Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 44

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 44
FRAIR FÆTUR 44 PRESSAN Fimmtudagurínn 29. júlí 1993 íslandsmet Vilhjólms frá 1960 stendur óhaggað. Ódauðlegt islandsmet Árið 1960 setti Vilhjálmur Einarsson nýtt Is- landsmet í þrístökki, 16,70 metra. Þetta met getur þó varla kaUast nýtt enda er það elst allra Islands- meta þegar litið er til greina sem keppt er í að stað- aldri. Þó svo að þetta met sé orðið 33 ára gamalt er ekkert útlit fyrir að það verði slegið á næstunni. Þessi glæsilegi árangur nægir enn þann dag í dag til þátttöku á helstu stórmótum heimsins. Friðrik Þ. Óskarsson er sá eini sem hefúr ógnað þessu íslandsmeti en hefúr þó ekki að hafa tærnar þar sem Vilhjálmur hefur hælana. Friðrik stökk 15,29 metra árið 1979 en hefur ekki ógnað íslands- metinu að ráði síðan. Nokkrum dögum eftir að Vilhjálmur setti þetta lífseiga Islandsmet fór hann á Ólympíuleikana í JRóm og hreppti 5. sætið í þrístökki. Fjórum árum fýrr vann hann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne. Þeir frjálsíþróttamenn sem PRESSAN hafði sam- band við sögðu engar líkur á að þetta met Vilhjálms verði slegið á næstunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá helstu afrek ís- lenskra þrístökkvara. Þessi afrekaskrá nær til árs- ins 1985 og vera má að einhver ný nöfii hafi bæst á listann. Enginn hefúr þó stokldð yfir 15 metra síð- ustuárin. 14 15 16 17m Vilhjðlmur Einarsson Friðrik Þ. Óskarsson Karl Stefónsson Stefðn Sörensson Guðmundur Sigurðsson JÖn Pétursson Aðalsteinn Bernharðsson '85 Bergþör Magnússon '71 Kristleifur Magnússon '51 Guðmundur Jónsson '65 16,70 UNBUR K MARKHEPPINN Ekki er loku fyrír það skotið að Vestmannaeyingar hafí eignast nýjan markahrók á borð við Siguríás Þorieifsson, ein- hvem mesta markaskorara í íslenskrí knattspyrnu fram að þessu. Hér er átt við Tryggva Guðmundsson, 18 ára fram- herja Eyjaliðsins, en hann hefurnú skorað sjö mörk í átta leikjum ogþað á sínu fyrsta keppnistímabili. Tryggvi er fæddur og upp- alinn í Vestmannaeyjum og hefur spilað með Eyjamönn- um nær allan sinn feril, að undanskildu einu sumri þeg- ar hann spilaði með Val í sjötta flokki. Það hefur alla tíð legið vel fyrir Tryggva að skora mörk en aðspurður kveðst hann ekki stefna sér- staklega að markakóngstitli og telur það reyndar frekar hæpið þar sem hann á eftir að taka út leikbann, og það í annað sinn í sumar. „Það er líka útséð um að ég verði víta- skytta liðsins eftir að ég klikk- aði á víti í leiknum gegn Vík- ingi um daginn.“ Markheppnina í sumar þakkar Tryggvi góðum með- spilurum sem mata hann á sendingúm. Sérstaklega nefn- ir hann Bjama Sveinbjöms- son sem hefur verið drjúgur við að afla færa sem oftar en ÍRYGGVIGUÐMUNDSSON er bú- inn að skora sjö mörk i átta leikj- um í sumar þrátt fyrir að vera ný- liði í meistaraflokki. ekki hafa endað með marki. Tryggvi er ekki í vafa um hver er erfiðasti andstæðingur hans í deild- inni ffarn að þessu. „Það er KR-ingurinn Þormóður Egilsson, hann er eld- snöggur og les leikinn vel. Annars er KR vörnin í heild erfiðasta vörnin sem ég hef mætt hingað til og Víkings- vömin sú léttasta." Tryggvi starfar nú í fisk- vinnslustöð í Eyjum en það er aðeins til bráðabirgða. Stefn- an er að fara út í hinn stóra heim og hafa fótbolta að at- vinnu líkt og Marco Van Bas- ten gerir en sá er fyrirmynd Tryggva. Kókaínistínn kveður Adios Armando Diego Armando Maradona. Mörgum knattspyrnuaðdáendum nægir það eitt jtð heyra þetta nafn og upp í hugann koma myndir af einhverjum fallegustu tilþrifum á knattspyrnuvelli sem um getur í sögu fótboltans. Taktarnir voru oft á tíðum líkastir töfrum og duldist fæstum sem á horfðu að þarna var snillingur á ferð. Það er eins og verið sé að tala um látinn snilling. Ástæðan er sú að þessu undrabarni hefur tekist bagalega að hafa stjórn á lífi sínu og segja má að hann hafi kiknað undan eigin hæfileikum. Fallin stjarna. Hið Ijúfa líf tók sinn toll og litlar líkur eru á að Maradona leiki nokkurn tíma knatt- spyrnu aftur. Þegar Maradona gekk í síðasta skipti út af knattspyrnu- vellinum var það ekki undir dynjandi lófa- taki þakklátra knattspyrnu- u n n - enda. Þegar Carlos Bilardo, þjálfari Sevilla, kallaði Maradona af velli á 54. mínútu í síðasta leiknum gegn Burgos, kastaði hetjan af sér fyrirliðabandinu og blótaði þjálfaranum í sand og ösku. Á leiðinni út af leik- vanginum sagði hann við fréttamenn að þeir Bilardo þyrftu að ræða ýmis mál eins og maður við mann en hann efaðist um að kalla mætti þjálfarann því nafni. Forráðamönnum Sevilla þótti einfaldlega nóg komið og riftu samningum við kappann þann 30. júní síðast- liðinn. Stuttu á ð u r höfðu einkaspæjarar flutt miður fallegar fréttir af líferni Maradona þar sem hann hafði gerst full stórtækur til vafa- samra kvenna. Ofdekraður krakki I sjálfú sér var það ekkert eitt sem varð þess valdandi að hann var rekinn. Hann fékk kjörið tækifæri til að ná sér aftur á strik með Sevilla eftir að hafa þurft að hrökklast frá Barcelona og Napoli. Það er eiginlega sama hvar hann hef- ur leikið, —hann hefur alltaf þurft að fara út um bakdym- ar. Sevilla borgaði honum gríðarlegar fúlgur í laun og ýmis fríðindi en frammi- staða hans á vellinum var í engu samræmi við launin. Hann spilaði 26 leiki með liðinu. Skoraði fimm sinnum, þar af tvisvar úr vítum og einu sinni úr aukaspyrnu. Off á tíðum minnir hann helst á ofdekraðan krakka. Eitt sinn er hann var í Argentínu kvart- aði hann undan lélegum bónusum hjá Sevilla og frest- aði af þeim sökum flugi til Spánar. Af þessum sökum varð félagið að borga undir hann einkaþotu frá Madrid til Logrones þar sem næsti leikur átti að fara ffarn. Hann mætti til borgarinnar þrem tímum fyrir leik og hreyfði sig varla úr sporunum. Maradona kvartaði sáran þeg- ar ákveðið var að leika um miðjan daginn yfir páskahelg- ina og bar fyrir sig að hann ætti erfitt með að vakna snemma á morgnana. Ef dæma má af frammistöðu hans í leiknum hefði helst mátt ætla að hann gengi í svefni. Gárungarnir á Spáni sögðu þetta sanna að Marad- ona væri einungis sýnilegur í flóðljósum. Þegar Johan Cruyff skipulagði knattspyrnuleik með helstu stjörnum íþróttarinnar til styrktar baráttunni gegn eitur- lyfjum lofaði Maradona að mæta en missti af flugvélinni. Eiturlyf hafa reyndar komið mikið við sögu kappans og yrði til að æra óstöðugan að fara nánar út í þá sálma. Rauðu ljósin loguðu ekki ein- ungis í gluggum þeirra kvenna sem hann heimsótti þegar skyggja tók heldur einnig á Kynning á leikmanni: Þórhallur Dan í Fylki Mikill keppnismaður Þó svo aö á ýmsu hafi gengiö hjá Fylkisliðinu á ís- landsmótinu í sumar eru flestir á einu máli um að framtíð þess sé björt. Þór- hallur Dan Jóhannsson er einn hinna ungu leik- manna liðsins sem er upp- alinn hjá félaginu og á greinilega framtíðina fyrir sér. Hann hefur átt stór- góða leiki í sumar og skor- aði eina mark liðsins ar þeir töpuðu 1-2 fyrir IBV í níundu umferð. Þórhallur Dan hefur spilað 5 leiki með U-21 inu, 13 leiki með U-18 inu og 10 leiki með U-16. Hann hefur skorað mörk fyrir íslands hc U-16 leikjunum og tvö mörk með U-18 liðinu. Til að kynna þenn- an leikmann ögn nánar fyrir les- endum hafði PRESSAN sam- band við Magnús Jónatansson, þjálfara Fylkis og spurði hann u helstu kosti og lesti Þór- halls. Magnús segir það helsta kost Þórhalls hve flölhæfur hann er. Hann er fljótur og líkamlega sterk- ur, skýtur þokkalega bæði með hægri og vinstri og hefur ágæta tækni. Ekki er minna um vert hve hann er geysilega mikill keppnis- maður og góður félagi. Þegar Magnús var inntur eftir göllum Þórhalls nefndi hann það helst til að hann mætti stundum einbeita sér meira að leiknum og honum hætti til að láta utanaðkomandi aðstæður trufla sig. Magnús bætti við að það sama mætti segja um marga aðra leikmenn liösins enda væru þeir ungir og þetta ætti eftir að slípast af þeim þegar þeir öðluðust meiri reynslu. þeim götuljósum sem hann þaut yfir á 160 km hraða í Se- villa. Til að bæta gráu ofan á svart fékk hann á sig kæru fýr- ir þann óprenthæfa munn- söfnuð sem lögregluþjónarnir fengu að heyra þegar þeir loksins náðu honum. Verstur vinum sínum Þrátt fýrir öfl ólætin og kóka- ínneysluna hafa sumir þjálfarar haidið tryggð við kappann. Fyrr- nefndur Carlos Bilardo tók hann upp á sína arma effir að Maradona hafði komist í kast við lögin og verið rekinn frá Ítalíu með skömm. Lengi vel afsakaði hann slælega frammistöðu Maradona með því að hann ætti eftir að komast í form. En eins og kom glöggt fram í síðasta leiknum fékk Bilardo ekkert nema skammir frá Maradona að launum fyr- ir þolinmæð- ina. Cesar Luis . M e n o t t i MARADONA man tímana tvenna. Hér er hann ungur og upp- studdi Marad- rennandi fétboltastjama tneð Boca Juniors í Argentinu. ona dyggilega í gegnum árin en uppskar ekkert nema van- þakklæti. Ætli hann hafi ekki átt kollgátuna þegar hann sagði í nýlegu viðtali: „Marad- ona er hvorki andlega né lík- amlega hæfur til að spila knattspyrnu með alvöru at- vinnumannaliði". Fyrir knattspyrnuunnendur heimsins er þetta hinn sári sannleikur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.