Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 26
GULLKORN 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 Klassíkin •Fjónski tónlistarskólinn Tónleikar sönglistarnema frá fjónska tónlistarskól- anum o? konnarri beirra. Jílurli Plesner og Lars Waage. Norræna húsinu kl. 20.30. •Manuel Barrueco flytur * gítarverk eftir L. Harrison, ^TS.L Weiss, F. Sor, C. Cor- ea, J. Rodrigo og I. Alben- iz. Listahátíð í Hafnarfirði. Hafnarborg kl. 20.30. Leikhúsin •Kæra Jelena Ungu og efnilegu leikararnir í snjallasta leikritinu sem fært var upp á sfðasta leikári. Síðasta sýning. Þjóðleikhúsinu kl. 20. FÖSTUPAGURINN 1 1 . JÚNÍ___ Klassíkin •Chicago Beau, Deitra Farr og Vinir Dóra halda tónleika á vegum Listahá- tíðarí Hafnarfirði. Bæjar- bíói kl. 21. Leikhúsin •My fair lady Stefán Baldursson leikstjóri hef- m % : m- < W V4 '1 \ * I I ur skílið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns. Síðasta sýning. Þjóðleikhúsinu kl. 20. Leikhúsin LAUGARDAGURI N N 1 2. JÚNí •Kjaftagangur Gaman- leikur Neils Simon í ieik- stjórn Askos Sarkola. Meðal leikenda eru Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Pálmi Gests- son, Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Þjóðleikhúsinu kl. 20. SUNNUDAGURINN 13. JÚNÍ Klassíkin •Cambrian Brass Quin- tet flytur verk eftir Berio, Stephen Oliver, John McCabe, Jonathan Cove o.fl. Listahátíö í Hafnar- firði. Hafnarborg kl. 20.30. Leikhúsin •Kjaftagangur Gaman- leikur Neils Simon í leik- stjórn Askos Sarkola. Síö- asta sýning. Þjóðleikhús- inu kl. 20. „Oft er eins og sjálfid breyti um stefnu á eiröarlausu róli sínu, flæöi inn í fyrirbærin og sameinist þeim eða öllu heldur hringsóli um þau í leit að sannleika þeirra og innstu verund; fjöldi táknmiða verður til sem öll eru greinar sama táknmiðs. Þessi nafnskiptahneigð birtist stundum í rúmfræðilegum myndgerðum þar sem margbreytilegum smáatriðum er þjappað saman innan stuttrar mállotu þetta lokaerindi sýni merking- arleysi lífs og dauða.“ Myrkasta bókmenntagrein sem hér hefur verið skrifuð ber nafnið Myndir á sandi. Höfundurinn er Matthías Viðar Sæmundsson. Hann er hér að fjalla um söguheim nútímaskáldsagna: „Öll forskilvitleg skynsemi virðist tröllum gefin og sjálfið hrekst frá einni táknmynd til annarrar án þess að ná sam- bandi við þær, rekið áfram af þrá eða öllu heldur skorti. Hin hefðbundnu táknmið hafa misst festu sína og merkingar- heimurinn að baki tungu- málsins virðist hruninn. Líf þessa sjálfs felst því fremur í látlausri merkingarsköpun en merkingartúlkun.“ Matthías um Fljótt fljótt sagði fuglinn: „Oft er eins og sjálfið breyti um stefnu á eirðarlausu róli sínu, flæði inn í fyrirbærin og sameinist þeim eða öllu held- ur hringsóli um þau í leit að sannleika þeirra og innstu ver- und; fjöldi táknmiða verður til sem öll eru greinar sama tákn- miðs. Þessi nafnskiptahneigð birtist stundum í rúmfræði- legum myndgerðum þar sem margbreytilegum smáatriðum er þjappað saman innan stuttrar mállotu." Það væri gaman að vita hvort Thor Vilhjálmsson fær áttað sig á því hvað Matthías Viðar á við. í grein Ástráðs Eysteinsson- ar Hvað er póstmódernismi? er textinn í þvílíku uppnámi að hann vinnur sífellt gegn markvissri merkingu í setn- ingum eins og þessari: „Þegar síðan póstmódern- ismi verður gjaldgengt hugtak vestan hafs á síðari hluta sjö- unda áratugarins felst fyrst í því einskonar dýonísísk hyll- ing ringulreiðar, það er látið túlka rómantíska splundrun sjálfsins og verksins, í and- stæðu við formalíska einingu ópersónulegs módernisma.“ Og „... þarsem strúktúralism- inn sýnir ffarn á ýmis grunn- mynstur mannlegra athafna og merkingar, oft með beit- ingu tvenndarkerfa, þar vinn- ur póststrúktúralisminn að því að leysa merkingarhnúta, ekki síst þá sem halda saman annars vegar sjálfsverunni (subjektinu) og hins vegar tákninu (sem tvenndarkerfi táknmyndar og táknmiða).11 I afmælisgrein til Helgu Kress mærði Ástráður Júlíu Kristevu sem hann sagði leggja „mikið og snilldarlegt kapp á að benda á „konuna“ í textum karlmódernista“. Ástráður hélt áfram: „Hún sýnir fram á hvernig upp- reisnargjarn málheimur slíkra verka, hinn tryllti texti, hefur í för með sér að sjálfsveran losnar undan stjórn félagslegr- ar táknskipunar og karllegs stöðugleika.“ Heilablæðing eða skáldskapur? Það er ótrúlegt að menn skuli sjálfviljugir senda frá sér texta eins og þá sem hér hefur verið vitnað í. En það gera menn þó óhikað. Áðurnefndum ffæðimönn- um verður oft tíðrætt um tungumálið, tala þá gjarnan um uppreisn gegn röklegri málvenju. Og það kann að vera að þessi sérkennilega textasmíð sé þáttur í eins kon- ar nýsköpun. Hún er þá með- vitað verk fræðimanna sem kjósa að smíða eigin texta ut- an um kenningar sínar, búa til einhvers konar ofurveldis- skáldskap. Fræðimaður hefur tekið sér stöðu skálds. Eins og skáldsins er hans að yrkja, okkar að skilja. En eigi að gefa þessum skrifum einkunn koma í hugann orð Jónasar Hallgrímssonar í ritdómi um verk Sigurðar Breiðfjörð: „Hvílík vanbrúkun á skáld- skaparlistinni! Hvílíkt hirðu- leysi um sjálfan sig og aðra — að hroða svona af kveðskapn- um og reyna ekki heldur að vanda sig og kveða minna.“ ffu-ers ff-eýM efis£a. éf, , , AR MINAR „... vegnaþess að þcer má nota í svo margt og þær þjóna alltaf einhverjum til- gangi. Ogsvo tala tölur líka sínu máli. “ TÓTA I hinni ffægu ritgerð Einum kennt — öðrum bent sagði Þórbergur Þórðarson: „Allir þeir, sem ritað mál lesa með svolítilli íhugun, munu hafa veitt því athygli, að stundum er sem ský eður myrkva dragi alltíeinu fyrir vitsmuni höfunda, svoað líkja mætti hugsanagangi þeirra við rugl í manni, sem hlotið hefur skyndilega blæðingu á heil- ann. Ég hef einu sinni verið sjónar- og heyrnar-vottur að áfalli af þvi tagi, og síðan hefur þessari skelfingu oft þyrmt yfir mig, þegar ég hef verið að gaufast í gegnum ritþokur blaða eða bóka: Guð almátt- ugur! Hefur blessaður maður- inn fengið heilablóðfall með- an hann var að skrifa þetta?“ Lesandi sem gaufast í gegn- um bókmenntagreinar fræði- manna rekst öðru hvoru á texta svo stórlega gallaða og illa samda að í huga hans hljóta að koma svipaðar hugs- íinir og sóttu á meistara Þór- Býrg. Hér eru nokkur dæmi um það'sem verst og illskilj anleg- ast hefur verið ritað í bók- menntatímarit síðustu árin. Damérne först: Dagný Kristjánsdóttir er „Guð almátt- ugurl Hefur blessaður maðurinn fengið heila- blóðfall með- an hann var að skrifa þetta?“ sjaldnast illskiljanleg en lítill stílisti og það er oft einhver vandræðagangur í setninga- gerð hennar. Hér er dæmi: „Hinn duldi boðskapur fýlgir mynstrum geðveikinnar og býður áheyrandanum inn í lokkandi og hættulegt athvarf til hinna bernsku forma til- finninganna, svo sem eyði- leggingarþarfar, blindrar reiði og sadisma — sem eru form- gerðir í sálarlífinu á tímabilinu fyrir Ödipusarstigið.“ Helga Kress skrifar venju- lega sæmilega skýrt, en á sína vondu daga í textasmíð. Helga ræðir hér um flæði stílsins í Tímaþjófi Steinunnar Sigurð- ardóttur: „... þar sem samfé- lagslegum veruleika er í sífellu storkað af villtri orðræðu til- finninga sem brýtur gegn hinu almenna rökvísa máli.“ Úlfhildur Dagsdóttir sló kynsystrum sínum við þegar hún skrifaði: „Hin myndræna ögun Sjóns gengur því ekki út á samfellda miðsækna heild, heldur út á útleitna upplausn táknrænnar heildar, myndræn heild Sjóns er sundurleit og miðjan er ginnungagap.“ Ég veit að Erni Ólafssyni þykir miður að frétta það, en bók hans Kóralspil hafsins bar ekki vott um góða máltilfinn- ingu höfundar. Þar var þessi setning: „Meira ber á andstæðum milli annarsvegar stíls greina- skrifa og annarlegra líkinga í lýsingum á sögusviði, en hins- vegar skáldsagnahefðar í sam- tölum.“ Einnig: „Nú má sjálfsagt túlka þetta svo að undir yfirborðs-sund- urleysi búi það samhengi, að „...svo sem eyðileggingarþarfar, blindrar reiði og sadisma — sem eru formgerðir í sálarlífinu á tímabilinu fyrir Ödipusarstigið. “ Hvað er að tarna? Hvað sagðirðu þarna?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.