Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 22
HAMINGJUDAGAR FRAMUNDAN 22 PRESSAN Fimmtudagurínn 16. september 1993 Uppgjör sumarsins Sólin skein og Pláhnetan fannst Ekki leit út fyrir a& Pláhneta Stefáns Hilmarssonar hefói það af þegar púlsinn var tekinn á aðsókn aá sveitaböllum sumars- ins í júnilok. MeS betri meðal- xiðsókn en Pláhnetan fram að eim tíma voru flestar hinar stór- Ijómsveitirnar; Todmobile, Ný- dönsk, SSSól og GCD. Stjórnin og Todmobile áttu aðsóknarmet- Margir telja að SSSól hafi átt fjölmennustu dansleiki sumarsins en ekki eru allir sammála um Dað. Því er haldið fram að Plá- inetan hafi sigrað þrátt fyrir Dyrjunarörðualeikana eftir að útvarpsstöðin Bylgjan slóst í för með þeim; auglýsti og sendi út dansleiki þeirra hvað eftir ann- að. Það er semsé umdeilt hvort SSSól, eða Sláturfélag Suður- lands Sól eins oa qárungarnir kalla hana, eða Plannetan hafi farið með sigur af hólmi eftir sumarið. Það er yfirleitt viðkvæmt mál að fá nákvæmar tölur um að- sókn að sveitaböllunum oa svo er einnia nú; hvorki félagsneim- ilin né hliómsveitimar eru tilbúin að gefa þær upp. Aosókn hjá hljómsveitinni Todmobile var fremur jöfn allt sumarið og átti hún hvorki neina gígantíska toppa né „bömmera". Stjórnin var rokk- andi eftir að hafa farið vel af stað, en hins vegar fór að síga á óaæfuhliðina njá GCD frá og meo miðju sumri og hafa þeir nú gefið upp öndina í bili. Dán- aö skólarnir skuli vera byrjaöir aftur. Þaö er ekki nóg með aö skerandi hávær skóla- bjalian veki mig eld- snemma á hverjum morgni, heldur er gjör- samlega útilokað aö sofna aftur fyrir æp- andi grislingum úti í frí- mínútum. artilkynningu Pelican joekkja svo flestir: hún var gefin ut stuttu eft- ir endurfæðinguna. Hljómsveitin Nýdönsk tók að litlu leyti þdtt í sumarharkinu en aerði vel það sem hún gerði. Hún mun rrekar stíla upp ó vet- urinn og skólana. PLÁHNETAN OG SLÁTUR- FÉLAGIÐ. Menn deila om hvor hljómsveit- anna hafi fariö meö sigur af hólmi. POPP Sýnishorn afgrósku „Að vera endalaust að tala um tónlist sem einhverja neð- anjarðartónlist er auðvitað þreytt dœmi. Tónlistin á Núll og nix lýtur lögmálum (ókei, hérna kemurþað enn einu sinni) „undirganganna“. ÝMSIR FLYTJENDUR NÚLL OG NIX SMEKKLEYSA ★★★ Allar götur síðan „Rokk í Reykjavík“-bylgjan rann út í sandinn hafa menn grátið þá gróskutíma. „Þá var sko gam- an“, hafa menn sagt í partíum í gegnum árin og hlustað hvarmvotir á Fræbbblana, Purrkinn, Þey og alla hina. „Þá voru tónleikar upp á hvern dag og frábærar plötur komu út í hverri viku,“ segja menn og skála fyrir síldarár- urn íslensks rokks. 1 sumar myndaðist svipuð spenna í loftinu þótt hún yrði ekki jafnalmenn. Bílskúrarnir urðu á ný fullir af sveitum sem spiluðu hrátt rokk og reyndu að skapa eitthvað nýtt. Svefnherbergi fyrrum tölvu- leikjaspilara fylltust líka af samplerum, hljómborðum og öðrum framandi tólum. Það að skapa tónlist sem er annað og meira en léttpopp eða sveitaballagutl konr inn úr kuldanum. Hinn tvöfaldi safhdiskur „Núll og nix“, sem kom út í sumar samhliða út- komu annars tölublaðs tísku- tímaritsins Núllsins, mældi þennan blóðþrýsting og kom honum á framfæri. Þrjátíu og þrjár sveitir spreyta sig á plöt- unni. Samtals tekur diskurinn tæplega þrjá tíma í hlustun svo augljóst er að þetta er ekki -útgáfa sem menn setja í tækið til að njóta sem heildar, enda engin heildarmynd til staðar. „Rokk“ og „diskó“ (hugtökin hér notuð sem aulaleg við- miðun) skiptast á um að hljóma í öllum sínum víðátt- um, þannig að nokkuð ljóst er að enginn friður hefur ríkt í partíum vegna pakkans, held- ur hefur eflaust verið slegist um fjarstýringuna. Að vera endalaust að tala um tónlist sem einhverja neðanjarðar- tónlist er auðvitað þreytt dæmi. Tónlist hlýtur bara annaðhvort að vera góð eða slæm, skemmtileg eða leiðin- leg. Það er þó til frillt af tónlist sem hlýtur ekki hylli „al- mennings“ af einhverjum ástæðum, en sú tónlist er þó hvorki merkilegri né ómerki- legri fyrir vikið. Tónlistin á Núll og nix lýtur lögmálum (ókei, hérna kemur það enn einu sinni) „undirganganna“. Megnið af þeim 33 lögum sem hér eru hafa aldrei heyrst í almennu útvarpi, enda sér- stæð og „öðruvísi“ og ekki vænleg sem uppfyllingarefni milli auglýsinga. Sumt af þessu er verulega gott en ann- að óspennandi. Byrjum á diskóinu (eða reifínu, sveiminu eða dans- tónlistinni). Þar er margt vel gert þótt íslenskir spilarar í þeirri deild eigi ekki langa sögu eða æfingu að baki. Ef ég byrja enn og aftur á gamla nöldrinu þá er frekar leiðin- legt að heyra hve óíslenskir diskópinnarnir eru. Hvert einasta „danslag" hér ber enskt heiti og jafnvel nöfn sveitanna eru ensk. Þetta er vitanlega brengluð þjóðernis- kennd sem sýnir best það ægi- vald sem anglósaxneskir straumar hafa yfir unglingum nú(ll)sins. Mér þykir líka ótrú- legt að þetta efni eigi eftir að lifa lengi. Þá vekur það nokkra furðu hve hæg mörg danslög- in eru. Þetta er eiginlega ekk- ert diskó held- ur þunglama- legar tölvutos- anir sem minna á til- raunastarfsemi Eno og Kraft- werk. Mind in Motion, T- World og Passive Agr- essive eiga lög sem ættu öll heima sem upphafsstef í Nýjustu tækni og vísindum. Maskínan er með hratt „hard core“-lag og Muri með eina popp- sveimið. Sterkastur til leiks mætir þó sautján ára strákur sem kallar sig Secret Agent. Lagið hans er virkilega hríf- andi verk og sýnir mikla hug- myndaauðgi. Bong (Eyþór og Móa) eiga ágætt diskó en með næfurþunnum bulltexta. Allar helstu rokksveitir neð- anjarðar eru hér mættar nema HAM, sem birtist þó í skötu- líkinu Funkstrasse með pott- þétt lag, „Prófessorinn ráð- leggur“. Hér eru FIRE-gengið, Kolrössur, Púff, Stillupp- steypa og Curver með ágætis sýnishom. Einnig Yukatan og Saktmóðígur, sem hafa verið viðloðandi klíkuna. Allt gott og blessað með það. „Þursa- flokkurinn á sterum“, Akur- eyringarnir í Hún andar eiga fínt lag, það þjóðræknasta í kassanum, og hin síefnilega Rosebud er með glettilega gott lag, „Beinagrind“. Hljómsveit- in Xerox lofaði mjög góðu með dauðalega nýbylgjurokk- inu sínu, en lagði því miður upp laupana áður en safnplat- an kom upp. Nokkur bönd falla mitt á milli hefðbundinna skilgrein- inga, eru utandeilda í rokkreifinu. Bubbleflies eiga þokkalegt lag sem þó er í anda of líkt Bretunum í Stereo MC’s til að geta talist mjög spennandi. Islenskir tónar blanda dansvæddum takti í rokkið og koma með ágætis SSSólarlegt lag. Júpíters disk- óa upp gamalt lag og enn íjær hefðbundnum merkimiðum eru lög Bjarkar og Frostbite, sem eru bæði af nýlegum plötum þeirra. Núll og nix er mjög þörf út- gáfa. Þar er flagginu veifað og mörgum gefinn kostur á að hlaupa af stað á hlaupabraut íslenskrar tónlistar. Eftir tíu ár munu kannski einhverjir sitja og grenja oní brennivínið sitt og rifja upp rokk- og reifsum- arið mikia, — sem kannski aldrei varð._______________ Gunnar Hjálmarsson POPP fimmtudagurin~n"| 1 6. SEPTEMBER • Einar Jónsson trúbador fær væntanlega ekki ffcið til að syngja einn, því hver sem er getur troðið upp og farið með ljóð, brandara og vísur í opinn míkrófón Dansbars- ins. • Spinal Tab-kvöld verður á Gauki á Stöng í tilefni frumsýningar myndar nokkurrar. Ýmsir ætla að troða upp sem ekki vilja láta nafns getið. Okkur hefur borist til eyrna að þar verði meðal annars Sniglabandið á ferð. • Deep Jimi and the Zep Creams lofa engu um það hvort þeir „múna“ eður ei. Kveðjutónleikar verða með þeim á Hressó í kvöld, því nú skal halda til New York að slá í gegn. Adios. • Blackout er einhver geggjuð rokkgrúppa sem verður á Tveimur vinum. • Júpíters í sinni fullkomn- ustu mynd treður upp á mexfkóska staðnum Cancun í kvöld. Þar ku vera hægt að dansa í miðjunni innan um allar stjörnur Júpíters. • Snæfríður og stubbamir frá Þorlákshöfn ffcemja gleði- og gerningatónlist á Fóget- anum um helgina. Þeir ku vera ákaflega hressir og al- úðlegir í alla staði. • Synir Raspútíns, Rokka- billýband Reykjavíkur, Radíus-bræður og DJ-FIo- wer Power verða f þessari röð á Pizza 67 við Tryggva- götuna í tilefhi eins árs af- rnælis pítsustaðarins. Það mun vera dágott að ná þeim aldri í þeim bransa, á þess- um síðustu og verstu. Hvur veit nema Makk-Davíð Oddsson mæti á staðinn og bragði eins og eina pítsu með íslenskri skinku?! • RokkabiJlyband Reykja- víkur færir sig eftir góða upphitun frá Pizza ’67 yfir á Tvo vini þar sem stórdans- leikur verður f kvöld. Band- ið er fullt af rokki og lífi. • Örkin hans Nóa gerir víðreist um bæimi um þess- ar mundir og gerir nú út frá Gauknum. • Langbrækurnar og Abbadísimar þreyta fjórtán laga prógrammið á Plúsn- um í kvöld. í fyrsta sinn í sögu staðarins er ókeypis inn. Fögnum því. • Jökulsveitin frystir alla á Blúsbarnum með Margréti Sigurðardóttur fremsta í flokki. Við minnum á áfeng- ismjólkurhristinginn. • SÍN-tríóið leikur fyrir bjórþyrsta gesti Rauða ljóns- ins. • Blackout er nú komin í Fjörðinn og verður með tónleika. Á Niels’ Public House, sem Nillabar heitir nú, verður hins vegar disk- ótek og matar- og bjórkynn- ing. • Upplyfting og opinn míkrófónn á hinum krömmí Dansbar. LAUGAR DAG U R I N N 1 8. SEPTEMBER • Júpiters aftur í návígi á Cancun í kvöld. Þar fer sam- an litrík tónlist og litríkur staður. • Snæfríður og stubbamir eru enn í bænum og ffcemja sem fýrr gerninga- og ljúf- lingstónlist á Fógetanum. • örkin hans Nóa er yfir- full af ýmiskonar dýrum. Enn á Gauknum. • Abbadísir og Langbræk- ur í samkrulli á Plúsnum. Næstum því orginal. • Nýdanskir eru aftur komnir á kreik. Og nú með eitthvað nýtt í farteskinu eft- ir að hafa setið sveittir við lagasmíðar í sumar á rneðan aðrir sóluðu sig. • Jökulsveitin bræðir alla með blús á Blúsbarnum. Með í fbr er Margrét Sigurð- ardóttir, sem einnig raddar með Yrjunni. • Gleðigjafarnir hinir öldnu og ungu skemmta gestum Hótels Sögu. Sem væntanlega eru Benedikt Davíðsson og co. • Rokkhátíð á Hótel ís- landi með gömlum görpum sem fylla vit viðstaddra af ýmsu efrri. • SÍN affcur og nýbúnir, út- hvíldir og allt. Á Rauða ljón- inu. • Klang og kompaní gera sitt besta fýrir Gaflara í Firð- inurn. Á Niels Public House verður hins vegar dömu- kvöld. AUir kokkteilar á 300- kall fyrir kvendýr. • Upplyfting á Dansbarn- um. Matargestir Mongolian Barbecue fá frítt inn. SUNNUDAGURINN 1 9. SEPTEMBER • Einar Jónsson aftur á Dansbarnum og enn er míkrófónninn opinn. # Sniglabandið á Gauki á Stöng, ekki í felulitum. SVEITABÖLL FÖSTUDAGURINN í 17.SEPTEMBER # Sjallinn, Akureyri Sagt er að sumarið hafi loks komið þangað 3. september en SSSól verður þar einnig um helgina. • Gjáin, Selfossi Tregasveit- in hristir upp í bæjarbúum. • Höfðinn, Vestmannaeyj- um Vinir Dóra halda áffcam yfirreið sinni um landið. Reyndar em þeir nú komnir út fýrir landsteinana. LAUGARDAGU RIN N | 1 8. SEPTEMBER • Sjallinn, Akureyri Rokka- billyband Reykjavíkur stuðar norðanmenn. • Gjáin Selfossi Pínulitla hljómsveit mynda þar þeir Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Tryggvason. • Höfðinn, Vestmannaeyj- um Vinir Dóra halda áfram.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.