Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 12
F R E TT I R
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993
um borgina. Ég reyndi að út-
skýra fyrir honum að okkur
starfsfólkinu væri ekki leyft að
eiga samskipti við hótelgest-
ina. En þegar hann var búinn
að hringja svona tíu sinnum í
mig í móttökuna, þá lét ég
undan en setti það skilyrði að
vinkona mín kæmi með. Það
er ekki vel séð í Tælandi að
konur fari einar út með karl-
mönnum sem þær þekkja lít-
ið.“ Hún segir að þeim hafi
strax komið vel saman. Hann
sendi henni síðan rósavönd
ífá Singapúr, sem hafði auð-
heyrilega tilætluð áhrif. Svo
bauð hann henni út í annað
sinn þegar hann stoppaði í
Bankok áður en hann fór aft-
ur til íslands. Þaðan fóru að
streyma frá honum bréf,
stundum þrjú á viku, og bæk-
ur um landið. Svo fór á end-
anum að hún ákvað að þiggja
boð hans um að koma til Is-
lands. „Ég var dauðhrædd við
að fara og foreldrum mínum
leist heldur ekkert á þetta. En
af því að mér geðjaðist vel að
honum ákvað ég að slá til. Það
má eiginlega segja að ég hafi
líka orðið ástfangin af land-
inu. Þetta var í fyrsta skipti
sem ég sá nakin fjöll." Adda er
búin að búa hér síðan. Hún er
stolt af heimili sínu, en hún er
ekki sú eina sem PRESSAN
ræddi við sem metur öryggi
heimilisins og vinnunnar
mikOs.
„Það er hægt að lifa góðu
lífi hér á íslandi. Jafhvel þótt
hlutirnir séu ódýrari í Tælandi
þá er auðveldara að fá vinnu
hér og afla peninga", segir
Wanpen sem ekki gat mætt
upp í Grafarvog þetta kvöld.
Hún minnist á vinkonu sína
sem býr í ekki allt of góðu
hjónabandi en er öll af vilja
gerð til að bæta það. „Eigin-
maður hennar er ekki sem
verstur en hann er ekki mikið
gefinn fýrir að fara út á meðal
fólks og þau rífast út af því. En
þetta er góður maður. Hann
er í ágætis vinnu, á íbúð og sér
vel fyrir fjölskyldunni.“
„Ég tala íslensku
við barnið mitt. “
Þarf vilyrði barnsföður
síns til að giftast
Pricilla og Adda vilja ekki
gera mikið úr fátæktinni í
fæðingarlöndum sínum eða
gefa hana upp sem ástæðu
fyrir komu samlanda sinna
hingað. Málið virðist þó horfa
dálítið öðruvísi við þeim Is-
lendingum sem þekkja til í
Tælandi. Ung kona sem bjó
þar um tíma segir að margar
þarlendar konur sækist eftir
að giftast útlendingum ef þær
eigi börn, því kynlíf fyrir
hjónaband sé litið hornauga
og þess vegna geti kona með
barn ekki búist við að eiga eft-
ir að giftast samlanda sínum.
Miðaldra íslenskur karlmaður
sem hefur ferðast mikið til
Tælands á undanförnum ár-
um og er nú giffur tælenskri
konu þekkir aðra hlið á mál-
inu. „Ef ógift kona eignast
bam ber faðirinn enga ábyrgð
á velferð barnsins og hefur
engum skyldum að gegna um
AMALQASE
hindrun fýrir börn þeirra.
„Dóttur minni gengur mjög
vel í skólanum og fær góðar
einkunnir. Ég þekki því ekki
þetta vandamáT, segir Pricilla.
Og Adda: „Ef mamman talar
ekki íslensku, þá kennir barn-
ið off móðurinni tungumál-
ið.“ Báðar eru sammála um að
tungumálið skipti ekki megin-
máli í samskiptum móður og
bams, þau geti verið náin þótt
móðirin skilji ekki íslensku.
Hvað varðar íslenskukunn-
áttu samlanda þeirra almennt,
benda þær á að íslenskan sé
erfið og það eigi ekki allir jafit
auðvelt með að læra hana.
Þær viðurkenna þó að betra sé
að geta talað og bjargað sér á
íslensku, enda geri þær það.
„Eða emm við ekki að tala ís-
lensku núna?“
Eiginmaður, nýgiftur tæ-
lenskri konu, kannt ekki við
að samlöndur eiginkonunnar
séu tregar til að læra íslensku.
„Ég þekki kannski þrjú pör
náið og kannast lauslega við
sex eða sjö. Ég veit ekki betur
en að allar þessar konur sæki
íslenskutíma og komi þaðan
brosandi út þar sem mennirn-
ir bíða eftir þeim. „Hann segir
þó að það hafi komið sér á
óvart í byrjun hvað konan
hans var treg til að fara út.
„Satt að segja þá leist mér ekk-
ert á þetta effir fyrstu tvo til
þrjá mánuðina. Hún vildi ekki
einu sinni hafa afskipti af öðr-
um tælenskum konum. Ég
varð að koma beint heim úr
vinnunni og hafa ofan af fýrir
henni þegar ég kom heim. En
núna er hún smám saman að
færa sig upp á skaftið, hefur
eignast nokkrar vinkonur og
talar hálfan daginn við þær í
símann.“
Það er staðreynd að þessar
konur halda hópinn og hitt-
ast. Filipínsku konurnar með-
al annars í tengslum við Filip-
ínska- íslenska vináttufélagið
og kirkjuna en flestar eru þær
katólskar. Tælensku konumar
hittast oft óformlega, gjaman í
litlum hópum, og þá meðal
annars heima hjá Öddu sem
heldur þeim saman. Alls eru
300 konur frá Filipseyjum og
Tælandi á Islandi en fjöldinn
frá hvom landi um sig er svip-
aður. En eftir þennan fund
okkar í Grafarvoginum voru
þær uppfúllar af hugmyndum
um að stofna félag asískra
kvenna til að standa vörð um
sinn málstað.
★Sjá tímarítið Bamaheíll,
l.tbL3.árg. 1992.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
uppeldi þess. Aftur á móti þarf
konan samþykki hans vilji
hún giftast. Yfirleitt þarf að
borga föðurnum til að vilyrði
hans fáist og stundum þarf
margra mánaða leit áður en
tekst að hafa upp á honum. Ég
þekki eitt dæmi þess.“
Hann bætir því við að með-
al tælenskra kvenna hér á
landi séu konur er hafi stund-
að vændi, þótt ekki telji hann
að þær séu margar. „Vændi er
aðeins ein leið fýrir þær til að
ná sér í eiginmann“, segir
hann. Frá Vesturlöndum.
Laun í Tælandi eru lág, al-
geng mánaðarlaun eru 5.000
krónur íslenskar. Ómenntuðu
fólki býðst ekki betra og því
elcki undarlegt að Tælending-
ar líti svo á að Evrópubúar og
Bandaríkjamenn vaði í pen-
ingum. „Én Tælendingar gera
sér oft rangar hugmyndir um
Vesturlönd. Þeir sjá ferða-
mennina, horfa á amerískar
kvikmyndir og Dallas og
ímynda sér að lífið hér sé ein-
tóm sæla“, segir unga konan.
„Sumum þeirra hefur verið
lofað öllu fögru sem stenst
ekki þegar þær koma hingað.
Þær vita þá ekki alltaf hvað
þær geta gert í málinu. En ef
eitthvað er að eru þær samt
yfirleitt fljótar að koma sér
út.“
Ofbeldi fyrirfinnst alls-
staðar
Það er þó ekki alltaf tilfellið.
Ein þeirra tælensku kvenna
sem PRESSAN ræddi við
sagði frá samlöndu sinni sem
eldki kærir sig um að skilja við
eiginmann sinn, þrátt fýrir að
hann beiti hana ofbeldi og láti
hana eina um að vinna fyrir
heimilinu. „Hún elskar
manninn sinn og barnið sitt
og vill ekki fara frá honum.“
En lífið hefur leikið við vin-
konurnar í húsinu í Grafar-
voginum og þær vilja ekki
gera mikið úr því þó einhver
hjónabönd milli austurlenskra
kvenna og íslenskra karl-
manna hafi endað illa og kon-
urnar mátt þola ofbeldi.
„Ef einhver kona hefur ver-
ið lamin, þá er ástæðan eflaust
sú sama hér og annarsstaðar í
heiminum. Það má í öllum
löndum finna fólk sem hefur
það gott og er hamingjusamt
og svo aðra sem hafa það bágt.
Slíkt á ekki aðeins við á Is-
landi“, segir Pricilla og kastar
síðan fram þeirri spurningu
hvort íslenskar konur séu ekki
fleiri í Kvennaathvarfinu en
þær asísku.
Þórunn Þórarinsdóttir
starfsmaður Kvennaathvarfs-
ins er að nokkru leyti sama
sinnis. „Við gerum ekki grein-
armun á ofbeldi eftir því hvort
um er að ræða íslenska konu
eða erlenda, en hingað hafa
leitað konur af ýmsum þjóð-
ernum.
Allar konur sem búa við of-
beldi eru einangraðar félags-
lega, en kannski sérstaklega
asísku konurnar því þær
kunna yfirleitt ekki íslensku.
Að öðru leyti er einangrunin
og ferlið í hjónaböndunum al-
veg það sama hvort sem báðir
aðilar eru íslenskir eða ekki.“
ANDREA SOMPIT, PRICILLA ZANORIA og UNNA PHORNTHIP.
En efasísku konumar sem til
ykkar hafa leitað tala litla sem
enga íslensku, hvemig hafa þcer
þá komist að tilvist Kvennaat-
hvarfsins?
„Óft eru það nágrannarnir
sem hjálpa þeim. Það skiptir
máli að þeir bregðist við, því
konurnar vita oft elcki hvert
þær eiga að snúa sér. I sumum
tilfellum eru ofbeldismenn-
imir lagnir við að láta það líta
þannig út að konunni sé ekki
treystandi og þurfi eftirlit.
Fjölskyldan tekur þá stundum
það hlutverk að sér að fýlgjast
Það má eigin-
lega segja að ég
hafi líka orðið
ástfangin af
landinu. “
með henni enda veit hún
sjaldnast um ofbeldið inni á
heimilinu. Vændiskonu-
stimpillinn sem hefur viljað
loða við þessar konur hefur
líka áhrif í þessu sambandi og
ýtir undir allskyns sögusagn-
ir“, segir Þómnn.
íslensk kona sem umgengst
mikið tælenskar kynsystur
sínar hefúr orðið vör við það
viðhorf að konumar séu falar
hvar og hvenær sem er. „Það
hefur gerst að menn hafi hald-
ið að ég sé að selja þær“, segir
hún. „Þar sem þær vilja fá að
vera í friði, þá sitja þær frekar
heima og hugsa um börnin
sín, en fara út á meðal fólks.“
Þegar þannig er um hnútana
búið er einangrunin tilkomin
vegna utanaðkomandi að-
stæðna.
Betra að geta bjargað
sér.
Konumar í Kvennaathvarf-
inu eru ekki þær einu sem
kannast við lélega íslensku-
kunnáttu tælenskra og filip-
ínskra kvenna. Þeir sem séð
hafa um íslenskukennslu í
Námsflokkum Reykjavíkur
þekkja vandamálið og tregðu
sumra kvennanna til að mæta
í tíma, jafnvel þá sem þeim
hafa staðið til boða ókeypis á
vegum Rauða krossins. Sum
þessara námskeiða varða
einnig réttindi og stöðu út-
lendinga hér á landi, en félags-
málaráðuneytið hefur gefið út
bækling um þau mál á ensku,
tælensku og kínversku.
Þeir sem sýnt hafa málum
þessum áhuga hafa áhyggjur
af ástandinu og því hefur ver-
ið unnið að því að stofna
Upplýsinga- og menningar-
miðstöð fýrir nýbúa þar sem
þessar konur, og reyndar allir
erlendir íbúar landsins, geta
fengið leiðbeiningar og að-
stoð. Einnig stendur til áð
kynna menningu annarra
þjóða fýrir Islendingum.
íslenskukennari tælensku
kvennanna segir að oft sé erf-
itt að fa þær til að sækja tíma
og stundum séu það hreinlega
eiginmennirnir sem standi í
vegi fýrir að þær fái að koma.
Hún segir nær ómögulegt að
vera með afskipti í slíkum til-
vikum því ekki megi skylda
fullorðið fólk til að ganga í
skóla.
Sjálfar eru konurnar ekki á
Eg er ekki að skálda
I því samtali sem PRESSAN
áttí við konur ffá Tælandi og
Filipseyjum kemur fram að
þær telja að Amal Qase vilji
koma á þær óorði til að upp-
hefja sjálfa sig. Amal svarar
þessum ummælum á þann
hátt að hún hafi engan áhuga
á að kasta rýrð á þessar kon-
ur. „Ég er ekkert að tala illa
um þessar konur þó þær hafi
fúllt leyfi að halda því fram.
En ég er ekkert að skálda
þetta upp, það vita þetta allir.
Það er nóg að spyrjast fyrir
hjá Kvennaathvarfinu eða
Stígamótum."
Þœr segja líka að þú hljótir að
vera afbrýðisöm vegna þess hve
mörgutn þeirra hefur vegnað
vel?
„Afbrýðisöm yfir velgengni
þeirra! Þær eru eins og þræl-
ar. Það vita það allir þó auð-
vitað séu til konur frá Asíu
sem hafa það gott.“
því að þetta sé vandamál.
„Það er einfaldlega misjafút
hvað það tekur fólk langan
tíma að ná tökum á málinu.
Sumir eru fljótir að því, fýrir
aðra er það erfiðara. „Pricilla
segist þó hafa verið farin að
„Ef einhver hefur
komið hingað í
gegnum pöntun-
arlista, þáfinnst
mér það bara
allt í lagi. “
geta bjargað sér eftir sex mán-
aða dvöl í landinu. Fyrir
Tinnu hefur það tekið mun
lengri tíma að læra málið.
Hún tekur ekki þátt í samræð-
um, fylgist einungis með því
sem fram fer og kinkar kolli
við og við. Adda segir ástæð-
una fyrir því hve lítið hún hef-
ur sig í frammi vera þá að
hana vanti æfingu í að tala.
Eiginmaðurinn sé ekki mjög
ræðinn og reyndar hún ekki
heldur. Tinna segist samt sem
áður tala íslensku við barnið
sitt. Staða innflytjendabarna
og tungumálaerfiðleikar
þeirra þegar kemur að skóla-
göngu voru umræðuefni á
ráðstefnu Barnaheillar fyrir
rúmu ári. Þar kom fram sú
skoðun að léleg íslenskukunn-
átta annars foreldris, eða
beggja, geti haft slæm áhrif á
námsárangur barnanna og
skipt sköpum fyrir aðlögun
þeirra. En sökin er ekki for-
eldranna eingöngu, heldur
liggur hún hjá íslenskum
ráðamönnum.
Varö að koma beint
heim
Pricilla og Adda vilja ekki
kannast við að tungumálaörð-
ugleikar mæðranna séu