Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 16.09.1993, Blaðsíða 16
E R L E N T 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 16. september 1993 MAÐUR VIKUNNAR Jean Bedel Bokassa Villidýrið lifir Þegar nánast allir voru búnir að gleyma afríska harðstjóranum Jean Bedel Bokassa birtist hann allt í einu, glaður og reifur, fyrir utan fangelsi í Bangui, höf- uðborg Mið-Afríkulýðveld- isins. Bokassa tilkynnti að hann væri þrettándi læri- sveinn Jesú Krists og virtist heldur hógværari en þegar hann krýndi sig keisara yfir þessu eyðimerkurlandi fyrir sunnan Sahara fyrir fimmtán árum. Hann notaði stóran hluta þjóðarauðsins við krýningarathöfnina, enda ríkti hann sem sannur harð- stjóri. Bokassa hefur síðustu sex ár dvalist í fangelsi í Bangui eftir að Frakkar vísuðu hon- um og hirð hans úr Frakk- landi vegna alþjóðlegs hneykslis. Ferill Bokassa hefiir ávallt verið Frökkum til inikils vansa, en landið er fyrrum nýlenda þeirra og frönsk áhrif þar mikil. Gjafir hans til Valerys Giscard D’Esta- ing voru síðasti kaflinn í hneykslanlegum samskipt- um hans við Frakka og höfðu mikil áhrif í frönsku kosningunum árið 1981. Flestir telja að Bokassa sé rúinn öllum stuðningi, en það að honum skuli sleppt úr haldi sýnir líklega best hve aðkrepptur Andre Ko- lingba, núverandi forseti, er. Seinnihluti tvískiptra kosn- inga stendur nú yfir og útlit- ið ekki of bjart hjá honum eftir niðurlægjandi ósigur í fýrrihlutanum. Það væri því sársaukalaust fyrir hann þó að Bokassa kæmi smáróti á landsmenn, enda telja menn þetta bara örvæntingarfullt útspil hjá forsetanum. Og landsmenn virðast vera búnir að gleyma hinu liðna. Það er eins og þeir hafi frekar tilhneigingu til að muna Bokassa vegna verk- smiðjanna og opinberu mannvirkjanna sem hann lét reisa en hryðjuverkanna. íþróttaleikvangurinn í mið- borginni virðist vega þyngra en þessi hundrað skólabörn sem fundust í frystikistu hans. Þeir muna enn efna- hagslegar framfarir sem urðu í kringum 1965 þegar Bokassa tók við vöidum. Hann stóð fyrir umbótum í landbúnaðarmálum og ýtti undir fýrirtækjarekstur sem stuðlaði að nokkrum hag- vexti. En síðan fór að síga á ógæfúhliðina. „Papa Bok“, eins og hann var kallaður, vakti þegar mótsagnakennd áhrif meðal landsmanna. „Hann var í senn besti og versti stjórn- andi okkar," sagði ónafn- greindur embættismaður. „Fólk hefur tilhneigingu til að gleyma hinu slæma og muna hið góða,“ sagði afr- ískur stjórnmálamaður og bætti við: „Landsmenn muna að hann var fram- kvæmdamaður.“ Sagan segir að hann hafi eytt meirihluta síðustu sex ára í fangelsinu við að skrifa 54 börnum sín- um og biðjast fyrir. Að sögn varðanna í fangelsinu er klefí hans eins og kapella með myndum af Jesú og Maríu mey upp um alla veggi. Einnig mátti þar finna kross- inn sem Jóhannes Páll ann- ar gaf Bokassa á meðan hann var enn í náðinni. En þeir sem óttast endur- reisn Bokassa mest eru Frakkar. Það er einfaldlega vegna þess að þeir vilja ekki vera minntir á það í sífellu hversu mjög þeir hömpuðu honum í eina tíð. Það er ekki glæsilegt afspurnar, en Bo- kassa telur sig vera kominn af Faraóum, dýrkar Napóle- on og telur Frakka hafa svik- ið sig. ^Jork víímcð Hlúð að friði Langþráður samningur Israelsmanna og Frelsissamtaka Pal- estínumanna um sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í Jeríkó á Vesturbakkanum á eftir að valda þrýstingi á önn- ur arabaríki um að koma á ffiði. í fýrsta sinn ffá því Camp David-sáttmálinn var undirritaður 1978 standa dymar opnar fýrir sögulegum ffiði í Miðausturlöndum. Aftur var lokaskref- ið ekki tekið í Washington heldur í sjálfum Miðausturlönd- um. Þá var það Anwar Sadat Egyptalandsforseti sem af hug- rekki steig fyrsta skrefið. Nú var það Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Israels. Líkt og þá geta ráðamenn í Washington nú fýlgt samkomulaginu effir; hlúð að friði með ráðsnilld og sam- ræmt þá alþjóðlegu aðstoð sem þörf er á svo sjálfstjórn Palest- ínumanna megi verða árangursrík. Japönsk auglýsing veldur fjaðrafoki Osamu Watanabe, auglýsingastjóri almenningsvagna Tókýóborgar, er bú- inn aö komast aö því aö þaö þarf ekki mikið til aö særa blygðunar- kennd Tókýóbúa. Watanabe fékk það verkefni aö hanna auglýsingavegg- spjöld til aö hengja upp í neðanjarðar- lestarstöðvum, þar sem farþegar skyldu minntir á aö sýna tillitssemi við notkun vasadiskótækja. Hönnuö- urinn afréð aö fara óhefðbundna leiö til aö ná athygli vegfarenda og ganga skrefi lengra en kollegar hans, en sú ákvöröun átti eftir aö draga dilk á eftir sér. Á veggspjaldinu, sem bar yfir- skriftina Subway Manner, mátti sjá bakhlutann á kviknöktum, vööva- stæltum manni meö hendur á mjööm og heyrnartól á höföi. Athygli vakti að mikið tónaflóö barst frá afturenda mannsins, en Watanabe skýröi sam- líkinguna á þann veg, aö stundum þærust samskonar óhljóö frá sitj- anda fólks og of hátt stilltu vasa- diskótæki! Auglýsingin haföi ekki hangiö lengi uppi á veggjum neðan- jarðarlestarstöðva Tókýóborgar þegar hávær mótmæli tóku aö berast frá siöavöndum farþegum. Greinilegt var aö menn höföu ekki sama húmor og hönnuðurinn og fór svo aö lokum aö hann neyddist til að láta fjarlægja auglýsinguna. ViSswlega fór ber rass- inn mjög fyrir brjóstiö á fólki en þaö sem vakti þó mest umtal var spurn- ingin um það hvar og hvernig sjálft vasadiskótækið væri fest framan á manninn? í Ijósi þess aö hann var kviknakinn virtist aöeins eitt koma til greina. George Bush orðaður við striðs- glæpi Grein sem birtíst í septem- berhefti bandaríska tímaritis- ins Harper’s Magazine hefúr vakið gífurlega athygli, en í henni eru líkur leiddar að því að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafi fram- ið stríðsglæp í heimsstyijöld- inni síðari. Bush flaug orr- ustuflugvél bandaríska hers- ins í stríðinu og samkvæmt leyniskjölum, sem tímaritið komst yfir og greinin er byggð á, framdi áhöfn vélar- innar alvarlegan glæp undir lok stríðsins. Af skjölunum er ljóst að árið 1944 sökkti orrustuvél sú er Bush flaug togara á hafi úti. Áhöfríin lét þó ekki þar við sitja, heldur skaut með vélbyssum á skip- verja sem komist höfðu um borð í tvo björgunarbáta, svo allir létu lífið. Með þessari grimmilegu vélbyssuárás braut áhöfn orrustuvélarinn- George Bush orrustuflug- MAÐUR. Leyniskjöl frá stríðstím- um hafa verið opinberuð. ar alþjóðleg herlög. Sam- kvæmt grein Harper’s Magazine færa leyniskjölin að vísu ekki óyggjandi sönn- ur á að Bush hafi sjálfur átt sök að máli, enda þótt hann hafi verið einn úr áhöfríinni. Það sem hins vegar renni stoðum undir þá kenningu að Bush sé meðsekur sé sú staðreynd að bandarískir fjölmiðlar fóru leynt með upplýsingar um atburðinn. Komið hefúr í ljós að einmitt þegar kosningaslagurinn milli Bush og Bills Clinton Bandaríkjaforseta stóð sem hæst í október á síðasta ári var upplýsingum um meinta stríðsglæpi Bush komið til fjölmiðla í Bandaríkjunum. Af einhverjum ástæðum fannst þó engum fréttamiðli tilefríi til að fjalla um málið, hvað þá heldur krefja Bush um skýringu. Castro vel að sér í læknavísindum Fidel Castro Kúbuleiðtogi sýndi á sér alveg nýja hlið á dögunum, að því er ffarn kemur í hinu virta bandaríska læknatímari Scientific American. Fyrir skemmstu dvöldu bandarískir læknar á Kúbu í því skyni að rannsaka dular- fullan sjúkdóm sem herjar á eyjarskeggja og veldur bæði sjóndepru og röskun á taugakerfi. Um 40 þúsund Kúbveijar hafa þegar veikst af hinum skæða sjúkdómi og hafa læknar staðið ráðþrota ffarnmi fýrir honum. Bandarísku vís- indamennirnir gerðu margskonar rannsóknir á hinum sjúku og settust síðan niður á kvöldin til skrafs og ráðagerða. Castro sýndi strax óvenju- mikinn áhuga á rannsóknarstarfinu. Fékk hann leyfi til að taka þátt í umræðum læknanna og sat óþreytandi með þeim kvöld eftir kvöld, nokkra tíma í senn. Það sem kom þó mest á óvart var hve Castro var óvenjuvel að sér í læknavísindum. Leiðtoginn reyndist vera ákaf- lega vel lesinn í fræðunum og spurði hann læknana sífellt nýrra athyglisverðra spurninga sem vöktu þá til umhugsunar. Gekk reynar svo langt að Castro neyddist til að leiðrétta vísinda- mennina þegar hann sá að þeir fóru með rangt mál. Bandarísku læknarnir móðguðust ekki, heldur voru þvert á móti uppnumdir af þekk- ingu byltingarleiðtogans. Sáu þeir sér leik á borði og buðu Castro í fullri alvöru starf í þágu læknavísindanna, en hann afþakkaði. FIDEL CASTRO KÚBULEIÐTOGI. Rak bandarísku læknana á gat með skarplegum spurningum sínum. yítf'trat/ - /laiutet HUMOR SEM HITTI EKKI í MARK. Spurn- ingin var hvar og hvernig vasadisk- ótækið væri fest fram- an á manninn. M 1 . , ■ „... líí Sfc. .'■■ . .. .......

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.