Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 7
F R E TT I R Fimmtudagurinn 16. september 1993 PRCSSAN 7 SOPHIfl HANSEN Hefur staðið í erfiðri og miskunnarlausri baráttu við að fá forræði yfir dætrum sínum. Sú barátta hefur kostað milljónatugi en æði vafa- söm stjórn hefur verið á söfnunum og sölumennsku þeim tengdri. Minnst fjórir reikningar, þrír eftirlitslausir í raun eru það að minnsta kosti fjórir reikningar sem notaðir eru af skrifstofu söfn- unarinnar í Borgarkringlunni, sem Sigurður Pétur Harðar- son hefur yfirumsjón með. Einn þeirra var stofnaður í kringum landssöfnunina í nóvember og er fjárgæsluaðili yfir þeim bankareikningi. Fjárgæsluaðilinn hefur hins vegar ekkert að gera með hina reikningana tvo, sem eru ann- ars vegar reikningur í tengsl- um við plötusöluna og hins vegar eldri reikningur sem fólk var beðið að leggja inn á áður en eiginleg söfnun hófst. Einnig fullyrða þeir sem til þekkja að Sigurður Pétur hafi yfir að ráða sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum í Kringl- unni og inn á hana fari öll merkja- og bolasala. Landssöfnunin er undir fjárgæsiu Landssöfnun til styrktar baráttu Sophiu Hansen hófst 2. nóvember í fyrra og stóð til 22. sama mánaðar. í tengslum við hana var stofnaður sér- stakur reikningur númer 5402 í Miklubrautarútibúi Lands- bankans. Inn á hann hafa samtals borist 10,4 milljónir króna ffam til síðustu ára- móta og eftir það eitthvert fé til viðbótar. Benedikt Sveinsson kvensjúkdómalæknir var fenginn til að vera fjár- gæsluaðili fyrir reikninginn og sér hann um að allir reikningar sem greiddir eru út af þeim bankareikningi séu vandlega lesnir yfir og aðeins greiddir í þeim til- fellum sem um beinan kostnað er að ræða, eins og lögffæðikostnað, húsaleigu og ferðakostnað. Hvorki Sigurður Pétur, Sophia né nokkur annar hefur beinan aðgang að þessum reikn- ingi. Sigurður Pétur hefur komið með reikninga sem Benedikt samþykkir eða synjar. Sé reikningurinn samþykktur sér bankinn sjálfur um greiðslu viðkom- andi reiknings. Plötusalan á eftirlitslausum reikningi Það var svo snemma á þessu ári sem farið var að selja plötuna Börnin heim og í tengslum við það var stofnaður sérstakur hlaupa- reikningur númer 3094 í Miklubrautarútibúi Lands- bankans. Sigurður Pétur hefur haldið því fram að sá reikn- ingur og reyndar öll innkoma sé undir fjárgæslu Benedikts Sveinssonar. Því neitar Bene- SIGURÐUR PÉTUR HARÐARSON Hefur stjórnað baráttu Sophiu Hansen hér heima. Segir Benedikt Sveinsson kvensjúkdómalækni vera fiárgæsluaðila yfir reikningum sem Benedikt neitar að hafa nokkuð með að gera. Viðurkennir rangfærslur þegar á hann er gengið. Sigurður Péíur Harðarson margsaga um flest mól „Allir peningar í fjárgæslu" Viðurkenndi rangfærsiurnar þegar á hann var gengið „Landsbankinn er fjárgæslu- iðili þannig að við höfum í •aun ekkert með peningana að jera,“ sagði Sigurður Pétur Karðarson í fyrsta samtali sínu ,'ið PRESSUNA. „Þetta verður allt að fara í appáskrift, hvert einasta snitti ;em borgað er, hjá fjárgæsluráð- nu og síðan hjá Landsbankan- ím. Það er mjög gott að hafa aetta svona. Þetta gerir að verk- jm að við erum algjörlega ffíir if öllum þessum gróusögum og qaftæði sem alltaf er í gangi.“ Erþað hver einasta króna sem bið þurfið nð borga út? „Já, það verður að skrifa upp í hvem einasta reikning og við íöfum ekki ávísanahefti á •cikninginn. Það er bara bank- nn sem sér um að útdeila því neð bankaávísun. Annað væri "áviska, Þetta getur ekki verið áðruvísi. Stundum finnst nanni helvíti fult að þurfa að ára með allt í uppáskriftir þegar iggur á, en af því að þetta er ;vona þá verður maður bara að œtta sig við það og þá Jkover- rr“ maður sitt eigið rassgat." Eru einhverjir launaðir starfs- >nenn hjá ykkur? „Nei, enginn. Þetta er allt jnnið í sjálfboðavinnu.“ PRESSAN hefur öruggar heim- ldir fýrir þvi að launaður starfs- maður sé og hafi áður verið á skrifstofunni aukþess sem sölu- fólk er á prósentum. „Ég hef haldið sjálfum mér gangandi með því að skrifa greinar og lesa inn auglýsingar og svona nokkuð. Hér er allt unnið í sjálfboðavinnu og hefiir aldrei verið launaður starfsmað- ur,“ sagði Sigurður Pétur. Hvernig lifið þið? „Ef maður fer aldrei út að skemmta sér, gerir aldrei nokk- urn skapaðan hlut fyrir sjálfan sig og reynir að borða nógu mikið hjá foreldrunum þá kemst maður ansi vel af með þetta. Bróðir Sophiu hefur verið mikið þama úti, hefur notað allt sitt sumarfrí í það og það hefur verið ákveðið fyrirffam að því yrði bara safhað saman. Systir hennar er náttúrulega í sambúð þannig að það hefur alveg geng- ið upp.“ Er enginn kostnaður því sam- hliða? „Nei og húseigandi hér í Borgarkringlunni hefur verið meira en ljúfur við okkur. Við fengum fleiri mánuði frítt til að byrja með og síðan borgum við hér hungurlúsarhúsaleigu. Ég veit þú trúir því ekki en við borgum 18 þúsund krónur á mánuði.“ PRESSAN hefur feng- ið staðfest hjá leigusalanum að leigan hefur verið 42-43 þús- und krónur síðustu mánuði. Þegar PRESSAN fékk það uppgefið að íjárgæsla næði ein- ungis yfir landssöfhunina, sem byijaði í nóvember, var Sigurð- ur Pétur aftur spurður um það atriði: „Það er ekki rétt, fjárgæslan er á öllu. Það er bara einn bankareikningur í gangi og það fer allt saman þar í gegn. Þetta er einhver misskilningur,“ Fjárgœslumaðurinn segist að- eitis hafa yfir landssöfnuninni að segja, ekkiplötusölunni og... „Það fer allt inn á sama reikninginn." Sama reikning og landssöfn- unin? „Já, því er haldið alveg að- skildu þar.“ Hann hélt því fram að svo vœri ekki. „Menn segja bara eitt til þess að þeir séu ekki hengdir tyrir neitt, þvl við erum ekki búin að ákveða hverníg verður sagt frá þessu eða gengið frá þessu. Það kemur bara skrifleg yfirlýsing um hvemig staðan er nákvæm- lega á þessu öllu saman og verð- ur allt saman gefið út og þá get- urðu bara séð þetta sjálfur.“ Fjárgœsluaðilinn segir að ekki sé inni íþessu platan, baukasöfn- un eða neittslíkt. „Baukasöfnun og allt saman er inni í þessu. Baukarnir fara allir beint inn á þennan reikn- ing.“ Reikninginn sem fjárgœslan er á? „Já. Og platan líka? »Já.“ Hann kannast ekki við neina plötu- eða baukapeninga eða nokkuð annað. „Það var skrítið, það var skrítið.“ í þriðja samtali sagði Sigurð- ur að fjárgæslumaðurinn, Bene- dikt Sveinsson, hefði misskilið blaðamann og hélt fást við fyrri sögu. Reyndar fór hann að tala um reikninga í fleirtölu en sagði enn að þau hefðu ekkert með þetta að gera, Benedikt og lög- maður Sophiu þyrftu að sam- þykkja allar greiðslur. Þegar Benedikt hafði enn staðfest fyrri ffásögn sína var enn haft sam- band við Sigurð Pétur og hann spurður út í reikningana: „Það eru bara tveir reikning- ar í gangi, söfhunarreikningur- inn annars vegar og plötureikn- ingurinn hins vegar.“ Síðan er reikningur númer 16005. „Það er bara persónulegur reikningur Sophiu.“ Söfnunarfé hefur komið beint á þann reikning? „Ekki etfir að opinber söfhur fór ffam.“ Það hefur verið millifœrt inn i hann afplötureikningnum. „Já, já, það hefur þá bara ver- ið fé sent Sophia hefur þurft aðhalda." Það er engin fjárgœsla a plötureikningnum. „Nei, nei, það er bara rekic sem sérfyrirtæki." Hver eru tengsl ykkar við búð ina Brosandifólk? „Það eru engin tengsl þar milli.“ Heildverslunin lstanbúl ei skráð eigandi húsnœðisins. „Það er búið að bjóða þetti upp opitiberlega vegna skuldt sem Halim Al skildi eftir. Róst [systir Sophiuj leigirþetta bara. Sophia ersjálfskráð kaupandi innflytjandi oggreiðandi að vör um verslunarinnar. „Nei.“ Ekki? „Nei, ef ég tnan rétt var þai eiti sending sem kotti til landsin á nafni Sophiu,“ sagði Sigurðut Pétur og sleit þar með samtalinu. dikt og reyndar viðurkenndi Sigurður Pétur loks í samtali við PRESSUNA að svo væri ekki. Þessi reikningur er algerlega aðskilinn reikningnum sem tengist landssöfhuninni og er Sigurður Pétur prókúruhafi hans. Fjöldi sölumanna hefur staðið í því að selja plötuna í gegnum síma á skrifstofu söfnunarátaksins og fá þeir greidd 8 prósent í sölulaun. Allir heimildamenn PRESS- UNNAR segja að þau laun hafi aldrei verið gefin upp. Sigurður Pétur segir að síðast þegar hann vissi hefðu selst um 5.000 einstök af plötunni og innkoman væri um 6,5 milljónir króna. Nokkuð hefði selst ffá þeim tíma, en á móti kæmi kostnaður. Á gömlum sölulista sem PRESSAN komst yfir og gerð- ur er af Sigurði Pétri kemur ffam að þá voru seldir diskar 2.210 og seldar snældur 3.153. Diskurinn selst á 2.000 krónur og snældan á 1.500 svo sam- tals gerir það á þeim tíma- punkti 9,15 milljónir króna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nokkur hafi umsjón eða eftirlit með þessum reikningi sem er stfl- aður á Sigurð Pétur og er í raun aðeins venjulegur hlaupareikningur. Meðal ann- ars hefur verið millifært af „plötureikningnum“ yfir á enn einn tékkareikning með númerið 16005 í sama útibúi Landsbankans. Sá tékkareikn- ingur er mun eldri eða að minnsta kosti frá fyrri hluta árs 1992, en hann er meðal annars auglýstur í tímaritsvið- tali vorið 1992. Einnig virðist Sigurður Pétur hafa frjálsar hendur með þann reikning og hefur PRESSAN sannreynt að ávísanaheftið þar er enn í fullri notkun og ekki ein- göngu fyrir nauðþurftum. Dæmi eru um útgjöld af þessum reikningum sem varla geta talist nauðsynjar né benda til að um sé að ræða starfsemi í fjárþröng. Þá hafa greiðslukortareikningar þeirra systra, Sophiu og Rósu, velt milljónum síðasta árið og full- yrða viðmælendur PRESS- UNNAR að a.m.k. hluti þess kostnaðar hafi verið greiddur af söfnunarfé. Úttektarseðlar leiða í ljós að þær hafa átt mikil viðskipti við sólbaðs- stofur, snyrtivöru- og tísku- verslanir. Heildarkostnaö- ur viö barattuna Sigurður Pétur segir að heildarkostnaður við baráttu Sophiu Hansen sé nálægt 30 milljónum króna, en ekki fékkst nein skipting á þeim kostnaði eða gögn því til sönnunar. Þá sagði hann að innkoman fælist í rúmlega 10 milljónum króna sem komið hefðu inn við landssöfnunina og 4,45 milljónum í styrk frá utanríkisráðuneytinu. Síðan sagði hann að þau hefðu selt um 5.000 ein- tök af plötunni Börnin heim og í vor hefði innkoman af henni verið orðin 6,5 miflj- ónir króna. Talsvert hefði selst síðan en á móti kemur kostnaður við plötuna, skatt- ar og skyldur. Hann sagði skuldir þeirra vegna barátt- unnar nema 10-12 milljón- um króna. PRESSAN hefur sann- reynt að inn- koma við landssöfnun- ina hefur verið 10,4 milljónir og styrkur utanríkisráðu- neytisins er 4,45 milljónir króna, en í báðum tilfell- um eru eingöngu greiddir reikningar sem framvísað er til samþykktar eða synjunar. Þá má einnig nefiia að Sophia fékk menningarstyrk ffá VISA í fyrra upp á 250 þúsund krónur. A gömlum sölulista fyrir plötuna Börnin heim kemur ffarn að þá hafði plat- an selst fyrir 9,15 milljónir króna. Samtals er það á milli 24 og 25 milljónir loðna. Þá er ótalið það sem hefur komið inn í ffjálsum ffamlög- um í gegnum tíðina, svo og með bolasölu, merkjasölu, TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1994 fást hjá afgreiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegil 14, og hjá umboðsmönnum hennar um allt land. Umsóknarfrestur er til 1. október. Tryggingastofnun ríkisins

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.