Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 32
SMATT ER FAGURT Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 EGILL HELGASON, HELGIBJÖRNSSON og ELlSABET JÖKULSDÓTTIR njóta sólarinnar fyrír framan Café París. Við mælum með veröndinni fyrir framan Café París. Þetta er áreiöanlega eina kaffihúsiö í bænum þar sem hægt er aö sitja úti í sólinni viö almennileg borö og stóla. Engin járnborö hér, heldur ósvikin kaffiborð og stólar aö hætti Parísarkaffihúsanna sem eru reyndar þaö eina sem er ekta franskt á Café París. En það er aukaatriði. Á ver- öndinni er hægt aö sleikja sólina í góöa veðrinu, drekka mjólkurkaffi á /a fran$aise, horfa á mannlífiö á Austurvelli og Jón Sigurösson. Viö mælum líka meö frönskum hornum, bornum fram á íslenska vísu, heit meö skinku og osti. Konur eru konum verstar Konur eru undalegur þjóð- flokkur með vænan skammt af sjálfseyðingarhvöt. Þær ganga í ljótum fötum, eru eins og fíiglahræður, stríðsmálaðar á trúnaðarstiginu inni á klósetti á óþekktum bar. Þær lifa í sjálfsprottnum heimi ímynd- ana þar sem sjónarmið hins sterka kyns fá engan aðgang. Þegar rætt er um anorexíu er viðkvæðið yfirleitt að konur séu að ganga í augun á karl- kyninu. Þekkja menn marga karla með anorexíu? Þekkja menn marga karlmenn sem hrífast af konum sem tapað hafa kvenleika sínum í stöð- ugum megrunum? Konur fara ekki í megrun fyrir karla, heldur fyrir kynsystur sínar. Megrunarkúrar eru heitasta umræðuefnið í kvenhópum og þegar þeir fara úr böndunum og leiða til anorexíu er það til að þjóna fuglahræðuímynd kvenna. Konur segja oft að karlar leggi ofuráherslu á spírulögun kvenna og nefna þá tískuheiminn því til sönnunar. I tískuheiminum eru vörur framleiddar fyrir konur, vissulega af körlum — en fyrir konur. Konurnar stjórna þeirri eftirspurn sem karlarnir reyna að fullnægja. Þeir selja konum — ekki kon- ur. Og þeir sem reyna að hafa áhrif á útíit kvenna verða fljótt gjaldþrota. Þegar karlar höíðu eitthvað að segja um útlit kvenna gerðu þeir Venusar- styttur og máluðu blómlegar konur. Nú hafa kvenrembug- ylturnar yfirtekið útlitshönn- unina og niðurstaðan er ekki góð. Annað dæmi er sífelld þörf kvenna fyrir að fá útrás fyrir listræna hæfileika sína í eigin andliti. Þær virðast lifa í þeirri trú að karlar vilji konur sem ekki sést í fyrir stríðsmáln- ingu og glingurhlöðnu höfði. Enn eru það konur sem magna kynsystur sínar upp í vitleys- unni. Útlitið er yfirleitt ekki gott þegar þær mála sig og skreyta, hver í sínu lagi. En þegar konur hittast og mála sig saman verður niðurstað- an ógnvænleg, að ekki sé tal- að um þegar áfengi fær að losa allar hömlur. Einhver tískukóngurinn sagði á dög- unum að ný tíska væri að hefja innreið sína. Konur mættu bera kvenleg brjóst, jafnvel hafa ávalan rass og fuglahræðutískan væri dauð. Þær þyrftu ekki að mála sig klukkutímum saman og of- hlaðið glingur væri á úfleið. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þetta er óskhyggja eða veruleiki. BOKMENNTIR Sherlock Holmes í Suður Ameríku Hver myrti Móleró Almenna bókafélagið 1993 ★★★★ Hver myrti Móleró? er ádeilu- og sakamálasaga eftir einn fremsta starfandi rithöfund heimsins, Mario Vargas Llosa. Llosa er fæddur í Perú og bauð sig þar fram til forseta fyrir örfáum árum. Llosa tapaði þeim kosningum og býr nú í Bandaríkj- unum. Hann hefur um nokkurra ára bil verið orðaður við Nóbels- verðlaunin, víst er að sænska aka- demían stigi ekki víxlspor ef hún færði Llosa Nóbelinn. Hver myrti Móleró? er önnur skáldsaga Llosa sem kemur út í ís- lenskri þýðingu. Árið 1991 kom hin gráglettna bók Pantaljón og sérþjón- ustan. Þessi nýja bók er öllu drunga- legra verk, en að mínu mati betra og var Pantaljón þó hin besta bók. Þetta er saga um ungan almúga- mann Móleró sem í ástarbríma gæt- ir ekki að sér og stefhir þangað sem honum er ekki ætlaður staður. Þessi tæplega tvítugi söngvari og gítarleik- ari er myrtur á hroðalegan hátt. Lög- reglumennirnir Silva og Lítúma hefja rannsókn málsins og sú rann- KOLBRUN BERGÞÓRSDÓTTIR „Efykkur finnst þið of oft lesa innihaldslítil skáldverk sem hreyfa ekki við ykkurþá lesið þessa sögu. Llosa er höfundur með erindi. “ sókn reynist ekki þrautalaus og í lok sögunnar bíða þeirra félaga sömu örlög og mættu Pantaljóni. Silva og Lítúma eru par á svipaðan hátt og Holmes og Watson í sögum Arthurs Conans Doyle eða Poirot og Hastings í verkum Agöthu Christie. Silva er hinn athuguli skoðandi, vill- ist aldrei langt af leið, er ratvís líkt og sporhundur. Lítúma er ætíð nokkr- um skrefum á eftir, veit ekki fyllilega hvað um er að vera (líkist í því les- andanum) og er spurull. En lengra nær hann ekki saman- burðurinn milli hefðbundinna leynilögreglusagna og þessarar sögu. Þetta er ekki enn ein afþreyingar- morðgátan sem við dundum við að leysa í trallandi kæruleysi. Hér er á ferð hvöss ádeila á þjófélag sem þrífst á stéttamismun og kynþáttahatri. Þetta er grimm saga og atburðarásin er ansi ljót. En sagan er sögð af rit- höfundi sem býr yfir mikilli tækni, hefur fádæma gott formskyn og slær hvergi feilnótu. í þessu verki er samankomið mik- ið persónugallerí, fátækt almúgafólk og miskunnarlausir ribbaldar í yfir- stétt sem verja hagsmuni sína með grimmd. Llosa missir hvergi marks í persónulýsingum. Það er engin per- sóna á síðum þessarar bókar sem ber ekki eigið sérkenni og engin þeirra er óþörf. Hið skáldlega auga Llosa minnir á kvikmyndavél. Það er á sífelldu iði að sýna umhverfi, kanna ný sjónar- horn. Þetta er gert af þvílíkri fimi og íþrótt að áður en lesandinn veit af gengur hann inn í verkið, heyrir fuglasuðið, finnur fyrir hitanum og fisklyktinni. Ef ykkur finnst þið of oft lesa inni- haldslítil skáldverk sem hreyfa ekki við ykkur þá lesið þessa sögu. Llosa er höfundur með erindi. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir á mikið hrós skilið fyrir framúrskar- andi þýðingu sína. GERÐU ÞER MAT UR ÞESSARI AUGLÝSINGU, HÖFN GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaðar Marineraðar Léttreyktar.kryddaðar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með osti Smelipylsa , Knackwurst. SELFOSSI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.