Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN F R É TT I R Fimmtudagurinn 16. september 1993 Söfnunarfé vegna baráttu Sophiu Hansen á eftirlilslausum reikningum Barátta Sophiu Hansen við að fá forræði yfir dætrum sínum hefur nú staðið vel á fjórða ár og enn sér ekki fyrir endann á málinu. Kostnaðurinn er þegar kominn í milljónatugi. Sigurður Pétur Harð- arson, sem stjórnað hefur baráttunni hér heima, hefur alltaf hald- ið því fram að Benedikt Sveinsson kvensjúkdómalæknir hafi fjár- gæslu með öllu innkomnu fé, en því neitar Benedikt staðfastiega. Hann hefur eingöngu fjárgæslu með því fé sem kom inn við lands- söfnun sem hófst í nóvember 1992. Aðrir reikningar eru honum óviðkomandi og Sigurður Pétur virðist einn hafa yfirumsjón með þeim. Þeir velta minnst á annan tug milljóna, en þar er öll plötu- salan, merkja- og bolasala, baukasafnanir, frjáls framlög og allur annar stuðningur. Meðlimir í stuðningshópi Sophiu hafa gefist upp og segja að meginástæðan sé Sigurður Pétur. Hann sé einráður og vilji ekkert gefa upp um innkomu og útlagðan kostnað. Tengsl- um við barnafataverslunina Brosandi fólk, sem Rósa Hansen er sögð reka, hefur einnig staðfastlega verið neitað en PRESSAN sýnir fram á að þau eru bein og óumdeilanleg. Eftirfarandi upplýsingar eru byggðar á traustum upplýsingum sem PRESSAN hefur aflað. Sigurður Pétur Harðarson hefur neitað blað- inu um aðgang að upplýsingum um fjármál söfnunarinnar. V etr artíiiiiim hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fímm Haustið er komið og veturinn nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yflr í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. maí. SJOVAooALMENNAR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.