Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 40

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 40
1 HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 s, " jálfstæðismenn eru nú í óðaönn að undirbúa sveitar- stjórnarkosningarnar sem haldnar verða í vor og hugsa sér ýmsir til hreyfings. Yfir- gnæfandi líkur eru á því að Gunnar Jóhann Birgisson lög- maður fari fram í prófkjöri í | Reykjavík ef af því verður, en hann leitar nú logandi ljósi að heppilegu húsnæði undir kosn- I ingaskrif- stofu. Gunnar Jóhann mun hafa fengið hvatningu ífá fjöl- mörgum flokksfélögum sínum, sérstaklega þeim yngri, en hann hefur starfað ötullega fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- ^félaganna í Reykjavík kemur saman 12. október og tekur ákvörðun um hvort prófkjör verður haldið í Reykjavík og þá hvenær... Það er jafn mikið af trefjum í pakka af Kellogg's All-Bran og í heilum sekk af kartöflum. Við erum ekki að kasta rýrð á kartöflur. þær eru fyrirtaks fæða enda sérstaklega auðugar af náttúru- legum trefjaefnum, sem eru líkamanum nauðsynleg til að tryggja greiða meltingarstarfsemi. Engu að síður neyta langflestir Islendingar ekki nægilegs magns trefja í daglegri fæðu. Það er af þeirri ástæðu sem við ráðleggjum þér að hefja sérhvern dag á því að gæða þér á Kellogg's All-Bran. Kellogg's All-Bran er nefnilega einhver trefjaríkasta fæða sem þér stendur til boða. Til að mynda er álíka mikið af trefjum í I2kg af soðnum kartöflum og í 750g pakka af Kellogg's All-Bran. Fáðu þér Kellogg's All-Bran og þú eykur þinn innri styrk. n ómur hefur verið kveð- inn upp í Héraðsdómi Reykja- víkur í máli ákæruvaldsins gegn Magnúsi Karlssyni, fyrr- um markaðsstjóra Bláfells- Heimalands hf., og Emi Karls- * syni verslunarmanni. Menn- ^Whir eru fundnir sekir um að hafa í sameiningu undirbúið vátryggingarsvik Magnúsar í þágu Bláfells-Heimalands hf. Hefur Örn verið dæmdur í átta mánaða fangelsi en Magnúsi gert að sæta sex mánaða fanga- vist, þar af eru þrír mánuðir skilorðs- bundnir. I árslok 1991 tók Örn að sér fyrir Magnús að fjarlægja að kvöldlagi ýmis tæki s.s. litsjónvarpstæki, myndbandstæki, bíltæki og hljómflutningstæki úr verslun- inni Bláfelli og koma þeim í geymslu. Daginn eftir tilkynnti Magnús bæði lögreglu og Vá- tryggingarfélagi Islands hf. um þjófnað úr versluninni á rúm- íega helmingi fleiri tækjum en Örn hafði numið brott. Degi síðar stöðvaði lögregla menn- ina tvo þar sem þeir voru á leið til Keflavíkur til að koma „- stolnu“ tækjunum í verð og reyndist hluti þeirra vera í bíln- um. Þess má geta að Örn var dæmdnr í sjö mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðs- bundna, í lok júní sl. fyrir að falsa og selja skuldabréf í sept- ember í fyrra og brjótast inn og stela peningum og ýmsum tækjum í mars sama ár. Áður hafði hann tíu sinnum sætt refsingu, þar af átta sinnum síðustu fimm árin...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.