Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 21
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 E R L E N T PRESSAN 21 að segja allra íhaldssömustu bókaverslunareigendur hafa tekið upp á því að íylla búðar- glugga sína með bókmennt- um er fjalla um samkyn- hneigð. Og eins og við var að búast voru ýmsir framleið- endur í Bandaríkjunum fljótir að grípa gullið tækifæri og fara óhefðbundnar leiðir í auglýsingamennsku. Sem dæmi má nefna tískuvörufyr- irtækið Banana Republic en nýjasta fataauglýsing fyrirtæk- isins sýnir þrjár fallegar konur, sem greinilega eiga að vera lesbíur, láta vel hver að ann- arri. Meðal þeirra lesbía í Bandaríkj- unum sem fagna því öðrum ífemur hvernig mál hafa þróast er rithöf- undurinn Camille Paglia en hún er boðberi nýrra og róttækra hug- mynda varðandi samskipti og við- horf kynjanna. Að hennar mati var löngu kominn tími til að lesbíur öðluðust trú á sjálfar sig. Paglia segir lesbíur allt of lengi hafa verið þjakaðar af kjark- leysi og minni- máttarkennd. Þær hafi forðast að horfast í augu við sjálfa sig og falið sig úti í horni í þeirri von að ekki yrði eftir þeim tek- ið. Á sama tíma hafi þær kvartað yfir því að enginn tæki mark á þeim og þær væru ekki viðurkenndar af þjóðfélaginu. Skilaboð Pagliu til annarra lesbía í Bandaríkjunum eru skýr: „Komið hugsunum ykk- ar og skoðunum á blað og sendið til dagblaðanna og hættið að væla yfir því að þið hafið ekki aðgang að fjölmiðl- __ cc TÁKN NÝRRA TÍMfl. Auglýsing frá Banana Republic sem sýnir þrjá lesbíur láta vel hver að annarri. miðlar í Bandaríkjunum skyndilega fengið mikinn áhuga á lesbíum og keppast nú við að fjalla um þær bæði í máli og myndum. Nýverið fór ffam fyrsta ár- lega ganga „Stoltra lesbía“ í New York. Þær eru fulltrúar hinnar nýju kynslóðar ungra Aukið sjálfstraust lesbía í Bandaríkjunum hefur ekki farið framhjá neinum þar vestra og vitanlega voru fjöl- miðlar fljótir að taka við sér. Um þessar mundir er því fátt sem hlýtur þar jafn mikla al- menna athygli og lesbíur. Mörgum finnst reyndar nóg stórfyrirsætuna Cindy Craw- ford bregða á leik ásamt bandarísku söngkonunni K.D. sem kom opinberlega út úr skápnum í fýrra. Ekki er nóg með að blöð og tímarit hafi brugðist skjótt við í kjölfar frjálsræðisbyltingar- innar í Bandaríkjunum. Meira Ný kynslóð ungra lesbía er komin fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum. Konurnar eiga það sameiginlegt að vera sér mjög meðvitaðar, hafa fúlla trú á sjálfúm sér og vera með sjálfstraustið í lagi. I raun var það kosningaloforð Bills Clintons forseta um að sam- kynhneigðir fengju að ganga í herinn sem endanlega losaði um hömlur lesbía í Bandaríkj- unum. Nú eru þær komnar úr felum, fúllar af kjarki og þori og staðráðnar í að láta ekki troða á sér lengur. Samfara breyttum tíðaranda hafa fjöl- lesbía í Bandaríkjunum sem nú krefjast af mikilli hörku réttinda á borð við aðra sam- borgara sína. I Bandaríkjun- um hefur lesbíum tekist að koma ýmsum breytingum í gegn en þó er býsna margt eft- ir. Meðal þess sem þær beijast nú fyrir er réttur lesbía til að gifta sig, rétt eins og aðrir þegnar landsins. Með öðrum orðum sætta þær sig ekki lengur við lagaákvæðið sem meðal annars er í gildi í New York borg, þar sem samkyn- hneigðir geta fengið sig skráða hjá yfirvöldum sem „par“. um öll lætin lætin og ýmsum þykir engu líkara en að nú sé komið í tísku í Bandaríkjun- um að vera samkynhneigður. Ef til vill er það of djúpt í árinni tekið, en víst er þó að fjölmiðlar vestanhafs eru upp- veðraðir. Nýverið gat til dæm- is að líta tvær lesbíur á forsíðu hins virta tímarits Newsweek á sama tíma og kvennablöðin víðlesnu Mademoiselle og Vogue fögnuðu hugrekki ungu lesbíanna í Bandaríkj- unum með ítarlegri umfjöll- un. Og á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Vanity Fair má sjá Lesbíur leggja Bandaríkin aö fótum sér Kanar leita kvenna fyrir austan Sumir kunna betur en aörir að nýta sér þá nýju mögu- leika sem opnast hafa við hrun kommúnismans. í Los Angeles starfrækir Ron Rollband nokkur hjónabands- miðlun með það fyrir augum að finna rússneskum kon- um bandaríska eiginmenn. Rollband hefur kynnt þúsund- ir Bandarískra karlmanna fýrir þúsundum rússneskra kvenna og þar af hafa um hundrað ákveðið að gifta sig. Hjónabandsmiðluninni er þannig háttað að Rollband tekur reglulega með sér 20-30 karlmenn til Moskvu og borga þeir um 250 þúsund krónur fyrir ferðina. Þeir eru síðan kynntir fýrir nokkrum hundruð rússneskra kvenna. Ekki er mögulegt að koma öllum þeim karlmönnum sem áhuga hafa til Moskvu og því geta þeir sent inn myndir af sér sem svo er komið á framfæri í Rússlandi. Lítist konu á einhvern mannanna geta þær skrifað bréf, þar sem þær kynna sig, og því er síðan komið á framfæri af Rollband. Þær heppnu geta þó trúlofast Bandaríkja- manni strax á skreppitúmum til Moskvu. Aðeins sex menn trúlofuðust í síðustu ferð Rollba'nds en að hann sögn var mannavaliö ákaflega lélegt í það skipt- ið. „Stingdu fingrunum niður f kok og þú færð góða mynd af mönnunum sem voru í boði“, segir Roliband. Hann tekur þó fram aö margir skjólstæðinga hans séu ekki svo óhuggulegir. Dýrasyrgjendum hjálpað 1 Bretlandi eru meira en sjö milljónir hunda og sjö millj- ónir katta og hver veit hversu margar milljónir kanína, hamstra, páfagauka, gullfiska og kóngulóa þrífast þar líka. Málið er að þessi dýr eiga öll effir að deyja. í ljósi þess hefur nú verið komið á laggirnar stofnun sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki til að komast yfir dauða gæludýra sinna. Það er há- skólinn í Liverpool sem stend- ur fyrir þessu firamtaki og von þeirra er að koma upp víð- tæku stuðningsneti fyrir dýr- asyrgjendur um allt landið. Einn dýrafræðingur við há- skólann segir að fólki sem hef- ur átt í erfiðum tilfinninga- samböndum finnist auðveld- ara að eiga samskipti við dýrin en annað fólk sem alltént bregðast þeim ekki. Sá hinn sami segist vita um níu manns sem frömdu sjálfsmorð nokkrum dögum eftir lát gæludýra sinna; einn karl- maður henti sér fyrir lest. Dæmigerð meðferð er byggð á samtali læknis og syrgjanda í þægilegu umhverfi og stendur samtalið u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Syrgjandinn kemur með mynd af dýri sínu og að meðferð lokinni fer hann heim með hljóðupptöku af samtalinu. Havel óánægöur meö Tékkneska lýöveldiö Vádav Havel forseti Tékkneska lýðveldisins er hreint ekki ánægður með hið nýja bráða- birgðaheiti heimalands síns. Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Times varð á dög- unum vitni að hörðum orðaskiptum Havels og nánustu samstarfsmanna hans vegna nafngift- arinnar og spunnust miklar umræður í kjölfar- ið um það hvert endanlegt nafn landsins skyldi verða. Þar kom berlega í ljós að Havel geðjast ekki að Tékkneska lýðveldinu og er það eink- um viðbótin „lýðveldi“ sem hann er ekki sáttur við. Gaf Havel þá skýringu að lýðveldi minnti hann óþægilega mikið á blómatíma kommún- ismans og því væri óhæft með öllu að notast við það nafn. Meðal þeirra hugmynda sem viðraðar voru á fúndinum var nafnið Tekkía en ekki voru allir á eitt sáttir um það. Havel dró enga dul á að sjálfur kysi hann nafnið Tékk- land. Enn er allt óráðið með það hvaða nafn verður endanlega fyrir valinu. Þeir hjá The Sunday Times virðast þó hafa mikinn áhuga á að málið hljóti farsæla lausnþví þeir hafa skor- að á lesendur sína að koma hugmyndum að nafni á framfæri við Havel forseta. Sá sem dett- ur niður á bestu tillöguna fær kampavínsflösku að launum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.