Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 15
S KOÐA N I R Fimmtudagurinn 16 september 1993 PRESSAN 15 DAS KAPITAL STJÓRNMÁL Stjórnir, nefndir og ráð Hvar er kjötið? „Mjög er misjafnt hve mikil upphefð þykir að stjórnarsetu í hlutafélögum. Mestþykir upphefðin í stjórn hf. Eimskipafélags íslands. Úrþeirri stjórn komast menn ekki nemafyrir náð guðs. “ Lýðræði er það, að allir fái að ráða. En lýðræði er mjög óhentugt fyrirkomulag og því hafa mennirnir íundið upp fulltrúalýðræði. Dæmi um það er að öll þjóðin kemst ekki fyrir í Alþingishúsinu, þess vegna kjósum við 63 fúil- trúa í lýðræðisleik og þeir sjá um lýðræðið. Fulltrúarnir í lýðræðisleiknum skipta með sér verkum. Mest upphefð þykir að verða forsætisráðherra, svo kemur utanríkisráðherra og næstur honum er fjármála- ráðherra. Tign annarra ráð- herra fylgir svo aldursröð þeirra. Einn fúlltrúi í lýðræð- isleiknum, sem aldrei varð ráðherra en gegndi starfi for- seta sameinaðs þings, m.a. við lýðveldisstofnun, taldi að æðsti starfi á Alþingi væri embætti forseta þingsins, og ofar ráðherraembætti. Kjaradómur úrskurðaði fyrir ári, að starf forseta þings- ins væri ígildi starfs ráðherra. En lýðurinn mótmælti þeim úrskurði og því er embætti þingforseta einungis virðing- arstaða og fundarstjóm. Leikendurnir í lýðræðis- leiknum skipta svo ýmsum störfum á milli sín og sinna manna í kosningum innan þingsins. Það þykir veruleg upphefð að hljóta kosningu í Landsdóm, sem var stofnaður 1905, en dómurinn hefur aldrei komið saman. En laun og áhrif fylgja bankaráðssæt- um. Alþingi kýs nefnilega bankaráð ríkisbankanna. Hlutverk bankaráða ríkisvið- skiptabankanna er að ráða og reka bankastjóra, setja þeim erindisbréf og fylgja því síðan eftir að bankastjórar starfi eftir erindisbréfi. Bankaráð Seðla- banka tekur einungis við um- sóknum um starf Seðlabanka- stjóra en viðskiptaráðherra skipar bankastjóra. Málefnum atvinnurekstrar í þessu landi er yfirleitt skipað í hlutafélagsform. Samkvæmt hlutafélagalögum ber hluthöf- um að kjósa stjóm á hluthafa- fundi. Hlutafélög eru ekki lýð- ræðisleg, því upphæð hlutafjár ræður afli atkvæða. Stjórnin fer með æðsta vald í hlutafé- lögum á milli hluthafafunda. Hlutverk stjórna er að annast málefni hlutafélagsins og sjá til þess að skipulag þess og starf- semi sé í því horfi sem hlut- hafar geta vænst. Stjórnin ræður ffamkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur og ber honum að fara eftir þeim fýrirmælum, sem stjómin gef- ur honum. Hinn daglegi rekstur tekur þó ekki til ráð- stafana, sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar. Auk þess ræður hluthafafundur endur- skoðanda, sem getur verið op- inber sýslunarmaður og heitir þá löggiltur endurskoðandi, til að fylgjast með bókhaldi og fjárreiðum hlutafélagsins. Stjóm hlutafélags skiptir með sér verkum og kýs stjómin sér formann. Undirbýr hann fundi stjórnar og stjórnar þeim. Stjórnin samþykldr for- sendur rekstraráætlunar og síðan áætlunina í heild. Að lokum fylgist stjórnin með því að reksturinn sé innan marka áædunarinnar. Oftast eru stjórnarmenn jafnframt hluthafar. En oft em fengnir utanaðkomandi menn til stjórnarsetu. Kröfur til þeirra hljóta að vera mjög miklar, því þeir hljóta að taka sæti í stjórnum vegna sér- þekkingar sinnar. Mjög er misjafnt hve mikil upphefð þykir að stjórnarsetu í hlutafélögum. Mest þykir upphefðin í stjórn hf. Eim- skipafélags Islands. Úr þeirri stjórn komast menn ekki nema fyrir náð guðs. En starf stjórnar í hlutafé- lögum og virkni þeirra er að mestu hulið þoku í íslenskum hlutafélögum, svo ekki sé tal- að um stjórnir samvinnufé- laga. Fæstir stjómarmenn gera sér ljósa þá ábyrgð, sem hvílir á herðum þeirra. Stjórnar- menn í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar héldu að þeirra hlutverk væri að ábyrgjast lán kaupfé- lagsins. Ætli stjórnarmenn í Miklagarði hafi gert sér gein fýrir því að stjórnendur þess fyrirtækis væm að taka út vör- ur löngu eftir að fyrirtækið var orðið gjaldþrota og á þann hátt valda viðskiptamönnum, sem trúðu því að stjóm félags- ins væri ekki sjón-, ráð- og rænulaus, verulegu tjóni? Eða hvað með stjórn Haf- skips hf. I þeirri stjórn var samankomið landslið nýríkra íslenskra viðskiptajöfra. Auk hefðbundinnar verkskiptingar í stjórninni voru starfandi stjórnarnefndir og enginn vissi neitt og sungu Áfram kristsmenn, krossmenn ... Það þykir einnig fínt að fá til stjórnarsetu í hlutafélögum æðstu embættismenn ríkisins auk þungaviktar stjórnmála- og athafnamanna. Slík stjórn sat í Almenna bókafélaginu hf. og allt kom fyrir ekki. Fé- lagið gaf út bækur sem ekki seldust og félagið gekkst undir nauðasamninga. Slíkar stjórn- ir heita snittustjórnir. En hættulegast er þó þegar þungaviktarmönnum er smalað saman í stjórnir líkn- arfélaga og sjálfseignarstofn- ana. Hætt er við að stjórnar- menn í Landakotsspítala hafi ekki haft minnstu hugmynd um sjúkrahúsrekstur og því dagaði spítalann uppi eins og tröll. Höfundar Das Kapital eru frarrv mámenn i fjarmála- og viöskip- talifi, en vilja ekki láta nafn síns getið Sjálfsagt eru flestir búnir að gleyma prófkjörsbaráttu Walters Mondale og Garys Hart 1984 sem snerist um það hvor þeirra hlyti útnefningu sem forsetaefni demókrata- flokksins í Bandaríkjunum. Lítil saga úr þeirri árangurs- lausu baráttu geymist þó í minni. Umbúðirnar voru glæsilegar hjá Hart og mark- aðssetningin óaðfmnanleg. I herbúðum varaforsetans fyrr- verandi ríkti vonleysi og ring- ulreið. Þá var það að einum kosningastjóranum datt í hug að snúa vinsælli hamborgara- auglýsingu upp á Hart. Aug- lýsingin var um konu sem kemur inn á skyndibitastað og þykir lítið kjötbragð af ham- borgaranum. Húsmóðirin lætur ekki þar við sitja heldur rífúr sundur brauðið og spyr með þjósti: Hvar er kjötið? Herbragðið sem vann á Hart var sem sagt að klifa á spurn- ingunni: Hvar er kjötið? Hvert er innihaldið? Skipulagður skyndibiti Meistarakokkurinn Úlfar Eysteinsson hafði við orð í til- efni af opnun veitingastaðar McDonald’s að skyndibita- staðir á íslandi væru of dýrir og seldu miklar umbúðir utan um lítinn mat. Og þegar for- sætisráðherra var að úða í sig umbúðunum utan um litla kjötbitann á McDonald’s mátti þar sjá líkingu við ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar: Hvar er kjötið í stjórnarham- borgaranum? Er ríkisstjórnin orðin að umbúðum utan um ekki neitt? Við munum það öll að rík- isstjórnin er skipulagður skyndibiti. Fyrir kosningar samdi Davíð Oddsson við Jón Baldvin Hannibalsson um samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og effir að hafa haldið því leyndu fyrir kjós- endum varð stjómin til á örfá- um dögum í einkasamtölum flokksleiðtoganna í Viðey. Stoðkerfið í stjórninni, sjálf beinabyggingin, var trúnaðar- samband Davíðs og Jóns Baldvins. Kjötið á beinin var álver á Keilisnesi, EES og for- tíðarþrá eftir viðreisnarstjórn krata og íhalds á sjöunda ára- tugnum. Álverið var jarðað með pól- itískri útför Jóns Sigurðssonar, EES hefur þróast í lönguvit- leysu og viðreisnardraumur- inn er orðinn að martröð. Það er ekkert kjöt orðið eftir á beinunum. Og sjálft stoðkerf- ið er að bresta. Tveir þverbrestir Fyrsti alvarlegi bresturinn kom þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að hann hefði lent „í minniUuta“ þegar ríkisstjómin felldi geng- ið í annað sinn síðastliðið vor svo að ráðherrar kæmust í sumarfrí fýrir „aðgerðakvab- bi“. Forsætisráðherra samdi við andskota sinn og flokks- bróður í sjávarútvegsráðu- neyti um ráðstafanir í sjávar- útvegsmálum og stillti svo krötunum upp við vegg. Skinkumálið er annar þver- bresturinn. Að sumu leyti er þar um að ræða rökrétt svar krata við niðurlægingunni í gengisfellingarmálinu. Al- þýðuflokkurinn hittir Sjálf- EINAR KARL HARALDSSON stæðisflokkinn fyrir þar sem hann er veikastur og ósam- ræmið mest milli milli ffjáls- ræðiskenninga hans og vernd- arstefnu. Samúðin er með íhaldinu í þessu máli. Það var síðasta ríkisstjórn sem gerði búvörusamninginn undir for- ystu Alþýðubandalagsmanna með dyggum stuðningi Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks. Sjálfstæðismenn komu þeir sitja áfram í ríkisstjórn- inni undir óbreyttu landbún- aðarkerfi. Þeir hafa eiginlega sjálfir vísað sér í kosningar, en Davíð Oddsson fer einn með þingrofsvaldið vegna þess að Jón Baldvin gleymdi að semja um þann þátt í viðreisnar- rómantíkinni úti í Viðey. Hér hafa verið nefnd tvö mál þar sem augljós trúnaðar- brestur hefúr orðið milli odd- vita ríkisstjórnarflokkanna. Það mætti nefna fjölmörg fleiri mál, „Smugumálið" og heimsókn Peresar til dæmis, þar sem greinilega hefúr kom- ið í ljós að þeir eru hættir að tala saman í ríkisstjórninni. Ekki þarf að fjölyrða um „Allt annað en stöðugleiki mun einkenna hið pólitíska haust. Tveggjaflokka traust stjórn eins og lagt var upp með í Viðey hefur reynst vera tcetingslið. Það er ekki einu sinni hakkabuffí stjórnarhamborg- aranum. Þaðfá engar umbúðir falið.“ þar hvergi nærri. Framkvæmd þeirra á búvörusamningnum er hinsvegar gagnrýnisverð og sýnir vel hverskonar liðleskjur eru þar á bæ. Það er alveg ljóst að samn- ingurinn hefúr gífúrleg áhrif á kjör og stöðu bænda og vegna hans ganga nú meiri breyting- ar yfir bændastéttina, sam- keppnisstöðu búvörugreina og útflutningsmál búvöru en nokkru sinni hefur gerst áður. I framhaldinu kemur svo GATT-samningurinn, sem mun rýmka innflutnings- heimildir á búvöru. Það eru aftur á móti engin rök fyrir því að íslendingar rjúfi vernd- armúra um búvörufram- leiðslu sína hraðar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna þess að við erum stórinnflytj- endur landbúnaðarvöru. Ekki einu sinni hakkabuff Allt þetta vita kratar en gera samt hreina kosningaárás á landbúnaðarkerfið til að koma Sjálfstæðisflokknum í skammarkókinn. Vandi þeirra er sá að þeir munu sjálfir lenda í skammarkróknum ef það að stóru málin, fjárlaga- hallinn, skuldasöfnun þjóðar- búsins, skipulagsvandi at- vinnulífsins, atvinnuleysið og vaxandi félagslegt misrétti, eru öll í uppnámi hjá ríkisstjórn- inni. Allir vita að fjárlaga- frumvarpið, sem farið er í prentun, er ekki annað en grín, og enginn virðist taka það alvarlega nema Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Ákvörðun hennar um að opna víglínur út fyrir sitt ráðuneyti og neita stuðningi við fjárlagafrumvarpið gæti veri upphafið að varnar- bandalagi um velferð og menntun. En hún gæti líka átt það til að lýsa yfir vopnahléi eftir að fjárlögin hafa verið endursamin á haustþinginu og afgreidd með tugmilljarða- halla í desember. Allt annað en stöðugleiki mun einkenna hið pólitíska haust. Tveggja flokka traust stjórn eins og lagt var upp með í Viðey hefur reynst vera tætingslið. Það er ekki einu sinni hakkabuff í stjórnar- hamborgaranum. Það fá eng- ar umbúðir falið. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. á UPPIEIÐ f SVEINN ANDRISVEINSSON FORMAÐUR UMDÆAAANEFNDAR Hann á kannski möguleika í prófkjöri sjálfstæðismanna þegar hann er búinn að fjölga kjósendum um nokkra tugi þúsunda. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRUM HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Hann fer að líta út eins og móðir Theresa í saman- burði við Guðmund Árna. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON UTANRIKISRAÐHERRA Tókst loks í þessari viku það sem alltaf hefúr mistekist áður: að vinna áróðursstríð um danska skinku og losna við Jóhönnu í leiðinni. Á NIÐURLEIÐ ÁRNISIGFÚSSON FORAAAÐUR SKOLAAAALARAÐS Sendir út auglýsingabæk- linga fyrir milljónir, en svo er prófkjörinu ffestað þar til eftir áramót. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FELAGSMALARAÐHERRA Það verður ekki langlífur pólitíkus sem sækir helst stuðning til Ömma, Benna Davíðs og SUJ. JÓN SIGURÐSSON FYRRVERANDI VIÐSKIPTARAÐ- HERRA ENN Á FERÐ Flutti ffumvarp um ný inn- flutningslög, en man ekki ffekar en aðrir um hvað þau eru.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.