Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 17
S Y N I N G A R Fimmtudagurinn 16. september 1993 PRESSAN 17 heldur Leikhús • Fiskar á þurru landi. Ólíkindagamanleikur Áma Ib- sen í uppfærslu Pé-leikhópsins sem sló rækilega í gegn á Listahátíð í Hafnarfirði síðasta sumar. Leikstjóri er Ásgeir Sig- urvinsson og leikendur þeir sömu og áðun Guðrún Ás- mundsdóttir, Ari Matthíasson, Aldís Baldvinsdóttir og Ólafur Guðmundsson. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa skemmtilegu sýningu. íslensku óperunnikl. 20.30. Með Berki Arnarsyni Ijósmyndara og Svani Krist- bergssyni, skáldi og tónlistarmanni, kviknaði hug- mynd seint á síðasta ári um uppbrot á hefðbundnu formi listsýninga og nú um heigina kemur að því að þeir hrindi henni j framkvæmd. Hugmyndin felst einkum í því að höfða til allra skynfæra og skapa breytilegt umhverfi í sýningarsalnum, sem tekur bæði listamanninn og listunnandann út fyrir ákveðið afmarkað svið. Þannig mun skáldið stíga dansinn með myndverkum Ijósmyndarans og Ijósmyndarinn hreyfa hugann í takt við tónlistina. Svo fylgir líka texti og einhvers konar angan fýllir vitin. Áhorfandinn fær að njóta. Börkur og Svanur segjast með þessu viljá búa til einhvers konar heim sem er andrúmsloft, ekki sýn- ing. Ætlunin er að skapa stemmningu með mynd- verkum, tónverkum og öðru sem hefur sefandi áhrif á sýningargestinn og fær hann til að slaka á { um- hverfi sem býður ekki upp á það, en í þeirri and- stæðu felst ögrun listamannanna. Sýningarhúsið sjálft mun svo einnig bera þess merki að eitthvað óvenjulegt er á seyði innandyra. Samvinna þeirra félaga á sér ekki langa lífdaga en þeir kynntust fyrst fyrir rúmu ári þegar Börkur, sem starfar hjá hönnunarfyrirtækinu Blue Source í Lond- on, hannaði kápu á Ijóðabókina Banatorfur, en hana gaf Svanur út árið 1992. Samstarf þeirra þurfti ekki lengri tíma til að skila árangri, því nú er sýningin komin á koppinn og verður opnuð næstkomandi laugardag á efri hæð veitingastaðarins Sólons ís- landusar. Sýningin ber yfirskriftina Brunahvammur — nótt í galleríi og verður opin næstu vikur, bæði á daginn og kvöldin. BÖRKUR ARNARSON UÓSMYNÐARIOG SVANUR KRISTBERGSSON, UÓBSKÁLD OG TÓNLISTARMAÐUR. Krefjast þess að skiln- ingarvitin séu í lagi. MYNDIR/JIM SMART • Spanskflugan. Frumsýning á gamanleik Amolds og Bachs um ástir og fomar syndir. Leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir, sem gerði nýja leikgerð af verk- inu, en hún leikstýrði einnig sýningunni í Iðnó fyrir rúmum tuttugu árum. Með helstu hlut- verk fara Bessi Bjamason, Edda Heiðrún Backman, Guð- rún Marinósdóttir og Helga Þ. Stephensen. Fimmtíu þúsund áhorfendur sáu Spanskfluguna í Austurbæjarbíói og Iðnó 1970 en hvemig verðurflugunni tekið nú, 23 árum síðar? Borgarleik- húsinu kl. 20. LAUGARAGU R I N~N~~| 1 8. SEPTEMBER • Ferðalok. Fnjmsýning á nú- tímaverki Steinunnar Jóhann- esdóttur. Verkið gerist á okkar dögum með sterkri skírskotun til sögunnar og kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferðaloka. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Með helstu hlutverk fara Sigurður Siguijónsson, Hall- dóra Bjömsdóttir og Amar Jónsson. Þjóðleikhúsinu, Smíðaverkstæði kl. 20.30. • Spanskflugan. Gamanleikur í leikstjóm Guðrúnar Ásmunds- dóttur. Borgarieikhúsinu kf. 20. • Fiskar á þurru landi. Ólfk- indagamanleikur eftir Áma Ib- sen í leikstjóm Ágeirs Sigur- vinssonar. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa góðu og skemmtilegu sýningu. íslensku ópemnnikl. 20.30. Leikhúsflóra borgarinnar verður sífellt fjölskrúðugri, enda margir leikarar af yngri kynslóð sem velja þá leið að setja upp eig- in sýningar utan stóru leikhúsanna. Nú síðsumars tóku nokkrir atorkusamir leikarar sig til og stofnuðu Frjálsa leikhópinn, sem hyggst fiumsýna „rapp“-verkið Standandi pínu eftir bandaríska leikstjórann og leikskáldið Bill Cain i Tjamarbíói næstkomandi sunnudag. Leikstjóri þessarar fyrstu sýningar Frjálsa leikhópsins er Halldór E. Laxness, einn af stofhendum leikhópsins, en með aðalhlutverk fer Gunnar Helgason. En hvað er annars átt við með „rapp“-leiksýningu? „Verkið, sem nefnist Stand-up Tragedy á frummálinu, fjallar um hinn harða heim í einu af fátækrahverfum New York-borg- ar,“ segir leikstjórinn, Halldór E. Laxness. „Leikritið gerist í kaþ- ólskum gagnfræðaskóla fyrir spænskumælandi drengi og sagt er ffá samskiþtum þeirra og kennarans, sem leikinn er af Felix Bergssyni. Drengirnir eiga við ýmis félagsleg vandamál að stríða og spúrningin sem reynt er að svara í verkinu er hvort hægt sé að bjarga þeim úr eymdinni. Sagan er sögð á miklum hraða og not- ast við tækni bandarískra grínista, en verkið dregur nafn sitt af „Stand-up Comedy“, sem er ákaflega vinsælt listform í Banda- ríkjunum. Inn í söguna er svo fléttað rapplögum með tilheyrandi dansatriðum." Leikritið er skrifað miðað við bandarískar aðstæður. Halldór segir það þó engu að síður eiga fúllt erindi til okkar Islendinga, enda taki verkið á ýmiss konar vandamálum nútímans sem við hér uppi á íslandi höfúm ekki farið varhluta af. „í leikritinu er fjallað um harða lífsbaráttu unglinganna; almennt trúleysi þeirra á meðal, hlutverk fjölskyldunnar og upplausn hennar og síðast en ekki síst eiturlyfjavandann." Leikendur í Standandi pínu auk Felix og Gunnars eru Þorsteinn Bachmann, Gunnar Gunn- stcinsson, Valgeir Skagfjörð, Þórir Bergsson og Vilhjálmur Hjálmarsson, allt leikarar að mennt, að viðbættum áhugamönn- unum Róbert Guðmundssyni og Páli Banoini. Þeir nímenning- arnir ásamt leikstjóranum standa saman að Fijálsa leikhópnum. En hvernig skyldi standa á því að engar konur eru í hópnum? „Þetta æxlaðist nú svona,“ segir Halldór. „Við vorum allir orðnir nokkuð þreyttir á „kvennaumræðunni“ sem tröllriðið hefúr öllu hér síðustu ár og því má kannski líta á okkur sem ör- lítið mótvægi við hana. Standandi pína gerist í strákaskóla svo verkið gæti ekki hentað okkur betur. Ef þessi sýning gengur vel og fjárhagshliðin verður ekki vandamál þá er jafúvel hugmyndin að ráðast næst í að setja upp eitthvað af verkum Shakespeares. Að sjálfsögðu yrði þá leikið á gamla mátann með karla í öllum hlutverkum.“ SUNNUDAGURINN 1 9. SEPTEMBER ] • Standandi pína. Hinn ný- stofnaði Frjálsi leikhópur frnrn- sýnir leikverk eftir Bandaríkja- manninn Bill Cain, sem hlotið hefur góðar viötökur vestan- hafs. Verkið fjallar um harða lífsbaráttu unglinga í New York- borg. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Með aðalhlutverk fer Gunnar Helgason en aðrir leik- endur enj Felix Bergsson, Þor- steinn Bachmann, Gunnar Gunnsteinsson, Valgeir Skag- fjörð, Þórir Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Róbert Guð- mundsson og Páll Banoini. Tjamarbíói kl. 20. • Júlía og Mánafólkið. Leik- hópurinn Augnablik sýnir bama- og fjölskylduleikrit eftir Kari Aspelund og Friðrik Er- lingsson. Leikstjóri er Ásta Am- ardóttir en leikendur Bára Lyng- dal Magnúsdóttir, Bjöm Ingi Hilmarsson, Eriing Jóhannes- son, Harpa Amardóttir og Krist- ín Guðmundsdóttir. Leikhúsi Fnj Emilíu, Héðinshúsinu kl. 14. • Ferðalok. Nútímaverk Stein- unnar Jóhannesdóttur í leik- stjóm Þórhalls Sigurðssonar. Þjóðleikhúsinu, Smíðaverk- stæðikl. 20.30. • Spanskflugan. Gamanleikur í leikstjóm Guðrúnar Ásmunds- dóttur. Borgarleikhúsinu kl. 20. • Ferðin til Panama. Leikfélag Akureyrar hefur leikferð sína um Norðuriand og fmmsýnir bamaleikritið Ferðina til Pan- ama, byggt á sögum eftir þýska bamabókahöfundinn Janosch um litla bjöminn og tfgrisdýrið. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikendur eru Aðalsteinn Berg- dal, Sigurþór Albert Heimisson, Dofri Hermannsson og Ama María Gunnarsdóttir. Fmmsýn- ing í Grímsey kl. 17.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.