Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 16
F R E TT I R 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 Getur enginn rannsakað Mikson-málið skammlaust? Klén rannsókn Eistlend inga é ferli Miksons Eistneskir sagnfræöingar í þjónustu forsætisráöherrans fara á hundavaði yfir Mikson-málið og skila afar götóttum niðurstöðum. Niðurstöður eistnesku sagnfræðinganna Margus Kastehein og Lauri Lindström, sem könnuðu mál Evalds Miksons, öðru nafni Eðvalds Hinrikssonar, fyrir forsætisráðherra Eist- lands, ganga þvert gegn skjöl- um sem fyrir liggja í málinu, en einnig þvert á yfirlýsingar Miksons sjálfs. Sagnfræðing- arnir virðast ekki hafa kynnt sér lykilgögn í málinu og yfir- leitt kastað til hendi við verk- ið. Staðfesta veruna í Om- akaitse Þór Jónsson, blaðamaður í Svíþjóð, bað Mart Laar for- sætisráðherra um eintak af skýrslunni, sem ekki hefur verið birt opinberlega. Sem svar barst honum bréf frá sagnfræðingunum tveimur, þar sem þeir rekja feril Mik- sons og niðurstöður sínar í málinu. Bréf sagnfræðinganna er athyglisvert bæði vegna þess, sem í því er, og hins, sem hvergi er nefnt. Sagnfræðingarnir staðfesta að Mikson hafi verið foringi í eistnesku Omakaitse-sveitun- um (heimavarnarliði eða fast- istasveitum, eftir því hvemig á málið er litið) sumarið 1941, en því hefur Mikson sjálfur neitað. Kastehein og Lindström leggja ekki út af veru Miksons í Omakaitse; þeir segja Omakaitse hafa bar- izt við Sovétmenn og í sum- um tilfellum rekið þá af hönd- um sér áður en Þjóðverjar komu. Þeir nefna hins vegar ekki skýrslur þýzka hersins ffá sumrinu 1941, þar sem greini- lega kemur ffam að það voru Omakaitse-sveitirnar sem framkvæmdu aftökur á gyð- ingum og pólitískum föngum. Upplýsingar í þýzku skýrsl- unum koma heim og saman við ffamburð eistneskra vitna í rannsókn í máli Miksons og annarra sem sovézk yfirvöld stóðu fyrir árið 1961. Þá rann- sókn segja sagnfræðingarnir hafa verið hlutdræga og ómarktæka, en gögn úr sam- bærilegum rannsóknum hafa verið notuð í tugum réttar- halda yfír stríðsglæpamönn- um á Vesturlöndum. Fyrir því liggja meðal annars orð þá vestur-þýzkra dómsyfirvalda, að gögnin hafi í alla staði verið nákvæm og aldrei reynzt föls- uð, en Þjóðverjar nýttu sér mjög rannsóknir Sovétmanna á stríðsglæpum. Sagnffæðingarnir gefa ekki til kynna hvort þeir hafa kynnt sér skýrslur þýzka hers- ins eða reynslu annarra af so- vézkum rannsóknum. Undanfarna mánuði hafa birzt í eistneskum blöðum les- endabréf frá afkomendum fólks sem varð á leið Miksons sumarið 1941. Frásagnir þeirra eru í aðalatriðum sama eðlis og vitnisburðir í rann- sókn KGB. Ef þeir vitnisburð- ir eru falsaðir virðist fólk því einnig hafa haft fyrir því að segja börnum sínum og barnabörnum sömu skrök- sögurnar af Mikson og það er sagt hafa logið upp fyrir rétti árið 1961. Sannanir um handtökur, fangelsanir ogyfir- heyrslur Sagnfræðingarnir staðfesta einnig að Mikson hafi verið yfirmaður í njósna- eða upp- lýsingadeild eistnesku öryggis- lögreglunnar haustið 1941. Þeir segja sannanir liggja fýrir um að hann hafi fyrirskipað 28 handtökur og fangelsanir og einnig yfirheyrt fanga sjálf- ur. Mikson hefur neitað að hafa haft heimild til að gefa út handtökuskipanir. Við rann- sókn í Svíþjóð árið 1946 sagð- ist hann aldrei hafa verið við- staddur yfirheyrslur og svipuð ummæli viðhafði hann í blaðaviðtölum hérlendis á síð- asta ári. Kastehein og Lindström segja að í að minnsta kosti ell- efu tilfellum hafi Mikson handtekið fólk sem ekki FAGOR FAGOR FE83 Magn af þvotti 4,5kg Þvottakerfi 17 Þeytivinda 850/500 Afgangsraki 63% Hitastillir ’-90°C Rúmmál tromlu 42 1 Hraðþvottur Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn ° Hæg vatnskæling Barnavernd Sjálflireinsandi dæla 0 SUMARTILBOÐ GEJtÐ FE83 - STAÐGREITT KR. KR. 50500 - MEÐ AFBORGUNUM RONNING SUNDABORG 15 SÍMI Ó8 58 68 var gefið neitt að sök annað en að vera gyðingar. PRESSAN hefur áður birt ljósrit af þessum skjöl- um þar sem stendur með- al annars; Sakargiftir: gyðingur. Þetta síðastnefnda er at- hyglisvert í ljósi þess að eftir að sagnffæðingarnir gáfú eist- neska forsætisráðherranum skýrslu sína lýsti hann yfir að Mikson hefði ekki gert neitt á hluta gyðinga. Sagnfræðing- arnir virðast heldur ekki hafa reynt að fylgja þessari upp- götvun sinni eftir, sem þó hlýtur að teljast lykilatriði í rannsókn á meintum stríðs- glæpum. I sumum tilfellum vísa sagnffæðingarnir til frásagna Miksons sjálfs um hvað hann aðhafðist hjá öryggislögregl- unni í Tallinn. Þær ffásagnir — eins og þær koma fram í sjálfsævisögu hans og blaða- viðtölum -— hafa reynzt í bezta falli mótsagnakenndar og í sumum tilfellum bein ósannindi. Kastehein og Lindström segjast byggja niðurstöður sín- ar á skjölum úr Ríkisskjala- safninu í Tallinn. Forstöðu- maður safnsins staðfesti við Þór Jónsson að sagnfræðing- arnir hafa aldrei rannsakað skjölin þar, heldur létu nægja að panta afrit af möppum merktum Mikson. Þar er að finna 28 handtöku- og fang- elsisfyrirskipanir Miksons, að þeirra sögn, en af öðrum sam- tímagögnum í safhinu má sjá að deild Miksons handtók þúsundir á þessum haust- mánuðum 1941. Vantar lykilgögn Þessi atriði og önnur benda til þess að sagnfræðingarnir hafi kastað til höndunum við þetta verk og varla uppfyllt lágmarkskröfur sem gera verður til sagnfræðilegrar út- tektar á svo viðamiklu máli. Ekki er gerð nein tilraun til að bera eistnesku skjölin (þau sem tvímenningarnir segjast taka mark á) saman við gögn Evald MlKSON Sagnfræöingarnir staöfesta aö hann hafi handtek- iö og yfirheyrt fólk fyrir þaö eitt að vera gyðingar, en láta hjá líða önnur lykilatriði í rannsókn sinni. sem er að finna í Ríkisskjala- safninu í Tallinn, skjalasafni öryggislögreglunnar í Finn- landi, Ríkisskjalasafninu í Stokkhólmi og Þjóðskjalasafn- inu í Washington. Þannig vantar samhengi í umfjöllun þeirra og tilraunir til að rann- saka tiltekin atriði í ljósi þess sem komið hefur ffam annars staðar. Niðurstöðum sagnffæðing- anna fylgir stutt æviágrip Miksons, sem gefur líka til kynna að þeir hafi annaðhvort ekki kynnt sér feril hans ýtar- lega eða kjósi að sleppa til- teknum atriðum. Þeir segja til dæmis að Mikson hafi flúið land skömmu eftir að Þjóð- verjar slepptu honum úr haldi haustið 1943; hið rétta er að þá gekk Mikson til liðs við leyniþjónustu þýzka hersins og vitni eru á lífi sem muna eftir honum að störfum fýrir Þjóðverja í Aðalfangelsinu í Tallinn árið 1944. Öll gögn í málinu sýna enda að Mikson flúði ekki til Svíþjóðar fýrr en haustið 1944, þegar Sovét- menn lögðu Eistland aftur undir sig. Kastehein og Lindström nefna að Mikson hafi verið tvisvar verið refsað fýrir aga- brot á meðan hann gegndi störfum í öryggislögreglunni. Lögregluskýrslur sýna að í annað sinnið misþyrmdi hann gengilbeinu á veitinga- stað og einnig að honum hafi verið refsað fyrir drykkjuskap. Endurskoðun sögunn- ar? Skrif sagnfræðinganna ber greinileg merki þess pólitíska geðklofa sem einkennir inn- anlandsstjórnmál í Eistlandi (og reyndar öðrum Eystra- saltsríkjum) eftir fall sovézka heimsveldisins. Greinileg til- hneiging er til þess að endur- meta stöðu þeirra, sem unnu með Þjóðverjum, í ljósi þess að þeir börðust um leið gegn sovézkum kúgurum þessara smáþjóða. I því sambandi má minna á nýlega lausn dæmdra stríðsglæpamanna úr fangelsi í Litháen, en þeir voru kallaðir „fómarlömb Sovétmanna" og sumir hylltir sem þjóðhetjur. Viðbrögð á Vesturlöndum neyddu litháísk stjórnvöld til að endurskoða þessa ákvörð- un. Þessa sá líka stað í viðtali sem forsætisráðherra Eist- lands átti við ísraelskan blaða- mann fyrir skömmu og PRESSAN greindi ffá í síðustu viku. Hann fullyrti að ekki hefðu nema svo sem 20 Eist- lendingar starfað með nazist- um á styrjaldarárunum. Þetta er fjarri öllum sanni, enda sýna samtímaheimildir að óvíða tóku innfæddir meiri þátt í grimmdarverkum Þjóð- verja en í Eystrasaltsríkjunum og í Úkraínu.______________ Karl Th. Birgisson Fyrirspurn í Borgarróði í tilefni af frétt PRESSUNNAR Borgarstjóri tók sér alræðisvald Stsonnc Swasdónit, btoðcmoð^ ttæguétes Fékk ódýrt húsnæði hjá Á borgarráðsfundi þann 20. júlí síðastliðinn lögðu borgarfulltrúarnir Sigrún Magnúsdóttir, Guðrún ög- mundsdóttir, Sigurjón Pét- ursson og Ólína Þorvarðar- dóttir fram fyrirspurn um íbúðir við Tjarnargötu í eigu Reykjavíkurborgar. Tilefnið er frétt PRESSUNNAR þar sem athygli var vakin á að Súsanna Svavarsdóttir, blaðamaður á Morgunblað- Frétt PRESSUNNAR um 25 þúsund krónu íbúðina sem Markús Örn útvegaði Súsönnu Svavarsdóttur. inu, hefði samkvæmt ákvörð- un borgarstjóra fengið inni í mjög ódýrri íbúð við Tjamar- götu í eigu borgarinnar. í fýrirspurn borgarfulltrú- anna er farið ffam á upplýs- ingar um hve margar íbúðir borgin eigi við þessa götu, hvernig þær séu nýttar, hversu margar þeirra séu leigðar út ffá skrifstofu borg- arstjóra og hvaða aðilar það eru sem leigja þær. „Kveikjan að þessari fyrir- spum er auðvitað sú vitneskja að þama skuli búa fjölmiðla- kona sem er ekkert á flæði- skeri stödd. Það eiga ekki að vera neinar íbúðir fýrir utan kerfið. Að mínu viti eiga allar leiguíbúðir borgarinnar að fara í gegnum Félagsmála- stofnun“, sagði Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi í sam- tafi við PRESSUNA. „Fólk hringir í mann og er á götunni. Við borgarfulltrúar getum ekkert gert nema bent fólki á að það verði að láta skrá sig og tala við félagsráð- gjafa. Borgarstjóri hefur affur á móti tekið sér alræðisvald, að minnsta kosti í þessu ein- staka máli.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.