Pressan - 07.10.1993, Síða 2

Pressan - 07.10.1993, Síða 2
FYRST OG FREMST Fimmtudagurinn 7. október 1993 2 PRESSAN HALLDÓR ÁSGRÍMSSON. Finnst Steingrímur vera allur í „pópúlismanum". STEINGRÍMUR HERMANNSSON. Orðinn fullábyrgðarlítill og á undir högg að sækja innan Framsóknarflokksins. Halldór þreytist á Steingrími Átökin í þingflokki Fram- sóknarflokksins fóru eins og við spáðum, að Páll Péturs- son lifði atlöguna af. Það breytir þó ekld hinu, að inn- an þingflokksins er vaxandi andstaða við hann og vax- andi þreytu gætir í garð Steingríms Hermannssonar formanns. Hennar verður ekki síst vart hjá Halldóri Ásgrímssyni varaformanni, sem mun ekki hafa verið par hrifinn af sumu því sem Steingrímur sagði í þing- ræðu á þriðjudagskvöld. Sagt er að Halldóri haíi þótt „pópúlisminn“ ganga úr hófi fram og telji „ábyrgðar- fyllri“ málflutning flokknum frekar til framdráttar þegar ffam í sækir. Bæjarstjórar í vanda Það hafa margir rekið sig á hve munaðarlaus umræðan um sameiningu sveitarfélaga er. I raun ættu bæjar- og sveitarstjórar landsins að flytja málið, en þeir stóðu að nefndaráliti því sem hratt málinu af stað. Það blasir hins vegar við að með því að mæla með málinu eru marg- ir stjórar að leggja til að embætti þeirra verði lögð niður. Það er til dæmis aug- ljóst að ekki yrði mikið eftir af embættum þeirra Róberts Agnarssonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, og Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnamesi, svo dæmi séu tekin. Tekjur þeirra beggja eru hærri en borgarstjórans í Reykjavík eða um 500 þús- und á mánuði. Samanlagður spamaður með því að leggja störf þeirra niður yrði því um 12 milljónir á ári. Þorbergur hitar sigupp Framboð landsliðsþjálfar- ans Þorbergs Aðalsteins- sonar í prófkjör sjálfstæðis- manna hefur sem von er vakið nokkra athygli. I ný- legu viðtali við Mannlífskýt- ur landsliðsþjálfarinn föst- um skotum að núverandi bæjarfulltrúum. Er hann meðal annars mjög ósáttur við einkavæðingu SVR og telur að breytingin yfir í hlutafélag sé illa tímasett „upphlaup“ og illa kynnt. Það er því greinilegt að landsliðsþjálfarinn ætlar ekki að læðast með veggjum í komandi prófkjörsslag. Kosningar á Nes- inu Þótt fáir búist við því að Seltirningar vilji sameinast Reykvíkingum í kosningu urn sameiningu sveitarfé- laga, sem ffam fer í nóvem- ber, hafa menn þó velt þeim möguleika fyrir sér. Ef svo vildi til að Seltirningar sam- þykktu tillöguna yrði Sigur- geir Sigurðsson, bæjarstjóri þar í bæ, eini bæjarstjórinn í sögu Nessins, því fyrir hans tíð, sem orðin er þriggja ára- tuga löng, ríktu eingöngu hreppstjórar. Eins og fyrr segir eiga menn ffekar von á að sameiningartillagan verði felld. Að veturinn verði harður baráttuvetur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. I síðasta tölublaði Nes- frétta á Seltjarnarnesinu er talið að líkt og í Reykjavík komi ekki til áffamhaldandi samstarfs vinstri flokkanna í bænum heldur verði nú hver í sínu horni. Siv Frið- leifsdóttir Framsóknar- flokki, oddviti stjórnarand- stöðunnar, verður áffam en er sögð líkleg til að spreyta sig á Reykjanesinu í næstu þingkosningum. Þá er talið líklegt að Guðrún Þorbergs- dóttir Alþýðubandalagi fari að hugsa sér til hreyfmgs. Kandídat í hennar stað er talinn vera Eggert Eggerts- son, deildarstjóri við Fjöl- brautaskólann í Ármúla. Þá mun Katrín Pálsdóttir, leið- togi Kvennalistans á Nesinu og varabæjarfulltrúi þeirra Siv og Guðrúnar, ætla áffam í slaginn. Af sjálfstæðisfor- kólfunum munu þau Sigur- geir, Erna Nielsen, Gunnar Lúðvíksson og Guðmundur Jón Helgason ætla fram, Petrea Jónsdóttir er enn óviss, en Ásgeir S. Ágeirsson ætlar að snúa sér að öðru en bæjarpóltík. Líklegust í hans stað eru talin þau María Ingvadóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, og/eða Haukur Enainn veitir því nokkra afhvgli þótt karlmenn mæti til veislu í eins jakkafötum, — jafnvel þótt skórnir, bindiS og skyrtan séu einnig nókvæmlega eins. Ef tvær konur sjóst hins veaar opinber- lega í alvea eins kjól, jafnvel þótt þær séu ekki ó sama staónum, er það saaa til næsta bæjar. Eins og cjefur að skilja voru þau hjón Björn Leifsson og Haf- dís Jónsdóttir í Worla Class, eiaendur hins nýuppaerða Þjóð- leikhúskjallara, í sviosljósinu ó opnunarkveldi han§ síoastliðið laugardagskvöld. A opnunina mætti margt fyrirmenna. Hafdís hafði nokkru óður keypt í versl- uninni Plexiglas kjól hannaðan af Alonzo, sem er mörgum Is- lendingum að aóðu kunnur fyrir að hafa haldið hér ó landi skrautlegar tískusýningar en ekki síst fyrir að eiga hina íslensku Eddu Guömundsdóttur Va- lesku að eiginkonu. Hafdís keypti kjólinn í þeirri trú að hún mundi örugglega ekki mæta nokkurri annarri manneskju í eins kjól, því aðeins tveir eins kjólar komu til landsins. Nema hvað. A næturlífssíðunni í siðustu PRESSU birtist óberandi mynd af Helen Gunnarsdóttur, eig- anda Plexiglas, í nókvæmlega eins kjól — þó ekki þeim sama — þar sem nún var að fagna fertucjsafmæli bónda síns, Valdimars Bergssonar. Haf- dís mun sosum ekki hafa verið ýkja ónægð með að mynd skyldi birtast af Helen í kjólnum með svo óberandi hætti. Hún lét sig þó hafa það að mæta í kjóln- um ó opnun kjallarans. En viti menn; það var ekki flóafriður fyr- ir konum sem ýjuðu að því að hún væri í kjólnum af Helen í af- mælinu. „Það mætti halda að allir hefðu lesið PRESSUNA," sagði Hafdís í samtali við blað- ið, hissa ó athyglisgófu íslenskra kvenna. Hún segist þó ekki erfa þetta sérstaklega við Helen. — í Ameríku og reyndar víðar er óvallt vakin mikií athygli ó því ef tvær óberandi konur eru í eins kjól. Segið svo að athyglisgófa íslenskra kvenna sé ekki sam- bærileg athyglisgófu kynsystra þeirra fyrir vestan! Björnsson hjá Útflutningsráði. Þá hafa litlar vangaveltur verið um Al- þýðuflokkinn, enda hefiir hann verið nánast ósýnilegur á Nesinu. Menn spyrja þó hvort Jóhannes í Bónus launi Jóni Baldvini kalkúnagreiðann og fari í ffamboð. Þensla í Sjónvarpinu Með aukinni innlendri dagskrár- gerð í RÚV hafa verið ráðnir sjö nýir aðstoðardagskrárgerðarmenn eða skriffur: Sigríður Guðlaugsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Dagur Kári Pétursson (Gunnarssonar skálds), Eva Jónsdóttir, Ásta Sóla Sighvats Ólafsdóttir, Ragnheiður Ásvalds- dóttir, Ólöf Snæhólm og áttunda skriffan er Ingvar Þórisson, en hann hefur starfað hjá RÚV í þrjú ár. Það eru viðbrigði frá því í vor en þá var þremur skriffum sagt upp störfum! Vonandi eru þessar aulcnu manna- ráðningar tákn um betri tíð hjá RÚV, en gamlir jaxlar innan Sjón- varpsins eru þó uggandi um sinn hag: Innan Sjónvarpsins hefur því verið haldið fram til langs tíma að innlend dagskrárgerð hafi verið í fjársvelti. Því spyrja menn sig hvort þessi aukna þensla sé upphafið að endalokunum eða hvort RÚV verði fært ofar í fæðukeðjunni á íjárlög- um. RÓBERT AGNARSSON. Ef hann er með sameiningu sveitarfélaga verður hann að leita sér að vinnu. SlGURGEIR SlGURÐSSON. Er á sama báti og Róbert. ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON. Ætlar sér greinilega ekki að vera bara í vörninni. SlV FRIÐLEIFSDÓTTIR. Verður áfram í stjórnarandstöðu á Seltjarnarnesi en talin líkleg í næstu þingkosningar á Reykjanesi. JÓHANNES í BÓNUS. Launar hann kalkúnagreiðann ogfer í framboð? SVEINBJÖRNI. BALDVINSSON. Skaffar þær skrrftur sem þurfa þykir. UMMÆLI VIKUNNAR „Það vill svo til að ég var formað- iir beggja samningsaðila. “ Steingrímur Hermannsson siðferðispostuli. Mafíufi opinqinn „Rússar losuðu sig við kommúnismann — og fengu ytir sig mafiukapítalisma.“ Ámi Bergmann kommi. Montinn Lýður „Þetta kom mér ekkert á óvart.“ Lýöur Friöjónsson kókisti. „Það er vaxandi illska í ofbeldinu sjálfu.“ Jón Baldursson, illskufræöingur Borgarspítalans. Fýlupoki „Ég get alveg eins keypt mig inn á leikina.“ Hans Guömundsson liöaflakkari. Toppurinn að falla úr keppni „Það er synd að liðið er nú að toppa þegar leiktímabilið er búið.“ Janus Guðlaugsson, leiötogi KR-snillinga.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.