Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 10
10 PRESSAN F R ETT Fimmtudagurinn 16. september 1993 Miklilax reynir nauðasamninga eftir að hafa verið gjaldþrota í nokkur ór Byggðastofnun verður að afskrlfa 600 milljónir Síðan 27. ágúst síðastliðinn hafa forráðamenn laxeldis- fyrirtækisins Miklalax hf. í Fljótum haft heimild til að leita opinberra nauðasamn- inga. Eftir því sem komist verður næst er nauðsynlegt að Byggðastofnun afskrifi þenn- an stærsta skuldunaut sinn til að nokkur flötur sé á nauða- samningum. Þegar íyrirtækið leitaði effir heimild til nauðasamninga hjá héraðsdómi Norðurlands vestra var fyrirtækið í reynd gjaldþrota. Heildarskuldir þess munu hafa verið um 800 milljónir króna en rekstrar- tekjur í fyrra voru aðeins 71 milljón. Rekstrarkostnaður var á sama tíma hins vegar 145 milljónir. Að sögn kunnugra er kom- ið að skuldadögum hjá þess- um stærsta skuldara Byggða- stofnunar. Þrátt fyrir að Miklilax hafi verið í stöðugri gjörgæslu stofhunarinnar hef- ur fyrirtækinu aldrei auðnast að flnna sér rekstrargrundvöll né verða fært um að greiða lán til baka. Byggöastofnun búin að gefa eftir og þarf að gefa meira Staða fýrirtækisins nú gagn- vart Byggðastofnun er sú að það skuldar 562 milljónir hjá Byggðastofnun og 28 milljón- ir hjá Atvinnuleysistrygginga- sjóði, sem nú er sérstök deild hjá Byggðastofnun, samtals 590 milljónir. I fyrra sam- þykkti stjórn Byggðastofnun- ar, með ákveðnum skilyrðum, að fella niður 440 milljónir með því að breyta þeim í víkj- andi lán eða hreinlega afskrifa þær. Mikið af lánum til fyrir- tækisins hefur því verið af- skrifað nú þegar. Nú er hins vegar komið á daginn að það er ekki nóg. Til að unnt sé að koma fyrirtæk- inu í gegnum nauðasamninga þarf Byggðastofhun einnig að gefa eftir þær 120 milljónir sem eftir standa, eða a.m.k. GEFA MIKLALAXI EENINGA ÞEGAR MIKLILAX I FLJOTUM. Þar vinna fjórtán manns og Byggöastofnun hefur látiö um 700 milljónir króna af hendi til aö skapa þeim störf. Fyrri fréttir PRESSUNNAR af mál- efnum Miklalax. setja þær undir nauðasamn- inga. Nauðasamningarnir ná fyrst og fremst til þeirra 60 milljóna sem þá standa úti og eru ekki veðkröfur. Ætlunin var að reyna frjálsa nauða- samninga en það tókst ekki. Lán Byggðastofnunar eru fyrst og fremst veðkröfur, en eignir Miklalax eru bókfærðar á 655 milljónir, sem er að sjálfsögðu ekki í neinum tengslum við söluverðmæti fiskeldisstöðva af þessu tagi. Hugmyndin er að biðja Byggðastofnun að setja þessar veðkröfur undir nauðasamn- inga, sem vanalega er ekki gert. Þessu til viðbótar þarf Byggðastofnun væntanlega að færa niður 24 milljóna lu-óna hlutafé stofnunarinnar, sem í ársskýrslu fyrir árið 1992 er reyndar bókfært á núll. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa kröfuhafar sýnt nauða- samningahugmyndum vel- vilja, enda blasir gjaldþrot við. Fyrirtækið hefur verið í fram- lengdri greiðslustöðvun um skeið. Búnaðar- bankinn vill ekki gefa eftir afuröalán Það flækir hins vegar málið að Búnaðarbankinn á úti- standandi 109 milljóna króna afurðalán sem hann mun síður en svo vera reiðubú- inn að fella undir nauðasamninga. Áður hefur komið fram í PRESSUNNI að vegna afurða- lána þarf margvíslegar trygg- ingar, bæði persónulegar ábyrgðir og ekíd síður trygg- ingavíxlar. Urðu eigendur stöðvarinnar að skrifa upp á slíka víxla og féll það meðal annars í hlut Rafveitu Siglu- fjarðar, sem síðar var seld RA- RIK, og Fljótahrepps. Eftir því sem komist verður næst eru þessir aðilar enn í ábyrgðum fyrir afurðalánum. Með nauðasamningunum er ætlunin að greiða 20 pró- sent upp í kröfur eða um 15 milljónir. Það yrði væntanlega greitt á næstu þremur árum eða 5 milljónir á ári. Hefur blaðið heimildir fyrir því að nokkrir aðilar séu tilbúnir að koma inn með nýtt hlutafé ef samningar takast. Það liggur í augum uppi að menn horfa til þess að rekstr- arforsendur stöðvarinnar hafa batnað mikið með því að norskur laxastofn var tekinn þar inn fyrir tveimur árum. Norski laxinn vex mörgum sinnum hraðar og horfur eru á að rekstrartekjur stöðvar- innar tvöfaldist í ár frá því sem þær voru í fýrra. Þá hefur tíðarfar að undanförnu verið Miklalaxmönnum hagstætt. Því telja menn að ef niður- færslan tekst nú þá geti stöðin rekið sig fyrir breytilegum kostnaði. Siguröur Már Jónsson . /yó <}s/ija/a,sa//i» c/s/a/u/,s Laus staða Staða skjalavarðar í Þjóðskjalasafni íslands er laus til umsóknar. Laun fara eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsækjendur skulu hafa kandídatspróf í sagnfræði eða sambærilega menntun. Umsóknir, sem tilgreina menntun, rann- sóknir og starfsferil umsækjenda, skal senda til Þjóðskjalasafns íslands, fyrir 1. október 1993. Reykjavík, 27. ágúst 1993 Þjóðskjalavörður ALIT Olína Þorvaröardóttir Guðlaugur Þór Þóröarson Svavar Gestsson Einar K. Guöfinnsson Ogmundur Jónasson Á Jóhanna að hœtta í ríkisstjórn? Jóhanna Sigurðar- dóttir stendur í harkalegum deil- um innan ríkis- stjórnarinnar vegna húsaleigu- bóta og telur sig óbundna af fjár- lagafrumvarpinu. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vett- vangs: „Mér finnst að það ætti að snúa þessari spurningu við og spyrja hvort rétt sé af samráðherrum Jóhönnu að þvinga hana út úr ríkis- stjórn af þessu tilefni. Hvort það sé réttlætanleg óbilgirni að neyða félags- málaráðherra til afsagnar fyrir það eitt að vilja standa við þau loforð sem ríkisstjórnin hefur gefið og bundin eru í kjarasamn- ingum. Vitanlega getur Jó- hanna ekki sætt sig við að fyrirheit um húsaleigu- bætur verði látið kosta niðurskurð í félagslega íbúðarkerfinu um 200 íbúðir. Sem ábyrgðarmað- ur hins félagslega íbúðar- kerfis hlýtur hún að verja það með öllum ráðura og vera reiðubúin til að standa og falla með sann- færingu sinni. Það er hennar fyrsta skylda sem ráðherra, eins og hún hef- ur réttilega bent á. Ég tel að Jóhanna eigi að standa meðan stætt er en láta hvergi undan í þessu máli. Ef hún neyðist til að segja af sér ráðherradómi er það til vitnis um hennar eigin heiðarleika andspænis óbilgirni samverkamanna í ríkisstjórn.“ Guðlaugur Þór Þórðar- son, formaður SUS: „Ef ráðherra treystir sér ekki til að standa að íjár- lagafrumvarpi þeirrar rík- isstjórnar sem hann situr í finnst mér það sjálfgefið að hann eigi ekki að sitja áfram. Það virðist frekar vera regla en undantekn- ing að Jóhanna noti að- ferðir sem þessa til að koma sínum málum í gegn. Slík vinnubrögð hljóta að vera mjög leiði- gjörn fyrir samráðherra hennar, sem njóta ekki þeirra „forréttinda“ að komast upp með að taka ríkisstjórnina í gíslingu þegar þeim hentar. Is- lenska þjóðin er að fara í gegnum mikið samdrátt- arskeið og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa staðið í miklum niður- skurði, sem ekki er líkleg- ur til vinsælda. Jóhanna hlýtur að þurfa að gera slíkt hið sama. Ég hef miklar efasemdir um að húsaleigubætur séu til góðs, en ef Jóhanna vill koma þeim í gegn verður hún að sýna fram á ágæti þeirra og spara sem þeim nemur á öðrum sviðum.“ Svavar Gestsson, þing- maður Alþýðubandalags: „Almennt finnst mér að hún ætti að hafa hætt í rík- isstjórn fyrir löngu, en eins og staðan er getur hún ekki gert neitt annað en láta reyna á málin til hins ýtrasta. Deilurnar snúast ekki bara um húsaleigu- bætur heldur líka um skólagjöld og kaskóskatt- inn hans Guðmundar Áma, sem sagt um allt vel- ferðarkerfið. Niðurstaða þess máls er auðvitað í höndum Alþingis. Að endingu legg ég til að ríkis- stjómin segi af sér og efht verði til nýrra kosninga.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks: „Mér sýnist að þetta sé mál sem fyrst og síðast snýr að Jóhönnu sjálfri og þingflokki kratanna, sem studdu hana til setu í ríkis- stjórninni. Það hljóta að vera þau sem gera það upp við sig og samvisku sína hvort hún eigi að sitja áfram í ríkisstjóminni. Það vita hins vegar allir að meginreglan er að sjálf- sögðu sú að ráðherrar styðji fjárlagafrumvarpið án fyrirvara, enda er gerð fjárlaga helsta verkefni þingsins frá því það er sett og tfl áramóta. Það er svo annað mál að það virkar mjög sérkennilega að á sama tíma og hluti af ráð- herraliði Alþýðuflokksins krefst aukins niðurskurð- ar, sem nemur mörgum milljörðum, ætlar einn úr ráðherrahópi Alþýðu- flokksins að setja fyrirvara við sjálft fjárlagaffumvarp- ið vegna þess að þar sé ekki gengið nógu langt í útgjöldum.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: „Jóhanna á ekki að segja af sér fyrir að ætla að standa við fyrirheit sem hún gaf. Spurningin er hvort ríkis- stjómin ætti ekki að segja af sér ef hún ætlar að svíkja loforð sem hún gaf launafólki í tengslum við kjarasamninga.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.