Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 11
F R E TT I R Fimmtudagurinn 10. júní 1993 PRESSAN I 1 sér í upphafi. Rannveig sótti fast að fá stöðu þingflokksfor- manns þegar Össur hlaut þá stöðu og varð nú öðru sinni undir. Ekki er líklegt að til eít- irmála komi af hennar hálfu og líklega verður hún formað- ur þingflokksins. Andlitslyfting á þingliöi krata eða ekki? Við allar þessar breytingar koma þrír nýir þingmenn í tíu manna þinglið krata, Guð- mundur Arni Stefánsson, Gísli S. Einarsson og Petrína Baldursdóttir þegar og ef Karl Steinar hættir. Gísli Sveinbjörn Einarsson er yfirverkstjóri hjá Sements- verksmiðjunni og hefúr verið aðalsprautan í bæjarmálum krata á Akranesi. Hann var nokkuð nærri því að velta Eiði Guðnasyni úr þingmannssæti og enginn reiknaði með því að Eiður yrði þingmaður eftir þetta kjörtímabil. Gísli þykir sérstakur og glaðhlakkalegur en er ekki allra. Hann er vinstrisinnaður í skoðunum og af gamla skólanum. Því er sagt að formaðurinn og fleiri hafi hugsað sér aðra sem arf- taka þessa örugga þingsætis Alþýðuflokksins. Hefur nafn Össurar heyrst í því sambandi en Össur ætlar sér að vera áfram í Reykjavík. Hlutur kvenna hefur ekki verið stór í þingliði Alþýðu- flokksins og verður Petrína Baldursdóttir þriðja þingkona Alþýðuflokksins þegar og ef hún kemur inn í stað Karls Steinars. Hún er fóstra úr Grindavík og er sögð vænsta kona og forystuholl en ekki mikill skörungur. Hún er ung og mun því hafa jákvæð áhrif á meðalaldur þingflokksins og hlutfall kynjanna. Það má segja að hún komi bakdyra- megin inn á þing, þar sem bæði Jón og Karl Steinar þurfa að hætta áður en hún kemst inn. Tryggvi, Ingvar og Jóna Ósk vilja bæjarstjóra- stólinn Nú þegar Guðmundur Árni verður heilbrigðisráðherra losnar staða bæjarstjóra Hafn- aríjarðar. Guðmundur mun þó sitja í einhverjar vikur til að festa lausa enda, eins og hann segir. Þeir fimm bæjarfúlltrúar sem eftir sitja berjast því um stöðuna. Einkum hafa þó þrjú nöfú verið nefnd í þessu sam- bandi, Tryggvi Harðarson, Ingvar Victorsson og Jóna Ósk Guðjónsdóttir. Af þeim eru Tryggvi og Ingvar taldir líklegri og er sagt að þeir telji sig báðir eiga stuðning fráfar- andi bæjarstjóra vísan. Tryggvi hefur verið dyggur stuðningsmaður Guðmundar Árna. Hann þykir hægfara en traustur og fer sínu fram. í sumar og sól alla fimmtudaga 10/6-17/6-24/6-8/7 Staðgreiðsluverð 2 vikur - 4 í íbúð (2 fuilorðnir og 2 börn) Verð frá 43.870,- 2 vikur - 2 í íbúð Verð frá 56.410,- 3 vikur - 4 í íbúð (2 fullorðnir og 2 börn) Verð frá 47.770,- 3 vikur - 2 í íbúð Verð frá 66.910,- 1 vika - 4 í íbúð (2 fullorðnir og 2 börn) Verð frá 36.170,- 1 vika - 2 í íbúð Verð frá 43.010,- Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar og gjöld. Frábær gisting, vel staðsett á ffrábæru verði. Hafðu samband strax. Sími 621490 Karl Stiínar Guðnason Þótti ekki vænlegt ráöherra- efni og hættir í haust. SlGBJÖRN GUNNARSSON Verður formaður fjárlaganefnd- ar 1. október næstkomandi. JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR Þurfti enn að horfa upp á ger- ræðisleg vinnubrögð for- mannsins þrátt fyrir að hafa hótað afsögn og hótar nú öllu illu. Gunnlaugur Stefansson Lykilmaður í því að Guðmund- ur Árni, bróðir hans, og Össur urðu ráðherrar. Hótaði and- stöðu við stjórnina og fórnaði formannsstöðu í fjárlaganefnd. Hann er vel liðinn en bent á að hann sé kannsld ekki klæð- skerasaumaður bæjarstjóri. Það hjálpar honum einnig talsvert að hann er af góðum krataættum, en faðir hans er Hörður Zóphaníasson og Ól- afur Þ. Harðarson lektor er bróðir hans. Þá má nefna að Tryggvi lærði í Kína og kynnt- ist þar konu sinni, Ástu Sig- ríði Kristjánsdóttur. Ingvar er nokkur andstaða Tryggva, en þeir þykja hafa vegið hvor annan upp. Ingvar er fljótur til ákvarðana og gengur hreint til verks, svo sumum þykir nóg um. Formaðurinn er frekar sagður horfa til Ingvars. Jóna Ósk er ekki talin eins lík- leg, en hún hélt skelegga ræðu á flokksstjómarfundinum sem túlkuð var sem framboðs- ræða. Hún gagnrýndi flokks- forystuna harkalega og að konum væri alltaf ýtt til hlið- ar, eins og hún orðaði það réttilega að því er virðist. Einnig hefur komið til tals að fá utanaðkomandi aðila til að stýra bænum, enda er það lenska í flestum bæjarfélögum landsins. Vilji er þó fýrir pólit- ískum bæjarstjóra og því reiknað með að meirihlutaráð aðal- og varabæjarfulltrúa til- neíúi mann úr sínum röðum og leggi fyrir fulltrúaráð flokksins í Hafúarfirði. Pálmi Jónasson Jón Baldvin Hannibalsson Ótvíræður sigurvegari í þessu einieikna sjónarspili. Upphafleg uppstiiiing hans rann að mestu óbreytt í gegn á mettíma og menn gátu illa blásið til orustu. Hann á enn tromp á hendi í utanríkisþjónustunni og hræðist ekki varaformanninn. Barcelona Brottfför aila laugardaga frá 12. júní Verð: 7 nætur í júní, 50.010,- í tvíbýli - Hótel Ateness 7 nætur í júlí og ágúst 48.610,- í tvíbýli - Hótel Ambassador Innifalið er flug, gisting, morgunmatur og flugvallarskattur og forfallagjöld Flug og bíll 1 vika 36.160, 2 vikur 44.810, 2 í Opel Corsa Innifalið er flug, bíll, ótakmarkaður akstur, kaskótrygging, söluskattur, flugvallargjöld og forfallagjald Costa Dorada Sitges Skemmtilegur strandbær skammt frá Barcelona ' lúxushótel, verð í tvíbýli, 7 nætur 52.410,- Innifalið er flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattur og forfallagjald. Salou Ibúðahótel Michaelangelo 2 vikur, brottför 18. júní: Verð 40.890,- Verð 53.400,- 2 fullorðnir og 2 í íbúð 2 börn 2ja—11 ára Innifalið er flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli, flugvallarskattar og forfallagjald Brottför alla þriðjudaga 2 vikur, verð frá 39.137,- 2 börn og 2 fullorðnir Innifalið er flug, gisting í 2ja manna herbergi á Gateway Inn í Orlando í 5 nætur og bílaleigubíll í 2 vikur, forfallagjald og flugvallarskattar, * Staðgreiðsluverð á mann USA Sumarfargjöld 44.900,- til Baltimore, Orlando og New York Barnaafsláttur, 2ja-11 ára, 25% til Baltimore og New York - 50% til Orlando Flugvallarskattar: Fullorðnir 2.675,- og börn 2^0,- Verð er miðað við á mann og staðgreiðslu. QATXAS/* EUROCARD. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR^ Aðalstræti 16 - sfml 621490 Benidorm - lækkað verð Florida Orlando skilyrða Atburðarósin yfir helgina Eiideikir Jóns Baldvins i tímaþröng Þaö var síðdegis á fimmtu- deginum fyrir viku sem at- buröarásin hófst. Jón Baldvin Hannibalsson átti þá fyrst fund meö Guömundi Áma Stefáns- syni og síöan Össuri Skarp- héöinssyni og bauö þeim sæti í ríkisstjórninni. Guömundur Árni tók vel í þá málaleitan, enda var honum boöin sú staöa sem hann sjálfur vildi, heilbrigðisráöuneytiö. Össur hins vegar neitaði, ekki af því aö hann vildi ekki veröa ráö- herra, heldur setti Jón Baldvin þaö skilyröi aö Össur færi ekki fram í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Hann sá aö erfitt yröi að þjóða fram þrjá ráö- herra í erfiöu kjördæmi og vildi koma í veg fyrir vandræði í framtíöinni. Þessu neitaöi Öss- ur, enda bakland hans í höfuö- borginni. Fréttir af fundum þeirra komu fram á föstudag og þá sendi stjórn Sambands Alþýöu- flokkskvenna áskorun til Jóns Baldvins þess efnis aö Rann- veig yröi ráöherra. Slagurinn var hafinn. Daginn eftir haföi Jón Baldvin samband viö þær og tilkynnti aö hún væri inni í myndinni sem ráðherraefni. Á sunnudag klukkan 3 kom síöan sjömannanefnd Suður- nesjakrata, undir forystu Krist- mundar Ásmundssonar, lækn- is í Grindavík, á fund Jóns Baldvins og krafðist þess aö Rannveig yrði ráöherra. í kvöld- fréttum gaf Kristmundur slöan óvænt út pólitískt dánarvottorö Karls Steinars. tilkynnti aö hann hætti á Alþingi. Slöar um kvöldiö komu frá útlöndum Jó- hanna Sigurðardóttir, Rann- veig Guðmundsdóttir, Jón Sig- urösson og Gunnlaugur Stef- ánsson. Á mánudeginum sat Jón Baldvin einkafundi meö máls- aðilum og á einum slíkum hót- aöi Jóhanna að segja af sér ef samráð yröi ekki haft viö hana og Rannveig útnefnd ráðherra- efni. Einnig ítrekuöu samtök kvenna stuöning sinn viö Rann- veigu. Lengi dags benti flest til þess aö Rannveig yröi fyrir val- inu og stuöningsmenn Össurar voru orðnir úrkula vonar þegar þingflokksfundur hófst. Af stuöningsmönnum hans beitti Gunniaugur Stefánsson sér haröast og bauðst til aö gefa eftir formannsstöðu I fjárlaga- nefnd, stööu sem hann taldi sig sjálfskipaöan I. Ella hótaöi hann aö taka sjálfstæöar ákvaröanir I hverju máli fyrir sig. Rafmagnað andrúmsloft á þingflokksfundi Þingflokksfundurinn var bæöi spennandi og dramatísk- ur, enda vissi ekki einu sinni varaformaöurinn hvaöa tillögu Jón Baldvin mundi leggja fram. Fundurinn þótti engu aö síður bera vott um stjórnkænsku Jóns, því I raun kom hann sínu fram. Fundurinn hófst kiukkan átta meö því aö þingflokksfor- maöurinn, Össur Skarþhéöins- son, gaf formanninum oröiö, sem var sá eini sem hélt ræöu á fundinum. Jón Baldvin til- kynnti aö þrlr þingmenn væru aö hætta, þar af tveir ráöherr- ar. Hann geröi tillögu um Sig- hvat sem viöskipta- og iönaðar- ráöherra, Guömund Áma sem heilbrigðisráöherra og Sigbjörn Gunnarsson sem formann fjár- laganefndar. Þaö var samþykkt án athugasemda. Jón Baldvin sagöi slöan aö stuðningsmenn Rannveigar og Össurar heföu haft I hótunum viö sig um af- sagnir. Taliö er aö hann hafi þar vísaö til hótunar Jóhönnu og einnig afskipta Sigbjörns, en hafi I raun vitaö hvernig at- kvæöagreiöslan mundi falla. Ljóst var aö báöir aðilar nytu nokkurs stuönings og líklegast aö þeir sættu sig viö lýðræðis- lega en leynilega kosningu. Jón Baldvin geröi ráö fyrir aö sá sem yröi undir tæki aö sér for- mennsku I þingflokknum. Niö- urstaöan varö Össuri I vil. Hann hlaut 7 atkvæöi en Rannveig 5. Eftir aö niöurstöö- ur lágu fyrir óskaöi Rannveig eftir fundarhléi, ráöfærði sig viö Jóhönnu Sigurðardóttur en tilkynnti síöan aö hún þyrfti lengri frest áöur en hún tæki að sér þingflokksformennsku. Eftir annaö árangurslaust fund- arhlé lauk fundi. Á flokksstjórnarfundinum sem fylgdi I kjölfariö kom fram talsverö óánægja fund- armanna, einkum meöal kvenna og fulltrúa Reyknes- inga. Flestir sættu sig viö niðurstööuna en Jóhanna, Rannveig og stuöningsmenn þeirra eru enn aö hugsa sinn gang. Rannveig vill engan eftirmála en Jóhanna er enn fokreiö.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.