Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 8
FR ETT I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 16. september 1993 Heildarkostnaður við baráttuna Sigurður Pétur segir að heildarkostnaður við baráttu Sophiu Hansen sé nálægt 30 milljónum króna, en ekki fékkst nein skipting á þeim kostnaði eða gögn því til sönnunar. Þá sagði hann að innkoman fælist í rúmlega 10 milljónum króna sem komið hefðu inn við landssöfnunina og 4,45 milljónum í styrk ffá utanríkisráðuneytinu. Síðan sagði hann að þau hefðu selt um 5.000 eintök af plötunni Börnin heim og í vor hefði innkoman af henni verið orð- in 6,5 milljónir króna. Tals- vert hefði selst síðan en á móti kemur kostnaður við plötuna, skattar og skyldur. Hann sagði skuldir þeirra vegna barátt- unnar nema 10-12 milljónum króna. PRESSAN hefur sannreynt að innkoma við landssöfnun- ina hefur verið 10,4 milljónir og styrkur utanríkisráðuneyt- isins er 4,45 milljónir króna, en í báðum tilfellum eru ein- göngu greiddir reikningar sem framvísað er til samþykktar eða synjunar. Þá má einnig nefna að Sophia fékk menn- ingarstyrk ff á VISA í fyrra upp á 250 þúsund krónur. A gömlum sölulista fyrir plöt- una Börnin heim kemur ffam að þá hafði platan selst fyrir 9,15 milljónir króna. Samtals er það á milli 24 og 25 millj- ónir króna. Þá er ótalið það sem hefúr komið inn í ffjálsum ffamlög- um í gegnurn tíðina, svo og með bolasölu, merkjasölu, sölu í Kolaportinu, styrktarhá- tíðum og fleiru, að ógleymd- um söfnunarbaukunum sem dreifðir eru víða um land, PRESSAN hefur traustar heimildir fyrir því að bauk- arnir séu opnaðir á skrifstof- unni án nokkurs eftirlits. 400 baukar voru sendir út og kost- aði hver þeirra 18 krónur. Þeir voru einnota en reynt að end- urnýta suma þeirra með því að líma yfir þá aft ur. Samkvæmt yfirliti sem skrifstofan sjálf lét gera var greiddur kostnaður vegna Sophiu Hansen samtals lið- lega 17,5 milljónir króna. Lög- ffæðikostnaður er þar skráður nærri 7,5 milljónum króna, en samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er þar reikn- aður allur uppihaldskostnað- ur og ferðakostnaður lög- manna. f ferða- og uppihalds- kostnað eru gefnar upp 6 milljónir, 1 milljón í húsaleigu í Istanbúl, þýðingar eru 700 þúsund krónur, síma- og skeytakostnaður 1,5 milljónir og annar kostnaður rétt tæp- lega 1 milljón króna. Söfnunarfé notaö í verslunarrekst- ur Það vakti nokkra athygli þegar systir Sophiu, Rósa Hansen, opnaði verslun með tyrknesk barnaföt á Vestur- götu 23 í desember 1992. Verslunin Brosandi fólk er í húsnæði sem samkvæmt veð- bókarvottorði er að fullu í eigu heildverslunarinnar Ist- anbúl. Það er heildverslunin sem Halim A1 rak hér á landi en var alla tíð í einkaeigu Sop- hiu. Búðin sjálf er ekki hluta- félag og einu opinberu upp- lýsingarnar sem fengust um hana var að forráðamaður hennar væri Rósa Hansen. f viðtali við PRESSUNA um síðustu áramót sagði Rósa að tilgangurinn með versluninni væri að rétta við fjárhag fjöl- skyldunnar og þar kom einnig fram að um síðustu áramót hafði Rósa farið sautján ferðir til Tyrklands. Þar segist hún njóta dyggilegrar aðstoðar Sophiu við innkaupin, hún talar tyrknesku en ekki Rósa. PRESSAN hefur skjalfestar upplýsingar um að söfnunarfé hafi verið notað vegna rekstr- ar þessarar verslunar. Nefna má DHL-hraðsendingu sem Brosandi fólk sendi til Tyrk- lands, en hún innihélt gallaða kjóla. Reikningurinn hljóðaði upp á 18.915 krónur og var greiddur út af hlaupareikningi 3094 — þeim fjárgæslulausa sem plötusölufé er greitt inn á. Undir þá ávísun skrifaði Sig- urður Pétur Harðarson. Þann 24. maí borgaði verslunin Brosandi fófk reikning hjá ör- yggisþjónustunni Vara upp á 100 þúsund krónur. Sama dag fór 100 þúsund króna tékki út af tékkareikningi þeim sem plötusalan fer um og er án fjárgæslu Benedikts Sveins- sonar. Rökstuddur grunur er um að fleiri þættir í rekstrinum hafi verið greiddir af söfnun- arfé, en það hefur ekki fengist tryggilega staðfest. Eins og að ofan greinir vildi Sigurður Pétúr ekki veita upplýsingar né heldur kannaðist hann við að Sophia tengdist versluninni nema óbeint. Þegar barnaföt fyrir versl- unina eru send frá Tyrklandi er Sophia Guðrún Hansen skráð sem viðtakandi á farm- bréfum Flugleiða. Greiðandi í Landsbanka er einnig skráð Sophia Guðrún Hansen. Það er aðeins þegar varan er af- greidd úr tolli og virðisauka- skattur greiddur sem móttak- andi er Brosandi fólk, fata- verslun. Sophia er því skráður eigandi að verslunarhúsnæð- inu, kaupandi vörunnar, inn- flytjandi og greiðandi. Reikn- ingar sem stílaðir eru á Sophiu vegna barnafatanna eru að minnsta kosti 2-3 milljónir króna og um er að ræða að minnsta kosti nokkrar send- ingar. Rekstur verslunarinnar sjálfrar hefúr hins vegar ekki gengið sem skyldi og fyrstu mánuði ársins hefur mánað- arsala aldrei verið yfir 50 þús- und krónur samkvæmt traustum heimildum PRESS- UNNAR. Verslunin hefur reyndar verið lokuð um nokkurt skeið vegna ferðalaga Rósu. Sigurður Pétur illa liöinn í raun eru það tveir tengdir stuðningshópar sem unnið hafa við baráttu Sophiu Han- sen. Sá fyrri leystist að mestu upp í lok síðasta árs en þrír aðÚar héldu þó áfrarn. Heim- ildamenn PRESSUNNAR gáfu allir upp sömu ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu, ofríki Sigurðar Péturs. Þau segja að ummæli hans hafi sífellt stangast á við það sem áður var sagt og engin leið hafi ver- ið að fá upplýsingar sem tengdust bókhaldi skrifstof- unnar. Það eina sem PRESS- AN fékk ffá forsvarsmönnum var ábending um dreifibréf sem sent var á aðra fjölmiðla. Engin nákvæm eða sundurlið- uð gögn fengust og viðmæl- endur PRESSUNNAR höfðu á ' orði að ótrúlegt væri að ekki væri hægt að sjá gögn um op- inberar safnanir. Enginn sem rætt var við kannaðist við að nokkur sæi um endurskoðun reikninga. Pálmi Jónasson og Sigurður Már Jónsson TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1994 fást hjá afgreiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegil 14, og hjá umboðsmönnum hennar um allt land. Umsóknarfrestur er til 1. október. Tryggingastofnun ríkisins Spurningar og svör um símtæki Fátt um svör hjá lögmanninum Síðastliðið þriðjudagskvöld lokaði Sigurður Pétur Harðarson á allar upplýsingar varðandi fjár- öflun í tengslum við baráttu Sop- hiu Hansen. í hádeginu á mið- vikudag bauð hann PRESSUNNI hins vegar að senda símbréf til Gunnars Guðmundssonar lög- manns. Gunnar átti síðan að svara þeim spumingum sem hon- um hentaði. Hér á eftir fer spurn- ingalisti PRESSUNNAR og þau svör sem bárust frá Gunnari. Spurningar PRESSUNNAR: „1. Hver er heildarkostnaöur við baráttu Sophiu? Vinsamlega gefiö okkur sem nákvæmasta skiptingu á því. 2. Hverjar eru heildartekjur safn- ana og vörusölu? Vinsamiega gefiö okkur sem nákvæmasta skiptingu á því. 3. Er einhver fjárgæsluaöili með tékkareikningi nr. 3094 (piötusala) og nr. 16005 (eldri söfnun, m.a. vís- aö til í Manniffsviötali viö Sophiu)? 4. Hvaöa eftiriit er með þessum reikningum? Vinsamlega nafngreiniö þá sem fylgjast meö notkun þeirra. 5. Hver hefur eftirlit meö fé sem kemur úr söfnunarbaukum? Hver tekur upp úr þeim og hvernig og hvert fara þeir peningar? Hversu miklir hafa þeir veriö? 6. Ertu relöubúinn að leyfa okkur aö yfirfara tékka sem viö höfum ver- ið aö spyijast fyrir um í bönkum? 7. Hversu margir launaðir starfs- menn eru á ykkar vegum og hversu margir hafa þeir veriö? 8. Hver eru tengsl Sophiu og Sig- uröar Péturs viö verslunina Brosandi föik? Hefur söfnunarfé veriö notaö í tengslum viö rekstur hennar?“ Svör Gunnars Guðmundssonar: „Sem svar við ofansendu bréfi er vert að taka fram. Allar um- beðnar upplýsingar varðandi upphæð á söfnunarfé sem safnað- ist í söfnunarátakinu Börnin heim á síðastliðnu ári hafa marg- oft komið fram í fjölmiðlum. Fjárgæsla hefur verið innt af hendi vegna þess fjár sem safnað- ist í söfnunarátakinu. Öll skilyrði hafa verið uppfyllt vegna þessa fjár. Enginn launaður starfsmaður hefur verið í vinnu hjá stuðnings- hópnum. Vegna sölu á hljómplötunni Bömin heim hefúr verið greiddur ýmis kostnaður, meðal annars höfundarlaun, framleiðslukostn- aður, póstkostnaður, skrifstofu- kostnaður og annar kostnaður sem til hefúr fallið vegna sölunn- ar. Greidd hafa verið sölulaun til sölumanna vegna plötunnar, sem í flestum tilfellum hafa verið end- urgreidd í formi framlaga inn á söfnunarreikninginn. Sala á hljómplötunni Börnin heim er rekin sem sérstakt fýrirtæki og er ekki í neinum peningalegum tengslum við söfnunarreikning- inn. Allur þessi rekstur fer í gegn- um hlr. 3094. Tengsl Sophiu við verslunina Brosandi fólk Vesturgötu 23 eru einungis fjölskyldulegs eðlis, þar sem systir hennar á og rekur verslunina.“ Eins og sjá má í svarinu kýs lögmaðurinn að víkja sér undan flestum spurningum. Þó kemur greinilega fram að fjárgæslan á eingöngu við þann reikning sem tengist landssöfnuninni en ekki hinum reikningunum. Ekki eru tilgreindir neinir eftirlitsmenn eða fjárgæsluaðilar með öðrum þáttum söfnunarinnar. Ennfremur hefur PRESSAN traustar upplýsingar um að söfn- unarfé hafi runnið í rekstur versl- unarinnar Brosandi fólk.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.