Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 3
S K I L A B O Ð Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 PRESSAN 3 Helgi, ekki Hjalti í umfjöllun um handr- ukkanir í síðustu viku kom fyrir afar slæmt nafna- brengl, þar sem nafn Hjalta Steinþórssonar lögmanns misritaðist í stað Helga Helgasonar. Af greininni mátti því ráða að Hjalti hefði heimsótt skuldara til að inna eftir borgun, sem er alrangt. Rétt er að árétta að þótt lögmannsstofa Hjalta hafi upprunalega haft um- rætt skuldabréf í innheimtu tengdust meintar handr- ukkanir honum ekki með neinum hætti. Hjalti er beðinn afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið hon- um. I kjölfar hálshnykksfar- aldursins sem gengið hefur yfir síðustu misserin hafa tryggingafélögin tekið upp á því að bjóða þolendum fasta upphæð eða fá dóm- kvaðna aðila, tvo lækna eða lækni og lögfræðing, til að meta hvert og eitt tilvik. Þetta er ekki lítil bú- bót fyrir viðkomandi sérfræðinga en dæmi eru um að þeir hafi fengið rúm- 1 e g a 300.000 kr. til skipt- anna fyrir álitsgerðina. Það er ekki stór hópur manna sem kallaður er til verka en af lögfræðingunum eru það Þorgeir Örlygsson, pró- fessor og Davíð Þór Björg- vinsson, dósent. Lækna- hópurinn er stærri en Magnús Ólafsson, Jóhann Tómasson og ísak Hall- grímsson hafa allir fengið þó nokkur mál til meðferð- ar. Þegar litið er til þess að þegar er búið að afgreiða rúmlega 20 mál, sést að hér er ekki um neinar smáupp- hæðir að ræða. Til skamms tíma voru engar reglur til um bótamat en stuðst var við dómvenjur og læknis- fræðilegt mat sem nægir engan veginn til að meta tekjutap viðkomandi aðila. Þó að álitsgerðirnar séu dýrar telja tryggingafélögin að með þessu fáist betra mat en áður. Niðurstöður dómkvöddu aðilanna hafa nánast í hverju einasta máli leitt til lægri bóta en hefði gömlu aðferðinni verið beitt... ótt úrslit í formanns- kosningum SUS séu langt því frá ráðin eru menn engu að síður famir að ráð- stafa væntanlegum bitling- um. Þannig segir sagan að Guðlaugur Þór Þórðarson sé búinn að lofa Þóri Kjart- anssyni framkvæmda- stjórastöðu hjá SUS, vinni sá fyrmefndi kosningarnar. Þetta mun vera feitasti bit- lingurinn sem formaður veitir og eina launaða stað- an... VERÐ L0FTBRÚ SÆTAFERÐIR FRÁ kr. 6000.- -milli Reykjavíkur og Egilsstaóa Akureyri • Húsavík • Hornafiröi • Reykjavík Fjölskylduhátíð árssins VALASKJALF leikur laugardags- og sunnudagskvöld Athugið! Aðgangur að Eiðum gildir lika að Valaskjálf. STÖÐUGAR FERÐIR milli Eiða og Egilsstaða

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.