Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 4
G R A F I T PRESSAN F R E TT I R Fimmtudagurinn 16. september 1993 Skemmtanalíf Hommar í stríði við Veitingastaðurinn 22 hefur til fjölda ára verid helsti samkomustaður samkynhneigðra, en nú ber svo við að nokkrir hommar hvetja alla þá sem sýna málum þeirra einhvern skilning að beina viðskiptum sínum annað. HVERT KILO flf LAfllBAKJÓTI LfEKKAR Ufl) HCILRR 100 KROIUIR Bestu haupin í Iwnbahjöti á aðeins 398kr./hg. ínœstuvershm Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstu verslun á i frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið. Mi *Leiðbeinandi smásöluverð GllÐMUNDUR KflRL. Hann er mjög ósáttur við þjónustuna sem hann fær á veitingastaðnum 22. Hommar hafa verið að dreifa miðum þar sem á stendur að rekstraraðilar 22 mismuni fólki eftir kynhneigð. Að þeir hafi jafnvel gengið svo langt að vísa fólki út og meina því inngöngu ef það er samkynhneigt. Guð- mundur Karl Friðjónsson er einn þeirra sem setja út á rekstr- araðila 22. „Þessi hómófóbía hefur verið að byggjast smátt og smátt upp hjá rekstraraðilum þessa staðar. Ekki það að þeir hafi nokkurn tíma sýnt sérstaka kurteisi. Svo dæmi sé tekið þá lýsti þessi hómófóbía sér vel í vetur þegar MSC (leðurklúbb- urinn) stóð fyrir karnivalhátíð. Nokkrir klúbbfélagar fóru af karnivalinu á 22 til að skemmta sér enn betur og þar á meðal tveir sem voru í „dragi“ og einn klæddur sem dauðinn. Þeim var ekki hleypt inn vegna klæða- burðar. Þær erjur leystust upp í mikil slagsmál fyrir utan staðinn og gervineglurnar fuku í allar áttir. Þá fyrst fann maður al- mennilega fyrir þessum for- dómum. Átti greinilega að fara að útiloka vissan hóp viðskipta- vina. Þetta endaði auðvitað með því að drag-drottningarnar voru bornar ofurliði af fílefldum dyravörðum. Þessu var ekki tek- ið þegjandi heldur mótmælt kröftuglega með bleikri vatns- málningu sem skellt var á húsið um nóttina. Nýlega bar það svo við að skömmu fyrir lokunar- tíma varð tveimur karlmönnum það á að kyssast, ósköp sakleys- islega, hálfgerðum mömmu- kossum sem hefðu allt eins get- að verið kveðjukossar. Þá ber þar að annan eigenda staðarins. Hann æstist upp við þessa sýn og sagði: „Ekkert svona hér!“ Ég get ekki séð að það sé hans hlut- verk að vera einhver sið- gæðisvörður fyrir landsmenn. Það er nokkuð ljóst að svona framkoma yrði ekki sýnd gagn- kynhneigðum. Þessi viðbrögð hans voru ögrandi, þannig að þeir sem um ræðir espuðust upp og þótti við hæfi að reyna á hversu langt þeir gætu gengið. Og það var ekki mjög langt, svona u.þ.b. fram að eyrna- sneplanarti. Þá voru þeir teknir og bornir út af dyravörðum og eigendum! Við þetta atvik tók steininn úr og það er löngu tímabært að vekja athygli á þeirri mismunun sem samkyn- hneigðir þurfa enn í dag að búa við. Einnig langar mig til að benda samkynhneigðum á að reyna að sýna samstöðu í verki og ekki fleygja sjálfsvirðingunni út um gluggann fyrir hugsanleg- an bólfélaga sem kynni að leyn- ast í skúmaskotum þessa stað- ar.“ PRESSAN hafði samband við Davíð Pálmarsson, annan eig- enda veitingastaðarins 22, vegna þessa sérkennilega máls. Hann segist ekki skilja hverju þetta sæti. „Mér virðist þetta í hæsta máta einkennilegt mál og ósanngjarnt, enda virðast þeir sem kalla sig homma í sókn ekki vera fjölmennur hópur. Eftir því sem ég kemst næst er þessi gern- ingur sprottinn af ákveðnu at- viki, þar sem tveir aðilar voru með tilburði sem fólk hefur í frammi þegar það er komið heim og er í einrúmi. Veitinga- staðurinn 22 er einn fárra staða sem sýna fordómaleysi þegar samkynhneigð er annars vegar. Aftur á móti höfum við þá reglu að fólk sýni háttvísi og sú regla var þverbrotin í þessu ákveðna tilviki. Þetta mál er bull frá upp- hafi til enda.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.