Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 23
SVARTUR TANGO Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 PRESSAN 23 Heitfeng útrás Við mælum með Hver segir að íslenskar konur geti ekki líkst suðrænum eðal- meyjum — heitum kynsystr- um sínum? Enginn. Sérstak- lega ekki í hitanum sem hefiir glatt bæði víf og svanna sunn- an heiða síðustu daga. Nú er rétti tíminn fyrir allar heit- fengar stúlkur (sérstaklega þær sem lært hafa argentískan tangó) að sýna sitt rétta eðli og draga fram úr pússi sínu þunnu, flegnu kjólana sem þær hafa legið á eins og ormar á gulli í allan vetur. í slíkri flík er eðlilegt að stíga þokkafuil- an dans í miðnætursólinni og við mælumst til þess að ein- hver snjall skemmtanastjóri bæjarins gefi þessum óþreyju- fullu ungmeyjum færi á að fá útrás á dramatísku tang- ókvöldi. Jafnvel undir berum himni. Til fullkomnunar mætti einnig hugsa sér pilta á borð við þá á myndinni, því enginn segir heldur að suð- rænt blóð geti ekki runnið um æðar íslenskra pilta. Þeim ber ef til vill sérstaklega að hafa í huga að við sólarbrúnk- una fer vel að klæðast svörtu og hvítu og vatnsgreiða hár sitt. frænhan sijngur með Jef BlacR Joe lag með Jet Black upp vin- útvarps- síðustu Þegar hlustað er á lagið vekur athygli undurfögur kven- mannsrödd sem hinn hárprúði söngvari, Páll Rósinkranz, getur varla kannast við að eiga. Hin 24 ára g a m I a Sigríður Guðna- d ó 11 i r mun hins v e g a r ekki vera saklaus af því að geta sung- ið og viður- kennir fús- SlGRÍDUR GUÐNADÓTT1R. Hin 24 ára upprennandi söngkona syngurFreedom með Jet Black Joe lega að hafa aðstoðaö drengina við umrætt lag. Reyndar hefur eplið ekki falliö langt frá eikinni því þar fer engin önnur en ná- frænka Páls. Þaö voru þó ekki ættar- tengslin sem réðu samstarf- inu nema að litlu leyti. Aðal- lega var tilviljun um að kenna. „Strákarnir voru að semja lagið heima í stof- unni hjá mér og einhver rekistefna var uppi um hvort ég ætti að syngja með þeim. Það varð úr að lagið var tekið upp og ég kem til með að syngja lagiö meö Jet Black Joe á Eiðum um Verslunarmannahelgina og ef til vill eitthvað í bænum einnig. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um fram- haldið og sem stendur reyni ég að einbeita mér að æf- ingum." Glöggir muna ef til vill eftir Sigriði úr sjónvarpsþáttum Hemma Gunn en þar sigr- aði hún söngkeppni sem haldin var fyrir nokkrum ár- um. Hún hefur þó lítið lært í söng, utan að hafa verið einn vetur í Tónlistarskóla F.Í.H., en hefur hins vegar sungið frá barnæsku. Sig- riður hefur nú fullan hug á aö leggja sönginn fyrir sig en hyggst taka sér hvíld frá öðru námi í bili. „Ég vann lít- illega við Júróvisjón og Landslagið en það var þó ekkert sem mér líkaöi sér- staklega við. Mig langar hins vegar til að reyna fyrir mér í söngnum en Freedom hefur gengið mjög vel og veit vonandi á gott. Það verður að segjast eins og er að það er ekki amalegt að eiga góöan frænda og segja má að það hafi komið sér ágætlega í þessu tilfelli." ...siglingu í gúmmíbátum niður Hvítá. Maður mígur á sig af spenningi. ...útsölum. Þá, og aðeins þá, hefúr kreppu-íslendingurinn efni á að kaupa sér leppa. ...sleikipinnum. Auk þess að vera sætir örva þeir ímyndun- araflið. ...bíla- og bátaverkstæði Þ. Þórðarsonar Ekki einasta eru þar viðhöfð snöfurmannleg handtök heldur er opið nán- ast allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. ÍKS ■ Víðsýni. Vera kosmópólitan. Sigldur. Það er nefiiilega eng- in lygi að heimsborgarinn veit meira en margir og skilur fleira en flestir. Þess vegna er gott að hafa farið nógu langt, nógu lengi og kunna að elda, hugsa og tala á útlensku. Því er fifl, að fátt er kennt. QN Ábyrgðarleysi. Að halda endalaust að aðrir nenni að þrífa upp skítinn eftir mann og þykja það bara skratti sjálf- sagt. Það er rosalega mikið úti að halda að maður sé nafli al- heimsins og vera sannfærður um að ættmenn og vinir séu æstir í að borga skuldir manns, passa börnin og hugga kokkálaða maka. Mikið svakalega mega þeir bara eiga sig og sín vandamál peninga- skussarnir, drykkjuhundarnir, bévítans eiginhagsmuna- seggirnir og allir hinir vælu- kjóarnir sem hafa ekki burð í að taka sér tak. í Rósenbergkjallaranum á föstudagskvöld var fasti gest- urinn,Baltasar karlinn búinn að stimpla sig inn. Þar var einnig kærustuparið Skúli Thoroddsen og Guðný ásamt Elínu Köru vinkonu þeirra hjónaleys- anna; Ari Alexander hinn svartfexti myndlist- armaður og Sissa ljósmyndari. Það var troðið á Sólon Is- landus á laugardagskvöld. Þar mátti finna margt glæsimenn- ið og kvendið og að vanda var fullt af arty-farty liði. Leikara- hjónin Ingvar Sigurðsson og Edda Amljótsdóttir sem ný- ráðin er til Þjóðleikhússins litu við. Þar sátu einnig í djúpum samræðum skáldkonan með stóru sólgleraugun Kristín Ómarsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður með meiru. Við næsta borð flissuðu vin- konumar Þorgerður Gunn- arsdóttir lögfræð- ingurog Láraog Kristín Jónsdætur. Rósenbergkjallarinn á laug- ardagskvöldið hafði að geyma feðgana Hrafii Gunnlaugsson og Kristján Hrafnsson Mód- elið brosmilda Ragna Sæ- mundsdóttir og fylgdarmað- ur hennar Jón Kaldal settu svip á staðinn. Þar var einnig Davíð Stefánsson í sam- gönguráðuneytinu, Fannar Sverrisson svifflugkennari að ógleymdum Andra Má Ing- ólfssyni stórpiparsveini. Bíóbarinn sýndi það á laug- ardagskvöldið að þar er enn hægt að finna skemmtilegt fólk. Þar vom að halda upp á brúðkaup sitt á fremur óvenjulegan hátt, hjónin Magnús Ólafsson hagff æð- ingur, bridds-spilari og Belg- íufari og Steinunn Harðar- dóttir líffræðingur. Aðrir gest- ir í brúðkaupsveislu þeirra við stóra borðið á móti karlakló- settinu voru systur brúðgum- ans þær: Steinunn Ólafsdótt- ir leikkona og Kristín Ólafs- dóttir útvarpskona ásamt mökunum, Jakobi Bjamari Grétarssyni górillu og dr.- Gesti Guðmundssyni sem haíði brugðið sér í svört jakkaföt í tilefni dagsins. Systir brúðarinnar Guðrún Harðar- dóttir forvörður brosti hring- inn en nafna hennar Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona og systir hennar Lillý litu við til að heilsa upp á þau nýgiftu. Frikki var með nýja „casual- lookið“ á bamum þetta kvöldið og sýndi og sannaði af hveiju fáir slá honum við í þessari starfs- grein. Stór- módel okkarís- lendinga fyrr og síðar Brynja Sverris- dóttir var einnig á barnum og virtist skemmta sér konunglega. Gamlir meðlimir í Rónafélagi Reykjavíkur sem átti sína glæstustu daga á Gauknum á efri hæðinni fyrir nokkrum árum, en býr nú á Bíóbarnum voru einnig mættir að vanda. Nefnum engin nöfh! Á siglingu niður Hvítá síð- asta sunnudag í æðislegu veðri voru Jóka nuddari og fýrrver- andi eigandi Skaparans, Helga Mogensen náttúrukona og Tóta tala, verslunarkona í Fríðu frænku. Þama voru einnig nokkrar félagskonur í Frístundafélaginu Sprækum spmndum sem sýndu fá- dæma dirfsku og hetjulund er þær feyktust yfir flúðimar; Katrín Sveinsdóttir hnykk- læknir, Rúna HauJcsdóttir lyfjaffæðingur, Sigrún Traustadóttir fjármálastjóri og Anna Margrét Ólafsdóttir kennari ásamt ónefndri blaða- konu. drykkju síðustu vikumar og drekk helst ekkert frá mánudegi til þriðjudags. Hina dagana stend ég mig betur en helvrtis þynkan hellist alttaf yfir á daginn. Ég hef reynt að fara í sund, stunda kynlíf eða taka alkaseltser. Það er þó liðin tíð því ég hef upp- götvað stórasannleikann: Til hvers að láta renna af sér ef maður ætlar hvort eð er að verða fullur aftur? Engin þynka — ekkert vesen.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.