Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 32
ÞROSKAÐIR POPPARAR 32 PRESSAN Fimmtudagurinn 16. september 1993 NÁIN KYNNI Ég er rólyndismaður, held ég, hvað svo sem aðrir segja um mig. Mér kemur það hreint og beint ekki við í raun og vem. Leti er mitt innra eðli. Nautn að slugsa og gera ekki neitt. Geta sest niður, kveikt á viðtækinu og látiö hugann reika. Reika hvert? Nú er ég búinn að prófa aö spóla fram og aftur á við- tækinu. Flott orð. Þýöir víst útvarp en gæti þýtt sjón- varp. En hér á ég við alla þessa rafbylgjumóttakara. Maður spólar áfram og áfram, tilbaka og aftur áfram. Ég er aö leita að einhverju viö hæfi. Sumarið er liðiö hjá, og ég er búinn að reyna að hlusta á þetta röfl-radíó nógu lengi. Gulli og grænum skógum er lofað liggur við í hverju oröi. Frímiðar á þetta og hitt og dauðaleit að einhverjum sápupökkum í einhverjum stórmörkuðum. Mér er skítsama hvort sent er út frá Selfossi, Hamborg eöa hreint og beint bara frá íslandi. Ekki geta þessir aular, alveg sama hvaða rás er valin, hvort sem er valið hljóðrænt eða sjónrænt, sleppt því að gerast einhverjir djöfuls siðapostular. Samanber: Hvað það er gott í Hamborg! Hvað það er gott að tala illa um fólk! Er Jóhanna aö höggva undan sér?! Er til smásmuga fyrir íslenska að renna sér inn í! Og ef þetta dugar ekki þá auglýsa þessir miðlar, ó jú PRESSAN líka, eftir fréttum, hvort fólk hafi fréttanefið fyrir fréttir eða rétta skotið. Man enginn eftir Gosa? Þess vegna reyni ég að blaðra ekki miklu lengur. En ég sé fyrir mér frétt frá einhverju vitni eöa forvitnum gosa: HÓGGVIÐ AF GOSA. NERÐHVARFVIÐ RÓT. HJÁ ÓÞEKKTRI MEY. ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR. GOSI LÝGUR. Já, lýgur hverju? Að hann var ekki að gera’öa, eða að fréttin komst í örbylgjuna? Talandi um ör, eöa eitthvað örvandi. Hefur einhver prófað makkdónald? Nokkrir sannir íslendingar hafa víst prófað þetta. Ekki vantaði þá athyglina. Alveg spilað upp í hendurnar á þeim ókeypis auglýsingu. Fyrst að reyna að kenna fólki að vinna á sómasamlegu kaupi og síðan þetta blessaöa DRIVE THRU-skilti. Ég fékk hland fyrir hjartað. Aum- ingja skáldi vinur. Hann fór þarna aftur framhjá og ekki var búið að breyta skiltinu. Eins örgeöja og hann er misskildi hann aftur skiltið og kom til mín næstum hágrátandi. Hann sagði: „Beint á bílinn, hvað eiga þau við?“ Ja, þú færð matinn... ég komst ekki lengra, „Beint á bílinn! Ég er nýbúinn að þvo hann! Ég vil ekki fá hann yfir allan bílinn. Ég vil bara borða þennan borgara. Þennan makkdóna. Er þetta eitthvað skylt Brecht og Makka hníf?“ Ég haföi ekki geð í mér til að svekkja mitt kæra skáld með því að benda honum á að hamborgarar hefðu lítiö með bókmenntir eöa næringarfræöi að gera, en þá hélt hann áfram að fjasa: „Ég skildi þetta DRÆF ÞRÚ. En ég vil ekki þennan dóna yfir allan bílinn. Geta þeir þá ekki kaliað þessa lúgu SORPLÚGU eða BORGARARAUF, fyrst þeir ætla aö drita þessu fæði yfir mann?“ Alltaf þessu vant varð mér oröavant, enda rólyndis- maður. Skáldi var á ystu nöf með aö hringja í Orðabók Háskólans í leit aö rétta orðinu fyrir eitthvað útlenskt. Þá sprakk ég. „Troddu þessum mat í gúlann á þér og haltu kjafti. Ég er búinn að fá nóg af þínum áhyggjum. Veistu ekki að hestavinurinn Sting er að koma til Islands? Loksins einhver sem ekki er vinur íslendings heldur hestsins." Skáldi grét.___________________________________ Einar Ben. Gauragangur hiá Nýdönskum l------------r Hinir umtöluðu með- limir hljómsveitarinnar Nýdanskrar, sem ávallt vekja athygli ýmist fyrir kynþokka eða klæða- burð, eru að heíja sig til flugs á ný eftir sumar- ládeyðuna. Nú fer þeirra vertíð að hefjast, ólíkt því sem gerist og gengur hjá flestum hinum stórhljóm- sveitunum, sem hafa verið á þeysireið um landið í sumar. Um helgina e r ð a Nýdanskir á Tveimur vin- um en má vænta ein- hvers nýs af þeim þar? „ Þ e 11 á v e r ð u r ferskt upp- haf að g ó ð u m v e t r i . Þ a ð m u n u heyrast einhver ný lög á laugardag- inn, enda höfum við í sam- einingu verið að semja síð- an síðasti diskur okkar kom út,“ segir Daníel Ágúst Har- aldsson, söngvari Nýd- anskrar, en þeir félagarnir skruppu að auki út til Lundúna f sumar til að láta heyra í sér í klúbbum þar í borg. „Við erum að koma okkur upp „akústísku“ setti og ætlum að vera léttskip- aðir en þó í sambandi, það er að segja við verðum ekki „unplugged". Þetta verður öðrum þræði hefðbundin spilamennska.“ Er hljómsveitin að taka einhverjum breytingum? „Nei, hjá okkur eru engar breytingar, en við þrosk- umst með tímanum. Þetta er bara eðlilegt þroskaferli hjá okkur.“ Ekkert orðnir leiðir? „Jú, jú, eða nei, nei. Við erum ekkert orðnir leiðir hver á öðrum.“ Nií hafið þið verið hvað iðnastir við skólaböllin. Má hinn óbreytti borgari — sem búinn er með alla skóla — eiga von á að sjá ykkur á ein- hverjutn dansstaðnum í vet- ur? „Já, til dæmis núna á laugardaginn. Svo verður eitthvert umstang í kring- um nýju plötuna þegar hún kemur út um miðjan nóv- ember. Hinn almenni borg- ari mun ekki fara varhluta af okkur þótt við leikum mikið á einangruðum dans- leikjum fyrir skólakrakka. Nú svo verðum við í Gaura- gangi Ólafs Hauks Símonarsonar í vetur í Þjóðleikhúsinu Við semjum tón- listina fyrir leikrit- ið og verðum jafnvel eitthvað á sviðinu.“ Afhverju þið? „Við erum ein- faldlega langhæf- astir.“ TVIFARAR Deep Jimi kveður landann í kvöld ÆJÍA im AE> LÁTÁ STIMGÁ SEí< ÁFfUR OFAN í SKÚFFU Það þarf harðsvíraða og hjarta- lausa til að standast glampann úr þessum stóru, sak- leysislegu augum Jó- hönnu Sigurð- ardóttur og lukkutröllskon- | unnar vinkonu henn- | ar. Umgjörðin kórónar | hreinleikann, frjálslegt | háriö og hálfbrosið | sem bera vitni óþrjót- I andi lífsgleði þrátt fyrir I þjáningarnar. I I I I________________________I Lítið hefur heyrst frá félög- unum í Deep Jimi and fhe Zep Creams frá því þeir komu aflur á skerið með sárf ennið rétt fyrir jól í fyrra, eftir dágóðan og sögulegan Bandaríkjatúr. Samningar sem þeir höfðu gerf við dótfur- fyrirtæki Warner Bros í Bandaríkjunum voru brotnir í bak og fyrir. Reyndar svo mjög að fyrir skömmu fengu Diltarnir greiddar skaðabætur rá fyrirtækinu Degjandi og íljóðalaust, eins og PRESSAN greindi reynd- ar nýlega frá. „Við hefðum getað farið í mál við fyrirtækið og fengið einhverjum þúsundum dollara meira í skaðabætur, en megnið af þvi hefði líklega fario í lögfræðikostnað, — svo ég tali nú ekki um hvað það hefði getað kostað sálar- líf okkar," segir Þór Sigurðs- son, gítarleikari hljómsveitar- innar. Hann segir þó að þeim drengjum hafi síður en svo leiðst vestra, eins og reyndar má sjá á meðfylgjandi mynd- um. „Þetta var góð ferð og þroskandi, þrátt fyrir þver- brotna samninga." Hinir um það bil 22ja ára gömlu meðlimir Deep Jimi — sem hafa verið saman í fjögur ár — ætla ekki að láta hér við sitja heldur leggja þeir upp í aðra ferð til New York og hyggja á dvöl þar, nánar til- tekið í Greenwich Village, í minnst þrjá mánuði. „Það er mun betri staður en við vorum áður á," bætir hann við. „Það hafa mörg útgáfufyrir- tæki þegar sýnt okkur áhuga. Þegar er búið að skrá okkur á minnst tuttugu „gigg" og fleiri eru í farvatninu." En í kvöld, fimmtudagskvöld, ætlar hljóm- sveitin að kveðja landann með pomp °g pragt með lokatón- leikum á Hressó. Ætlið þið að gera eitthvað af ykkur á síð- ustu tónleik- unum, til dæmis múna? „liii..., hverni fréttirðu það?" A vara færist aftur í samræðurnar: „Sko, við erum í raun komnir á reit eitt, en þó reynslunni ríkari. Ef eitthvert stórt út- gáfufyrirtæki býður okkur gull og aræna skóga á ég ekki von á að við tökum þvi, enda erum við ekki lengur söluvara. Við spilum ekki lengur sölupopp. Nú er allt frumsamið. Við erum orðnir hundleiðir á að taka gömlu lögin þótt við reyndum það á Tveimur vinum um daginn. Nú spilum við sýrða tónlist við sýrutexta. Við viljum taka eitt skref í einu og gera samning við lítið fyrirtæki sem ekki bindur hend- ur okkar. Annars er hætt við því að okkur verði bara stungið of- an í skúffu." Þó að Dee Jimi hafi fengi greiddar skaða- bætur frá dóttur- fyrirtæki Warner Bros fá þeir ekki yfirráð yfir efninu sem þeir tóku upp meðan á samning- unum stóð fyrr en eftir fimm ár. „Við tökum það mjög nærri okkur, en við getum þó spilað lögin að vild og fáum arðinn ef þeim skyldi detta í hug að gefa þau út." UmfjöTlun um Deepjimi hef- ur verið nokkur í bandarískum tónlistartímaritum, en misgóð. „Svona til helm- inga góð og slæm. Hljómsveit- in hefur þó^vakið athygli." I júlí- mánuði birti hið bandaríska og ágætlega virta rokktímarit Hit Parader smáum- fjöllun um dreng- ina. Þar er skýrt tekið fram að ef ekki væri eitthvað í þá spunn- ið hefðu þeir aldeilis ekki birt MYNDIN AF DEEP JIMI í HIT PARADER. Júlíus Guðmundsson, Björn Árnason, Þór Sigurðsson og Sigurður Eyberg. Hinar myndirnar eru úr einkasafni þeirra og sýnir hvernig þeir lifðu í New York í þá rúmu tvo mánuði sem þeir reyndu að slá þar í gegn. nafnið Deep Jimi and the Zep Creams stendur fyrir og hrós- ar skífu þeirra Funky Dino- saur, sem kom út um jólin í fyrra. Svo má geta þess að þeir nokkurn skapaðan hlut um Eá. I tímaritinu er að finna álfsíðugrein um drengina og augljóst að blaðamaður tíma- £§Sf-:. - ;'á » ' fe ■ --.J • •. drengir þykjast vera miklir mömmustrákar, sem reyki hvorki né geri meira en að drekka. Það þurfi almennileg- ritsins hefur húmor fyrir þeim og ekki síst nafni hjjómsveitar- innar. Hann ritar: O, þessir Is- lendingar, þvílíkir grínistar!" Hann telur svo upp hvað ar konur til að ná þeim burtu rá mæðrum sínum. Einn Deirra hefur þó þegar slitið Dráðinn og er genginn út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.