Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 7
N Æ R M Y N D
Fimmtudagurinn 10. júní 1993
PRESSAN 7
Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar og íslensks bergvatns
Ht VELOI SdlKOIWNGS-
RBMHUU?
PRESSAN/JIM SMART
Salan á dósa-
vatni til Banda-
ríkjanna brást og
afkastamiklar
vélar standa
ónýttar. Vel-
gengni á Bret-
landi og hér
heima heldur fyr-
irtækjunum á
floti. Skipst hafa
á skin og skúrir í
fyrirtækjarekstri
Davíös, en fram
að þessu hafa
spádómar um fall
sólkonungsins
ekki ræst.
Hin síðari ár hefur Davíð
Scheving Thorsteinsson í Sól
og íslensku bergvatni (ÍBV)
ósjaldan sagt að hætti Marks
Twain: „Sögusagnir af andláti
mínu eru stórlega ýktar.“ Og
vissulega hafa reglulega gengið
sögur um að nú væri veldið að
hrynja. Það hefur ekki gerst
fram að þessu. Hann hefur
brillerað og tekið dýfur þess á
milli, eða eins og hann hefur
sjálfur sagt ffá: „Eg hef stund-
um sloppið með skrekkinn,
stundum hef ég tapað, en oft
hef ég líka grætt óhemju.“
Nú er tímabil sagna um að
allt sé að fara fjandans til hjá
Davíð. Það sem gerir sögu-
sagnirnar trúverðugar er að
vatnsútflutningurinn, draum-
urinn sem byrjaði fyrir nær
tíu árum, virðist ekki æda að
ganga upp sem skyldi. Mark-
aðssetningin í Bandaríkjunum
hefur mistekist. Sem eru hin
verstu tíðindi ofan í varnaðar-
raddir helstu lánardrottna.
Gífurleg fjárfesting virðist ekki
æda að skila sér, að minnsta
kosti ekki tímanlega. Fyrir
Davíð Scheving
Vinsæll og stórhuga maöur í vinsælu en brokkgengu fyrirtæki. Skáti sem átti aö veröa læknir eins og afínn. Fæddur meö tvær silfurskeiöar í munni og hefur byggt upp stórveldi þrátt fyrir einstaka áföll.
tveimur árum hófst uppsetn-
ing fimm nýrra vélasamstæða
í því skyni að þrefalda fram-
leiðslugetu ÍBV. Það kostaði
um 300 milljónir króna, fýrir
utan annan kostnað, og mikl-
ar vonir voru bundnar við
Bandaríkin. En Davið reyndist
vera með lík í lestinni.
Kominn af eða tengd-
ur frægustu ættum
landsins
En byrjum á byrjuninni.
Davíð fæddist 4. janúar 1930 á
ísafirði og er því 63 ára. Sjálfur
hefur hann sagt að hann sé
fæddur með tvær silfúrskeiðar
í munni. Davíð er af kunnum
ættum og reyndar eru öll
helstu ættamöfii landsins allt í
kringum hann. Hann er
Thorsteinsson og Scheving og
Stephensen í föðurætt og Haf-
stein í móðurætt. Faðir hans
var Magnús Scheving Thor-
steinsson forstjóri. Föður-
afinn var alnafni Davíðs,
læknir, en hálfbróðir Davíðs
læknis var Pétur Jens Thor-
steinsson, einhver umsvifa-
mesti útgerðarmaður landsins
og samstarfsmaður Thors
Jensen, höfuðs Thors-ættar-
innar. Föðuramma Davíðs var
Þórun Stefánsdóttir Stephen-
sen. Móðir Davíðs var Laura
Hafstein, bróðurdóttír Hann-
esar Hafstein ráðherra. Síðari
kona Magnúsar, föður Dav-
íðs, var Sigríður Briem. Þá
má nefna að Gunnar Sche-
ving Thorsteinsson verkffæð-
ingur, bróðir Daviðs, varð
tengdasonur Björns Hall-
grímssonar úr H. Ben.-ætt-
inni.
Fyrri kona Davíðs var Soff-
ía, dóttir Jóns Mathiesen,
kaupmanns í Hafnarfirði.
Hún lést 7. janúar 1964, að-
eins 34 ára. Þau áttu þrjú
börn. Síðari kona hans er
Stefanía Svala, dóttir Geirs
Borg forstjóra og Guðrúnar
Ragnars sjúkraliða. Þau eiga
þrjú börn.
Sessunautur Vigdísar
ígaggó
Davíð var virkur í KFUM
og skátunum. Af félögum og
skólasystkinum í gagnfræða-
skóla og upp í menntaskóla
má nefna frænda hans Sverri
Scheving Thorsteinsson,
jarðfræðing og skotveiði-
mann, Bjama Armann Jóns-
son, sem nú býr í Kaliforníu,
Vigdísi Finnbogadóttur for-
seta, sem var sessunautur hans
í gaggó, og Ragnhildi Helga-
dóttur, fyrmm ráðherra.
Davíð útskrifaðist úr MR
1949 og hóf nám í læknisfræði
í Háskólanum. Hann átti að
verða læknir eins og afi hans.
En vegna dauðsfalls í fjöl-
skyldunni varð að ráði að
hann héldi til Danmerkur og
Svíþjóðar að nema smjörlíkis-
gerð. Hófst síðan ferillinn í
Sól, sem staðið hefúr óslitið í
rúma fjóra áratugi.
Davíð hefúr lengi unnið að
hagsmunum iðnrekenda, var
meðal annars formaður FÍI í
átta ár. Sjálfur hefur honum
blöskrað hvað lítið stendur
eftír af þeirri vinnu. „Það man
enginn effir mér í þessari bar-
áttu, en hins vegar muna allir
eftir því þegar Davíð keypti
ölið forðum í Fríhöfninni.
Það segir mikið um íslenskt
þjóðfélag, það er afskaplega
erfitt að fá hér vitræna um-
ræðu um efnahags- og at-
vinnumál, en það er hægt að
viðhafa endalaust rifrildi um
dægurmál.“
Túlipani á lista flokks-
ins með fálkaorðu á
bringu
Davíð sat í framkvæmda-
stjórn VSl 1983 til 1985, en
þar áður í samningaráði VSÍ. I
samningum á þeim tíma var
gjarnan talað um „Trópíkana-
tríóið“, sem innihélt Davíð,
Þorstein Pálsson og Kristján
Ragnarsson í LÍÚ. Hann hef-
ur og átt sæti í stjórnum
Rauða krossins, Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins, í stjórn
Þróunarfélagsins og setið í
nefndum varðandi EFTA.
Hann er aðalræðismaður
írska lýðveldisins og fékk
Fálkaorðuna 1982.
Hann var varamaður í
bankaráði Landsbankans 1972
til 1984 og varamaður í
bankaráði Seðlabankans 1984.
Og hann var formaður banka-
ráðs Iðnaðarbanka Islands
1982 til 1989. Sem sjá má af
þessu var Davíð um tveggja
ára skeið viðloðandi bankaráð
bæði Landsbanka og Iðnaðar-
banka.
Þótt hann sitji í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins neitar
Davíð því að hann gangi með
þingmann í maganum. „Ég
hef átt sæti í miðstjórninni,
hafði ekki mikið fyrir því að
komast þangað, og svo var ég
einu sinni „túlipani" á lista
flokksins fyrir bæjarstjórnar-
kosningar í Reykjavík. Mjög
neðarlega, til uppfýllingar og
skrauts. En annars ekki neitt
og það stafar af ískaldri
ákvörðun sem við hjónin tók-
um.“
Davíð er Rotary-félagi.
„Ekki Frímúrari,“ tekur hann
fram. Hann hefur síðan léð
starfskrafta sína í þágu Þróttar
í Reykjavík, án þess þó að vera
sportisti, helst að hann spili
badminton að einhverju
marki.
Allir vildu Soda Stre-
am en enginn gat
drukkið Sól-Cola
En þá að Sól. Arin 1951 til
1957 var hann verk- _____^