Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 9
Flmmtudagurinn 29. júlí 1993 F R É T T I R PRBSSAN 9 Fyrrverandi bústjórar Lindarlax endurkrafðir um skiptaþóknun TOKU SJO MILLJONIR FYRIR ekki fyrir endann á því. Þrátt fyrir að langt sé í land að skiptum ljúki í þrotabúi Lindar- lax hf. hafa kröfuhafar ákveðið að endurkrefja bústjóra um hluta af þeim skiptakostnaði sem þeir fengu greiddan þegar eigur bús- ins voru seldar á sínum tíma. Fljótlega eftir gjaldþrotið leystu Iðnþróunarsjóður, ís- landsbanki og Norske Kredit Bank (sem nú heitir Norske Bank) til sín stöðina. Fiskeldis- stöðin var þá metin á 368 millj- ónir og fiskurinn á 317 milljónir eða samanlagt á 685 milljónir. Af þessu fengu bústjórarnir, þeir Jón G. Briem og Ingi H. Sig- urðsson hæstaréttarlögmenn eitt prósent í tryggingu fyrir skipta- þóknun og var sú þóknun inn- heimt síðar. Það eru 6.850.000 krónur. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR var þessi þóknun í raun fyrir mjög einfalda vinnu sem fólst í samningsgerð vegna sölunnar. — Eitthvað sem kunn- ir menn segja að hafi í mesta lagi tekið nokkra daga. Vaninn mun vera að miða við tímakaup í svona viðskiptum. Skiptastjórinn segir að hans afskiptum sé lokiö Heimildir eru fyrir því að tveir kröfúhafanna, Iðnþróunarsjóður og Norske Bank vilji fá endur- greiðslu á skiptaþóknunni og hafa sent tilmæli eða fyrirspurn þar um til skiptaráðanda. Það flækir hins vegar málið að eftir dómstólabreytinguna 1. júlí í fyrra þá hefur Þorsteinn Pét- ursson látið af störfum sem skiptastjóri en það var einmitt hans úrskurður á sínum tíma að beitt yrði þessari aðferð við að ákveða skiptaþóknun. Heimild- armenn blaðsins segja að það geti hafa haft áhrif á það hvernig málin þróuðust að vinskapur var, og er, milli hans og bústjór- anna fyrrverandi. Þorsteinn sagðist, í samtali við blaðið, ekkert vita um afdrif málsins eða þessa óánægju með skiptaþóknunina. Úrskurðar- valdið í ágreiningsmálum héðan í ffá er því komið til Héraðsdóms Reykjaness. Þrátt fyrir að þrotabú Lindar- lax sé búið að vera til meðferðar um fjögurra til fimm ára skeið bendir ekkert til að skiptum ljúki í bráð. Tvö dómsmál eru enn til meðferðar, þar af bíður annað úrskurðar Hæstaréttar sem getur tekið tvö til þrjú ár. Á sama tíma hefur Ásbjöm Jónsson héraðs- dómslögmaður tekið við af Jóni G. Briem sem bústjóri (sem nú heitir skiptastjóri) en Jón er nú yfirmaður lögfræðideildar Is- landsbanka sem einmitt hefur yfirtekið kröfú Iðnaðarbankans í þrotabúið. Eftir því sem komist verður næst hafa kröfuhafar fengið það álit hjá sérffæðingi í skiptarétti að þessi greiðsluaðferð hafi ekki ver- ið eðlileg. Sömuleiðis hefur blaðamaður borið þetta undir aðila sem þekkja vel til skiptarétt- ar og taka þeir undir það álit — þóknunin er fáheyrð. JÓN G. Briem. Var meöal annars bústjóri Lindarlax áöur en hann fór til íslandsbanka. INGIH. SlGURÐSSON. Hefðum getaö miöaö viö hærri prósentu Segjast hafa lækkað sína þóknun I samtali við PRESSUNA sagði Ingi að á sínum tíma hefði gjald- takan verið færð niður fyrir það sem kveðið hefði verið á um í gjaldskrá lögmannafélagsins. Samkvæmt henni er heimilt að taka tvö prósent af söluandvirði fasteigna en eitt prósent af and- virði lausafjár. Með því að taka eitt prósent yfir heildina hefði verið farið niður fyrir gjaldskrána í samráði við skiptaráðanda. Taldi Ingi að prósentan hefði verið verulega lækkuð ef miðað var við að heimilt er að inn- heimta fimm prósent þóknun af sölu lausafjár. Um dagafjöldann sem lá að baki þessari vinnu vildi Ingi ekk- ert segja — hvaðst ekki hafa upp- lýsingar þar um tiltækar. Enfitinst þér þetta eðlileg þókn- un? „Ég get ekkert sagt til um hvaða skoðun aðrir hafa á því. Meðferð búsins, samkvæmt gjaldskrá, er langtum hærri en þessar tölur segja til um,“ sagði Ingi. . JNaöu undirtökunum í dmmnni viðflármál íjölskyldunnar Meö því að gera fjárhagsáætlanir og halda þannig utan um fjármálin er hægt aö draga úr óþarfa útgjöldum. Fjárhagsáætiun fjölskyldunnar er krókur á móti bragöi eyðslunnar. Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar er mappa með töflu, sem einfalt er aö fylla út og sýnir svo ekki veröur um villst í hvaö peningarnir fara. Notaðu Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar og þú berð hærri hlut í glímunni við fjármálin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Þjónustufulltrúi Landsbankans leiðir þig í allan sannleikann um Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu. ■ Bankinn lætur þér í té viðskiptayfirlit síðasta árs gegn vægu gjaldi. Siguröur Már Jónsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.