Pressan - 01.07.1993, Síða 20

Pressan - 01.07.1993, Síða 20
20 PRESSAN V I ÐT A L Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Kjartan Pierre Emilsson er að Ijúka doktorsritgerð í kaosi eða óreiðu Vitsmunaverur frá öðrum hnetti ræða við fjölþjóðafyrirtæki! „Sumir kaoseðlis- frœðingar hafa skoðað innri gerð termítabúa og halda þvífram að 'termítinn sjálfur sé ekki lífvera heldur termítabúið. Term- ítarnir eru líkari frumum sem tengj- ast meðflóknu efnaboðkerfi. Tímaskalinn skiptir auðvit- að máli, því ef við horfum á búið í eina mínútu sjáum við bara termítana en ef við horf- —um yfir nokkur ár sjáum við bú sem bregst við hættum, færir sig til og svo framvegis. Ef hætta steðjar að og eitthvað ræðst á búið framleiða ystu termítarnir lykt sem boðar hættu og bera hana inn til drottningarinnar og viðbrögð hennar við lyktinni eru að búa til hertermíta. Næstu kynslóð- ir verða þvi ekki vinnutermít- ar heldur hertermítar og að lokum kemur heil kynslóð af hertermítum út úr búinu og ræðst á hættuna. Á þeim tímaskala hefúr búið brugðist —við hættu og er því í raun líf- vera. Þetta er sjálfsprottin regla, því í sjálfu sér er hver termíti tiltölulega heimskur en saman mynda þeir heild. Heild termítanna verður stærri en summa þeirra. Ef við erum reiðubúin að útvíkka skilgreininguna á vitund þá mundi ég segja að búið sjálft hefði vitund.“ Vitsmunaverur frá öðr- um hnetti ræða við fjölþjóðafyrirtæki „Hliðstæðar vangaveltur -eru þegar menn hugsa sér vitsmunaverur frá öðrum hnetti sem kæmu til jarðar- innar. Ef þær væru yfirnátt- úrulega gáfaðar og vildu hafa samskipti við gáfuðustu ver- una á jörðu, við hverja mundu þær tala? Einhverjir mundu nefna höfrunga eða manninn, en niðurstaðan yrði líklega sú að þær mundu frek- ar tala við fjölþjóðafyrirtæki, því það væri miklu flóknara fyrirbrigði en einn einstakur maður. Það er samsett úr mjög mörgum mönnum sem vinna á mjög skipulagðan hátt saman og bregst við umhverfi sínu. Þetta er þéttriðið net ‘ sem nær yfir jörðina og vits- munaverurnar gætu alveg greint það sem vitsmunaveru sem ræðandi væri við. Hver einstakur maður væri hins vegar bara heimskur termíti sem ekkert þýddi að tjónka við. Það er hins vegar ekki ljóst hvernig það samræðu- form væri enda skiljum við termítarnir það ekki,“ segir Kjartan Pierre Emilsson, sem nú er að ljúka doktorsritgerð í kaoseðlisfræði sem stundum hefur verið nefnt óreiðufræði. Kaos er æðsta stig flókinnar hegðunar „Það má segja að kaos sé hinsta stig flókinnar hegðun- ar, þegar hegðun kerfis er orð- in það flókin að erfitt er orðið að spá um hegðun þess í ffamtíðinni. Hún verður ófyr- irsjáanleg í tíma. Lengi héldu menn að það væri beint sam- band á milli þess hve hegðun væri flókin og hversu flókið líkan þyrfti til að skýra hana. Hins vegar komust menn að því að unnt var að framkaUa kaos í mjög einföldu líkani sem jafnvel vasatölva getur reiknað. Þegar tölvur fóru fyrst verulega að láta á sér kræla um 1975 var fýrst hægt að reikna þessa hegðun út og skoða hana myndrænt. Öll þróun innan fræðigreinarinn- ar hefur síðan verið mjög ná- tengd tölvum og framfarir innan fagsins eru samstiga ffamförum í tölvugeiranum.“ Vængjasláttur fiðrilda skiptir sköpum í veð- urfræði „Það er tiltölulega auðvelt að taka jöfnuna sem lýsir veð- urfari á jörðinni og sýna fram á hvers vegna ekki er hægt að spá fram í tímann. Jafnan er þekkt og það er hægt að leysa hana á tölvu. En til að vita hvernig hlutur þróast í tíma þarf að vita hvemig hann var á einhverjum gefnum tíma, segjum á miðnætti 1. janúar 1990. Vitanlega þarf þá að þekkja veðrið um allan heim en kerfið hefúr samt þann eig- inleika að því lengra sem spá- in nær, því nákvæmari þurfa upplýsingarnar að vera. Þegar spáð er viku ffam í tímann fer að skipta máli hvort fiðrildi í Ástralíu blakar vængjunum eða ekki, það er að segja hvort þær upplýsingar eru í jöfn- unni eða ekki. Spáin fyrir ís- land verður öðmvísi ef fiðrild- ið er tekið með en ef því er sleppt. Billjarð er svipað dæmi. Það er tiltölulega auð- velt að spá um braut kúlunnar eftir þrjú endurköst. Aðdrátt- ur ytri massa fer hins vegar að skipta máli þegar endurköst- unum fjölgar og effir 5-6 end- urköst fer að skipta máli hvort afstaða Plútó í sólkerfmu er tekin með í reikninginn." Ólínuleg hegðun lykil- atriði „Lykilatriðið er að þessi kerfi eru öll ólínuleg. Línuleg hegðun er þegar orsök og af- leiðing eru í réttu sambandi hvort við annað, en í ólínu- legu kerfi er ekkert slíkt sam- band. Ef maður keyrir bíl við fullkomnar aðstæður og bremsar er línulegt samband milli þeirrar aðgerðar að ýta á bremsuna og hve hratt bíllinn fer, en þegar hálka og aðrir hlutir em komnir inn í dæm- ið er sambandið orðið ólínu- legt og bremsun getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. I ólínulegu kerfi veldur orsökin afleiðingu sem síðan hefur áhrif á orsökina og svo koll af kolli. Ólínuleik- inn veldur flókinni hegðun sem getur leitt af sér kaos og er í raun forsenda þess. Vatn hegðar sér ólínulega en lygn pollur er ekkert kaotískur. Sé vatnið hitað myndast flókið munstur sem er mjög áhuga- vert og þegar það sýður verð- ur það fullkomlega kaotískt. Aðstæðurnar skipta öllu máli.“ Að koma í veg fyrir kaos „Yfirleitt vilja menn ekki kaos og hagnýtt gildi fræð- anna felst því ekki síst í að koma í veg fyrir það ástand. Þegar menn búa til flóknar raffásir fyrir eldflaugar vilja menn ekki að þær fari að hegða sér kaotískt. Því er búið til líkan til að finna út hvenær þær fara að hegða sér kaotískt og reyna síðan að forðast það ástand. Bandaríska njósnaþot- an Stealth er dæmi um ólínu- legt og flókið kerfi, því í raun snúa vængirnir öfugt. Með gífúrlegri tækni er henni hins vegar haldið á réttri braut. Kaotíkin er aðeins lokastig þessarar hegðunar og það er vissulega hægt að nýta sér það sem gerist ffam að þeim tíma. Menn hafa fundið út að flókin kerfi hafa oft tilhneigingu til að mynda sjálfsprottna reglu. Ef þúsund einstaklingar hafa mismunandi skoðanir á ein- hverju málefni myndast oft með tímanum tveir hópar, einn með og annar á móti. Svona líkön eru einnig notuð til að reikna út flæði fólks í neðanjarðarlestum. Mann- streymið er reiknað út eins og um vökva væri að ræða og þá er hægt að reikna út hversu stór göt þurfa að vera á út- gönguleiðum og hversu marg- ar ferðir þarf að fara til að þrýstingurinn fari ekki yfir ákveðið mark. Það sama á við á knattspyrnuvelli. Ef maður er drepinn á 100 þúsund manna knattspyrnuvelli myndast hræðslubóla sem hefur ákveðinn hraða og því er hægt að skipuleggja út- gönguleiðir með það að leið- arljósi.“ Tölvan vinnur milljarð aðgerða á sekúndu „1 doktorsverkefni mínu hef ég meðal annars unnið með amöbur. Amöbur lifa á sjávarbotni og skipta sér ekki hver af annarri. Þegar ætið fer hins vegar niður fyrir ákveðið magn fer hver amaba fýrir sig að gefa ffá sér efni. Efiiið tekur síðan þátt í ólínulegu efna- hvarfi sem er lotubundið í tíma. Amöburnar skynja þess- ar sveiflur og sjá spírala sem myndast í kringum alls kyns agnir í vatninu. Þær bregðast við þessu með því að fylgja spíralaörmunum og safnast að þessum miðpunktum og mynda þar svepp sem er ný og flóknari lífvera. Sveppurinn getur ferðast um og þegar hann kemst á stað þar sem er nægt æti leysist hann aftur upp í amöbur. I doktorsverkefninu hef ég unnið á eina stærstu og hrað- virkustu tölvu sem til er. Þetta er paralelltölva sem hefur 64 þúsund samtengdar tölvur sem vinna saman. Upphaflega var hún búin til í þeim tilgangi að skoða gervigreind, enda uppbyggingin svipuð og í ein- földum líkönum af heila. Síð- an hefúr komið í ljós að hægt er að nota hana í alls kyns út- reikninga. Þessi tölva getur framkvæmt einn milljarð að- gerða á sekúndu en reyndar er verið að gefa út endurbætta útgáfu af henni sem getur ffamkvæmt 1000 milljarða aðgerða á sekúndu. Hraðvirk- ustu heimilistölvur í dag ná um milljón aðgerðum á sek- úndu.“ Tölvurnar fjölga sér sjálfar „Tölvurnar breytast hratt, svo það er aldrei að vita hve- nær menn ná hinni eftirsóttu gervigreind. Staðreyndin er sú að þegar ný kynslóð af tölvum með nýjum örgjafa kemur út þá eru 99 prósent af hönnun örgjafans búin til af tölvukyn- slóðinni á undan. Tölvurnar verða alltaf fúllkomnari og fullkomnari og búa þar af leiðandi sífellt til flóknari tölv- ur og maðurinn kemur alltaf minna og minna inn í þetta lokaða ferli. Þegar við kom- umst á það stig að tölvurnar sjá alhliða um að búa til næstu kynslóð af tölvum þá ertu kominn með lokað kerfi sem enginn veit hvar endar. Þá er ekki aðeins um örgjafana sjálfa að ræða, sem hugsanlega gætu haft einhver takmörk, heldur eru þeir tengdir í neti og geta haft samslapti sín á milli og mynda þar af leiðandi æðra stig sem getur þess vegna leitt til enn æðra stigs.“ Kjartan er 27 ára. Hann lauk ffæðilegri eðlisffæði hér á landi árið 1988, vann síðan á Raunvísindastofnun þar til hann fór í doktorsnámið 1990. Foreldrar hans eru Cat- herine Eyjólfsson þýðandi og Emil Eyjólfsson, prófessor í ís- lensku í Lyon. Bróðir hans er Þiðrik Emilsson dagskrárgerð- armaður og systir hans, Guð- rún, er heimspekinemi. Hálf- bræður hans eru Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspeki- prófessor og Aðalsteinn Em- ilsson, prófessor í efnafræði í Svíþjóð. Kjartan Pierre býr með Döllu Jóhannsdóttur sem leggur stund á dagskrár- gerð í París, en þar hafa þau búið síðustu misseri.______ Pálmi Jónasson KJARTAN PlERRE Þegar termítabú er skoöaö A löngum tímaskai lifvera en ekki termítinn sjálfur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.