Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 10
F R E TT I R 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 Umdeildar starfsaðferðir „handrukkarabanans" í Vökíun / / / / FOR SJALFURINÆTURHBMSOKNIR VEGNA HANDRUKKUNAR SEM ENUIN KAR Dreymir um landvinninga erlendis I síðustu PRESSU var sagt frá því þegar Guðmundur I. Þóroddsson í Vöktun taldi sig hafa tekið upp á segulband hótanir handrukkara í Breiðholti. 1 ljós kom að engar hót- anir voru á bandinu auk þess sem Guðmundur reyndist sjálfur vera ábyrgðamaður á skuldabréfinu sem verið var að innheimta. Guðmund- ur fór sjálfur síðar í næturheimsókn í nafni Vöktunar á heimili Þórðar Sveinbjörnssonar, en einu afskipti hans af málinu voru að fara með bréfið í innheimtu á lögfræðiskrif- stofu fyrir eiganda bréfsins, Helga Helgason. Næturheimsóknir og lygar á Stöð 2 „Þessi Guðmundur er að státa sig mikið af að hafa uppi á handrukk- urum en segir ekki frá því að hann er ábyrgðarmaður fyrir þessu bréfi sem hann segir að sé verið að handrukka, sem er náttúrlega ekki rétt. Svo lýgur hann því hreinlega á Stöð 2 og víðar hvað var á upptök- unni“, sagði Þórður í samtali við blaðið. Þórður segist hafa fengið ein- kennilega næturheimsókn frá Guð- mundi og félaga hans í Vöktun. Skömmu eftir miðnætti kvöld eitt hafi þeir bankað upp á, kynnt sig sem öryggisverði og spurt eftir Þórði. Dóttir hans, 17 ára, var ein heima og sagði föður sinn ekki heima og ekki móður sína heldur. Þá spurðu þeir eftir syninum, Hrafni, sem býr skammt frá. „Það er ekkert með það að þessir höfð- ingjar halda áfram för sinni og fara til sonar míns. Klukkan er langt gengin í eitt þegar þeir berja þar dyra og hafa uppi kvartanir um það að ég stæði fýrir að láta handrukka skuld. Þeir voru alls ekki kurteisir þótt ekki hafi verið um hótanir að ræða. Að mínu mati brýtur hann gróf- lega á fr iðhelgi heimilisins. Hann fer með falsanir í frétt Stöðvar 2 um þátt hans í upptökunni og hvað var á henni. Þá getur hann þess ekki að hann er sjálfur ábyrgðarmaður á bréfinu sem ekkert hefur innheimst af. Ef Guðmundur er eins heiðarleg- ur og hann vill vera láta þá ætti hann að reyna að koma sínum skuldamálum í lag.“ Sala á landa og þýfi Guðmundur í Vöktun segir að þessar næturheimsóknir hafi verið fyrir miðnætti. Hann hafi talið að Þórður ætti kröfuna og stæði fyrir þessum meintu handrukkunum. Þegar ljóst hafi verið að Þórður hafi ekki verið heima hafi þeir viljað at- huga hvort sonur hans tengdist málinu þar sem þeir vissu að hann tengdist eitthvað mótorhjólum. Þá segir hann vinnubrögð RLR hrika- lega léleg. Hann segir að þeir hafi ráðlagt sínum mönnum að kæra ekki þar sem ekkert benti til að um hótanir hafi verið að ræða. Hins vegar fullyrða öryggisverðir hans að þeir hafi heyrt hótanir í gegnum dyrasíma en hvorki Guðmundur né aðrir í Vöktun hafi fengið að heyra upptökumar. Það eru 39 kryddtegundir í Caj P.s grill- og steikarolíunni Jr egar þú grillar, steikir eða marinerar skaltu nota Caj P.’s grill og steikarolíuna. Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar kryddtegund- ir og þegar þú finnur kryddlyktina kemstu að raun um, að Caj P.’s grill- og steikarol- ían er allt sem þarf til að gera steikina bragðbetri og bragðmeiri. uu/ Jarlinn JARLINN notar eingöngu Caj P.’s grill- olíu á sínar landsfrægu steikur. GUÐMUNDURI. ÞÓRODDSSON „Handrukkarabaninn" er 19 ára pittur sem hefur sett nokkur fyrirtæki á laggirnar. Hjá Vöktun vinna níu öryggisverðir og tveir sölumenn og hann segir viðskiptavinina líklega á annan tug. Hann segir lítið að gera hérlendis en hyggur á land- vinninga á Norðurlöndunum og samstarf við Lífvarðaskólann og alþjóðasamtök lífvarða. PRESSAN hefur traustar heimildir fyrir því að Guð- mundur hafi verið tekinn fyrir sölu á landa og þýfi sem fengið var úr Seljaskóla. Guðmundur neitar því alfarið en segir orð- rómi um slíkt vera ástæðuna fýrir því að hann hafi verið lát- inn hætta hjá öryggisþjónust- unni Vara. Hann segir ástæð- una fýrir þessum orðróm liklega vera þá að þeir hafi unnið við að upplýsa bmggmál. Ungt öryggisfyrirtæki sem hyggur á landvinn- inga erlendis Fyrirtækið Vöktun er þriggja mánaða gamalt og Guðmundur segir þá hafa á annan tug við- skiptavina. Hjá honum starfi níu öryggisverðir og tveir sölu- menn og þeir hafi góða stjórn- stöð. Allir öryggisverðirnir eru þjálfaðir sem björgunarsveitar- menn eða dyraverðir. „Vöktun er alhliða öryggis- þjónusta. Við tökum að okkur allt sem tengist öryggisþjónustu og gæslu. Við vöktum fyrirtæki og íbúðarhús á nóttunni og höfum tekið að okkur gæslu á sveitaböll- um, tónleikum og útihátíðum. Við erum þeir einu sem tökum að okk- ur fólk sem kemur frá údöndum og vill einhverja vernd“, segir Guð- mundur. „Við erum að fara að markaðs- setja þetta úti líka, í Svíþjóð og ann- ars staðar. Það er ekki mikið að gera í þessu hérna. Við ætlum að reyna að fara í samstarf við Lífvarðaskól- ann sem er að byrja. Hann kennir okkur það sem hann kann og við útvegum verkefni og annað slíkt. Og við ætlum okkur að reyna að gerast umboðsaðilar fýrir IBA, Int- emational Bodyguard Association. Svo emm við í sérverkefnum eins og þama með handrukkunina. Við erum nokkuð slungnir við svona. Svo höfum við verið í öðm sem hefur ekki komið í fjölmiðlum, bruggmálum og svo höfum við fundið dóp.“ Umdeild þjónusta Ekki em allir á eitt sáttir um ágæti þjónustunnar og verslunareigendur hafa kvartað yfir þeirri þjónustu sem Vöktun segist bjóða upp á. Kona nokkur fékk einnig tilboð um að fýrirtækið vaktaði fýrir hana hús- ið og segir að þeir hafi sagt að lög- reglan aðstoði þá við vöktun húsa. „Við emm að reyna að bjóða ör- ugga og ódýra þjónustu, ódýrari en Vari og Securitas og við höfúm orð- ið varir við að það er búið að segja þeim upp á mörgum stöðum vegna óliðlegheita og þess hvað þeir eru dýrir. Við eigum tvímælalaust fram- tíðina fýrir okkur.“ Þessi ungi athafnamaður hefur áður staðið í fýrirtækjarekstri. Hann stofhaði íslensku fýrirtækjasöluna á sínum tíma, var með vídeóleigu og rak samlokugerðina Islenska skyndirétti. Þá stofhsetti hann ham- borgarastaðinn Heimsborgarann í Tryggvagötu sem átti afar fáa líf- daga.____________________________ PálmiJónasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.