Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 14
S KOÐ A N I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 16. september 1993 PRESSAN Útgefandi Blaö hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson Markaösstjóri Siguröur I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Trúnaðarbrestur í PRESSUNNI í dag eru birtar upplýsingar sem sýna að ósannindum hefur verið beitt við fjársafnanir til stuðnings Sophiu Guðrúnu Hansen. Eftirlitslausir bankareikningar hafa verið notaðir til einkaneyzlu og fyrirtækjarekstrar, sem er málstað hennar óviðkomandi. Sophia Hansen hefur góðan málstað. Hún hefúr nú barizt í tæp tvö ár fyrir að fá að umgangast dætur sínar. Tyrkneskir dómstólar hafa tekið undir þessa kröfú, en stjórnkerfi þar- lendra virðist ófært um að framfylgja dómsúrskurðum. Af þeim ástæðum er sjálfsagt að íslenzk stjórnvöld blandi sér í málið og reyni að tryggja að Sophia geti náð rétti sínum. Það er líka vegna þess að Sophia hefúr góðan málstað að fslendingar hafa tekið vel í óskir hennar um fjárhagslegan stuðning. Um eða yfir tuttugu milljónir hafa safnazt með frjálsum ffamlögum einstaklinga og fyrirtækja og með plötu- sölu sem hófst á þessu ári. Þetta fé var reitt ffam í trausti þess að móðir í nauðum þyrffi stuðning til að berjast fyrir málstað sem flestir taka heils hugar undir. Það er þeim mun sárara að sjá að hvemig þessu trausti hef- ur verið bmgðizt. Aðstandendur fjársafúana Sophiu báðu al- menning treysta því að sérstakur fjárgæzlumaður hefði eftir- lit með söfnunarfénu og sæi til þess að það yrði ekki notað til annars en yfirlýst var. Allt bendir til þess að maðurinn, sem fenginn var til verksins, hafi gegnt skyldu sinni af stakri prýði, en hins vegar kemur í ljós að honum var aldrei fengin umsjá með nema hluta peninganna. Tveir söftiunarreikningar af þremur — samtals vel á annan tug mifljóna — hafa aldrei fyrir hans augu komið. í ffétt PRESSUNNAR er sýnt ffam á að fé af þessum tveim- ur reikningum hefur verið notað í einkaneyzlu og bruðl og verið blandað saman við rekstur barnafataverzlunar sem sögð er í eigu systur Sophiu. Sjálf hefúr Sophia ætíð neitað að umrædd verzlun væri á sínum vegum, en blaðið sýnir ffam á að á opinberum pappímm er hún viðtakandi og greiðandi barnafatnaðar sem seldur er hingað ffá Tyrklandi. Kostnaður vegna þessarar verzlunar hefúr einnig verið greiddur af söfn- unarfé Sophiu. Rekstrar- og peningatengsl eru svo bein og óumdeilanleg að ljóst er að Sophia hefúr orðið uppvís að ósannindum í málinu. Þegar blaðið leitaði upplýsinga hjá Sigurði Pétri Harðarsyni voru viðbrögðin af sama meiði: endurtekin ósannindi og fyrirsláttur. Það er ekki einsdæmi að fé, sem safúað er í þágu góðs mál- staðar, sé misnotað. Slík dæmi hafa verið rakin áður og þá verið bent á nauðsyn þess að þeir, sem leggja slíkum málstað lið í góðri trú, fái einhverja tryggingu fyrir því að ffamlög þeirra séu notuð á réttan hátt. í máli Sophiu var almenningi talin trú um að svo væri, en það reyndist lítils virði þegar á reyndi. Þetta dapurlega mál undirstrikar enn og aftur nauð- syn þess að settar verði lagareglur sem tryggja viðunandi eff- irlit. Að öðmm kosti má búast við því að næsti málstaður, sem á stuðning okkar skilinn, mæti litlum skilningi en þeim mun meiri tortryggni, byggðri á sárri reynslu. BLAÐAMENN: Bergljót Friöriksdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari, Snorri Ægisson útlitshönnuður, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiktist. Teiknlngar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Rlmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJORNMAL Sannfœringin og kjarkurinn Fyrir utan hinar stöðugu aðalpersónur í sjóinu sem Bogi Ágústsson kallar ráð- herrabíó eru það helst tveir stjórnmálamenn sem í sumar hafa vakið athygli í málefna- streitu og valdatafli. Þeir eiga það sameiginlegt að þeir voru báðir varaformenn flokka sinna í sumarbyrjun. Jóhanna Sigurðardóttir hef- ur verið í eldlínunni síðan í vor, og virðist þessa dagana einmitt standa á pólitískum vatnaskilum eftir sex ár í ráð- herrastól. Menn deila að sjálf- sögðu um stjórnmálastarf Jó- hönnu og stíl hennar. Sá sem hér heldur um penna hefur noklcra hríð haft um hana þá kenningu að hún hefði aldrei komist upp með hurðaskelli þessara sex ára ef hún væri ekki svo heppin að vera kona. Karlmaður með sama atferli og Jóhanna í stjórnarsamstarfi hefði sennilega verið hrópað- ur út úr því oldbojs-samfélagi sem valdapólitíkin er öðrum þræði, og aldrei náð að bakka sig upp með almannastuðn- ingi einsog Jóhönnu hefur tekist aftur og aftur. Á móti má svo segja líka að henni sé oft troðið inní algengan for- dómaramma um konur sem langt ná: muna menn eftir því til dæmis að merkilegir stjórn- málakarlar sem standa upp af fúndum séu sagðir hafa „rok- ið út“ einsog notað var um Jó- hönnu í tveimur eða þremur fjölmiðlum í síðustu viku? Menn hafa einmitt talað langt mál um „stíl“ félags- málaráðherrans í sumar en þá oft gleymt því um leið að á vissan hátt hefur þessi „stíll" verið knúinn ffarn af setunni í ríkisstjórnum þarsem lífssýn Jóhönnu og baráttumál hafa ekld notið mikils fylgis. Við- brögð hennar hafa verið þau að búa til úr ráðuneyti sínu einskonar víggirta vin í eyði- mörkinni þar sem hún standi vörð um sína hjörð hvað sem öðrum þóknast, og er síðan fús til að ganga nokkuð langt til móts við kallana í ýmsum almennum skepnuskap gegn því að vera látin í friði. Stund- um of langt. Snemmsumars stóð Jó- hanna frammi fyrir því að taka afdrifaríka ákvörðun. Hún taldi sig verða að taka forystu í málefnalegri and- stöðu við formann flokksins og starfsaðferðir hans innan- flokks og í almennri pólitík. Hún horfðist í augu við að eft- ir fyrsta skref sitt væri erfitt að breyta um stefnu á leiðinni áffarn. Jóhanna ákvað að láta sannfæringuna ráða og beita kjarkinum. Hún sagði af sér varaformennsku í flokknum og í kjölfarið hafa átök hennar og flokksformannsins magn- ast svo að nú á hún á hættu að verða að yfirgefa ríldsstjórnina líka. Þar með væri Jóhanna orð- in foringi stjórnarandstöð- unnar í Alþýðuflokknum, og eðlilegt næsta skref væri að gefa flokksmönnum beinan kost á að velja milli tveggja forystumanna með skýrar málefnaáherslur, annaðhvort í formannskosningum á lands- fundi eða í prófkjöri fyrir þingkosningar í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir er uppá kant við flokksforystuna í málefnalegu tilliti og hund- óánægð með flokksformann- inn. Hún ákveður að skýra flokksfólki sínu og stuðnings- mönnum frá þessari afstöðu og taka í framhaldi af því rök- rétta ákvörðun, leggja kjark- „Jóhanna Sigurð- ardóttir er uppá kant við flokksfor- ystuna, hún ákveð- ur að skýrafrá þeirri afstöðu og taka síðan rökrétta ákvörðun, leggja kjarkinn við sann- færinguna. Hinn varaformað- urinn ífréttum í allt sumar heitir Steingrímur J. Sig- fússon... “ inn við sannfæringuna. Hinn varaformaðurinn í fréttum í allt sumar heitir Steingrímur J. Sigfússon. Hann er líka uppá kant við stefnu flokksforystunnar í sín- um flokki í heilmörgum málaflokkum og hefúr lýst því í sumar fýrir flokksmönnum og stuðningsmönnum í ýms- um viðtölum í útvarpi, sjón- varpi, blöðum og tímaritum. Steingrímur og lagsbræður hans hafa meira að segja geng- ið svo langt að efast um sið- ferðilegan rétt flokksformanns síns til að gefa kost á sér til framhaldsforystu og lýst því fyrir þjóðinni að bæði hinn pólitíski málstaður og flokks- samtökin sjálf séu í hættu ef þeim kújóni líðst að sitja áfram í formannsstóli. Einn helsti áhugamaður um stjóm- arbyltingu í flokknum í sum- ar, fýrsti þingmaður hans í fjölmennasta kjördæmi lands- ins, lýsti því meira að segja yfir í blaðaviðtali að jafnvel Krist- inn H. Gunnarsson mundi verða þarfari flokksformaður en sá sem nú situr. En vonar- stjarnan væri þó varaformað- urinn ungi að norðan. Eftir alla þessa hríð var Steingrímur J. Sigfússon síðan í haust kominn í svipuð skref og Jóhanna Sigurðardóttir: að taka ákvörðun. Og hann vantaði svo sann- arlega ekki sannfæringuna... Höfundur er íslenskufræðingur. FJÖLMIÐLAR Sölumenn Stöðvar 2 skjóta yfir markið Fréttalesarar á Stöð 2 end- uðu fréttirnar síðastliðið sunnudagskvöld með óvenju- legri orðsendingu. Vegna seinkunar á útsendingu greiðsluseðla frá stöðinni hef- ur verið ákveðið að hafa út- sendingu Stöðvar 2 ólæsta í kvöld, sagði Ómar Ragnars- son og var þar að lesa tilkynn- ingu frá stjórnendum stöðvar- innar. Þetta var 12 september. En fallegt, hugsaði ég. Hugulsamt af þeim. En þá rifjaðist upp að dag- ana á undan hafði glumið í eyrum mínum tilkynning ffá þessum sömu stjórnendum um að nýtt lykilnúmer tæki gildi 13. september, á mánu- degi. Fyrir þá sem ekld þekkja er rétt að upplýsa að lykil- númer verður maður að hafa til að fá útsendingu stöðvar- innar óruglaða og lykilnúmer fæst ekld fyrr en útsendur greiðsluseðill hefur verið greiddur. Með öðrum orðum: engin greiðsla — ekkert núm- er — rugluð dagskrá. Sem aftur þýðir að ef nýtt lykilnúmer tekur ekki gildi fýrr en 13. september ruglast útsendingin ekki fýrr en ná- kvæmlega þann dag hjá þeim sem hafa ekki borgað. Sem affur þýðir að ástæðan, sem þeir stöðvarmenn nefúdu „Það er hins vegar vondur bissniss að Ijúga því að reglu- legum viðskipta- vinum, að maður sé að gera þeim greiða þegar í raun eráferðinni gegn- sætt sölutrix íþeim tilgangi aðfá aðra til að borga. “ fýrir því að hafa útsendinguna opna, var húmbúkk. Þeir, sem höfðu ekki getað greitt seðil- inn vegna seinkunar, voru ekkert famir að finna fýrir því síðasta sunnudagskvöld. Tæk- in þeirra voru enn á sama lyk- ilnúmeri og áður (ef þeir á annað borð borguðu fyrir síð- asta tímabil) og dagskráin því galopin. Hvað var þá að gerast? Mis- skilningur? Varla. Ein skýring- in er meira en hugsanlega sú að þetta sunnudagskvöld var sýndur á Stöð 2 fýrri þáttur af tveimur í nýrri framhalds- mynd, sem líklegt var að margir vildu horfa á. Ef þetta er rétt skýring voru stöðvar- menn því að opna dagskrána eitt kvöld til að tæla þá, sem borguðu ekki síðast eða eru yfirleitt eldd með Stöð 2, tíl að borga áskrift fýrir næsta tíma- bfl með þvf að sýna þeim fýrri þáttínn í opinni dagskrá. Það er reyndar hægt að treysta því að næstum undan- tekningarlaust eru tveggja eða þriggja kvölda framhalds- myndir sýndar nálcvæmlega á mörkum tveggja tímabila á Stöð 2. Á bak við það liggur svipuð hugsun. En látum það vera. Það er bissniss að reka sjónvarpsstöð og góðir bissn- issmenn reyna að selja vöruna sem þeir framleiða. Það er hins vegar vondur bissniss að Ijúga því að reglu- legum viðskiptavinum, að maður sé að gera þeim greiða þegar í raun er á ferðinni gegnsætt sölutrix í þeim til- gangi að fá aðra til að borga. Það er skxum og kemur vondu orði á sölumennsku. Og það er enn verri bissniss að gera ráð fýrir því að viðskipta- vinirnir séu svo vitlausir að þeir fatti ekki lygina. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.