Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 25
 Fimmtudagurinn 16. september 1993 S KI LA BOÐ PRESSAN 25 Birgir signir sig Reykjavík 9.9.’93. Heill og sæll herra ritstjóri. Svona rétt áður en ég signi mig langar mig til að benda þér á flat- neskjuna í kveðjunni hér að ofan. Hún er sömu ættar og hin venju- bundna fyrirsögn í dagblöðum og tímaritum í dag. Hún byggist á því leiða og jafn- framt útþvælda formi íslenskrar ljóðagerðar, stuðlum og höfúð- stöfúm, sem hvergi þekkist leng- ur nema hjá roggnum afdala- bændum og slæmum blaða- mönnum. Þetta þekkir þú mæta- vel, enda prýða einar 11-12 fyrir- sagnir í þessum stíl síðasta blaðið þitt. NÚSIGNIÉGMIG. Tilgangurinn með þessu bréfi er auðvitað sá að minnast örlítið á þá menningarlegu umræðu er átt hefúr sér stað í PRESSUNNI í undanfömum tveimur blöðum. Ég veit ekki hvort nokkur, og hvað þá á PRESSUNNI, hefur hugleitt þann mun sem er á ís- lenskum leigubílstjómm og sam- löndum þeirra í blaðamannastétt. Sjálfúr hef ég tekið eftir einu sem þeir eiga þó sammerkt. Það er þegar hlutimir koma þeim í koll. Leigubílstjórar, sérstaklega hér á Reykjavíkursvæðinu, verða stöð- ugt hlessa er þeir lenda í sjálf- heldu og hrakningum í sundur- gröfnu gatnakerfinu, sem þeir ættu að þekkja og hafa kynnt sér á hverjum degi. Blaðamennirnir aftur á móti hrekjast í sjálfheld- umar um leið og þeir leggja í það að fjalla um Ustir. Þetta á sérstak- lega við um PRESSUNA, því oft á tíðum er ykkur ekki ólíkt farið og óvönum ferðamönnum er ana léttir í spori út í óvissuna án þess svo mikið sem taka með sér átta- vita og gönguskó. Báðir verða þessir hópar, þ.e. blaðamenn og leigubílstjórar, argir út í þá er málin koma við, farþega í leigu- bílum og listamenn. Hér áður höfðu margir þeirra sem stunduðu blaðamennsku bæði skilning og getu til að upp- fræða alþýðuna með vitneskju sinni og fróðleiksfýsn. Nú er þessu öðmvísi farið. Nú situr al- þýðan á blöðunum og uppfræðir sjálfa sig um sjálfa sig. Þetta leiðir hugann að þeirri innantómu endurtekningu sem á sér stað í ís- lenskri þjóðarsál, þeirri tilveru sem íslendingar búa við í dag. Það er sorglegt að hugsa til þess að flest sú uppffæðsla sem á sér stað í PRESSUNNI og mörgum öðram íslenskum fjölmiðlum um menningarmál skuli aðeins við- halda sama hugmynda- og þekk- ingarleysinu. Til áréttingar og með það að leiðarljósi ætti setn- ingin í fjölmiðlapistli þínum að hljóða eitthvað á þá leið, að ís- lenskir listamenn séu ekki vanir því að íslenskir fjölmiðlar fjalli um verk þeirra af þekkingu og skilningi, því blaðamenn séu ófærir að fjalla um sína eigin menningu og þar að auki löngu hættir að signa sig. Umræðan um listir í fjölmiðl- um í dag er jafnlangt ffá því sem skiptir máli og upphafsstafur Njálu þá er hann fýrst var ritaður. Hvað einstök myndlistarverk kosta í krónum talið skiptir hér engu máli. Eða hvort þau eru gerð úr rörbútum og fittings eða oh'u á striga. Það eina sem skiptir máli í allri umræðu um list er að hún sé laus við endurtekningu, hroka, þekkingarleysi og skort á vitneskju um íslenska menningu og menningararf. Hinn margumræddi upphafs- stafur, gerður úr rörbútum og fittings, gæti allt eins staðið fýrir þann hroka og ryðgaða þjóðar- anda, sem endurspeglast í endur- tekinni og hrokafullri umræðu blaðamanna um listir á Islandi í dag. Sitji svo Guðsenglar allt í kring... Með vinsemd og virðingu, Birgir Andrésson myndlistarmaður. Ólafsfjörður PRESSUNA vantar röskan og áreið- anlegan umboðsmann á Ólafsíirði. Upplýsingar gefur Hervör í síma: 643080. Jeep Cherokee Mest seldi jeppinn á Islandi 1993! Jeep Cherokec : Sigildur liarðjaxl ! Jeep Grand Cherokee : Fullkominn Jarkostur ! E 1 E T 1 n i ý n i i—1 Flestir íslenskra jeppakaupenda á þessu ári velja Jeep Cherokee og Jeep Grand Cherokee *, einfaldlega vegna þess að þeir bera af öðrum jeppum. Cherokee hefur löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Grand Cherokee, sem valinn var Jeppi ársins í Bandaríkjunum’* hlýtur nú einróma lof og aðdáun fyrir snilldarhönnun og einstaka akstureiginleika. Jeep línan státar m.a. af aflmestu vélunum (190-220 hö.), og ríkulegum staðalbúnaði s.s. Selec-Trac eða Quadra- Trac drifkerfi, hemlalæsivörn og loftpúða (Grand Cherokee), svo fátt eitt sé talið. Úrtak úr skýn.lum Bifrciðajk«>ðunar íslands Nýskrúningar l. jam'ur-31. júli 1993. Samkeppnin á ekkert svar við hreint frábæru verði á Jeep. Þessir vönduðu amerísku jeppar hafa aldrei boðist á jafn hagstæðu verði. Gerðu samanburð; Þú gerir ekki betri jeppakaup! Tetjund Fjöldi nýskráninga Jeep Cherokec/Gntnd Qicrokee 58 Jecp Wrangicr 5 S’issan PatJdlndcr/T«ti ano/Patrol ubishi Pajero jToyota 4Runner/Landcruiser t Trooper 50 43 23 14 2 1 0 Jeep Cherokee Laredo kostar kr. 3.185.000.- Jeep Grand Cherokee Laredo kostar kr. 3.870.000.-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.