun hún þurfa að að taka á öllu sem hún á. ^lljt SöDsöfnsfon Uoof Dœmum Gergen afverkum hans Bill Clinton og David Gergen hafa orðið fýrir árásum, bæði frá hægri og vinstri, í kjölfar þeirrar ákvörðunar Clintons að ráða þann síðarnefnda í starf ráðgjafa við Hvíta húsið. Gergen var mildlsmetinn ráðgjafi í Hvíta húsinu á valdatíma Reagans og verður nú aftur háttsettur ráðgjafi við sömu stofnun en undir nýjum forseta. Demókratar líta á Clinton sem svilcara við mál- staðinn fýrir að ráða Gergen í stöðuna og repúblikanar eru æfir út í Gergen fýrir að hafa sagt já. Að okkar mati skiptir ekki máli hvað hann hefur sagt og gert hingað til, heldur hvað hann segir og gerir í ffamtíðinni. Þetta er stjórnartíð Clintons og það sem mestu máli skiptir er hvort Gergen tekst að koma stefiiumálum Clintons í höfn. Fórnarlamb fordóma Samkynhneigður sjóliði í bandaríska hernum fannst látinn í Japan á síð- asta ári og var hann hroðalega illa útleikinn. Herinn gaf þá skýringu að um slys hefði verið að ræða og reyndi að þegja þá staðreynd í hel, að skipverjinn væri fórnarlamb fordómafullra liðsmanna í bandaríska hernum. Allen Schindler á Hawaii Óttaðist um líf sitt um borð i Belleau Wood, enda snerust sífellt fíeiri skipverjar gegn honum vegna samkynhneigðar hans. Það var í október síðast- liðnum sem hinn rúmlega tví- tugi loftskeytamaður Allen R. Schindler fannst látinn á al- menningssalerni í Sasebo í Japan, þar sem bandaríski sjó- herinn hefur bækistöðvar sín- ar. Allen hafði augljóslega ver- ið misþyrmt hrottalega og barinn til ólífis, en samt sem áður hikuðu bandarísk heryf- irvöld ekki við að fullyrða að um slys hefði verið að ræða. Tveir mánuðir liðu þangað til fjölskylda hins látna fékk að vita að hann hefði ekld dottið, heldur orðið fyrir barðinu á sldpsfélögum sem haft hefðu horn í síðu hans. Rannsókn málsins fór fram á vegum hersins og allt gert til að hindra að fjölmiðlar kæmust á snoðir um hvað gerðist, enda málið allt hið óþægilegasta. Móðir Allens gat þó ekki sætt sig við að reynt væri að þegja málið í hel og hefúr nú skorið upp herör gegn bandarískum heryfirvöldum. Andlitiö óþekkjanlegt af völdum áverka Það var ólýsanlegt áfall fýrir móður Allens, Dorothy Haj- dys, að fregna að sonur henn- ar væri látinn. Hún varð þó fyrir enn stærra áfalli, þegar hún tók á móti líkkistunni í Bandaríkjunum. í henni lá maður í bláum einkennisbún- ingi en andlit hans var óþekkj- anlegt af völdum áverka og því hafði Dorothy enga vissu fýrir því að hinn látni væri sonur hennar. Það var ekki fýrr en hún hafði brett upp ermar hans, að húðflúrið kom í ljós og ekld var lengur um að villast að það var Allen sem lá í kistunni. Öll málsatvik voru mjög óljós og þegar móðir Allens reyndi að grafast fyrir um málið var henni sagt að Allen hefði dottið á höfúðið í slags- málum. Sannleikurinn kom þó síðar í ljós. Allen hafði brugðið sér í land þar sem herskipið Belleau Wood lá við bryggju í Sasebo í Japan og var á leið aftur út í skip rétt um miðnættið, þegar ráðist var á hann. Árásarmennirnir, sem voru að minnsta kosti tveir og hugsanlega fimm, neyddu Al- len með sér í gegnum Al- buquerque-garðinn sem er örskammt frá bandarísku sjó- herbækistöðvunum og drógu hann inn á almenningssalemi þar sem þeir börðu hann til ólífis. Óþoldcarnir lömdu höfði Allens af öllu afli utan í eina þvagskálina og misþyrmdu honum á hroðalegasta hátt. Aðkoman var enda hrikaleg þegar Allen fannst síðar um nóttina en hann var þá látinn. Krufning leiddi í ljós, að Allen hafði dáið af völdum „milcilla áverka um allan líkamann, bæði á höfði og búk“. Höfúð- kúpan hafði verið méluð, mörg rifbrein brotin og blætt hafði inn á heila og lungu. Herinn hylmir yfir meö árásármönnunum Lengi vel var allt á huldu um það hvernig dauða Allens bar í raun og veru að, enda gætti herinn þess vandlega að fara í kringum sannleikann og hylmdi yfir með árásarmönn- unum. Var það ekki fyrr en tveimur mánuðum eftir at- burðinn sem móðir hans komst loks að sannleikanum. Allen hafi orðið fýrir barðinu á nokkrum skipverjum á Bell- eau Wood, sem lögðu blint hatur á homma. Sagan var þó fljót að kvisast út meðal hermannanna í Sasebo og beindust böndin strax að tveimur þeirra, Terry M. Helvey og Charles E. Vins. Aðeins þeir tveir voru hand- teknir af herlögreglunni, enda þótt vitni hefði séð fimm menn neyða Allen á brott með sér. Vins játaði sig strax sekan. Hann sagði að auki til félaga síns Helveys og slapp fýrir vikið með fjögurra mán- aða fangavist. Heryfirvöldum var mikið í mun að engin op- inber umfjöllun yrði um at- burðinn og ekld kæmi til rétt- arhalda í máli hins sldpverj- ans, Helveys, sem hnepptur var í gæsluvarðahald. I marga mánuði neitaði Helvey allri aðild að dauða Al- lens og því kom það flatt upp á marga þegar hann tók upp á því öllum að óvörum að lýsa sig sekan í byrjun maí síðast- liðins. 1 kjölfarið var ákæran milduð og dómnum breytt úr „morði að yfirlögðu ráði“ í „ásetning um að valda alvar- legu líkamstjóni". Ljóst þótti að herinn hafði komist að „samkomulagi" við Helvey, svo unnt væri að ljúka málinu áður en til réttarhalda kæmi, en þau áttu að hefjast 1. júní síðastliðinn. Með þessu móti töldu heryfirvöld, að unnt væri að breiða yfir málið og hindra að um það yrði fjallað opinberlega. Þeim skjátlaðist þó hrapallega eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Óttaöist um líf sitt um borö Allen Schindler starfaði áð- ur sem loftskeytamaður á her- sldpinu Midway en var færður yfir á Belleau Wood í ársbyrj- un 1992. Hann hafði aldrei orðið fýrir aðkasti innan hers- ins vegna samkynhneigðar sinnar, fýrr en hann byrjaði að vinna á Belleau Wood. Um borð bjó hann við stöðugt að- kast skipverja, hæðst var að honum og honum hótað líf- láti. Aðrir þeir sldpverjar, sem ekki voru blindir af hatri og fordómum í garð Allens, voru á einu máli um að þar væri á ferð prýðisnáungi og duglegur til verka að auki. Allen lét lítið á sér bera um borð, enda þótt hann drægi ekki dul á kyn- hvöt sína, væri hann spurður. Mánuði fýrir dauða sinn skrif- aði Allen í dagbók sína: „Ef þú getur ekki verið þú sjálfur, hver ertu þá?“ Eftir morðið kom í ljós, að Allen hafði ótt- ast um líf sitt á Belleau Wood. Trúði hann einum skipsfélaga sinna fyrir því að hann væri hræddur og gæti ekki beðið eftir að losna af skipinu. Nokkru fýrir morðið skrifaði Allen í dagbók sína: ,/E fleiri eru farnir að snúast gegn mér um borð. Guð má vita upp á hverju þeir geta tekið.“ Allen reyndi þó að slá öllu saman upp í grín og sagði ein- hverju sinni við einn skipsfé- Iaga sinn, að hann þyrfti að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því að lenda hjá skrattanum ef hann dæi, vegna þess að Belleau Wood væri sjálft helvíti. Allen hafði oft kvartað undan áreitni vinnufélaganna við yfirmenn sína og beðið um lausn frá störfum, en þeir létu áhyggjur hans sem vind um eyru þjóta. Engu að síður lét sjóherinn hafa eftir sér þau ummæli í byrjun þessa árs, að ekki hefði verið kunnugt um nokkurs konar áreitni eða hótanir í garð Allens um borð í skipinu. Yfirlýsing þessi, ein örfárra sem herinn lét frá sér fara í tengslum við morðmálið, vakti undrun margra, ekki síst fýrir þær sakir að skipið Bell- eau Wood var þekktur „vand- ræðagemlingur“ innan bandaríska flotans. Heima- mönnum í Sasebo í Japan var meinilla við skipverja, sem voru ókurteisir og létu óffið- lega í landi, einkum þegar vín var haft um hönd. Ýmis atvik áttu sér stað og aðeins tveimur vikum fýrir morðið nauðguðu nokkrir skipveijar þrettán ára gamalli bandarískri stúlku og aðrir stofnuðu til ryskinga á götu úti. Skömmu fýrir morð- ið hafði borgarstjórinn í Sase- bo skrifað yfirmanni her- stöðvarinnar og beðið hann að „gefa hæfni skipverja og aganum um borð í Belleau Wood meiri gaum“. Móöirin berst fyrir réttlæti Það var því reiðarslag fýrir fjölskyldu Állens og vini, þeg- ar Helvey skyndilega játaði sig sekan um morðið á Allen í maí og ekkert varð af réttar- höldunum í máli hans. Bæði höfðu menn vonað að Helvey yrði dæmdur til dauða fýrir afbrot sitt og eins var ljóst, að án opinberra réttarhalda kæmi sagan aldrei fýrir sjónir almennings. Heryfirvöldum skjátlaðist þó hrapallega, er þau héldu að þar með væri málið úr söguni. Móðir Allens, Dorothy, ákvað að við þetta yrði ekld unað. Hún fékk ýmis borgara- samtök í lið mér sér og hefúr nú krafist þess að málið verði tekið upp að nýju og að þessu sinni rannsakað ofan í kjöl- inn. Þannig fáist úr því skorið hvað raunverulega gerðist; hversu margir árásarmenn- irnir voru og réttað verði í máli þeirra. Dorothy hefur nú komið viða ffarn opinberlega í baráttu sinni fýrir réttlæti. Hún leggur þó á það ríka áherslu, að fýrir sér vaki ekki að berjast fýrir bættum rétt- indum samkynhneigðra í bandarísku samfélagi. Eini ásetningur hennar sé, að reyna að koma í veg fyrir að aðrar mæður missi syni sína. Byggt á The Viilage Voice. Morðstaðurinn Höfði Allens hafði verið lamið utan í þvagskálina svo höfuðkúpan mél- aðist.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.