Pressan


Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 23

Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 23
V I ÐT A L Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 pressan 23 Dreymdi fjöll líkt og Stalín Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra er mikill áhugamaður um útivist og stundar silungs- veiðar af kappi enda þótt harður áróður sé rekinn í fjölskyldunni gegn fiskadrápi hans Hann þurfti ekki að setja sig í sér- stakar stellingar til að tileinka sér þann áhuga á náttúrunni sem nýi starfinn krefst óneitanlega af hon- um. Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á útivist og hefur ver- ið að eltast við silung frá því að hann man eftir sér. „Foreldrar mín- ir áttu sumarhús á Þingvöllum og ég og bræður mínir fórum þangað um hverja helgi“, segir Össur. „Ég hafð- ist þar við á mínum yngri árum, allt þar til ég byijaði í háskólanum. Eins og sumir vita er ég mikill veiðimað- ur og drápari silunga og því notaði ég hvert tækifæri til að veiða í Þing- vallavatni með bræðrum mínum. Ég hugsa að fáir viti betur hvar best er að drepa bleikju á þessum slóð- um.“ Hápunkturinn á veiðiferlinum Össur segir þá bræður hafa sýnt mikil tilþrif við veiðarnar, en há- punkturinn á veiðiferli þeirra hafi þó verið þegar Sigurður bróðir hans fékk 14 punda urriða í Þing- vallavatni. „Þetta var einn af síðustu stóru urriðunum sem veiddist á þessum slóðum, svo það er rétt hægt að ímynda sér hvemig okkur leið bræðrum. 1 kringum aldamótin flykktust aristókratar Evrópu til Þingvalla að veiða, enda var þar að finna stærsta urriða í heiminum. Við Sogsvirkjun 1959 hrundi hins vegar íslenski urriðastofninn og hef- ur ekki borið sitt barr síðan.“ Hann kveðst alla tíð hafa verið heillaður af íslenskri náttúru og haldinn miklum áhuga á útivist. Þó eigi hann það mest konu sinni að þakka, hve víða hann hafi farið. „Ég er giftur yndislegum jarðfræðingi og það er fyrst og ffemst hún sem hefur dregið mig í ferðir. Mín úti- vist hefúr verið mest í tengslum við veiði og það má segja að ég hafi veitt silung um allt land. Ég hef því þvælst allan andskotann. Konan mín er mikill göngugarpur og er í gönguhóp sem karlmenn fá ekki aðgang að. Eins og gefúr að skilja er ég ákaflega ósáttur við að fá ekki inngöngu í þennan föngulega hóp. Það eru ævinlega sagðar svo tvíræð- ar og skemmtilegar sögur í ferðum þeirra kvenna. Svo er ég alveg hand- viss um að þeim veitir ekki af karl- mannlegri forsjá, þær voru nú eitt sinn mjög nálægt því að fara sér að voða.“ Ein tegund af Nirvana ástandi össur dvaldi ásamt eiginkonu sinni, Ámýju E. Sveinbjömsdótt- ur, við nám í Bretlandi í fimm ár og segist hann hafa saknað íslenskrar náttúru mikið þann tíma. „Við bjuggum í Austur-Anglíu í austur- hluta Bretlands þar sem eru fræg vötn og mýrlendi, en engin fjöll sem átti ákaflega illa við mig. Því fór fyrir mér eins og Stalín þegar hann var sendur í údegð þar sem voru miklar auðnir og sléttur, að mig dreymdi fjöll. Að vísu gekk ég ekki eins og langt og Stalín, sem lét senda sér ts ‘ÍkíkadÉt 1 j myndir af fjöllum í útlegðina. Þess í stað sóttum við hjónin mikið í Peak District sem er fjöliótt landsvæði og frægur ferðamannastaður í Derby skíri. Það bætti mér þó ekki upp ís- lenska náttúru, enda jafnast ekkert á við þessi nöktu og hijúfú fjöll. Nekt landsins gefur vídd sem maður finnur ekki annars staðar.“ Hann segist ekki vita betri leið til að hvíla sig á amstri pólitískra átaka, en dvelja úti í náttúrunni. „Það er ein besta upplyfting sem ég veit að fara út í náttúruna og hlaða sig. Það er ólýsanleg tilfinning að setjast nið- ur að kvöldi úti í guðsgrænni nátt- úrunni, eftir góða gönguferð. Þá er eins og maður renni saman við náttúruna. Skáldin hafa lýst þessu sem algleymi. Náttúran getur haft geysileg mikil áhrif á mann og það er er ótrúlegur ffiður sem færist yfir mann. Þetta er ein tegund af Nir- vana ástandi. Mörgum finnst þeir komast í óvenju nána snertingu við náttúr- una í grennd við Snœfellsjökul. Ég held að það sé einföld skýring á því. Á Snæfellsnesi mætast gríðarlega miklar andstæður; víðáttumikið hafið, hraunið, þessi sérstöku fjöll og loks jökullinn í öllu sínu veldi. Það er því ekkert skrýtið að fólk upplifi Snæfellsjökul sem sérstaka hleðslustöð. Sú upplifun sem mað- ur verður fyrir við að sitja úti í ffið- sælli náttúrunni að kveldi, kemst að ég held næst trúarlegri reynslu. Það færist algjör friður yfir mann og jafnvel harðir raunvísindamenn eins og ég fara að líta hlutina öðrum augum.“ Þingvallasvæðið í mestu uppáhaldi Össur segist stunda útivist minna nú hin allra síðustu ár og kennir um tímaskorti. „Ég fer því miður ekki eins mikið út í sveit og áður, amstur stjómmálanna hefúr ekki Ieyft það. Ég geng þó eftir sem áður mikið innanbæjar, enda þyki ég ekki heppilegur bílstjóri. En þetta stend- ur allt til bóta. Við hjónin ætlum um næstu helgi á Reykhóla, fara með bát út á Breiðafjörð og liggja í tjaldi uppi á heiði. Að sjálfsögðu verður veiðistöngin tekin með. Ég læt það ekkert á mig fá, þó að hálfu Magnúsar bróður míns sé rekinn harður áróður í fjölskyldunni gegn djöfúllegum veiðiaðferðum mín- um. Það hefur ekki komið til vin- slita af þeim sökum. Reyndar er það svo, að ég tapaði dálítið veiðigleðinni eftir að ég sneri mér að fiskeldi og var sífellt að handfjatla stóra og myndarlega fiska í vinnunni. Ég er því ekki eins ffið- laus veiðimaður og ég var. Hér áður fýrr gat ég ekki beðið eftir því að komast að einhverju vatninu og kasta. Núorðið hef ég ekkert síður gaman af að ganga úti í náttúrunni með konunni minni.“ Aðspurður segir össur nokkcs. staði heilla sig öðmm ffemur. „Þeg- ar ég var við nám í Háskólanum fór ég til dæmis í oft í gönguferðir um Reykjatiesskaga og mér finnst ákaf- lega fallegt þar um slóðir. Þá er geysilega skemmtilegt útivistarsvæði í Kollafirði í Austur-Barðastranda- sýslu, en þar kom ég oft á háskólaár- unum. Uppáhaldsstaðurinn minn er þó tvímælalaust Þingvallasvæðið, ég hef dvalið mest þar og hef sér- stakar taugar þangað. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að auka verndarsvæðið á Þingvöllum og stækka það upp í Langjökul og ég er ákveðinn í að reyna að beita mér fyrir því sem umhverfisráðherra. Takist mér það dey ég saddur lífdaga.“ Vinsælu ítölsku DEMO gönguskórnir, vatnsheldir. Verð frá kr. 7.800.- Póstscndum samdægurs! OPIÐ UM HELGINA! SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 91-621780

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.