Pressan - 01.07.1993, Page 23

Pressan - 01.07.1993, Page 23
E R L E N T Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN 23 EVRÓPA Evrópsk sálnahreinsun ist í vöxt að fólk kiósi að láta EB hefur í mörg horn að líta, svo á jörðu sem á himni. Nýlega var sagt ffá því í blöð- um að til stæði að setja reglur um líkkistur í Evrópu. Það var ekki endilega vegna þess að EB gerði sérstakar kröfur þar að lútandi, heldur var ástæðan einfaldlega sú að Evrópubúar eru í sívaxandi mæli farnir að deyja í útíönd- um. Það kernur af þessu sí- fellda flandri. Enginn tollir heima hjá sér lengur. Svo þarf auðvitað að flytja menn heim og þá byrja vandræðin. „I sumum löndum eru búnar til svo lélegar líkkistur að þær eru ekki bjóðandi nokkrum lifandi manni,“ segir forstjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í að koma mönn- um til réttra heimkynna eftir dauðann. „Svo maður tali nú ekki um skriffinnskuna, Hún gæti drepið mann. f sumum löndum eru tollyfirvöld svo ströng að það er stórvarasamt fyrir fólk að deyja þar. Það verður að lífga þetta steindauða embættismanna- kerfi við og fá það til að setja reglur sem heimila fólki að fara frjálst á milli landa, hvort sem það vill fara lóðrétt eða lárétt," heldur hann áfram. „Annars hætti ég í þessum bransa. Þetta er drepleiðin- legt.“ En EB þarf að láta til sín taka víðar en á þessu sviði. í flestum Evrópulöndum fær- brenna sig eftir dauðann. í Bretlandi kjósa nú sjö af hverjum tíu þann kost og í Lundúnaborg vilja níu af hveijum tíu fara þá leið í lok- in. En þá kemur upp nýtt vandamál samkvæmt því sem stóð nýlega í ekki ómerkilegra blaði en sjálfu Financial Times. Af brunanum stafar auð- vitað mengun. Eftir áralanga baráttu hefur tekist að fá Evr- ópubúa til að brenna reyk- lausu eldsneyti í húsakynd- ingum sfnum, minnka eitrið í útblæstri biffeiða og hætta að reykja sígarettur og vindla. Þá er auðvitað sárgrætilegt ef bálfarir þeirra í lökin spilla andrúmslofti þeirra sem eftir lifa. Þess vegna er nú verið að semja reglur um útblástur „Þessi nýi hreins- unareldur kostar auðvitað meiri peninga ogþess vegna eru sumar útfararstofnanir farnar að bceta sérstökum um- hverfisskatti á jarðarfarir. “ líkofna. Tækjaframleiðendur eru að vonum glaðir, því nú þarf að endurnýja búnaðinn. „Það þarf þrotlausar rann- sóknir í þessum bransa,“ seg- ir einn framleiðandinn. „Maður vill ekki að það sleppi neitt út nema það sem er tandurhreint.“ Þessi nýi hreinsunareldur kostar auðvitað meiri pen- inga og þess vegna eru sumar útfararstofnanir farnar að bæta sérstökum umhverfis- skatti á jarðarfarir. En allt þetta hlýtur að vekja alls konar ffæðilegar spurn- ingar. Hvað er það sem hreinsunareldurinn tekur úr sálinni þegar hún stígur upp? Áður fóru menn í heild til himna, stilltu sér upp fyrir utan Gullna hliðið og voru vegnir og metnir. Nú fer að- eins partur af þeim. Er það endilega betri parturinn? Fara nú allir alla leið inn í himnaríki því þeir verða svo hreinir? Spyr sá sem ekki veit. Hér vantar svör. Þetta er dauðans alvara. Höfundur starfar á skrífstofu EFTA í Genf. „Þykkt“ tímarit Góðar fféttir fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á öllu spengilega, fallega fólkinu sem fýllir síður hvers tímaritsins á fætur öðru. Út er komið nýtt ffanskt tímarit, Grosso Mode, skrifað urn feitt fólk, fýrir feitt fólk, af feitu fólki. Það fæst ekki í Eymundsson ennþá, en yrði þar væntan- Iega við hliðina á Vogue og Cosmopolitan. Á forsíðu fyrsta tölublaðsins kemur fram kjörorð þess: „Ég er feit, ég fýlgist með tískunni og ég er hamingjusöm." Á innsíðum gefur svo að líta feitar konur í undirfatnaði, feitar konur í nýju bílunum sínurn og feitar konur í nýjasta sumarfatnaðinum. Og þeim virðist líða bara ágætlega, takk fýrir. Hugmyndina að Grosso Mode átti Corine Allouch, sem sjálf er aðeins rúm fimmtíu kíló, en segist vilja höfða til þeirra meira en sex milljóna Fralcka sem eru yfir eitt hundrað kíló að þyngd. Fyrir utan tísku og lífsstíl má finna í blaðinu greinar um list, heilsufar, kynlíf og sál- arfræði. Ráð eru gefin feitum sem eiga í erfið- leikum í kynlífinu, hvaða flugfélög taka mest tillit til feitlaginna og hvaða bílar eru hentug- astir miklum líkamsvexti. Þegar hins vegar er litið yfir auglýsingar má sjá við hverja erfiðleika tímaritið á að etja. f þeim eru nefnilega fáir aðrir en þeir sem aug- lýsendur hafa alltaf talið heppilegustu fýrirsæt- urnar — og þær eru þvengmjóar. Bandarískir ferða- menn streyma til Víetnam Á áttunda áratugnum for- dæmdu bandarísk blómabörn og friðarsinnar stjórnvöld í landinu vegna stríðsins í Víet- nam með eftirminnilegum hætti. Núna, um tuttugu ár- um síðar, flykkjast ferðaglaðir Bandaríkjamenn til Víetnam til að virða fýrir sér leifar styrj- aldarinnar og berja ryðgaðar vítisvélarnar augum. í stað fjandskapar hefur nú þróast „vinskapur“ á milli þjóðanna og Víetnamar eru alsælir með ört vaxandi áhuga banda- rískra ferðamanna á hinum blóðuga kafla í sögu landsins. Það voru tveir fyrrum víet- namskir hermenn sem fengu þá hugdettu að opna ferða- skrifstofu í heimalandi sínu og freista þess að hagnast á Víetnamstríðinu. Þeir reynd- ust hafa hitt naglann á höfúð- ið og á Víetnam nú sívaxandi vinsældum að fagna sem ferðamannastaður, ekki að- eins meðal Bandaríkjamanna^' heldur einnig meðal annarra þjóða heims. Að sjálfsögðu er farið með ferðalangana á söguslóðir; í skotgrafir, jarð- göng og neðanjarðarbyrgi og geta þeir sem vilja fengið að æfa skotfimi sína þar sem hin- ar stríðandi þjóðir bárust áður á banaspjót. „Víetnamski stríðsleikurinn“ hefur reynst óhemjuvinsæll meðal ferða- manna og eru margir farnir að líta á Víetnam sem eftir- sóknarverðasta ferðamögu- leikann á þessum áratug fyrir uppgjafahermenn og fólk haldið ævintýraþrá. Jagger með kynlíf á heilanum Söngvara og forkólfi rokk- hljómsveitarinnar Rolling Stones, Mick Jagger, er hreint ekki hlátur í hug þessa dag- ana. Ástæðan er nýútkomin bók um hann, Jagger Unau- thorized, sem höfundurinn Christoper Andersen skrifaði án nokkurs samráðs við söngvarann, eins og titillinn gefúr reyndar til kynna. 1 bók- inni er fjallað um viðburða- ríka ævi Jaggers, þar sem dregin er upp afar dökk mynd af söngvararanum. Þannig er honum lýst sem skynlausri skepnu, sem sé kynferðislega óseðjandi og láti minnstu smámuni slá sig gjörsamlega út af laginu, eins og til dæmis þegar hann lendir hjá hár- skera sem mundar skærin ekki alveg eins og honum þóknast. I bókinni er mikið gert úr sjúklegum áhuga Jag- gers á kynlífi og sagt að hann hafi aðeins verið þrettán ára að aldri þegar hann fékk kyn- líf bókstaflega á heilann. Af þeim fjölmörgu sem söngvar- inn á að hafa sængað með um ævina eru 27 nefndir á nafú, þar af fjöldinn allur af karl- mönnum. Þá kemur fram í bókinni að Jagger hafi sofið hjá unnustum fjögurra mjög frægra rokkhljómsveitarmeð- lima. Og eins og til að undir- strika kynlífsáhuga Jaggers ljóstrar bókarhöfundur því upp að rokkarinn hafi sérstakt dálæti á hinni umdeildu kyn- lífsmyndabók söngkonunnar Madonnu, Sex, og hafi gefið að minnsta kosti tuttugu nán- um vinum sínum eintak af henni.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.