Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 26
HELGI HELGANNA PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 UMhárTðir um verslunormannahelgina Síldarævintýrið á Sigló Fílapenslar, Miðaldamenn, Leikfélagið, Hljómsveit- in Stormar, Harmonikkusveit Eyjafjarðar og aðrir Síldardagskrárliðir. Vinsamleg tilmæli eru til gesta að kaupa merki tii styrkt- ar Síldarminjasafni, 1.000 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Ferðaskrifstofan Nonni efnir til ferðar sjóleiðis til Sigló ef næg þátttaka fæst. Kostar 4.000 krónur fyrir fullorðna, frítt fyrir 14 ára og yngri sem eru i fylgd með fullorðnum. Miðgarður í Skagafirði Stjórnin, Pís of Keik og John Wayne. Kostar rúmar 2.000 krónurinn á ballið og tjaldstæði eru við Varmahlíð. Fjölskylduhátíð á Akureyri Skriðjöklarnir, Pláhnetan og Pelican. Pakkhúspartý eftir ball, bílabíó og tívolí. Eiðar GCD, Bogomil Font, Jet Black Joe, Nýdönsk og Sú- ellen. Kostar 6.000 krónur. Neistaflug ’93 Fjölskylduhátíö f Neskaup- stað. KK-band, Randvers-félagar, Bogomil Font og miiljónamæringarnir, Súellen, Hljómsveit Magneu, Ózon og Allod Immug. Aðgangur er ókeypis og tjaldstæði frí. Þjóðhátíð í Eyjum Pláhnetan, Todmobile, SSSól, Dr. Sáli, Herramenn, Bone China, Sigtryggur dyravörður, Léttasta lund- in, Yukatan, Árni Johnsen (hvað annað) auk fleiri atriða. Kostar 6.500 krónur. Herjólfur hefur stillt upp sérstakri þjóðhátíðaráætlun og Flugleiðir fjölgar ferðum sínum til og frá Eyjum. Auk þess bjóðast pakkaferðir frá B.S.Í., Flugleiðum og íslandsflugi. Snæfellsás ’93 Áruteikningar, draumadans, námskeið í Shaman- isma, íslenskir blómadropar til heilunar, auk ann- arra andans lystisemda. Kostar 3.500 inn á svæðið en aukalega er greitt fyrir einstök námskeið. Lausir hundar eru bannaðir á svæð- inu. Einnig skal tekið fram að uppselt er í öll tjaldstæði á Búðum um helgina og því engin von til þess að gista þar nema pöntun hafi þegar verið gerð. Galtalækjarskógur Geirmundur Valtýsson, Pandemonium, Tannpína, Örkin hans Nóa, karaoke, varðeldur og Spaugstofan. Kostar 5.300 fyrir fullorðna og 4.800 fyrir unglinga. Hverjir verða Kokkarpoppa Fyrsta plata Súkkat á leiðinni Súkkat er ekki bara þetta vonda græna í jólakökunum heldur líka nafnið á dúói sem kokkarnir Haffi og Gunni starfrækja í pásum. Haffi fer með skemmtilegan kveðskap með rödd sem minnir nett á Megas, en Gunni slær gít- arinn; sannkölluð bjórdrykkjutón- list sem fólk hefur tekiö miklu betur í en drengirnir áttu von á. Haffi er yfirkokkur á Hótel Búð- um og Gunni er með annan fótinn þar, hinn í „Við tjörnina". Um síð- ustu helgi voru þeir báðir yfir kötlunum í eldhúsinu á Hótel Búöum og því tilvalið að ná tali af þeim í pásu því heyrst hefur að þeir ætii að taka upp plötu og koma henni út bráðlega. „Jú jú“, staðfestir Haffi. „Við erum að leita að stað hérna í nágrenninu til að taka upp. Kirkjan er örugglega hljóm- góð en ég er ekki viss um að staðarpró- fastinum litist vel á þá hugmynd eftir lætin sem urðu eftir að við vorum gripnir við að spila fótbolta í kirkju- garðinum.“ Það œtti nú ekki að vera tnikið mál að taka þetta upp, bara rödd oggítar. „Það er rétt, við finnum út úr þessu. KK og band ætla reyndar að spila og syngja með í „Kúknum í lauginni" en annars verða þetta bara við tveir. Það er hálf undarlegt að vera að setja þetta á geisladisk. Ég skil ekki það tækni- undur ennþá. Það er jafn flókið íýrir- bæri fyrir mér og farsími eða eitthvað." „Við eigum hvorugur geislaspilara“, segir Gunni. „Við verðum að biðja einhvem um að taka plötuna upp fyrir okkur þegar hún kemur út.“ Þið eruð sem sagt að blása út. Fyrst var þetta bara hobbí en nú á aðgeraplötu. „Þetta var voðalega inn í sig hjá okkur til að byrja með já, en nú höfum við fengið loforð um að gefa þessi lög okk- ur út. Við erum líka að hugsa um að umpóla „Tondeleó“ eftir Sigfús Hall- dórsson og snúa því upp á grænlenska mær og rásleysið í lífi hennar, ef við fá- um leyfi, það er að segja.“ Þið œtlið ekkert að stœkka við ykkur og fá band? „Nei þetta er fínt svona. Þetta er svo ódýrt batterí svona, en það er auðvitað gaman að spila með bandi.“ Þið eruð vœntanlega undir áhrifum frá orkustöðvunum hérna allt í kring. „Þetta kemur allt úr Mælifellinu. Þar er víst mikið af köngulóm. Orkan er farin að færast í Mælifellið af jöklin- um. Þar er svo mikið álag og átroðn- ingur að það er allt brunnið yfir um. “ Ætliði ekki að auglýsa Hótel Búðir svotia fyrir helgina? „Nei það er algjör óþarfi. Það er nógu fúku út í móa. Þá komst maður í pásu mikið af fólki hérna samt. Alltaf fúllt. rétt á meðan!“ Við vorum eiginlega bænheyrðir í gær _______________________________________ þegar kom smá rok og nokkur tjöld Gunnar Hjálmarsson MONKEY WRENCH í ÚTILECUNA Rommiö er líklega vanmettv asti drykkur sögunnar, fórn- arlamb goðsagna um helsta . keppinautinn, vodkann. Það vill romminu til happs að táknmynd vodkans, rúss- neska þjóðin, er nákvæmlega eins og hún er, því vodkinn er einmitt drykkur fyrir upp- þembdar kartöfluætur með hárbrúska út úr eyrunum. Rommið er hins vegar Ijúft, mjúkt og bragðmilt, framleitt fyrir siðað fólk. Og við erum að tala um Bacardi romm, engan dökkrauðan rudda með tilheyrandi timburmönnum. Það er orðið tímabært að gefa þessum eðaldrykk séns í fleiru en kóki, til dæmis í greipaldin- safa og kalla það Monkey Wrench. Eða nota nýjustu uppfinninguna frá Vífilfelli, Fanta Lemon. Ljúft og bregst ekki í hitanum. T • Þessi brúðkaupsmynd fær blessun okkar þessa vikuna fyrir jafnhall- ærislegustu mynda- tökustellinguna. Þessar amrísku brúðkaupsstælingar eru eitt, en af hverju í ósköpunum er maðurinn með gítar á brúðkaupsmynd- inni sinni? Hvað ef hann væri trommari? Eða bifvélavirki? Hefði hann látið mynda sig með pústflækjurnar fanginu? hvar um Verslunarmannahelgina? Ámi Friðrik þjónn á Pasta- Basta skellir sér norður á heimaslóðir á Siglufirði og tekur þátt í Síldarævintýrinu. Með í farteskinu verður litla frænka hans. Finnbogi Rútur Valdimars- son sendiráðunautur og kona hans Þórunn Hreggviðsdótt- ir verða heima enda eru þau að undirbúa flutning til Moskvu. Friðrik Weisshappel og Dýrleif Örlygs- d ó 11 i r búðar- eigendur v e r ð a væntan- lega á Búð- um á Snæ- fellsnesi og vonast eítir friði og ró þar en H a 11 b j ö r n Hjartarson k á n t r í - söngvari d v e 1 u r heima að Kántríbæ og tekur á móti þeim ferðalöngum sem þangað koma. Sævar Karl Ólason kaupmað- ur verður í bænum um verslunar- manna- helgina enda finnst honum það fínt því þá er nóg pláss. Logi Bergmann Eiðsson fr éttamaður kemur til með að eyða lunganu úr helginni við störf á golfmóti. Konuna geymir hann í útlöndum. Hjónin Kristín Ólafsdóttir á Rás 2 og Gestur Guð- munds- son fé- lagsfræð- munu nota helgina til fróð- leiks og þroskunar því þau ætla að sækja Norræna sum- arháskólann, sem að þessu sinni er haldinn í Finnlandi. Samstarfsmenn Kristínar á Rás 2, þeir Sigurður Ragnars- son og Klemens Amarsson verða á faraldsfæti um helg- ina. Sigurður gerist stórhuga og fer með konu sinni Stein- unni Rósu Sturludóttur á Vatnajökul en Klemens og kærastan Eva Rós láta sér ísa- fjörð nægja. dnda Pét- urdóttir og betri helming- ur henn- ar, Les hyggjast sóla sig á Grikklandi. Sig- ursteinn Más- son, frétta- maður, ætlarí göngu- ferðá íjöll mit Freunde. Viðskipta- jöfurinn Birgir Bieltvedt ætlar að heiðra Flat- ey með komu sinni og með honum í för verður án efa Lilja Pálmadóttir, kona hans. Eyjólfur Kristjánsson, popp- ari, hefur alla jaffia endað í Kerlingafjöllum en nú bregð- ur hann undir sig betri fætin- um og siglir til Eyja þar sem hann mun spila á Þjóðhátíð ásamt hljómsveitinni Hálft í hvoru, þeim Inga Gunnari, Gísla Helgasyni og Örvari Aðalsteinssyni. Klippara- gengið úr Kompaníinu, Kalli og Alli ætla að skella sér á Búðir eins og svo margir aðrir en þar verða líka Biggi og Óli Haralds. Klipparinn góði Gunni í Kompaníi og Einar Óli ljósmyndari hyggjast hins vegar halda á kristilegt mót hjá Veginum á Laugarvatni. Víðs íjarri verða þeir Hraffi- kell Sigurðsson, myndlista- maður, og Óskar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður, en þeir fara væntanlega í göngu- för um hálendið þar sem eng- inn sér til. Ekki hefúr endan- lega verið ákveðið hvert hald- ið skal. Þorsteinn Högni Gunnarsson og hans fýlgi- tungl verða í Aratungu en þar stendur fýrrneffidur fýrir skemmtun mikilli. Við vænt- um þess að þar verði mikið um hipp-hopp og rave lið. Baldvin Jónsson og fjöl- skylda hans öll ætlarað halda áffam að vera heima. Um helgina tekur hann á móti umhverfisritstjóra Fin- ancial Times en hann kemur hingað til að kanna þá mögu- leika sem Island heffir að bjóða á sviði heilsu- og um- hverfismála. Útvarpskonan Áslaug Dóra EyjólÉsdóttir og Sigurður Norðdal, hagfræð- ingur og tilvonandi eiginmað- ur, verða í Biskupstungum og nágrenni. Þau ætla jafovel að fara á gúmmíbát niður Hvítá. Þeir ætla hins vegar í lax í Norðurá Bolli í Sautján, kvik- mynda- É i jöffirinn || ’p Sigurjón Sighvats- sonog meðeig- andi hans Steve Golin ásamt Birgi Þórissyni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.