Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 4
4 PRESSAN FRETTIR Fimmtudagur 10. júní 1993 (BcetifCáfcar Allt á kafi í auglýsing- um „Égget ekki orða bundist lenguryfir mikilli plágu sem gengið hefuryfir landslýð undanfarin ár. Auglýsendur erufamir að fœra sigsvo mik- ið upp á skaftið að óþolandi er orðið... Því miður er það orðið allt of algengt aðfá eitt- hvert leiðindaauglýsingaplagg undir rúðuþurrkuna. Fyrir utan hvað þetta er hvimleitt fyrir bílstjórana er líka tölu- verð umhverfismengun af þessu, því bréfaruslið eryfir- gengilegt. Vœri ekki ráð að setja einhverjar reglur sem batina auglýsingamennsku af þessu tagi?“ Erlendur í DV. Sólveig Ólafsdóttir, ff am- kvæmdastjóri SÍA: „Ég get tekið undir það með bréíritara að það er hvimleitt þegar bréfarusl fykur um all- ar jarðir og hér er varla veð- urfar til að stunda slíka aug- lýsingamennsku. Auk þess er það alveg undir hælinn lagt hvort auglýsendur ná til réttu neytendahópanna með þessu móti. Því er að mínu viti af- farasælla að reyna að tala beint til fólks, annaðhvort með póstsendingum eða þá hefðbundnum auglýsingum í fjölmiðlum. Ég hef þó enga trú á að einhverjar reglur til eða ffá í þessum efnum séu rétta leiðin." Bakarar slá slöku við „Nokkur bakarí... hafa reyndar brugðist myndarlega við þessari innrás dönsku hvítlauksbrauðanna með ágœtri framleiðslu, en dönsku pítubrauðin fyrir brauðrist- amar vaða enn uppi á mark- aðinum. Það sem vekur hins vegar spurningar er hvers vegna innlendir bakarar, sem eru þó margir hverjir mjög framsœknir á allan alþjóðleg- an mœlikvarða, láta iðulega verksmiðjuframleidda neyt- endavöru afþessu tagi brjótast hér inn á markaðinn ogná markaðshlutdeild sem ástœðulaust vœri að láta hentii eftir. “ Víkverji Morgunblaðsins. Jón Albert Kristinsson, í stjóm Landssambands bak- arameistara:„Ég skil nú ekki alveg þessa aðfinnslu Vík- veija. íslenskir bakarar hafa ffamleitt pítubrauð í tvo ára- tugi sem hafa verið mjög vin- sæl, enda þótt þau þurfi að hita upp í ofni. Auðvitað fylgjumst við af ffemsta megni með því sem er að gerast í vömþróun erlendis, en það er ómögulegt fyrir okkur að hefja ffamleiðslu á öllu því sem erlendum bök- umm dettur í hug að setja á markað.“ Hótel á ruslahaug- um „ Við íslendingar hreykjum okkur afþví við útlendinga að eiga hreinasta latid í heimi og ómengað, en hœtt er við að útlendingar komist á aðra skoðun efþeir kytina sér eitt- hvað hvernig málum er hátt- að í höfuðborginni. Eitt dœmi er sérlega slœmt og búið að vera utn áraraðir. Fjölmargir útlendingar dvelja á Hótel Loftleiðum, því annars ágœta hóteli. Fyriraustan þá bygg- ingu er Ijót hrúga af drasli, spýtnarusli oggrjóti sem er búið að vera þar í áraraðir. Það er ótrúlegur slóðaháttur af stóru fyrirtœki að gera ekk- ert í þessu tnáli langtímum saman, eti því miður ein- kennandi fyrir marga aðra. “ Sverrir í DV. Gunnar Ólafsson, gestamót- tökustjóri á Hótel Loftleið- um: „Endurbætur á Hótel Loft- leiðum og Flugleiðabygging- unni hafa nú staðið yfir vel á annað ár og eins og gefur að skiija fylgir slíkum stórffam- kvæmdum töluvert msl. Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda lóðinni um- hverfis hótelið snyrtilegri, en ekki hefur alveg verið hjá því komist að eitthvað hafi sóð- ast út. Ég get þó fúllvissað borgarbúa um að mjög stutt er í að ffamkvæmdunum- ljúki og þá verður að sjálf- sögðu allt rusl fjarlægt." Magnús Rognorsson leikari kominn heim Þreyttur á sænskum nuddurum og þýskum heimiiisvinum Sjötta nafnið sem upp kom í tengslum við fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu var nafn leikarans Magnúsar Ragnars- sonar. Sjálfur segist hann ekk- ert vita hvaðan þessar upplýs- ingar séu komnar enda hafi enginn sagt orð við sig. Magn- ús er aðeins búinn að vera í viku á íslandi og nýskilinn við köttinn, sem nú er í sóttkví með nautgripunum í Hrísey. Flestir sem hafa verið við- loðandi leikhús ættu að kann- ast við Magnús og fortíð hans í leikhúsinu, en það er ekki þar með sagt að almenningur geri það, enda hefur Magnús verið búsettur í „Stóra eplinu“ undanfarin tíu ár — þar af verið á heimleið í sjö ár. Ýmis- legt áhugavert aftraði heim- komunni, þar á meðal kona. „Eftir að hafa lokið námi í Neighbourhood Playhouse, sem er ágætlega virtur skóli í New York, lék ég í fjórum mismunandi sápuóperum. Ég þreyttist mjög á að leika ýmist sænska nuddara eða þýska heimilisvini. Satt að segja hef ég engan áhuga á að ræða þessa sápugerð frekar.“ Reynslunni ríkari komst Magnús í kynni við kunnan bandarískan sviðsleikstjóra, Jerome Robbins, sem tók hann upp á sína arma næstu fimm árin. Með honum stúss- aðist Magnús baksviðs í leik- húsinu, bæði „on Broadway“ og „off“: „Merking þess er ekki landfræðileg, það þýðir einfaldlega að við unnum bæði í stórum leikhúsum og litlum. Vinnan með Robbins var góð reynsla. Fyrir tveimur árum bauðst mér svo fyrir til- viljun tæknivinna í Metropo- litan-óperunnni. Ég tók þeirri vinnu, einfaldlega vegna þess að ég vissi ekkert um óperur. Þarna fékk ég kærkomið tæki- færi til að kynnast innviðum óperunnar. Að vinna í Metro- politan var ákaflega góður skóli. Ætli ég sé ekki eini Is- lendingurinn sem sá allar óperurnar með Kristjáni Jó- hannssyni!“ Hvemigstóð Kristján sig? „Kristján stóð sig með mik- illi prýði. Varð betri eftir því sem á leið. Hann var bara í svo leiðinlegum uppfærslum, sérstaklega í II Trovatore. Uppsetning á þeirri óperu var vægast sagt mjög ljót og hefur ekkert skánað. Enda hlaut hún afar vonda dóma þegar hún var frumsýnd.“ Hvað togarþigheim nú? „Ég er búinn að vera á leið- inni heim síðan ég útskrifað- ist. Ég og konan mín, Lauren, sem er ballettdansari, vorum hálft í hvoru að bíða eftir því að hún hætti að dansa úti, og hún hætti nú í vor.“ Nú er mikið atvinnuleysi meSal leikara, ertu ekkert kvíðinn? „Nei, þvert á móti. Ég er ákaflega bjartsýnn. Ef maður fær ekki vinnu verður maður bara að skapa sér hana. Ég einblíni ekkert endilega á at- vinnuleikhúsin." - Þúyrðirsamtfeginn efþú fengir fastráðningu, ekki satt? „Jú, það held ég að sé okkur leikurum öllum sameiginlegt. Ég sef þó alveg rólegur." Nú kemurþú heim eftir langa jjarveru, hefurðu eitthvað náð að fylgjast með ísletisku leikhtislifi? „Nei, ekki nema úr fjar- PRESSAN/JIM SMA.KT Magnús Ragnarsson Leikarinn var búsettur í New York í tíu ér og kveöst ekki kvíöa atvinnuleysi á íslandi. Magnús er líklega eini íslendingurinn sem sá allar sýningarnar meö Kristjáni Jóhannssyni í Metropolttan-óperunnl. lægð. Ég hef aldrei á þessu tímabili komið til íslands nema yfir hásumarið og oft kom ég alls ekki heim á sumr- in. Ég er þeim mun spenntari að kynnast því sem hér er að gerast.“ Segðu mér frá fbrtiðþinni í leik- húsi, hvererhún? „Ég var í ballett í nokkur ár, frá sex til þrettán ára aldurs — allt þar til sokkabuxurnar þóttu ekki nógu smart lengur. Á meðan á ballettskólun minni stóð var ég notaður í hverja barnasýninguna af .annarri, eins og Ferðina til tunglsins og Kardimommu- bæinn. Síðan tók Mennta- skólinn við. Ég var á kafi í leiklist í Hamrahlíðinni. Ég tók einnig þátt í leiksýningum Stúdentaleikhússins, þar á meðal sýningunni Bent, sem sett var upp á fjölum Tjamar- bíós. Eftir að ég var fullvaxinn, um tvítugt, var ég svo notaður í smáhlutverk í jólaleikrit Þjóðleikhússins, Jómfrú Ragnheiði, sem Bríet Héðins- dóttir leikstýrði." I þessu sama leikriti lék Gunnar Eyjólfsson, sem hafði á orði, eftir að hafa kynnst leikhæfileikum Magnúsar, að þar færi eitt mesta leikaraefni Islands. Magnús hlær að þess- ari vitneskju blaðamanns og segir að þeir Gunnar séu mestu mátar. Annað mál er að kisinn, sem hjónakornin Lauren og Magnús tóku með sér alla leið frá Nýju Jórvík, hlýtur þau ör- lög fyrstu mánuðina á Islandi að dveljast í sóttkví í félags- skap nautgripa í Hrísey. Kött- ur þessi er orðinn tólf ára gamall og hefur aldrei áður svo mikið sem farið út úr húsi. „Konan mín kynntist kettinum Jack Daniels á und- an mér og fannst því ekki stætt á öðru en að láta hann fylgja sér áffam. Það var voða- legt að sjá á eftir honum norð- ur. Hann hefur ekki einu sinni klær á framlöppunum!“ dsbst_________Rannveig Guðmundsdóttir k P S d Í t „Rannveig er kát og hláturmild og það er oft hægt að koma henni til að hlæja. Hún er afar samviskusöm og dugleg í vinnu og hefur reynst góður félagi í þing- flokknum. Rannveig er skörulegur málflytjandi. Auk þess er hún sérlega glæsileg kona, þótt það þyki senni- lega karlrembulegt að hafa orð á því,“ segir össur Skarphéðinsson, keppinautur Rannveigar um ráð- herrastól og verðandi umhverfisráðherra. „Það er af- skaplega gott að vinna með Rannveigu, hún er sam- viskusöm og setur sig mjög vel inn í hluti. Hún er ákaf- lega nákvæm og skoðar öll mál ofan í kjölinn. Rann- veig kastar aldrei til höndum, enda í meyjarmerkinu,“ segir Guðmundur Oddsson, skólastjóri og samstarfs- maður Rannveigar í bæjarstjóm Kópavogs í fjölda ára. „Rannveig er mjög vel gefin, ákaflega vinnusöm og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er óvenju réttsýn og hefur mjög mikinn skilning á högum almennings,“ segir Karitas Pálsdóttir, æskuvinkona Rannveigar ffá Isafirði. „Rannveig er í einu orði sagt frábær manneskja. Hún er heiðarleg, réttsýn, ósérhlífin og mikill vinnuþjarkur. Rannveig er ákaflega samvisku- söm og henni er fullkomlega hægt að treysta, sem er ffekar sjaldgæft í pólitík,“ segir Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra. Heiðarlegur og réttsýnn vinnuþjarkur — eða ofur- varkár oggetur ekki sagt nei? Rannveig Guömundsdóttir sóttist eftir ráöherraembætti en varö aö lúta í iægra haldi fyrir Össuri Skarphéöinssyni, sem veröur næsti umhverfisráöherra. „Rannveig á erfitt með að segja nei og því örlar á viðleitni hjá henni tíl að taka að sér of möig verkefrii í einu. Á allra síðustu dögum hefur hún jafnframt sýnt óþægilega miicinn áhuga á umhverfisráðuneytinu fyrir minn smekk,“ segir Össur Skarphéðinsson, sem fékk ráðherrastólinn sem Rannveig sóttist effir. „Þegar við störfuðum saman í bæjarstjóm fannst mér Rann- veig oft vera fuilvarkár, því hún vildi stundum skoða hlutina einum of lengi og velti málunum helst til mikið fyrir sér,“ segir Guðmundur Oddsson, skóla- stjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi. „Ég held að Rann- veig hafi ef til vill ekki nógu sterkan skráp og bíti ekki nógu harkalega frá sér, eins og er nauðsynlegt í stjómmálum og þeim hörðu átökum sem þar koma upp,“ segir æskuvinkona Rannveigar ffá Isafirði, Karit- as Pálsdóttir. „Það kann að hljóma kaldhæðnislega, en Rannveig hefur látið heiðarleika sinn, tillitssemi og ósérhlífiii bitna of mildð á sjálfri sér. Hún þarf að sjá betur við ýmsu því neikvæða sem viðgengst í íslenskri pólitík, svo sem klíkuskap og karlrembu," segir félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.